Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1974, Page 9
að búa í einingu við hinn skap-
andi öfl alheimsins, hvort sem
þau öfl eru innra eða ytra með
manni. Allir menn eru meistarar.
Þeir gera sér bara ekki allir grein
fyrir því.“
Og Arnór nefndi dæmi. „Þann-
ig lítur Rosicrucian-reglan svo á,
að allir menn búi yfir miðilshæfi-
leikum, allir geta orðið fyrir fjar-
hrifum, fengið hugskeyti, skynjað
það sem í vændum er. Þetta eru
raunar hlutir sem allir menn
verða varir við endrum og eins.
Til dæmis kemur það fyrir flesta
öðru hvoru að þeim líður illa í
návist einhverrar mannsekju án
þess að til þess liggi nokkrar aug-
ljósar orsakir, eða að eitthvert
hús eða ákveðið herbergi verki
illa á menn, eðajafnvel að menn
fái hugboð um yfirvofandi hættu.
Þetta fyrirbæri, sem á ensku er
kallað „intuition" og við getum
nefnt „hugskynjun", er hlutur
sem allir eru fæddir með og flest-
ir verða varir við. Og það er mikil-
vægt að menn geri sér grein fyrir
því, að hér er ekki neitt dularfullt
eða furðulegt á ferð. Þessi hvers-
dagslegu atvik kunna að virðast
tilviljanir, en við vitum að maður
getur þróað hæfileika sinn til
hugskynjunar, og þroskað hann,
og þannig náð valdi á tilviljun-
um.“
AF ARUNNI OG ÖÐRUM AUG-
LJÖSUM HLUTUM
Þóra sagði okkur í þessu sam-
bandi frá þvi að sá atburður sem
mörgu ungu fólki stendur vafalít-
Þessi mynd, sem hangir i stofunni hjá Arnóri og Þóru. er túlkun islenzkrar
konu og félaga i reglunni á einu af höfuðstefum Rosicrucianismans: „Augliti
til auglitis við hin máttugu öfl náttúrunnar hugleiðir hinn hugsandi maður
óttalaust stóðu sina i uppbyggingu alheimsins."
Að neðan:
Við þetta borð vinna þau Þóra og
Arnór að lestri Rosicrucian-fræða,
— auk þess sem Þóra leiðréttir þar
stila. Myndirnar tvær yfir borðinu
sýna tvo af helztu meisturunum, og
á borðinu sjálfu er brjóstmynd af
Nefertite. eiginkonu Ikhnatons fara-
ós, hins hefðbundna stofnanda regl
unnar.
ið i fersku minni, þ.e. bruni
Glaumbæjar sáluga, hefði á engan
hátt komið flatt upp á sig, því að í
hvert skipti sem hún kom þar inn
fyrir dyr hafði hún verið gripin
ótta um að þetta hús myndi
brenna. „En ég veit ekki hvort ég
á að vera að segja frá þessu. Fólk
kann að segja: Það er alltaf auð-
velt að segja svona eftir á,“ sagði
Þóra.
Og Arnór nefndi aðra reynslu
sina af hugskynjun eftir að hann
hóf að nema fræði Rosicrueian-
reglunnar. „Eitt atriði í þessum
fræðum, er það, að maður getur
náð svo valdi á líkamanum, að
segja má að hann lúti lögmálinu:
Þú ert þar sem vitund þín er.
Hvorki tími nér rúm verða í raun
og veru til. Og þetta hef ég sann-
reynt, þótt kannski sé hæpið fyrir
mig að skýra frá því. Ég hafði
nokkrum sinnum ferðast svona i
huganum, farið til ákveðinna per-
sóna og fylgzt með gerðum þeirra.
Og til þess nú að fá úr því skorið
hvort þetta væri ekki tómt rugl i
mér, þá gerði ég og ákveðin per-
sóna samkomulag. Ég fór nokkr-
um sinnum til hennar og reyndi
að gera vart við mig, en hún tók
aidrei eftir mér. Ég var auðvitað
að verða alveg desperat, og hélt
ég væri að verða vitlaus. Við
ákváðum svo að hætta þessu. En
Hvorki þér né Ajax
þurfið sjálfvirka þvottavél
til að fá gegnhreinan, hvrtan þvott
því Ájax er sjálft sjálfvirkt
Ajax er blandað efnakljúfum og því óháð orku þvottavéla
Með Ajax - efnakljúfum
verður Þvotturinn
gegnhreinn og
blsefaliegur.
Ajax er gætt sjálfvirkri
Þvottaorku og hreinsimætti,
sem óhreinindin fá ekki staðizt.
Ajax er kjörefnið í stórÞvottinn - gerir
hverja flik leiftrandi hvíta. Ajax er
lika tilvalið í fínni Þvotta, t. d. orlon og
nælon, sem gulna Þá.ekki. Ajax
er rétta efnið, ef leggja
Þarf í bleyti, og við forÞvott. Notið
Þá Ajax og horfið á
óhreinindin hverfa.