Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1974, Qupperneq 15
Ingimar Erlendur Sigurðsson
HVÍTA-
DAGUR
i
Af lifi' ertu kominn, að lifi' aftur skaltu verða,
ijósið það sefur i myrkri' og eftir þér biður;
dauðinn hann fær ekki drauminn um þig að skerða,
og dagurinn nálgast eftir sem nóttina liður;
Þvi dag einn aftur þú kemur og Ijósinu klæðist.
það kviknar i myrkrinu' á öllum sofandi vitum:
þú birtist á ný sem barnið er jörðinni fæðist,
sem blómið er eyðimold vekur og skreytir i litum,
og ofan i dýpstu gröfunum byltir sér gróður,
grænar kistur úr myrkrinu' i dagsljósið rísa,
himnarnir blasa við hverjum þlötuðum bróður
og hjörtun á nýjaleik slá og nafnið þitt prisa.
II
Á öðrum hnetti' i alheimsgeimi,
þar aðrir vaka' um næturskeið
og beina sjón að björtum heimi,
er blikar þeim sem von i neyð;
og einmitt þeirra óskastjarna
er okkar litla og græna jörð;
hún glæðir vonir geimsins barna
að guð sé til og haldi vörð;
og játa verður: jörðin hefur
jesúbarnið fætt — en deytt;
hvert lifsins djásn sem drottinn gefur
dauðinn heimtar vaxtagreitt;
en vonargeislar veröld hugga
og vaka yfir lifsins hag,
þvi drottinn geims frá dauðans glugga
dregur tjöld — á hvitadag.
III
Þér elfur lifsins frjálsar skulu falla.
Það frelsisboðorð hijómar mönnum ungum.
En siðar lifsins kuldar afturkalla
þau kærleiksljóð sem opnum hjörtum sungum.
Svo undir lögum isa flestir lifa
og undirdjúpsins fiskar einir heyra:
að brestur djúpt i brjósti' er hjörtun tifa,
sem berji' á klakaveggi' — æ, ekki meira.
En loksins þegar þrýtur lindir allar,
af þorsta' og kvölum hjartað klakann brýtur.
Og hjartað — jafnvel klakinn sjálfur — kallar:
æ, Kristur, hvar er lind sem aldrei þrýtur?
Sjá, lifsins vatn mun veitast þeim sem trúa.
Það vatn — þær orðsins lindir eilift streyma.
Við helga brunna himindjúpsins búa
þau hjörtu' er þyrstir ekki' og guð sinn dreyma.
ræða. Nú aðhyllist ég þessi trúar-
brögð fyrst og fremst vegna siða-
boðskaparins og hinna raunsæju
viðhorfa til lífsins sem þau bjóða
upp á, enda styrkist ég i trúnni
með hverjum deginum. Eg leyfi
mér að fullyrða, að vor siður á
erindi til allra manna af hvaða
þjóðerni og litarhætti sem þeir
eru.
En trúið þið ásatrúarmenn á til-
vist guðanna?
— Ég get aðeins talað fyrir
sjálfan mig og persónulega trúi
ég því ekki að goðin séu í Asgarði.
Fyrir mér er þetta fyrst og fremst
siðferðilegt eins og ég sagði áðan.
Hins vegar lít ég svo á að goðin
séu tákn mannlegra eiginleika, og
menn aðhyllast þá eftir áhuga-
málum og hugðarefnum eða jafn-
vel atvinnu. Iþróttamaður sem
leggur áherzlu á hreysti likamans
mundi í vorum sið aðhyllast Þór.
Þeir sem hafa yndi af kveðskap
og öðrum andlegum hugðarefnum
halla sér að Óðni. Náttúrudýrk-
endur og þeir sem vinna að land-
búnaðarstörfum aðhyllast Frey
og sjómaðurinn Njörð. Ekki svo
að skilja að einhverjir flokka-
drættir séu þarna á milli heldur
blandast þetta saman nákvæm-
lega eins og mannlegir eigin-
leikar. Ég hallast helzt að Óðni
enda ber ég nafn hans.
Nú breyttir þú um nafn er þú
gerðist ásatrúarmaður, — hver er
ástæðan fyrir nafnbreytingunni?
— Hún er augljós. I kristnum
sið hét ég Jóhannes, sem þýðir
vinur Jahve. Af skiljanlegum
ástæðum gat það ekki gengið í
vorum sið svo að ég tók mér
nafnið Auðunn Arnoddur en Auð-
unn er eitt af dulnefnum Óðins.
Þér hefur orðið tfðrætt um siða-
boðskap ásatrúar. Geturðu skýrt
það nánar?
— Já, eins og ég sagði áðan
aðhyllist ég ekki vorn sið á sama
hátt og fornmenn gerðu. Við fær-
um okkur ekki aftur á 10. öld
heldur færum siðinn fram á hina
tuttugustu. I vorum sið er það
ekki innifalið lengur að falla fyrir
vopnum og vera i Valhöll um
eilífð. Aðalatriðið er siðaboð-
skapurinn og lífsspekin sem
grundvallast á ritum okkar s.s.
Hávamálum og öðrum goð-
kvæðum og goðsögum.
Geturðu nefnt dæmi?
(Við þessa spurningu birtir yfir
svip Auðuns Arnoddar og áður en
varir er hann farinn að kveða á
gullaldarmálinu.)
Ungr var ek forðum,
fór ek einn saman,
þá varð ek villr vega;
auðigr þóttumk,
er ek annan fann,
maðr er manns gaman.
— Hér er lögð áherzla á sam-
vinnu manna og að enginn geti
staðið einn, m.ö.o. að maðurinn er
félagsvera.
(Og Auðunn hallar undir flatt
og rær fram í gráðið)
Haltr ríðr hrossi,
hjörð rekr handar vanr,
daufr vegr ok dugir;
blindr er betri
en brendr séi,
nýtr manngi nás.
— I þessari vísu kemur vel
fram að allir menn eru til ein-
hvers nýtir. Manngi nýtur nás
þýðir að enginn hefur gagn af
dauðum manni. Þessi visa og
margar aðrar afsanna það sem
sumir hafa viljað halda fram, að
vor siður sé siðaboðskapur stór-
bokka og höfðingja, en smælingj-
ar megi sín einskis.
'Nú hefur þvl verið haldið frani að
Hávamál séu ort undir kristnum
áhrifum, — hvert er þitt álit á
þvf?
— Ég mótmæli því eindregið.
Það er rétt, að margir halda því
fram að kristnin hafi haft áhrif á
vorn sið. T.d. er því haldið fram
að Baldur hinn hviti sé liking
Krists og að frásögnin af því
þegar Óðinn hékk níu nætur f tré
sé runnin frá krossfestingunni.
En nokkrir fræðimenn, þ.á m.
Einar Pálsson hafa fært sönnur á
að þessu sé öfugt farið, þ.e. að
Framhald á næstu síðu