Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1974, Page 5
Steinunn litla hvilirsig
Nokkur barnanna i leikstofunni
komist úr jafnvægi stutta stund á
eftir.
Reyndar höfum við áhuga á að
afnema sælgætisgjafir til barnanna,
en það er dálitið erfitt viðureignar.
Foreldrar vilja gjarnan gleðja þau
með einhverju, þegar þeir koma i
heimsókn, en slíkt getur stundum
komið sér illa, til dæmis þegar vikið
er smábita að barni i næsta rúmi án
þess að fólk viti að það barn átti að
fasta."
Á leiðinni út litum við inn i leik-
stofuna. Þar er fátt um manninn
þessa stundina, enda hvildartimi. Þó
sitja þar tveir drengir þungt hugsi
yfir vandasömu tafli og nokkrir
áhorfendur. Á hillum meðfram veggj
unum kennir vissulega margra
grasa. Þar eru allskyns leikföng og
leiktæki og viða hanga uppi litrikar
myndir gerðar af fimum barnafingr-
um.
„Kristín Jakobsdóttir föndur-
kennari aðstoðar börnin hér við leik
og föndur frá kl. 8^—4 á daginn,
þeim til mikillar ánægju," segir
Bryndis. „Hún gerir sér far um að
kynna þeim ýmislegt úr náttúrunni
— þurrkuð lauf, skeljar og ýmsar
steinategundir, auk þess sem hér er
auðvitað mikið teiknað, málað og
klippt. En það sem gerir þessa leik-
stofu ef til vil svolítið frábrugðna
öðrum slfkum er, að börnin eru látin
leika sér með og handfjatla ýmislegt
smádót, sem sjúkrahúsum tilheyrir
röntgenfilmur og plastsprautur
(nálarlausar auðvitað) svo nokkuð sé
nefnt og útskýrt er fyrir þeim til
hvers þessir hlutir eru notaðir, svo
þau verði siður hrædd við þá i hönd-
um starfsfólksins."
Við kveðjum og göngum út í ysinn
með hugann fullan þakklætis-
kenndar fyrir vissuna um það, að'hér
vinna margar fúsar hendur samstillt-
um huga við að hjálpa litlu fólki yfir
mismunandi erfiða þröskulda.
oft verðum við að hlaupa úr einu
verki i annað, þegar börnin þarfnast
okkar. Þá er ekki hægt að segja:
Farðu nú, ég er að vinna.
En þrátt fyrir mikið álag á stund-
um, hefur okkur aldrei skort starfs-
fólk og höfum reyndar verið sérstak-
lega heppin, hvað það snertir.
Að vísu hefur stundum verið erfitt
að fá fólk til afleysinga á sumrin, en
nú hefur sá háttur verið tekinn upp,
að barnadeildum sjúkrahúsanna í
Reykjavík er lokað til skiptis i sumar-
leyfum og hefur það gefizt vel."
„Á hvaða timum dagsins er álagið
mest?"
„Það held ég að sé eftir heim-
sóknartímann sem er á milli kl. 3 — 4
á hverjum degi. Þá kemst oft rót á
litla fólkið eftir heimsóknina og
reyndar ekki siður ef enginn hefur
komið. Börn eru ótrúlega viðkvæm
gagnvart sliku. Ég man t.d. eftir
einum litlum snáða sem var hér hjá
okkur. Mamma hans bjó úti á landi
og gat þvi ekki heimsótt hann, en
hann byrjaði alltaf að gráta klukkan
þrjú og þurfti þá huggunar við.
Það eru skiptar skoðanir um, hvort
leyfa eigi heimsóknir á barnadeildir
sjúkrahúsa, en yfirleitt er það álitið
betra fyrir börnin að einhver nákom-
inn liti inn til þeirra, þó að þau
gaf öll rúm, dýnur, kodda og sængur.
Kiwanisklúbburinn Katla gaf leik-
föng og útvarpstæki i stofurnar og
Kiwanisklúbburinn Elliði gaf deild-
inni sjónvarp og 975,00 krónur.
Þetta eru allt gjafir, sem við erum
mjög þakklát fyrir og sýna hvilikan
hlýhug fólk ber til deildarinnar."
„Finnst þér starf á barnadeild frá-
brugðið hjúkrunarstörfum á öðrum
deildum sjúkrahúsa?"
„Já, því er ekki að neita. Hér hef
ég starfað frá 1971, en var áður i 6
ár á lyfjadeild sjúkrahússins á Akra-
nesi. Reyndar kom það mér mjög á
óvart, hvað börn eru fljót að aðlagast
umhverfinu og hve duglegir sjúkl-
ingar þau eru. Mér finnst mjög
ánægjulegt að vinna hér, enda þótt
hér sé stundum mikill erill, en þá er
líka rólegra á milli. Á barnadeildum
þarf'að sjálfsögðu að fylgjast betur
með sjúklingunum, þvi sumir geta
ekki kvartað sjálfir. og hér er lika
meiri „keyrsla", ef svo má segja.
Yfirleitt eru börnin hér fáa daga, t.d.
aðeins tvo daga i kirtlatöku. Við
erum rétt byrjuð að kynnast börn-
unum, þegar þau eru farin. Fari ég til
dæmis i tveggja daga frí, þá eru
komin önnur börn i flest rúmin.
Vinnan hér er ef til vill stundum
hávaðasamari en annars staðar og
Bryndís Jónasdóttir yfirhjúkrunarkona deildarinnar með Þórhall litla i fang
inu.
Bryndis Jónasdóttir og Bergþóra Helgadóttir.