Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1974, Síða 6
Í^ÍTTflf.
Liststefnur rísa og hniga, listamenn koma og
fara og samtiminn hefur oft reynzt ærið glám-
skyggn á gildi þeirra. Svo nátengdur er hver
listamaður verkum sinum á meðan hann lifir,
a3 hann getur haft úrslitaþýSingu um jákvætt
eða neikvætt mat samtíma síns. Þeir listamenn
hafa alltaf verið til, sem búa yfir slíkum per-
sónutöfrum, að þeir hljóta að varpa birtu á verk
höfundarins og þau njóta þess á meðan hann
lifir. En þegar listamaðurinn er ekki lengur ofar
moldu til að bregða „stórum svip yfir dálitið
hverfi" eins og Einar Benediktsson sagði, þá
standa verkin ein og óstudd. Þá reynir fyrst á,
hvort þau standast tímans tönn, eða hvort þau
gleymast. Hitt er svo líka til, að listamenn séu
innhverfar persónur, sem kjósa að fara með
veggjum og vinna í kyrrþey fremur en að skapa
umtal og vekja eftirtekt í sviðsljósinu.
Einar Jónsson myndhöggvari var einn þeirra
listamanna, sem kjósa að hafa hljótt i kringum
sig. Ekkert hefði verið fjær honuni en að vekja
athygli á list sinni með einhverskonar trúða-
brögðum. Hann varð á engan hátt þjóðsagna-
persóna eins og Jóhannes Kjarval og síðan
hann dó fyrir tveimur áratugum hefur verið
hljótt, bæði um manninn og verk hans. Sama
má raunar segja um Davíð Stefánsson, sem
fyrirfáeinum áratugum kom margri rómantiskri
sál til að gráta af hrifningu. En varla er ástæða
til að hafa áhyggjur af því; sá timi kemur, að
verk svo ágætra listamanna finna aftur hljóm-
grunn. Stundum hafa pólitísk öfl hafið minn-
ingu einstakra listamanna til skýjanna og
mætti benda á Jóhannes úr Kötlum í því
sambandi. En jafnvel slíkur stuðningur er ekki
einhlítur uppá seinni tímann.
Við minnumst þess nú, að hundrað ár eru
liðin frá fæðingu Einars Jónssonar. Flestir vita,
að verk hans eru geymd í Hnitbjörgum á
Skólavörðuholti, en tiltölulega fáir leggja leið
sína þangað. Það er eitthvað fráhrindandi við
þetta hús; það er grafhýsi likást að innan og
verkin gjalda þess fremur en njóta að vera þar.
Vonandi verður einhverntima hægt að draga
þau fram i dagsfjósið í bókstaflegum skilningi
og kynni þá mörgum að verða Ijóst, hver fjár-
sjóður er fólginn í lifsstarfi Einars.
Þótt ég sé á engan hátt sáttur við allt það,
sem Einar Jónsson lét eftir sig, finnst mér
beztu verk hans rísa firna hátt yfir þá meðal-
mennsku, sem mest er lofsungin á vorum
dögum. En litil stoð er í þvi hvað mér eða
öðrum finnst á þessari stundu. Aðeins tuttugu
ár eru liðin síðan Einar dó, og sá tími er langt of
skammur til þess að verk hans verði skoðuð af
sjónarhóli sögunnar.
Hitt er svo annað mál, að vel er við hæfi á
þessu þjóðhátiðarári að gera veg Einars meiri
en hann hefur verið með þjóðinni til þessa.
Varla er hægt að verjast þeirri hugsun, að
samtími Einars hafi ekki verið honum hall-
kvæmur. Vegna staðfestu sinnar, ákveðinna
viðhorfa og andúðar á tízkustefnum, komst
Einar að einhverju leyti i andstöðu við starfs-
bræður sína í myndlistinni. Þeir misskildu hann
og hann hefur kannski líka misskilið þá. Ég
man vel, að þegar ég var að fá hvolpavit í
listrænum efnum, þótti haldbært að afgreiða
Einar með því, að hann apaði eftir Thorvaldsen.
Ekki hefur nú verið skyggnzt djúpt undir yfir-
borðið þar. Á ytra borðinu minnir tæknileg
útfærsla einstakra atriða i myndum Einars á
Thorvaldsen. En það, sem að minni hyggju
staðfestir mikið djúp milli þeirra, er einkum og
sér í lagi, að Einar bjó yfir rikulegu, skáldlegu
ímyndunarafli. Þegar ég skoðaði Thorvaldsen-
safnið í Höfn sá ég aðdáunarvert handverk, en
ekkert, sem hreif mig. Aftur á móti lít ég jafnt á
verk Einars sem hrífandi skáldskap og mynd-
listarverk. Þau hafa mjög ómaklega goldið
þess, að á siðustu áratugum hefur skapazt tízka
í höggmyndalist, sem leggur áherzlu á formið
eitt, sen skeytir lítið um innihald.
Hér á landi er of oft þráttað um aukaatriði.
Menn eru dæmdir og afgreiddir eftir þvi einu,
hvort þeir hafi fylgt einhverjum tilteknum
stefnum. Formalisminn er á undanhaldi í svip-
inn, og popplistinni hefur fylgt einskonar
hláka; menn eru ekki lengur múlbundnir á klafa
einhverra kreddumeistara. í annan stað hefur
stundum verið veitzt að verkum Einars Jóns-
sonarfyrir „symbólikina", táknmálið, sem hon-
um er gjarnt að nota. Þar kemur skáldið til
sögunnar; hann vill koma hugmyndum sinum,
lífskoðun og trú á framfæri og notar táknmálið
til þess. En þótt myndir Einars búi einatt yfir
miklum þokka og hrynjandi, gat hann átt til að
grípa til þess, sem almennt er ekki sett í sam
band við fegurð. Ég nefni til dæmis myndir eins
og Samvizkubit, þar sem þjáningin afskræmir
andlitið, Mold, sem er full af óhugnaði grafar
og dauða og Öreiga, þessa átakanlegu fjöl-
skyldumynd, sem er hreinn og umbúðalaus
realismi. Sú mynd sýnir vel, hve frábærum
árangri Einar náði innan ramma þessarar
stefnu, sem komizt hefur í tízku aftur nú uppá
síðkastið. Hér er hinn stolti öreigi allra landa;
ætli margir hafi dregið hann upp á áhrifameiri
hátt?
Ingólfur Arnarson, Þorfinnur karlsefni, Jónas
Hallgrímsson og Útilegumaðurinn; þetta eru
þau verk Einars, sem sjá má úti við í Reykjavik.
Því miður verður naumast eitt einasta þeirra
talið til hinna merkari verka Einars. Leitt er til
þess að vita og hefði verið verðugt þjóðhátíðar-
verkefni að stækka verulega höggmynd eins og
Öldu aldanna og koma henni fyrir á fallegum
stað.
Gisli Sigurðsson.
Lesbókar
Morgunblaðsins
Lausn
á síðustu krossgátu
n il •" j - KfíuP- TÚH ,t*<' SPIL IH rT $fte- Prtft 1 i ; 0| ÆUfl
m (k ~L A P l R ¥ Á 1 T A r R
m, 1 R Æ x 1 Ð x S <: A N 5|r;. u
& óf' ) L Ll R A L vnna 2 r 1 x MKN- A o M
S- “X . I «í N A R r aJ R m N ó x i N A
J> rtmt) Aí A L T H N ‘í'u’ N T r>
IvJ F Wi
A x x R guKT'j A F 5K-- od. • r. ft i V A t± T A
- A Ufi| Aj Ý R S <,* - L v ■ C A N ii mi II A HÓi
LíT- uft T X F ÆÐl 4 E K R A IÖL- R A rv U A
o*Í> J Á S lTt/ Vi o T V K R Ý 0 tih ’* •1 P R o M i£>- 5
V>tr- ufl- b S X 6 £> U A u R X TíeiK. eim Kv- ‘Æ R A K
• af* L A KVÍ"' R U T iífn M A X H- N ú. r u ts
1 fríf A £> R A R SPlLiD t*D- /«4> M r A N A M A
1 Lil- l/ítl N Ý R L N Ó 1 X x L líotít O R x
íuf'C- 1 'R N. Ý R þffA A f Ín’ A, ilFUU tnus y o X 1 N N
©