Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1974, Blaðsíða 2
Hér er greinartiöfundurinn, HallfrfS-
ur GuSbrandsdóttir (Magnússonar
fyrrum forstjóra Áfengisuerzlunar-
innar) ung a8 árum. Myndin er raun-
ar eftir heimilisvininn Kjarval, sem á
þeim árum nefndi þessa ungu konu
vinkonu sfna Bússfrollu.
get ég trakterað Bússírollu" eða
Öddu-Dfsu? Hann fann þó oft
ekkert nema harðfiskbita, sem
hann vildi endilega gefa mér.
Eitt vorið minntist ég á, að nú
væri kominn grammófónn og
nokkrar plötur að Fagurhól, en
þar var ég á sumrin í f jöida ára.
Næsta dag kom hann með tvær
plötur, sem hann vildi senda með
mér í sveitina. önnur var
tvísöngsplata Arna frá Múla og
Péturs Jónssonar, hin var ftölsk
með „Sole Mio“ og „Funiculi,
Funicula". Þannig notaði hann
hvert gefið tækifæri til að gleðja
okkuröll.
Þegar fallega Tove, sem
mér fannst lík Kjarval, kom með
Aase og Svein í heimsókn frá
Danmörku, kom Kjarval alltaf
með þau vestureftir. Þá lá vel á
honum, hamingja hans skein úr
andliti og fasi. Hann var öðruvísi
en endranær.
— Kjarval hringdi aldrei okkar
dyrabjöllu: Hann gekk rakleitt
inn I ytri forstofu. Þar staldraði
hann við, leit inn um háan glugga
á hurð innri forstofunnar og at-
hugaði hvernig á stóð á heimilinu.
Ef hann sá ókunna gesti, gekk
hann oftast út aftur.
Veturinn 1940 veiktist pabbi af
lungnabólgu og lá nær dauða en
lífi. í marga daga kom Kjarval
mjög dapur í bragði kvölds og
morgna og spurði: „Hvernig er
líðan?'1 Þegar hann hafði fengið
svar, var hann horfinn. Ég
minnist ekki, að hann hafi notað
mikið simann.
Hver einustu jól kom jóla-
kveðja frá Kjarvai, teikning eða
lftið málverk, oftast af englum
eða huldufólki. Einhvern dag
jólanna birtist hann í dyrunum:
„Gleðileg jól.“ BSR-bíllinn beið;
hann vildi þá aldrei stanza.
Pabbi gaf honum stundum
konfaksglas. Aðeins einu sinni sá
ég hannkenndanog þá fannst mér
Hallfríður G. Schneider
KJARVAL
EINS OG EG ÞEKKTI HANN
Árið 1926 dvaldi Kjarval hluta
úr sumri hjá foreldrum mínum i
Hallgeirseyjarhjáleigu, Austur-
Landeyjum. Eg var á fimmta ári
og á enn þrjár ljóslifandi
minningar af honum frá þessum
tíma.
Við Oktavía Guðjónsdóttir, eina
leiksystir mfn, vorum á góð-
viðrisdegi að baka drullukökur í
tröðunum. Kjarval gekk til okkar,
settist á hækjur og fór að sýna
okkur, hvernig við gætum skreytt
kökurnar á margvislegan hátt, en
við höfðum aðeins notað fífla
og sóleyjar. Hann kallaði
hundasúrufræin hnetur. Hann
beygði strá og blöð og felldi
þau eins og harmoniku og jafnvel
reif myndir úr þeim, m.a. skútu.
Loks bjó hann til stóra flatköku,
þrýsti á hana burkna, sem hann
hafði leitað uppi og sagði: „Þetta
á ekki að borða, þetta er platti."
Hann stóð oft við trönur uppi á
túni og málaði sjóndeildarhring-
inn og heimilisfólk. Eitt sinn
þegar við krakkarnir komum til
hans.tók hann mig á háhest og ég
varð óttalega lofthrædd. Hann
hélt fast um ökklana á mér og
sagði mér að taka utan um háls-
inn á sér, en það vildi ég ekki. Ég
reyndi að snerta ekki þunna
hárið, sat stifog hélt mér i axlar-
bönd og skyrtu. Hann fór af stað,
fyrst fetið, svo skeið og tölt, en
síðast brokkaði hann og stökk
með ósköpum. Ég æpti af ánægju
og hræðslu og uppgötvaði þegar
hann stoppaði, að ég var búin að
taka utan um hálsinn á honum.
Kjarval glettist mikið við okkur
krakkana. En á þessum tíma var
mér miðlungi vel við hann, því að
hann strfddi mér. „Hver er
uppáhaldskakan þín,
Bússírolla?", það var gælunafn
hans á mér, þar sem ég var stutt
og þybbin. „Hlandkaka," svaraði
ég mikið smámælt. „Hlandkaka?"
endurtók hann. „Nei, hland-
kaka,“ ég reyndi af allri getu að
násinu en tókst ekki. Þá klappaði
hann vinalega ákollinn ámér.
A fimmta afmælisdegi mfnum
var mér færður pakki frá Reykja-
vík í rúmið. Þvílík dýrð. Kjarval
sendi mér sandköku með glassúr,
stráðum marglitum sykurhorn-
um. Enn í dag man ég bragðið,
sem ég fann fyrir 46 árum, og mér
finnst ég aldrei hafa fundið það
eða betra bragð síðan. í pakkan-
um var líka hvít handtaska með
rauðum rósum. Aldrei hafði ég
séð neitt eins fallegt — hér læt ég
fylgja, þó að það komi ekki Kjar-
val við, að ég klæddi mig í flýti og
hljóp eins og fætur toguðu
bekkjastíf luna austur að
Hallgeirsey. Eg hljóp inn í bað-
stofuna á austur-bænum. Þar lá
Oktavía í rúminu, kafrjóð í fram-
an með blautan þvottapoka á enn-
inu. ,Bjáðu fínu töskuna, sem
Kjarval sendi mér,“ sagði ég
hróðug. En Oktavia opnaði aldrei
augun, þó að ég héldi áfram að
halda töskunni á loft. Ég fór fýld
heim. Þegar hún dó úr heilabólgu
fáum dögum seinna og öll sveitin
grét, kom mér ekki tár í auga. Ég
hugsaði: „Hún vildi ekki líta á
fínu Kjarvalstöskuna mína.“
Þegar við vorum flutt til
Reykjavikur — „með börn og
málverk" eins og mamma
sagði — var Kjarval tíður
gestur. Stundum kom hann
með hákarl handa pabba,
með í soðið til mömmu og með
„Kongen af Danmark" eða
„Brenndan Bismark" handa okk-
ur krökkunum! Mömmu, pabba
og Kjarval þótti svo innilega vænt
hvert um annað. Mamma sagði
oft, þegar maturinn var góður,
t.d. kæst skata: „Núætti Kjarval
að vera kominn í mat.“ Og pabbi
sagði: Ég hef ekki séð Kjarval
um tíma. Vonandi er hann
ekki lasinn." Þeir birtust
ósjaldan fyrir Bræðraborgar-
stfgshornið risavaxni
Kjarval, teinréttur, örugg-
ur í göngulagi, með hendur í
vösum og hattinn aftur á
hnakka eða ofan í augun, trúlega
eftir því, hvernig á honum lá,
pabbi, lágur og léttur, dansandi i
kringum hann með hatt á hendi
og handleggina í sveiflum. Og all-
ir voru ánægðir að sjá hann. Eftir
matinn kveikti hann sér í síga-
rettu eða vindli, opnaði munninn
upp á gátt og blés út stórum
hringjum, sem við krakkarnir
stungum fingri i.
Stundum fékk ég að fara með
pabba upp á efstu hæð í Austur-
strætishúsinu, þar sem Kjarval
bjó undir súð. Þar stóðu málverk-
in í þyrpingum uppi við veggi;
bökin sneru fram. Alltaf byrjaði
hann með bví að segja: „Hvernig
Hallfrlður G. Schneider er umfrarn
allt íslendingur, þótt hún hafi um
þriggja áratuga skeið búiS erlendis.
Hér er hún á peysufötum, sem hún
lét sauma á sig um það leyti er hún
fluttist utan.