Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1974, Side 12
UVM.T
Eftir
Ean O’Faolain
ALLT frá því um miðja síðustu
öld hefur verið stöðugur straum-
ur flóttamanna frá írlandi. Ég
held ég fari ekki orðavillt. Hinn
mikli útflutningur írskra manna
uin og eftir 1850 var ekkert annað
en skipulagslaus flótti undan
hungurdauðanum. Á þessum
hundrað árum fækkaði Írum úr
6—7 milljónum i tæparþrjár.
Við írar héldum því alltaf fram,
að þessi blóðtaka væri eingöngu
að kenna erlendri óstjórn. Við
hétum því að fengjum við heima-
stjórn, skyldi þessu. fljótlega
linna.
Árið 1946, þegar heimastjórn
hafði verið við lýði i aldarfjórð-
ung, athuguðum við stöðuna aftur
og brá heldur betur í brún. Tölur
sýndu, að enn hallaði undan fæti.
Einhverju öðru var um að kenna
en erlendri óstjórn. Og ekki birti
yfir okkur þegar kom á daginn, að
jafnframt því, sem írar fluttust í
stórhópum til Englands, flykktust
Englendingar til Írlands og keyptu
þar hús og jarðir í stórum stíl. Til
þess að sporna við þessu skatt-
lögðum við alla erlenda kaupend-
ur fasteigna i irlandi. En síðan
eru liðin sjö ár og enn höfum við
ekki gert okkurljósar ástæðurnar
fyrir hingnun þjóðar okkar.
Það er fátækleg huggun, að við
munum trúlega aldrei verða
aldauða. Það þýðir aðeins, að okk-
ur hnigni hægt en glæsilega. Það
er heldur engin huggun, að með
stöðugri fæðingartölu undanfar-
inna ára, munum við varla fara
niður fyrir tvær milljónir fyrr en
eftir fimm mannsaldra eða svo.
Þegar svo væri komið gætum við
hvorki fætt okkur né klætt eða
varið. Ein ástæðan fyrir hung-
ursneyðinni um miðja siðustu öld
var mannfjöldi. Verður e.t.v.
hungursnevð vegna mannfæðar
um míðja næstu öld?
En hverjar eru algengustu skýr-
ingar okkar á stöðugri fækkun
þjöðarinnar?
Sú vinsælasta er landflótti.
Flestir útflytjendur fara til Bret-
lands. Það kemur sér ágætlega í
atvinnuleysinu hér heima. En
færi svo, að atvinnuleysi yrði i
Bretlandi, mundu þeir streyma
hingað aftur og krefja okkur um
atvinnuleysisstyrk. Slíkt gæti
valdið hreinni upplausn í þjóð-
félags- og efnahagsmálum.
Önnur skýringin eröllu grófari.
En hún er sú, að Írar deyi aldrei,
heldur eldist þeir aðeins
þar til þeir gufa upp. Um það
bil séú börn þeirra komin á þann
aldur, að lífið sé gengið þeim úr
greipum Álgengt dæmi um þetta
er gamall bóndi, sem neitar alger-
lega að fá sonum sínumjörðina til
eignar og ábúðar. Þegar þessir
kallartala um ,,strákinn“ sinn, má
treysta því, að strákurinn sé kom-
inn undir fimmtugt. Ekki alls fyr-
ir löngu 'voru tveir bræður. annari
sexlugur, en hinn hálfsjötugur
leiddir fyrir rétt og sakaðir um
óspektir á almannafæri. Það korr)
á daginn, að þetta voru „strák-
ar“, sem bragðað höfðu vín í
fyrsta sinni hið umrædda kvöld,
af því pabbi þeirra var dáinn,
langt fyrir aldur fram, níutíu og
tveggja ára, og þeir höfðu loksins
ætlað að njóta fengins frelsis.
Afleiðingar þessarar togstreitu
ungra og gamalla eru m.a. síðbúin
hjónabönd, lág fæðingartala og
almenn mannfækkun, að maður
nefni ekki lítil afköst aldraðra.
En þetta er jafnframt undarleg-
asta skýringin. Því það er stað-
reynd, að það unga fólk, sem heita
má fjárhagslega óháð, giftist held-
ur ekki fyrr en á miðjum aldri.
Ríkið grátbiður það að ganga í
hjónaband. Kirkjan sömuleiðis.
En það hristir bara höfuðið. Og
hér er komið að kjarna málsins.
Gagnvart þessari tregðu standa
allir ráðalausir, stjórnmálamenn,
kirkjunnar menn og tölfræðingar.
„Hví í ósköpunum gerið þið okkur
ekki til geðs óg giftið ykkur, árans
gemlingarnir ykkar?“ spyrjum
við.
Hér á eftir fara nokkur svör
unga fólksins. Eg reit grein um
hjónabönd á irlandi ekki alls fyr-
ir löngu og pósturinn hafði nóg að
gera næstu dagana. Lítum fyrst á
það, sem ungu mennirnir hafa að
segja um stúlkurnar. Þeir ætlast
ekki til ástar, rómantíkur, ástríðu,
fegurðar, félagsskapar, persónu-
töfra, andríkis eða gáfna. Þeir
vilja kvenmann, sem getur eldað
handa þeim mat, stoppað í sokk-
ana þeirra og gengið þeim i móð-
urstað. Og þeir virðast mjög efins
um það, að írskar stúlkur nú á
dögum uppfylli þessi skilyrði al-
mennt.
Hér talar einn þeirra:
,,Eg er þrjátíu og átta ára pipar-
sveinn. Mér liggur ekkert á að
kvænast. í september næst kom-
andi fer ég í sumarfri til
Lisdoonvarna. Þar sting ég því að
prestum, sem ég hitti, að ég sé
ókvæntur, eigi svolitið í handrað-
anum, og sé á höttunum eftir
stúlku, en hún verði líka að eiga
eitthvað í handraðanum. Prest-
arnir fara á stúfana og láta fregn-
ina berast. Að nokkrum tíma liðn-
um hefst uppi á stúlku, sem er
reiðubúin og þar með er málinu
borgið. Um jólin heimsækir fjöl-
skylda mín ættingja hennar og
þeir ganga úr skugga um það, að
ég sésæmilegurmaður. Á páskun-
um hitti ég svo stúlkuna aftur.
Svo giftumst við að hæfilegum
tima liðnum. Setjum svo, að ég
verði þá fertugur. Ég er handviss
um það, að eftir tuttugu ár verð-
um við hjónin hamingjusamari en
nokkur jafnaldra hjón, sem gift-
ust unt tvítugt af því, sem þeir í
Hollywood kalla ást, en er bara
lostafullt æði. .
í þessu bréfi eru tvö mann-
fræðileg merkisatriði, eftir-
tektarverð þeim, er rannsaka
vilja írskt ástalíf. Maðurinn
krefst þess, að brúður hans eigi
eitthvað í handraðanum. Þá telur
hann hæfilegan giftingaraldur
sinn fjörutíu ár, en nefnir ekki
æskilegan aldur brúðarinnar.
Hann þyrfti varla að óttast barna-
fjöldann ef hún hugsaði eins! En
írskir piparsveinar sækjast eftir
ungum stúlkum — og virðast fá
þær.
Við skulum minnast þess, að í
írlandi eru karlar fleiri’en konur.
Auk þess reiða margir sig á það,
að konur verði að giftast ungar —
áður en fegurð þeirra fölni. Karl-
menn hafa aftur á móti timann
fyrir sér..
Þó eru sumir á annarri skoðun.
Ungur maður skrifar:
„Ungar, frskar stúlkur nú á
dögum eru málaðar, púðraðar og
uppstoppaðar gæsir með rándýrs-
klær, en ekki neglur. Aðdáun
þeirra á kvikmyndahetjum jaðrar
við FÁVITAHÁTT. Sagt er, að
latir hestar og ferðmiklar konur
geti komið hverjum, sem er, á
vonarvöl. Við skulum sleppa hest-
unum, konurnar eru einfærar um
þetta. Hverjum manni með fullu
viti er hjónáband sama og fjöl-
skylda og ábyrgð. Menn þurfa
áreiðanlega að vera bilaðir til að
kvænast þessum skjátum. Hjóna-
band er háalvarlegt fyrirtæki, en
ekkert grín. írskar stúlkur virðast
alls ekki gera sér grein fyrir
þessu.Ég ætla svo sannarlega ekki
að stíga í snörur þeirra. Ég ætla
að hugsa mig rækilega um en
flana ekki að neinu. Hjónabandið
er ævilangt. Það ætti að vekja
hvern mann til umhugsunar. . .“
Ogfleiri eru sama sinnis:
„Ég er piparsveinn og fæ ekki
séð, að breyting verði á því
næstu árin, nema guð líti til mín f
náð sinni. Það er ekki hægt að
ætlast til þess af stúlkum nú á
dögum, að þær þvoi af manni föt-
in, eldi og ,ali upp börn. Þær
hugsa ekki ‘úm annað en prjál og
skemmtanir. Og um peninga
hugsa þær líkt og Rockefeller.
Fyrir skömmu síðan leit ég
stúlku eina fremur hýru auga.
Kvöld eitt bauð ég henni út ásamt
vinstúlku hennar. Eg vissi ekki
fyrri til en við vorum setzt inn á
bar. Mér fannst ég verða að bjóða
dömunum upp á drykk. Mér datt
ekki i hug, að þær mundu biðja
um annáð en gosdrykk. En nei
takk. Önnur heimtaði gin, en hin
kampavín. Ég er vélvirki. Þau
dygðu skammt launin mfn með
þessu áframhaldi, er ég hræddur
um. Og þetta er ekki sérlega væn-
legur undirbúningur undirhjóna-
band.Stúlkurnar geta sjálfum sér
um kennt, ef þær ganga.seint út.
Óhemjuskapurinn fælir menn
frá..“
Skemintilegust þykja mér elli-
mörkin á þessum bréfum: Síðasti
bréfritari er raunar alls ekki
nútímamaður, nema í þeim skiln-
ingi, að allir írar nú á dögum séu
evrópskir miðaldamenn. Allar
þessar árásir á kvenkynið eru nýj-
asta innleggið í gamla og vel-
kunna herferð. Til hægðarauka
getum við flett upp í Rabelais eða
Jean de Meung.
En umkvartanir stúlknanna eru
furðu svipaðar hínum. Þær segja
karlmennina framtakslausa,
sjálfselska og spillta af eftirlæti
mæðra sinna.
„Ég var að lesa álit karlmann-
anna á konunum. Að mínu viti
eru írskir karlmenn samsafn af
átvöglum, bjórvömbum og dans-
fíflum.
Iíér í landi er algert karlmanna-
veldi, allt er sniðið við þeirra hæfi
— spilamennska, verðhlaup og
stangaveiði, það eru skemmtan-
irnar. Þvf er hreint ekki til að
dreifa, að ungir írar hafi ekki
efni á þvi að kvænast. En kvænist
þeir verða þeir máski að selja
bílana sina og gefa veðmálin,
pókerinn, golfið og sumarfríin
upp á bátinn. Þeir vega þetta og
meta — og ákveða að kvænast
ekki. . .“
Þetta um irska mömmudrengi:
„írskir karlmenn nú á dögum
eru mömmudrengir upp til hópa.
Heima hafa þeir allt til alls, og sjá
því ekki ástæðu til þess að fara
þaðan. Mæður þeirra þræla fyrir
þá og þeir ætlast til þess, að
Framhald á bls. 16.
©