Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1974, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1974, Qupperneq 10
Samskipti íslendinga og einokunarkaupmanna voru löngum me8 þeim hætti, að íslendingum þótti hagursinn fyrir borð borinn. Þó voru jafnan ákvæði í verzlunarleyf- unum, sem miðuðu að því að tryggja hag íslendinga. í fyrsta verzlunarleyfi ein- okunaraldar (árið 1602) voru þannig ákvæði um það, að nægilegt magn skyldi flutt til landsins af vör- um og þær skyldu vera í hóf stillt. Sambærileg ákvæði koma síðan fyrir í öll- um verzlunarleyfum einokun- artímans. Það er svo annað mál, hvernig þvílíkum ákvæðum var fylgt. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að réttur í orði er ekki alltaf hið sama og réttur á borði. Sá, sem njóta skal ákveðinna réttinda samkvæmt lagabók- staf, þarf að hafa aðstöðu og bolmagn til að heimta rétt sinn, ef svo ber undir. Ella kunna slík réttindi að reynast lítils virði, þegará reynir. Svo sem alkunnugt er, voru árið 1753 tekin þingsvitni um verzlun Hörmangarafélagsins á Islandi. Slík þingsvitni höfðu ekki verið tekin áður á tímum einokunar- verzlunarinnar. Vitnaleiðslurnar náðu til sextán kaupsvæða og er hér um eftirfarandi kaupstaði að ræða: Eyrabakka (kaupstaður fyrir Árnessýslu, Rangárvalla- sýslu og Vestur-Skaftafellssýslu), Grindavík, Básendar, Keflavík, Hafnarfjörður, Hólmurinn (Reykjavík), Bildudalur, Pat- rcksfjörður, Dýrafjörður, ísa- fjörður, Skagaströnd, Hofsós, Eyjafjarðarhöfn (Akureyri), Húsavík, Vopnafjörður og Reyð- ai'fjörður. Af kaupsvæðum eflirtalirina kaupstaða voru engin vitni yfir- heyrð: Vestmannaeyjar, BUðir, Stapi, Olafsvík, Grundarfjörður, Stykkishólmur, Reykjarfjörður(á Ströndum) og Berufjörður. Þriðj- ungur kaupstaðanna var því ekki með í vitnatökunum. Samt verður að telja, að vitnaleiðslurnar nái yfir meira en tvo þriðju hluta landsins. Þær ná yfir Suðurland allt nema Vestmannaeyjar allt Norðurland, mestan hluta Aust- fjarða og Vestfirði að Stranda- sýslu undanskilinni. Hins vegar er Vesturland ekki með. Vitnaleiðslurnar fóru fram með þeim liætti, að nokkrum bændum af hverju kaupsvæði var stefnt á þingstað þann, sem lá næst við- komandi böfn, á ákveðnum degi og þeir látnir svary spurningum samkvæmt spurningalista, sem Skúli Magnússon landfógeti ntun hafa útbúið. Eftir atvikum var þessi spurningalisti aukinn eða honum breitt á annan hátt og var fjölda spurninga nokkuð mis- munandi á hinum ýmsu höfnu'm. Flestar eru spurningarnar fyrir Eyrabakkakaupsvið, enda koma hér við sögu tveir helztu stuðn- ingsmenn Skúla i baráttu hans við Hörmangarafélagið, Þor- steinn Sigurðsson sýslumaður í Rangárvallasýslu og Brynjólfur Sigurðsson sýlsumaður í Árnes- sýslu. Kaupmönnum var að sjálf- sögðu stefnt til að hlýða á vitna- leiðslurnar, og var það ýmist, að þeir komu sjálfir eða sendu full- trúa sinn. Eitt dæmi er þó.til um það, að kaupmaður hafi hunzað stefnuna (Eyjafjarðarhöfn). Yfir- heyrsla vitnanna hófst jafnan á því, að vitnið var látið vinna eið að l)ví að svara spurningunum sannleikanum samkvæmt. Má ætla, að upplýsingar þær, sem fram koma i þingsvitnum séu gefnar samkvæmt beztu vitund. Erfitt er þó að skera úr um það, hvort vitnin kunni i sumum til- fellum að hafa þagað yfir ein- hverju, sem þau höfðu orðið að þola af hendi kaupmanns. Eins og fram kemur síðar í þéssari grein, gat það verið erfiðleikum bundið að sanna mál sitt. Nærvera kaup- manna eða fulltrúa þeirra er vitnaleiðslurnar fóru fram, hafði að sjálfsögðu mikla þýðingu; þeir höfðu rétt til að bera fram spurn- ingar og gera athugasemdir og var slíkt allt fært í þingbökina. Afrit af þingsvitnunum var siðan sent til Kaupmannahafnar vegna málastapps þess, sem staðið hafði um hríð milli Hörmangarafélags- ins og Skúla fógeta og hafa þessi afrit varðveitzt. Hins vegar eru þingbækurnar, sem þingsvitnin voru upprunalega skráð í, flestar glataðar. Ein þeirra spurninga, sem lögð var fyrir vitnin, fjallaði um mögu leika landsmanna á því að ná rétti sínum gagnvart kaupmönnum, ef svo bar undir; verður það nú rak- ið, hvernig landsmenn svöruðu þessari spurningu. Það skal tekið fram, að sums staðar í þingsvitn- unum vantar bæjarnafn við nafn vitnis. Eyrarbakki. Þingsvitni um verzlun á Eyrar- bakka voru tekin að Stokkseyri 12. september og var Eyrarbakka- kaupmaður, Marcus Pahl, sjálfur viðstaddur. Vitni, sem svöruðu spurningum, voru 23 og spurning- ar þær, sem fyrir þau voru lögð, voru samtals 80. Vitnin voru þessi: Einar Magnússon Auðs- holti, Þórður Magnússon Reykj- um, Magnús Guðmúndsson Kald- arnesi (e.t.v. er hér átt við Kald- aðarnes, en í þingsvitninu er nafnið ritað Kaldarnes), Alexíus Ólafsson í Smjördölum (i þings- vitninu stendur: á Smjördalur), Jón Magnússon Langholtsparti, Sæmundur Jónsson Ármöti, Er- lendur Þorsteinsson Miðéngi, Kelill Þorgeirsson Vaðnesi, Ólaf- ur Filippusson Arnarbæli, Bjarni Kolbeinsson Kiðabergi, Jön Jóns son í Haukholti, Þorlákur Jónsson á Berghyl, Þórður Jónsson og Hallur Jónsson brytar í Skálholti, Páll Axelsson lögféttumaður í Súluholti, Bjarni Þorláksson á Öndverðarnesi, Oddur Pálsson í Ilróarsholti, Magnús Þóröarson, Einar Jónsson, Jón Jónsson, Magnús Torfason, Þorlákur Bryn- jólfsson og Hallur Guðmundsson á Eyrarbakka. Þvi miður hafa svör þessara vitna ekki verið færð í þingbök- ina á þann hátt, sem ákjósanleg- ast hefði verið. Fyrsta vitnið var Páll Axelsson og svör hans við hverri spurningu fyrir sig hafa verið færð i þingbókina en svör hinna vitnanna hafa ekki verið skráð nema að því leyti, sem þau greindi á við svör Páls. 71. spurningin var svohljóð- andi: ,,Er ekki innlenzkum torvelt að klaga kaupmanninn, þó að þe'ir séu af honum ófo rrréttaðir?" (Stafsetningin er hér færð til nú- tíðarmáls.) þessu svarar Páll: „Jú það er bágt." Skv. þingsvitninu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.