Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1974, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1974, Side 11
1 Guðrún Jónsdóttir ásamt nánustu starfssystrum sfnum, Vilborgu Björnsdóttur t.v. og Sal- björgu Eyjólfsdóttur t.h. „VIÐ TELJUM OKKUR KRISTNA Guðrún Jónsdóttir (Ljósni. Mbl. Ol. K. Magnússon). \ ÞJOÐ en erum altekin hálfvelgjunni” Eftir Margréti Bjarnason legt eöa geðfellt í Guós orði. Við verðum að muna, að það, sem segir f Gamla testamentinu, er undanfari fagnaðarboðskapar Nýja testamentisins og nauðsyn- leg forsenda skilnings á þvi.“ Guðrún Jónsdóttir er Vestfirð- ingur að ætt og uppruna, fædd við Isafjarðardjúp. Hún var aðeins tveggja ára, þegar móðir hennar, Guðbjörg Sveinsdóttir, lézt frá stórum barnahópi og frá fimm ára aldri var hún alin upp hjá prests- hjónunum Páli Olafssyni og Arn- dísi Pétursdóttur í Vatnsfirði í N-ísafjarðarsýslu. Hún óx þar upp í kristinni trú svo sem venja var á þeim tíma, — við húslestur og kirkjusókn og hún telur sig snemma hafa fundið mátt bænar- innar. „En um trúmál hugsaði ég ekki lengi vel öðru vísi en hver annar," segir hún. „Ég vann mitt starf og lifði lífinu frá degi til dags eins og aðrar ungar manneskjur. Ég taldi mig trúaða, en var það ekki fremur en þorri okk- ar íslendinga. Við teljum okkur trúaða þjóð, kristna þjóð — en erum altekin hálfvelgjunni. Raunveruleg trú á Guð hlýtur að vera afdráttarlaus, annaðhvort trúir þú eða trúir ekki.“ Hún kom til Reykjavíkur um tvítugt, varð ljósmóðir og stund- aði það starf um árabil unz þau umskipti urðu í sálarlífi hennar, sem skiptu sköpum og mörkuðu henni starfsferil. „Nei, það var ekkert sérstakt atvik, sem þessu ol!i,“ svaraði hún spurningu minni um ytri áhrif — „heldur innri knýjandi þörf. Ég fann innra með mér sterka breyt- ingu, ég fann Drottin kalla mig til sin. Ég fór að hugsa meira og meira um Guðs orð og boðskap Krists; hlusta og lesa — og ég hlýddi kallinu." Hún lítur á bænarkraft sinn sem sérstaka náðargjöf. „Ég gei ekki sagt, að ég biðji betur eða sterkar en hver annar,“ segir hún. „Slíkt væri hroki. Reynist bænir mínar öðrum til blessunar, er það vegna þess, að Drottinn hefur gefið mér náðargjöf. Hann gefur okkur öllum eitthvað af sinu, þessum þetta, hinum hitt. En við megum ekki gleyma því, að ég er sjálf ekki annað en verk- færi í hans höndum, hann hefur valið mig til að starfa fyrir sig, án hans er ég ekkert. Við verðum líka að vera þess minnug, að lifi ekki andinn, trúarandinn, fellur bókstafur Bibliunnar merkingar- laus niður. Trúin gefur okkur nýja veröld, nýjan raunveru- leika.“ Samkomuhald Guðrúnar Jóns- dóttur fer fram í Hafnarfirði, að Austurgötu 6 og að Hörgshlið 12 i Reykjavik og eru samkomustaðir þessir skráðar sjálfseignarstofn- anir: „Heimili til boðunarfagnað- arerindisins". Jafnframt hefur hún ferðazt um landið. 1 Austurgötu 6 hefur Guðrún starfað frá upphafi. Hún hafði flutzt til Hafnarjfarðar laust eftir 1930 og var þar starfandi ljósmóð- ir, þegar hún fékk köllun sina. Árið 1935 hófst prédikunarstarf hennar meðal fólks, sem að jafn- aði kom saman til bænahalds og Biblíulesturs á heimili hjónanna Helgu Þorkelsdóttur og Einars Einarssonar kláeðskerameistara. Hér er ekki um að ræða eigin- legan söfnuð í venjulegum skiln- ingi þess orðs, ekki sértrúarsöfn- uð, heldur er þetta hópur trúaðra. sem kemur saman, og er öllum frjálst að sækja þessar samkom- ur. Stjórn er þar engin og engin gjöld greidd. „Við erum öll í Þjóð- kirkjunni eða Frikirkjunni, segir Guðrún, „og greiðum okkar gjöld til hennar, — en starfið er öðru hverju stutt með frjálsum gjöf- um. Við höfum aldrei samskot. Vilji fólk styrkja okkur, verður það að gerast vegna þess, að það finni hjá sér hvöt til þess og þörf.“ Nánustu starfssystur Guðrúnar eru Salbjörg Eyjólfsdóttir og Vil- borg Björnsdóttir. Vilborg er org- anleikari og forsöngvari á sam- komum og vinnur mikið að útgáfu blaðs þeirra, Fagnaðarboðanuni, sem hefur einkunnarorðin: „En leitið fyrst ríkis Hans og réttlætis, og þá mun allt þetta veitast yður að auki.“ Vilborg hóf að starfa með Guð- rúnu árið 1937, sannfærð um, að fyrir bænir hennar hefði hún læknazt af sjóndepru, sem hafði gert vart við sig, þegar hún var tíu ára og ágerzt svo hratt, að við því var búizt að. hún drægi hana óðfluga út í myrkur blindu. Sal- björg aftur á móti kynntist Guð- rúnu strax og hún fluttist til Hafnarfjarðar og fylgdist gjörla með hugarfarsbreytingu hennar. Salbjörg hafði frá unga aldri alið með sér þá hugmynd að setja á stofn heimili fyrir munaðarlaus börn, þegar hún væri vaxin úr grasi. Atvikin höguðu þvi hins vegar svo til, að hún hóf að senda hjálp til barna f öðrum heimsálf- um. Nú vinna þær Guðrún og Salbjörg ásamt fleiri að því að safna saman barnafatnaði — og unglinga, ábreiðum og fjármun- um til barnaheimilis i S-Kóreu, þar sem m.a. eru börn holds- veikra foreldra. Hjálpin er send héðan fyrir milligöngu norska Kóreutrúboðsins. Sömuleiðis hafa þær ásamt trúsystkinum sinum styrkt barnaheimili í Puerto Rico. Guðrún er sannfærð um, að væri hægt að snúa fólki til sterk- ari og afdráttarlausari trúar og fá það til virkari aðstoðar við aðra, væru margir lánsamari og ánægð- ari í lifi sinu en raun ber vitni. Og verkefnin sér hún hvarvetna. Aðspurð, hvort þeir væru Guði ekki jafn þóknanlegir, sem lifðu og störfuðu i anda siðaboðskapar kristinnar trúar, m.a. að aðstoð við aðra, án þess að þeir teldu sig beinlinis strangtrúaða, svaraði Guðrún:. „Guði eru vissulega þóknanleg góð verk og einlægni hugans, en þeir, sem ekki eiga trúna, eru veglausir; þeir hafa ekki veginn inn i himininn." Guðrún leggur á það áherzlu, að Guð hafi gefið manninum frjáls- an vilja til að velja og hafna — og hún vísar forlagatrú á bug: „Guð hefur skapað manninn i sinni mynd, gefið honum sannleikann og lífið og boðað honum leið til frelsunar. Siðan er það hans að velja, hvort hann þiggur gjafir Guðs eða hafnar þeim. Ef Guð hefði ákveðið manninum örlög fyrirfram, væri hann sem bund- inn þræll.“ Hún er líka andvíg spiritisma: „Guð mælir gegn þvi i Biblíunni, að reynt sé að leita fregna af framliðnum og þvi getum við hugsað okkur að það sé mögulegt — ella þyrfti hann ekki að banna það — en því skyldum við kalla yfir okkur reiði hans með því að óhlýðnast því boði? Og hverju er- um við nær? Við vitum, að allir hljóta að ganga fyrir sinn Guð að lífslokum og fá sinn dóm. Það er Guðs að ákveða, hver hann verð- ur.“ Guðrún gerir sig ekki að dóm- ara yfir mönnum, en hún er þeirr- ar skoðunar, að helviti sé til og Satan stundi í sifellu sina freist- ingariðju. „Kristin trú er i eðli sinu barátta milli hins gðða og hins illa og Satan er fulltrúi hins illa, sem beitir öllum hugsanlegum brögðum til að leiða okkur af vegi trú- arinnar. Þeim mun minna, sem við uppfræðumst um hið góða, sem felst í Guðs orði og kærleika Krists, þeim mun greið- ari leið á Satan að sálum okkar. Ég er sannfærð um, að unnt væri að ráða bót á mörgu þjóðfélags- meini nútimans, ef börn og ungl- ingar væru leidd betur á grund- velli sannrar trúar, ef þeim væri leiðbeint þannig, að áhugi þeirra og orka beindust að starfi á Guðs vegum til hjálpar öðrum; til lið- sinnis þeim, er eiga i erfiðleikum; til að stuðla að þvi að skapa verð- mæti í stað þess að eyða verðmæt- um eins og margir gera, m.a. með skemmdarverkum allskonar, sem sýnast einungis hafa það mark- mið að veita útrás ónotaðri orku, vegna þess að þeim er ekki hjálp- að til að fá henni útrás i jákvæðu starfi." Að lokum spurði ég Guðrúnu, hvort henni liði illa i návist þeirra, sem ekki væru jafn sann- færðir í sinni trú og hún eða tryðu ekki. Hún svaraði: „Nei, því að ég veit, að Guð elskar alla inenn; að hann vill forða okkur frá illu; að hann er sífellt að kalla mennina til sín, leita þeirra og bíða þess, að þeir meðtaki boðskap hans.‘J_

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.