Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1974, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1974, Blaðsíða 4
Fulltrúi á kommúnistaþingi hafa góð spil á hendinni. Þá kvað við dimm og þung rödd utan úr salnum: „Það var af því að þið hélduð, að allir hundarnir væru matadorar." Allir þekktu þarna rödd Árna Pálssonar. Árni var ákaflega prúður maður og kurteis og vildi ekki særa nokkurn mann. Hann er einn sérkennilegasti og skcmmtilegasti gáfumaðurinn, sem ég hef kynnzt á iangri ævi. — Við höfum eiginlega varla Með tíð og tirna hallaðist ég eindregið að Sjálfstæðisflokkn- komið okkur til þess að minnast á feril þinn sem lögfræðingur. — Hann er mjög sléttur og felldur og eiginlega fátt um hann að segja. Ég var málaflutnings- maður f nokkur ár eftir að ég Iauk lögfræðiprófi, en árið 1935 réðst ég að bæjarfógetaembættinu í Reykjavík, og var við það lengst af síðan. Árið 1963 var ég skipað- ur borgarfógeti, eftir að hafa ver- ið settur borgarfógeti um tíma, og þegar ég hafði náð hámarksaldri opinberra starfsmanna, var ég skipaður umboðsdómari í lög- heimilismálum. Loks varð ég full- trúi borgarfógeta og hafði með að gera ýmsa málaflokka vegna Reykjavíkurborgar. Ég var orð- inn 75 ára, þegar ég lét af opin- berum störfum. Þegar ég fekk lausn frá borgarfógetaembættinu, hlaut ég réttindi sem hæstaréttar- lögmaður án þess að þurfa að flytja tilskilin prófmál fyrir réttinum og nú er ég að búa mig undir að notfæra mér þau rétt- indi, í fyrsta og sfðasta sinn. Þótt mér leiddist lagamálið hér áður fyrr, hefur mér aldrei Ieiðst f starfi. Hins vegar hef ég haft gaman af að fást við aðra hluti, m.a. ritstörf og þýðingar. Vanda- samasta þýðingin, sem ég hef fengizt við er Kaupmaðurinn frá Feneyjum, og ég varð að lúka henni af á rúmum þremur mánuð- um. En ég heillaðist af verkinu og fslenzkt mál hefur alltaf átt sterk ítök í mér, þannig að þetta var mér sannkölluð unun. Árið 1943 var ég raðinn leik- listargagnrýnandi við Morgun- blaðið, og þvf starfi gegndi ég í 20 ár. Það var versta starf, sem ég hef nokkurn tfma sinnt. Þú getur ekki ímyndað þér, hversu niður- drepandi það er fyrir mann með skikkanlegar og mannlega tilfinn- ingar að rffa niður verk, sem vinir manns og kunningjar hafa lagt mikla vinnu í. Og ef maður er ekki samkvæmur sjálfum sér, en grípur til hræsna og lyga, er mað- ur enn minni maður. Ég veit ekki, hvernig ég fór að þvi að þrauka í þessu starfi í tvo áratugi. Vissulega upplifði ég ýmsa skemmtilega hluti, en leiðinlegu atvikin voru fleiri. Mér er minnisstætt, hversu nærri ég tók mér það að þurfa að „krítis- era“ önnu Borg í tmyndunarveik- inni eftir Moliére, því að mér þótti alla tfð vænt um önnu, eins og mér hcfur þótt um allt hennar fólk frá því að ég var þar heima- gangur sem ungur skölapiltur og vinur Öskars Borg. í 10 ár var ég einnig kvik- myndagagnrýnandi við Morgun- blaðið og orti á sama tímabili í blaðið undir ýmsum nöfnum, þar á meðal „Keli“. Þetta voru nú © Ánægjulegt starf. Hér er Sigurður dómari í fegurSarsam- keppni og sést hér huga að kostum fegurðardrottningarinnar, Guðlaugar Guðmundsdóttur. aðallega gaman- og dægurvísur, og ég harðbanna þér að kalla það skáldskap. Auk þess skrifaði ég um útvarpið f nokkur ár undir nafninu Almar. — Nú, svo hefurðu lengi fengizt við bókband. — Já, ég dreif mig í að læra það, þegar ég var kominn undir fertugt og naut prýðilegrar kennslu hjá frú Rósu Þorleifs- dóttur. Þegar ég var í barna- skólanum í Reykjavík, var ég í heilan vetur að smíða pennastang ir þar held ég að ég hafi slegið met. Þær voru annaðhvort of langa eða stuttar, of sverar eða mjóar, og ég man ekki, hvort nokkur þeirra var nothæf. Ég er hins vegar dágóður bókbindari, það handverk þykir mér skemmti- legt, og það grípur mig geysileg sköpunargleði, þegar þetta er að verða að bókum f höndum mér. Ég hef bundið inn f alskinn um 400 bindi úr safninu mfnu. Safnið er orðið nokkuð mikið að vöxtum, líklega um 2000 til 3000 bindi. Ég hef safnað bókum til að lesa, en ekki fyrst og fremst til að eiga, eins og sumir ástríðufullir bóka- safnarar. — Eigum við að setja punktinn hérna? — Ja, því ekki það. Við getum ekki haldið áfram að leggja undir okkur Lesbókina sunnudag eftir sunnudag. Samt hef ég í þessu viðtali aðeins minnzt fárra af öllum þeim fjölda merkra manna, sem ég hef haft kynni af á lífsleið- inni, og því fer fjarri, að ég hafi gert þeim vinum mínum og kunn- ingjum, sem ég hef minnzt á, við- hlftandi skil. Ef til vill get ég bætt úr þvf síðar í lengra máli og ítar- legra. Ég hef reynt að segja hér frá í léttum tón og jafnframt getið ýmissa atvika, alvarlegra og gamansamra, sem mér hafa þótt athyglisverð. Ég vona, að ég hafi engan sært með þessu skrafi mínu, því að slíkt er mér mjög fjarri skapi. Þótt ég sé orðinn 78 ára, er mér algerlega ómögulegt að viður- kenna, að ég sé gamall maður. Ég hef gaman af svo mörgu, gaman af að vinna, af að lesa og hlusta á góða tónlist, gaman af að ferðast og gaman af að lyfta glasi á góðri stund. Leiðrétting t Lesbók 11. ágúst eru myndir af nokkrum gestum Þorvalds læknis Jónssonar á Isafirði I hinum fagra garði hans þar. Nefnir hlaðið nokkra gestanna „í röðinni frá vinstri“ í stað frá hægri. Rétt er upptalningin þannig, talið frá hægri (nokkrum þó sleppt hér): Guðmundur Bergsson, sfðar póstmeistari, Grfmur Jónsson, faðir minn, Jón bróðir mínn, Ingveldur Guðmundsdóttir, móðir mín, Guðmundur Jónsson, cand. theol. sfðar bæjargjaldkeri á tsafirði. 7. f röðinni er Marta f. Bachmann, sfðari kona Jóns Þorvaldssonar læknis, þá Þórunn feðursystir mín, kona Þorvalds læknis, þá Jón læknir sonur þeirra og Þorvaldur læknir. Við Mié kus er HéhnfrUar ééitir kus, kua Araa Jéawuir, féémihréémr ■iaiyiitiu íyrir af tan hana stendnr Sophus Nielsen, kanpmaénr «g 2 sfci fjrir fr» ktmm lui haus Mauu f. Blöndal, en dóttursonur þeirra er Sejlósnillingurinn Erling Blöndal BengtsMi. LtkrsI til vinstri er svo Arni Jónsson, cand. theol. verslunarstjóri Asgeirsverslunar á ísafirði. 1 sfðustu Lesbók gleymdist að geta þess, þar sem rætt er um Gunnar Benediktsson, síðar prest og rithöfund, að hann varð fljótlega aftur að frumkvæði mfnu félagi Framtfðarinnar. Þá var ekki tilgreind röð þeirra félaganna þriggja á myndinni á bls. 6. Valtýr Blöndal er lengst til vinstri, Sigurður Grfmsson aftastur og Kristján Albertsson er fremstur á myndinni tilhægri. sr Sigurður Grímsson með kollegum í leikhúsgagnrýninni: Frá vinstri, Ásgeir Hjartarson, Sigurður Grímsson og Lárus Sigur- björnsson. BRIDGE Margir spilarar nota hina svonefndu „LIGHTNER"- doblun, en svo er sú doblun nefnd, þegar sá, sem doblar óskar eftiir óvenjulegu útspili frá félaga sínum. Gott dæmi um þessa boblun er að finna í eftirfarandi spili S: D-G-8-3-2 H: K-G-8-3 T: G-10-9 L: Á S: — S: K-7-6-5-4 H: 6-5 H: D T: K-D-7-6-3-2 T: Á-5-4 L: 9-8-5-3-2 L: D-G-7-6 S: Á-10-9 H: Á-10-7-4-2 T: 8 L: K-10-4 Sagnirgengu þannig: Norður 1 S 2 H 5 T. P. Vestur P 2 T. P D Austur P 3 T D P Suður 2 L 4 G 6 H P Hér doblar vestur 6 hjörtu og samkvæmt „LIGHTNER"-kerfinu biður hann austur um að finna óvenjulegt útspil og á þá við spaða, sem norður hefur sagt. Að sjálfsögðu getur stundum verið erfitt að finna hvað útspil á við hverju sinni, en oftast getur sá, sem láta á út, dregið réttar ályktanir af spilum sínum og sögnum anci stæðinganna. Við sjáun. hvað gerist ef austur lætur út spaða. Vestur trompar, lætur út tígul, austur drepur og lætur aftur spaða og vestur trompar aftur og spilið verður 2 niður. Láti austur ekki út spaða í byrjun þá vinnst spilið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.