Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1974, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1974, Side 6
I að kvöldi fram á nótt. Aftur á móti deyfir sólin mjög liti eða drepur þegar hún siglir hvað hæst, svo að miðdagurinn er ekki eins fallegur. Aftur á móti eru kvöldin einstæð. Roða bregður á vestrið þegar sólin sígur í fjöll Formentor og stundum verður mikill harmur f lofti þegar him- inn klæðist svörtu undir háttinn, en slfku brá oft fyrir f vetur og f vor; en á samri stund var allt kyrrt að sjá hér ið neðra og blæja- logn. Enga hrærfngu var að sjá nema kannski einn stakan bláan streng sem lognaðist upp á himin frá sveitabæ á sléttunni í suður milli hótels og fjalla; en ég hef enn ekki skilið hvers vegna eldur var kyntur. Kannski vegna þess að einhver bóndinn var að segja sögu og vildi heldur hafa log f arni? Það hlýtur að vera. 5. Túristar virðast kunna hvað best við sig um miðja sólardaga á Spáni. Það er undarlegt hvernig sólin virkar á mann, raunar ein- stætt. Eftir nokkurra daga sól fer maður að furða sig á þvf að maður er einatt raulandi inní sjálfan sig. En það þýðir víst ekkert að hætta að raula. Ég hef gert margar til- raunir til að fara burt frá þessum ávana og reynt að kasta huganum á dreif. Stundum reyndi ég í al- vöru að bregða mér í fúla ramm- íslenska fýlu, en þaðgagnaði ekki á meðan sólaði, og ég vitnaði að engir höfðust neitt að sem ekki voru ráðnir til einhverrar at- vinnu. En hér er gott að vera á slíkum stundum, því hér er fremur hægt að hafast eitthvað að þegar svona ber við. Frábærar uppástúngur hljóta að koma fram, svo sem; Komum til Alcudia' hlýtur ein- hver að segja. Hvenær kemur strætó? segir annar sem enn hefur ekki lært að kunna sig á þessum stað. Minnstu ekki á strætó! Auð- vitaðgöngum við. Ég nenni ekki. Þá það. Notum þá þremils vagninn; til hvers er hann nema að renna? Gott. Eða til Puerto de Pollensa! Gott og vel. Og siðan til Pollensa! Eða San Vincente? Já, látum hjólin renna. Hissiði þá upp um ykkur! 6. Hvers vegna er ég að skrifa þetta? Dag einn í apríl fór að leka niður í herbergi mitt. Eg aðvaraði Miguel og sagði honum að húsið lægi undir skemmdum. Hann tók þessu ekki eins alvarlega og ég, þvf hann bjóst við að hér væri um smáleka að ræða. Tveim vikum síðar gengur hann með hótel- lyklana (hversu marga: fulla fötu af lyklum.') og kannar hótelið. Að þvf búnu kom á hann þögn, og hann þagði dögum saman. Hann skildi allar dyr opnar, svo ég mátti sjá inn í þau. Þá sá ég að lekinn hafði dreifst um næstum öll herbergi fjórðu og þriðju hæðar; þar að auki hafði slagi komist í gánga, því f mestu kuld- unum var öllum hurðum lokað. Nema þetta kom mjög við mig. Ég vissi að Miguel var ekki ríkur maður, og þótt ég beri ósköp litla virðíngu fyrir bisniss spánskra hótelrekenda, þá varð þetta mér til nokkurs sársauka. Ég bauðst © til að hjálpa Miguel til að mála hótelið. Hann hafnaði því í fyrstu. Bauðst til þess á ný. Þá vildi hann þiggja hjálp mína. En þá sé ég eftir þessu. Sagði Miguel að klár- ara væri ef ég færi til norðurs og drægi að túrista, og það sam- þykkti hann. Mér þótti þetta sjálfsagt, því ég þurfti ekki að ljúga neinu þótt ég bærí áróður fyrir Posada Verano og dýrðinni þar um kríng. En það er samt nokkuð annað en verða að standa f framkvæmdinni. Ég sagðist ætla að skrifa ferðaskrif- stofum á norðurlöndum og Eng- landi og Þýzkalandi, en þegar til kastanna kemur: Ég verð að svíkjast undan því, en geyma það þar til leið mín liggur um þessi lönd og gánga frá þessu munnlega fremur en standa í skriftum. Og þess vegna 'er lítið lag á þessu skrifi því það er allt sam- kvæmt gefnu loforði, hálfpartinn um bisnissmál.' En þrátt fyrir það þá standa orð mfn öll á hreinu og af þeim má lesandinn vita, að hér er nóg um kyrrð og þar með hvíldar að vænta. En hins vegar má hér einnig fá nóg af hávaða- skemmtun, því á næstu grösum eru þrír eða fjórir dansstaðir (allt diskótek), og þar er víst aðallega leikin popmúsík, spönsk og erlend. Ljós eru þarna á vaðandi hríngferð og með mörgum litum, og þarna verður víst fullt af allra þjóða fólki á sumrum, en ég hef aldrei farið nema inn í anddyri eins þeirra, því ég átti ekki fyrir inngángi. Summa: Hér eru lángir sandar. Falleg smáþorp með ströndum, þau næstu fimm til tíu mínútum fjær. I þorpunum veitíngahús og bar- ir. Strætisvagnar til næstu bæja eða borga: Alcudia (gamallar vfg- girtrar borgar), Puerto de Alcudia (sem er túristaborg í ör- um vexti, en ljót), Puerto de Poll- ensa (sem er fremur snotur hafnarbær, f höfninni hundruð seglbáta og smáskipa), Pollensa (sem er gömul smáborg og rómuð fyrir þokka sinn) og San Vin- cente (sem minnir dálftið á Vest- mannaeyjar vegna hamra sem þar eru og sjávargángs). Hótelið sjálft, Posada Verano: Um það sýslar Miguel Riera og kona hans Katalína — og maður kemst ekki hjá að kynnast þeim og börnum þeirra — Juana, Katí og Raphael — því þau eru öllum stundum í námunda við barinn og setustofuna. Börnin eru einatt að leika sér fyrir utan, á sandinum, eða inni á bar, setustofu eða veitíngahúsi, og þetta gefur lffinu á Posada Verano vissan og minnisstæðan svip. Allir gluggar á Posada Verano vita mót opnu hafi og svipmiklum fjöllum. Svalir fylgja hverju her- bergi. Fjallahrfngurinn gegnt glugg- anum og flóinn: Ekkert viðlíka er að sjá á þessu landi. Margt fleira má segja um þennan stað á Spáni, en ég set hérna lokapúnktinn. Þetta hótel (eða Hostal, ans það er flokkað) er orðið eitt þeirra hótela sem sjálfsagt má fá nánari upplýsíng- ar um hjá ferðaskrifstofum þegar fslenskir ferðamenn fara að koma þángað að segja reynslu sína eftir sumarleyfið um „Yfir sumartfm- ann“, Posada Verano.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.