Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1974, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1974, Blaðsíða 6
Art Bnchwald SYNIR SÓL.4RIMAR ÍVERK- FALLI Ef einhver er undrandi yfir því, að framleiðni skuli vera á hæsta stigi í Japan, gæti ég kannski gefið hluta af skýringu. Vinur minn fór til Tokió eigi alls fyrir löngu og heimsótti þá verk- smiðju, þar sem siónvarpstæki voru framleidd. Þegar hon- um var sýnd verksmiðjan, veitti hann því athygli, að japönsku verkamennirnir voru allir með rauð ennisbönd. ., Hvað tákna þessi rauðu ennisbönd?" spurði vinur minn forstjórann, sem var leiðsögu- maður hans. „Þau merkja það, að verka- mennirnir séu f verkfalli." ,,En ef þeir eru í verkfalli, af hverju vinna þeir þá?" Forstjórinn virtist furða sig á þessari spurningu. „Ef þeir ynnu ekki, myndu þeir ekki fá nein laun, og framleiðslan myndi dragast saman. Slíkt gæti a'drei gengið." „Svo að i stað þess að leggja niður vinnu setja þeir á sig rauð ennisbönd?" „Já. Til að sýna okkur, að þeir séu óánægðir. Að sjálfsögðu hryggir það okkur mjög, að þeir skuli vera óánægðir, svo að við reynum að semja við þá til eyða óánægjunni." „Eru rauðu ennisböndin einu merki þess, að þeir séu óánægð- ir?" Forstjórinn svaraði: „Nei, þeir láta óánægju sína í Ijós á margan hátt. Þegar þeir eru í verkfalli til cfæmis, þá mæta þeir til vinnu sinnar 1 5 mínútum fyrr en venju- lega og raða sér upp fyrir. framan verksmiðjuna og syngja söngva um óánægju sína. Það er mjög dapurlegt fyrir verksmiðjustjórn- ina að hlusta á þessa söngva af þvi að þeir tjá okkur, að verka- mennirnir séu óánægðir með ákvarðanir okkar. Söngvarnir særa okkur meira en ennisbönd- in." „Vinna þeir skemmdarverk á f ramleiðslunni?" Forstjóranum snarbrá. „Það myndi vera í hæsta máta ósæmi- legt. Ef satt skal segja, þá vinna þeir af meiri hörku og einbeitni til að sýna okkur, hve óánægðir þeir séu. Þvi duglegri sem þeir eru, þeim mun leiðari erum við í stjórninni og þá að sjálfsögðu enn meira áfram um það að finna lausn á málinu. Ég veit, að þið út- lendingar getið aldrei skilið þetta, en það er hræðilegt að koma til vinnunnar á morgnana og heyra allan verkamannaskarann syngja söngva, sem er beint gegn okkur. Og það er lika mjög hryggilegt að ganga á meðal verkamannanna, eins og við gerum nú ,og vita, að þótt þeir vinni af kappi, leggi þeir ekki sál sina í starfið." „Talizt þið ekki við, þér og verkamennirnir, þegar þeir eru í verkfalli?" spurði vinur minn. „Jú. vissulega tölumst við við," svaraði forstjórinn, „og þá minnist enginn neitt á verkfallið. En ég veit um það alveg eins vel og þeir, og það er mjög óþægilegt fyrir okkur alla. Þegar verkfall brýzt út, kemur stjórnin saman til fundar, þar sem fram fersjálfs- gagnrýni I þvl skyni að komast að því, hvað það er, sem við höfum gert rangt. Hér á landi missir maður andlitið, ef verkamennirn- ir gera verkfall." „Hafið þér nokkurn tíma kynnzt verkfalli, þar sem verka- mennirnir hafa neitað að vinna?" „Ekki í þessari verksmiðju. En nokkrir róttækir verkalýðsforingj- ar hafa smám saman reynt að innleiða vestrænar verkalýðsað- ferðir I Japan. Nýlega fóru til dæmis sporvagnastjórar í verk- fall." „Það hlýtur að hafa leitt til mikils öngþveitis", sagði vinur minn. „Ekki svo mjög," svaraði for- stjórinn. „Þeir lögðu niður vinnu í hálftfma síðla sunnudags, svo að verkfallið kæmi niður á sem fæstum farþegum." „Það myndi verða stórkostlegt, ef Japanir gætu kennt vestræn- um verkalýðsf oringjum að til- einka sér slíkar aðferðir," sagði vinur minn. „í reyndinni myndi það ekki kosta verkalýðsfélögin meira en að kaupa birgðir af rauðum ennisböndum. Ég sé í anda bílaiðnaðarmennina i Detro- it raða sér upp á svæðinu fyrir framan Ford-verksmiðjurnar og syngja andvinnuveitendasöngva!" Forstjórinn leitá lista yfirfram- leiðslutölur, sem einhver hafði fengið honum. „Alveg eins og mig grunaði," sagði hann, „við höfum aukið framleiðsluna um 10 af hundraði þessa viku." „Hvenær haldiðþér, að verk- fallinu verði aflétt?" spurði vinur minn. „Vondandi hið allra fyrsta," sagði forstjórinn og stundi þung- an. „Stjórnin þolirekki þetta álag öllu lengur." Sveinn Ásgeirsson þýddi. Hestarnir spyrntu við fótum og varð þeim.ekki þokað lengra. Sveinbjörn Beinteinsson DYS1NA FERSTIKL UHÁLSI í heiðnum sið voru menn heygðir, oftast í námunda við bústaði sína eða þar sem þeir dóu. Haugar á íslandi voru sjaldan mikil mannvirki og sér þeirra litla staði. Eftir kristnitöku var það í lög tekið að lík skyldi færa til kirkju og grafa í kirkjugarði. Lagt var mikið kapp á að koma beinum fólks í vígðan reit. Þó voru þeir menn til að ekki máttu jarðast að kirkju, þeir sem voru sekir um höfuðglæpi, morð, sifjaspell, guðlast eða dóu í banni kirkjunnar. Þeir sem ekki voru kirkju- græfir fengu þá legstað á víðavangi oftast við alfaraleið og var gerð grjóthrúga á staðnum. Síðan skyldu veg- farendur kasta þrem steinum í dys óbótamannsins. Það mun hafa tíðkast allt fram á 19. öld að grafa seka menn utangarðs, einnig þá sem styttu sér aldur. 2. Þjóðleið sú, sem kennd er við Geldingadraga liggur yfir Ferstikluháls og inn Svínadal yfir Geldingadraga til Skorra- dals. A norðurbrún Ferstikluháls er grjóthrúga mikil við veginn og á henni hvítur kross. Þar af brúninni er fögúr útsýn yfir Svínadal og til nálægra fjalla. Dys þessi var í daglegu tali nefnd Erfingi og kann ég ekki skil á þeirri nafngift. Ég mun hafa verið 7 eða 8 ára og átti þá heima á Geita- bergi i Svínadal. Þá fékk ég að fara til kirkju í Saurbæ með öðru fólki á sunnudegi um hásumar. Leiðin lá fram- hjá Erfingja. Á heimleiðinni reið ég spölkorn á undan og lét klárinn skokka sunnan að dysinni. Þá var skyndilega sem mér væri kippt af baki og ég steyptist i götuna. Ekki varð mér meint við byltuna. Þá var mér sagt að aldrei mætti ríða hart hjá dysjum dauðra manna og mér voru sagðar sögur af mönnum sem höfðu ekki hirt um þessa reglu og haft illt af. Gætti ég þessa jafnan síðan. Saga var mér sögð um uppruna þessarar dysjar. Fyrir löngu var á Draghálsi roskinn mað- ur sem þar hafði átt heima lengi og tekið tryggð við stað- inn, Ekki veit ég hvort hann var bóndi eða fjármaður, hvort tveggja hef ég heyrt. Örnefnið Erfingi gæti þó bent til að hann hafi verið bóndi eða bóndasonur nema erfingi hafi verið viðurnefni hans. Ekki var vitað á hvaða tíma þetta var en þó helzt getið um að það hefði verið um líkt leyti og svartidauði gekk hér á 15. öld. Nú kom að því að maður þessi fann dauðann nálgast. Hann bað þess þá mjög inni- lega, að hann væri grafinn á Draghálsi en ekki fluttur til kirkju. Nú dó maðurinn og var þá rætt um þessa bón hans. Ekki vildi prestur eða valdsmenn leyfa slíkt, enda ekki heimilt samkvæmt landslögum. Að tiisettum tíma voru teknir hestar og lagt af stað með líkið áleiðis að Saurbæ. En þegar komið var þarna á , hálsbrúnina varð hestunum ekki komið lengra og fengu menn engu urrí þokað. Þarna á brúninni sést síðast heim að Draghálsi, nokkrum skrefum sunnar byrgirsýn til Svínadals. Nú þóttust menn skilja hvaðvalda mundi. Voru þá sótt verkfæri og maðurinn grafinn þarna ofan í melinn og hlaðin grjóthrúga yfir sem enn má sjá. Sveinbjörn Beinteinsson. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.