Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1974, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1974, Page 16
Útmánuðir Framhald af bls.6 eins og hjá blindingjum, og rökkurvön augun lært að hagnýta hverja smáskímu, eins og dýr, er sjá i myrkri. En rökkurstundirnar gátu einnig verið mikilvægar að öðru leyti. Þá var hentugur tími til að rekja gamla atburði og sagnir, fara með vísur og rímnaflokka, þulur og ljóð, kveðast á, geta gátur, segja sögur og ævintýri. Og þá var tilvalið að rifja upp kafla úr Njálu eða annarri Islendinga- sögu, sem áður hafði verið lesin upphátt á kvöldvöku, og bera saman og dæma um persónur sög- unnar og atburði. Þetta var eins hægt, þótt prjónarnir tifuðu og sokkurinn væri þæfður. í rökkr- unum fengu líka börnin og ungl- ingarnir helzt frjálsa stund til að leika sér úti. Hvílíkur fögnuður gat það ekki verið að hlaupa eftir spegilfægðum svellunum, renna sér þar fótskriðu eða fara á „leggjum“ hvað þá á almenni- legum tréskautum, fara í stór- fiskaleik á marrandi hjarninu eða renna sér niður snarbrattar snjó- hengjur. Ekki var þá mikilli íþróttatækni fyrir að fara, en gladdi þó jafnt þann sem naut.Og loftið var svalt og hressandi, fjöllin skínandi björt og stjörnu- skreyttur himinn hellti ósegjan- legri fegurð sinni yfir ungar sálir. Um það leyti sem góa kvaddi með ,,þræl“ sínum og einmánuður tók völdin hafði rökkrið alveg vikið Ur sæti fyrir langdeginu. Það var húsfreyjunnar og bóndans að taka á móti þeim hjúum, þorra og góu, en nú fór árstíð æskunnar að nálgast. Því var það ungu stúlknanna að fagna einmánuði eins og ungu piltanna hörpu síðar. Og einmánuður kom með langa og bjarta páskahátíð og miklar kirkjuferðir — eins og jólin. Hann brást heldur sjaldan með páskahretin öðru hvorum megin og stundum beggja megin við páskahelgina — eða yfir hana alla óslitið. Og sumarmálahretið undirbjó hann venjulega áður en hann kvaddi. A meðan víxlaðist á vonin og kvíðinn í sál bóndans og hafði ýmsu betur. En „öll él birtir upp um siðir“, og komið gat fyrir, að einmán- uður skilaði af sér þíðri jörð og snjólausri í hendur bóndanum. Tyllti ef til vill að skilnaði örfín- um glitrandi ísnálum í hárið á ungfrú Hörpu, til þess að gamla fólkið gæti verið ánægt og sagt, að sumar og vetur hefði frosið saman. Og svo var bæjardyrunum lokið upp með fögnuði á sumar- dagsmorguninn fyrsta fyrir draumadísinni, Hörpu, sem beið fyrir utan með nóttlausa voraldar veröld í fanginu. Atlavík Framhald af bls.7 Ketill bjó fyrir norðan fljót á Arnheiðarstöðum. Trúað gæti ég því, að honum hafi þótt svo vænt um konu sína, að hann hafi látið bústað þeirra heita eftir henni. Þess sést hvergi getið, að sá bær hafi heitið neinu öðru nafni. (Þó munu menn segja, að ástæðan kunni að vera önn- ur. Ketill varð skammlífur og Arnheiður bjó þarna lengi eft- ir hann og þess vegna hafi alþýða kennt bæinn við hana). Sonur þeirra Ketils hét Þiðrandi og Jóreiður dóttir hans var kona Síðu-Halls. Þeirra son var Þiðrandi, er dísir drápu. Þeir bræður, Ketill og Atli, eru taldir með helztu land- námsmönnum í Austfirðinga- fjórðungi. Kreppa í ástamálum Framhald af bls. 12 væntanleg eiginkona geri slíkt hið sama. Það er svo sannarlega kominn tími til að skakka leikinn. í gamla daga kvæntust þeir ungir — af því þá burstuðu konurnar líka skóna þeirra. En nú viljum við konur jafnan hlut, og þá láta þeir sér ekki eins óðslega. Og þeir geta hagað sér eins og þeir vilja. Hvolfi þeir i sig úr viskíflösku tekur enginn til þess, en fái kon- an kvef er henni sagt, að laukur soðinn f smjörmjólk sé ágætis meðal. Svo halda foreldrarnir þeim heima langt fram yfir eðli- legan tíma. Biddu svolítið lengur, segja þeir, og það þýðir jafnvel tíu, fimmtán ár, eins og þú veizt. Hins vegar eru mæður þessara náunga óðar og uppvægar að krækja í sonu annars fólks handa dætrum sinum. Þegar allt kemur til alls, er mamma ekkert annað en ráðskona pabba — án launa.“ En hvað um hina frægu, irsku elskhuga? Hér er annað bréf dæmigert: „Ég hélt, að trar væru fyrirmyndarmenn. En nú þegar ég hef kynnzt karlmönnum af öðr- um þjóðernum veit ég, að írar eru heybrækur. Þeir kunna að vera hugprúðir i orrustu, en þeir eru mestu kerlingar í ástum. Og mont- ið i dýrunum! Það mundi vist ábyggilega skemmta mönnum í suðrænum löndum sem eru svo uppteknir af konum, að þeir gleyma jafnvel sjálfum sér. Og ég, sem ímyndaði mér, að allir írar væru rómantískar hetjur. Hefurðu nokkurn tíma lesið kynningardálkana í blöðunum? Ungur maður, félaus alger reglu- maður vill kynnast stúlku, einnig reglusamri, en vel stæðri! Áherzla á vel stæðri. Þarna ætti auðvitað að standa: „Ungur, framtakssamur, ævintýragjarn maður vill kynnastfallegri stúlku með sameiginlegar hamingju- stundir fyrir augum. En það er nú ekki því að heilsa. Hve oft hefur maður ekki heyrt eitthvað líkt þessu: „Hann var að kvænast fimm þúsund pundum“? Sann- leikurinn er sá, að piparsveinarn- ir okkar eru upp til hópa skelfileg roðhænsni. Arland Ussher hefur lýst þeim hæfilega í „The Face and Mind of Ireland". Hann segir, að Irar hafi naumast næga kyn- hvöt til að viðhalda sinu eigin vesæla kyni. ..“ Það munaði um það. Nú kunn- um við að hlæja að slfkum demb- um. Og ástæður bréfritara geta verið af ýmsum toga spunnar. En að þvi slepptu er það athugunar vert, að samkvæmt skýrslum gift- ist einn Iri af hverjum hundrað á ári. Hvernig má þetta vera? Hvern- ig geta menn með eðlilega kyn- hvöt ( ég trúi ekki fuilyrðingu Arland Usshers) beðið svo rólegir eftir því að fá henni náttúrulega útrás? Og þetta einlífi (það má víst kalla það því nafni) er ekki alls kostar hættulaust. Irar eru kaþólskir og i þessum efnum eng- ar bakdyr, sem víða eru annars staðar. 1 öllu landinu er ekkert vændishús, og vændi afar fátitt. Að vísu er nokkuð um óskilgetin börn, en því má og er bjargað við á ýmsa vegu! fólk flytzt úr landi fyrir fæðingu barnsins, giftist eft- ir fæðingu þess o.s.frv. Annars eru engar tölur til um þetta. Sum- ir telja kynvillu nú útbr%ddari en áður. Um kynsjúkdóma eru engar tölur til, en nóg er um þá til að fá kirkju og ríki nokkurrar umhugs- unar. Frjáls og hreinskilin um- ræða kynni að skýra-málin betur, en henni er því miður ekki til að dreifa. Ég hef heyrt aðeins fjórar skýr- ingar á þessu irska skírlifi: þá, að kynhvötin sé deyfð með trú, íþróttaiðkunum eða drykkju- skap, eða kúguð af inngróinni hreintrú. En staðreynd er, að írar geta beðið ástarsælunnar lengur en nokkur önnur þjóð i heimi hér. Hvað er að baki þeim reiðilestr- um, sem ég tilfærði hér áðan? Hve alvarlegur er þessi ágreining- ur með írskum körlum og konum? Ég held hann sé æði alvarlegur, en það væri þó misráðið að skilja hann bókstaflega. Unga fólkið er bersýnilega reitt. En þetta er yfirfærð reiði. Eðli mannsins er hið sama um allan heim og auðvitað þráir þetta unga fólk að koma sér saman. En af því að það kemur sér ekki að því af einhverjum ástæðum, snýr það reiði sinniogvonleysi hvert gegn öðru. Væri það svolítið kjarkaðra mundi það snúa henni gegn þeim aðstæðum, sem ræna það eðlilegu kynlifi. Og hverjar eru þá aðstæðurnar? Fátækt? Þvættingur. Fyrir huridrað árum lifði mestur hluti þjóðarinnar sultarlifi. Þá giftust 57% ungs fólks á aldrinum 23—34 ára. Nú eru lifskjör gersamlega ósambærileg, þvi svo hafa þau batnað, en nú giftast ekki nema 25% fyrir 34 ára aldur. Hér er fremur um að kenna andstæðu fátæktar. Ungir írar eru öðum að gera sér grein fyrir því, hvað mannsæmandi lifs- skilyrði eru í raun og veru. Og þeir neita því hreinlega að ganga í hjónaband fyrr en þessi skilyrði hafa verið uppfyllt. Unga kyn- slóðin í Irlandi er margfalt stolt- ari og metnaðargjarnari en for- eldrar hennar voru nokkurn tíma og verði þeim að góðu. Ung móðir skrifaði mér á þessa leið: „Eg sá hvað móðir mín varð að gera sér að góðu. Það skal sko ekki verða farið eins með mig!“ (Niðurlag i næsta blaði). ■ í« , r s § « ; w* krækiber NÓBELS- STRÁK- ARNIR ÞÓ AÐ líf mitt lægi við, gæti ég ekki rifjað upp fyrir mér nöfn þeirra manna, Isem hlotið hafa Nóbels- verðlaunin fyrir vísinda- störf á undanförnum ár- um. Öðru máli gegnir um þá, sem hlotið hafa bók- menntaverðlaun Nóbels. Nöfn þeirra langflestra gæti ég tínt saman í hug- anum, þó að ekki sé ég viss um, að rétt ártal verð- lauriaveitingarinnar fylgdi hverju nafni. Nei, ár eftir ár hafa nöfn og myndir þessara verðlaunuðu vis- indamanna liðið fyrir augu mér í blöðunum, en síðan horfið á gleymskunnar braut. En viti menn, nú bregð- ur svo við fyrir skömmu, að Nóbelsverðlaunahafarn- ir í raunvísindum árið 1973 eru allir komnir inn í stofu til mín eitt kvöldið — á sjónvarpsskjáinn. í Ijós kemur, að þetta eru allra skemmtilegustu og fjörugustu strákar — og mælskir vel. Fyrst skal frægan telja Nicó (Niko- laas Tinbergen, læknis- fræði), Ijósan yfirlitum með kringlótt gleraugu og minnti á Graz okkar bless- aðan úr „Mannaveiðum". Hann var fljúgandi mælsk- ur, púaði sína sígarettu og lýsti jafnframt yfir mikilli svartsýni í mengunarmál- um og lenti þar í stælum við ívar (Giaever, eðlis- fræði), Ameríkana, sætan eins og kvikmyndaleikara, dökkhærðan í rúllukraga- skyrtu, hinn bjartsýnasta á, að yfirvinna mætti mengunarhættuna á kom- andi árum. Japaninn, Leó (Esaki, eðlisfræði), lék á als oddi og hávær hláturs- sköll hans dundu ósjaldan í eyrum viðmælenda hans og áhrofenda. Hann liktist engu fremur en kátum bónda í kauptaðarferð, kominn alla leið austan frá Japan til að taka við virt- ustu verðlaunum véstræna heimsins. Myndarlegur og hlýlegur í framkomu var Konrad (Lorenz, læknis- fræði) og virðulegur í dökkum jakkafötum með snjóhvítt hár og skegg. Einna minnst fór fyrir Geoffrey (Wilkinson, efna- fræði), hrokkinhærðum, úfnum með gleraugu i röndóttri skyrtu og Ernst Ottó (Fischer, efnafræði). Hinn siðastnefndi virtist einna „borgaralegastur" í útliti strokinn og fínn, sléttleitur með há kollvik og gat maður næstum ímyndað sér, að konan hans hefði stungið hrein- um vasaklút í brjóstvasann hans og burstað vandlega af jakkakraganum hans, áður en hann lagði af stað „upp í sjónvarp". Nei, ég gleymi ekki í bráð, hverjir hlutu Nóbels- verðlaunin i raunvísindum árið 1973 og er vís til að kynna mér það nánar, fyrir hvað þeir hlutu þau, þó að það sé án efa langt fyrir ofan minn skilning. Þess má þó geta, að bók eftir Konrad Lorenz hefur kom- ið út á íslenzku, „Talað við dýrin", og er hún mjög skrifuð við alþýðuhæfi. Eftir að hafa horft á þessa menn, sem hlotið hafa virtustu viðurkenn- ingu heimsins fyrir störf sin, styrkist ég í þeirri trú minni, að því meiri og sannari, sem lista- og vis- indamenn séu, þeim mun alþýðlegri séu þeir i við- móti og framkomu, enda kemur það heim og saman við það álit mitt, að hver og einn nái lengst á sínu sviði, ef hann nálgast við- fangsefnið með auðmýkt og lotningu. Og eftir að hafa horft á þessa skemmtilegu og al- þýðlegu Nóbelsstráka, vildi ég óska þess, að margir þeir háspekingar ís- lenzkir, sem oft guða á sjónvarpsskjáinn okkar og leiða okkur i allan sinn sannleika með hrútleiðin- legu, ábúðarmiklu og frá- fælandi fasi, mættu eitt- hvað af þeim læra. Anna María Þórisdóttir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.