Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1974, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1974, Page 10
Francis Bacon fyrirlestrarsalurinn. Þetta hús i márískum stíl er i San Jose-aðalstöðinni, og er tileinkað Sir Francis Bacon, einum af þekktustu reglubræðrunum. eitt sinn fer ég samt til hennar alveg óvart, og þá gerist það, að hún verður vör við mig, tekur t.d. eftir því að ég var að reyna að lyfta bursta á borðinu við hliðina á henni o.s.frv. Og ég vil geta þess að þessi persóna sagði þriðja manni frá þessari reynslu áður en hún bar sig saman við mig,“ sagði Arnór og bætti við brosandi: „Ætli ég verði ekki rekinn úr læknadeildinni fyrir að ségja svona hluti?“ Annar hæfileiki sem kynni þeirra Arnórs og Þóru af Rosi- crucian-fræðum hafa þjálfað upp, er það að geta séð eða skynjað svokallaða áru manna, þ.e. út- geislun hugorku sem myndar eins konar litrlkan baug umhverfis höfuð þeirra, en ýmsir dulspeki- hópar boða svipaða kunnáttu. Úr þessari áru segja slíkir dulspeki- skólar að megi lesa persónuleika manna, svo og tímabundið and- legt og líkamlegt ástand þeirra, og einnig er farið að ljósmynda hana. Þau kváðust t.d. sjá áru Morgunblaðsmanns greinilega, og líka svonefnt heilsublík, sem er eins konar innsti hringur árunnar og þau segja að sé hreinasti barnaleikur að geta séð. Heldur gekk þó blaðamanni brösótt við að sjá sitt eigið heilsublik. „En þetta er hægur vandi með lítilli þjálf- un,“ sögðu þau. TÖLVUR OG PERSÖNULEGT SAMBAND Slíkir eru þeir hæfjleikar sem Rosicrucian-reglan og fræði henn- ar þroskar sem sagt hjá félögum sínum. Þau Arnöf og Þóra segja þetta koma stig af stigi, rhenn nái. þjálfun og hæfni smám saman með iðkun einfaldra til- rauna. Þannig geta menn fljót- lega náð þeirri hæfni að geta sagt réttilega til um sendanda bréfs áður en það er opnað, eða hver sé á hinum endanum þegar siminn hringir í um það bil helmingi til- vika. En þegar lengra er komið á þetta að geta orðið alveg óbrigð- ult. „Þetta er langt I frá að vera tímafrekt," segja þau. „Þú þarft ekki nema eina kvöldstund I viku, og þú getur raunar gert þetta hvar og hvenær sem er. Það er lfka mikilvægt, að þessar tilraunir og þessi fróðleikur, sem við fáum í bréfunum, eru á ákaflega ein- földu og auðveldu máli. En eitthvað hlýtur svona nokk- uð að kosta? „Jú, við greiðum fyrir aðild að reglunni 48 dollara á ári. En þetta fé, sem er I raun- inni afskaplega lítið fyrir það sem maður fær I staðinn, fer eingöngu I að borga fyrir burðargjöld og laun þess fólks sem við aðalstöðv- arnar í San Jose vinnur. Sjáif fræðslan er ókeypis, og reglan er alls ekki verzlunar- eða gróðafyr- irtæki. Þetta er að vísu orðið mjög stórt I sniðum, og þannig sér nú tölva um alla úrvinnslu pósts og dreifingar. En samt er um furðu- lega persónulegt samband að ræða milli reglu og einstakra fé- laga úti um heim.“ Þannig sagði Arnór frá því, að eitt sinn er hann hafði slegið slöku við fræðin um skeið (en menn taka öðru hvoru eins konar þroskapróf eða stig, til að .kanna stöðu sína, þá hefði honum borizt persónulegt bréf frá „imperatorn-- um“, eða yfirmanni reglunnar I Kaliforníu þar sem hann var hvattur til að láta ekki deigan síga, án þess að hann hefði áður gert nokkra grein fyrir gangi mála. „Og það varð ég að viður- kenna, að þrátt fyrir þá þroskun hugskynjunar sem okkur er kennd, þá fannst mér svona fjar- samband æði dularfullt," sagði Arnór og hló. SAMBAND EFNIS OG ANDA „Það er misskilningur að líta svo á að læknar og aðrir raunvís- indamenn þurfi að vera algerir efnishyggjumenn,“ sagði Arnór, þegar talið barst að þvl, hvernig tengslum læknisfræðináms hans og dulspekinnar væri háttað." Mannsllkaminn er ákaflega mikið undur, sizt minna en undur mannshugarins, og Rosicrucian- reglan lætur einmitt læknisfræði og likamsrækt mjög til sln taka, sem og fleiri náttúruvlsindi. Fæð- ingin er að sjálfsögðu stórkostleg- asta undur sem læknisfræðin fæst við, og er alveg jafn stórkost- legur hlutur og þau fyrirbæri sem við höfum verið að tala um. Þessi tvö svið, efnið og andinn, gefa hvort öðru gildi. Þau renna I sama farvegi. Og fræði Rosicrucianregl- unnar beinast einmitt að því að finna þetta samband efnis og anda. Ég ætti kannski líka að geta þess að það er mjög mikið af vísindamönnum sem eru félagar I reglunni og 11% eru læknar. Vís- indamenn geta ekki síður verið húmanistar, en þeir sem leggja stund á húmanísk fræði, þegar ég er spurður að því, hvaða stjórn- málaskoðanir ég hafi, svara ég alltaf því til, að ég sé húmanisti." En hvað um sambúð kristni og dulspeki? „Ég fæ ekki séð, að kristinn maður geti ekki verið leitandi," svaraði Arnór. „Að vera kristinn merkir ekki aðeins að halla sér aftur I hægindastólnum og fela sig guði á vald fyrir fullt og allt. Jesús sagði: „Ég er vegur- inn, “ en þennan veg verða menn hins vegar að ganga sjálfir. Kristnir menn geta verið — og hafa verið — mystlkerar." Þau Þóra og Arnór kváðust fara nokkuð oft I kirkju einkum til að finna kyrrðina, þótt það væri langt því frá að þau væru sam- mála öllu sem I kirkjum er boðað. „En ég trúi því til dæmis," sagði Arnór, „að Kristur sé sonur guðs. Þó er ekki þar með sagt að ég trúi þvi að hann sé sá eini." AF GERVIEFNUM OG ILLUM ÖFLUM 1 dulhyggjutizku þeirri sem ríkt hefur að undanförnu I hinum vestræna heimi hafa alls kyns fíknilyf og ofskynjunarlyf eins og LSD leikið sitt hlutverk. „Það er alveg ljóst,“ svaraði Arnór er Framhald á bls. 13. □ULRflEn EFnt □G TRÚflR REVflSLR etta er í raun og veru svo afskaplega einfalt, góða mín, Drottinn kall aði mig til sín og ég hlýddi kalli hans, frelsaðist og hann veitti mér mikla náðar gjöf. Mér varð ljóst, að sú væri mín lífsköllun að starfa á hans vegum, hjálpa öðrum, boða hans orð, reyna að sá fræjum hans I hjörtu þeirra, sem vildu hlýða, og hlú að þeim — og þetta hef ég reynt að gera öll þessi ár.“ Nokkurn veginn á þessa leið j mælti Guðrún Jónsdóttir á dögun- um við blaðamann Morgunblaðs- ins, sem mælzt hafði til þess að hún segði lítillega frá tildrögum þess, að hún hóf fyrirbænir þær og samkomuhald, sem mörgum landsmönnum er kunnugt. A nær fjörutíu ára starfsferli hefur Guðrún liösinnt fjölda manna, körlum, konum og börn- ' um, ýmist I veikindum, andlegum og llkamlegum, eða öðrum erfið- leikum og þrengingum. Margir telja sig hafa læknazt bein- línis fyrir bænakraft henn- ar af líkamlegum meinum, sem öðru vísi hafði ekki tek- izt að vinna bug á. Öðrum hafa bænir hennar veitt styrk með margvíslegum hætti. Lítið dæmi um það er konan, sem hringdi norðan af landi meðan blaðamaður stóð við heima hjá Guðrúnu að Hverfisgötu 6B I Hafnarfirði. Konan var að fara I ; ferðalag til útlanda, en gat ekki hugsað sér að leggja af stað fyrr en hún hefði talað við Guðrúnu og beðið hana að minnast sin I bæn- um. „Þessi kona hringir alltaf til min, þegar hún þarf að fara upp I flugvél, sagði Guðrún, þegar sím- talinu var lokið. Henni er illa við að fljúga, en líður betur, þegar við höfum rabbað saman stundar- í korn.“ Þessum þætti I starfi Guðrúnar mætti líklega helzt líkja við sál- fræðiþjónustu, en hún er ekki byggð á vlsindalegum fræðisetn- ingu, heldur á trú, algerri og af- dráttarlausri trú á Guð, orð Biblí- unnarog heitri bæn. „Biblían er hreint og ómengað Guðs orð,“ segir hún „og þvi verð- um við að hlýða, ef við viljum öðlast náð og endurfæðast í Kristi. Okkur ber að taka öllum túlkunum manna á Guðs orði með varúð og því, sem sagt er I nafni trúar. Við eigum sjálf að lesa Guðs orð, hlusta á það, sem Drott- inn sagði, og skilja það og túlka i anda kærleika og réttlætis, því að i Biblíunni talar Guð beint til okkar, án meðalgöngu. Og við megum ekki einungis lesa Nýja testamentið og hafna Gamla testa- mentinu —.við.getum ekki tekið aðeins það, sem okkur er þóknan- Enn Þuríður i fyllingu timans stígur hann fram úr djúpi nætur J. Árnadóttir bjartur og fagur: ungur, nýrisinn hvitasunnudagur HVÍTA- í skýjum himinsins kemur hann SUNNA Iklæddur hvltum hjúpi krýndur þyrnum með krosstré að baki og opinn naglför á höndum Og enn gerum við krossmark —r fyrir luktum dyrum — um leið og hann gengur hjá með þjáningu mannanna á heiðum himni •i,- ; ■ ■■ i.'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.