Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1974, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1974, Side 9
tílfiA Tfmarnir hreytast. Kitt sinn voru Arabaþjórtirnar hálffíeróur skræiingjalýóur í augum Vestur- landabúa; nú njóta þær viróingar þeirra. Arabar líta sjálfa sig einnig öórum augum en fyrr og um það er ekki minna vert. Enn er svo skammt iiðið frá umskiptunum, að þeim hef- ur varia gefizt tfmi að njóta þessarar skyndilegu upp- hefðar sinnar. En þaó er al- mennt álit Araba, aó gjörbylting hafi oróió á stiióu þeirra í heimin- um. Þessar þjóðir hafa allt í einu vaknaó til vitundar um mátt sinn og mikilvægi. betta er f.vrst og fremst að þakka tveimur mjiij; svo árangursrfkum aðgerðum — októberstríóinu og olfusölubann- inu. Sinnaskipti Arabanna brustu á eins og sandstormur, öllum að óvörum. Þeirra vegna (a.m.k. að nokkru leyti) inega bandarískir bileigendur bíða tímunum saman í löngum röðum eftir nokkrum lítrum af bensíni, ráðagerðum Bandaríkja- og Sovétmanna og bætta sambúð hlekktist á í fæð- ingunni, japanska efnahags- undrið stöðvaðist í bili, og Bretar, sem eitt sinn réðu fyrir Mið- austurlöndum, urðu að taka upp þriggja daga vinnuviku. (Jengið hefur jafnt og þétt á rikissjöði ríkra þjóða sem fátækra eftir að Arabar hækkuðu olíuverðið um 370% i fyrra eð var, og loks hefur þeim tekizt að hrekja fjendur sina fornu, ísraelsmenn, i diplómat- íska einangrun. Arabar hafa ekki átt slíkri vel- gengni að fagna frá því að herir Islams tóku sig upp fyrir þrettán öldum og héldu út af Arabíuskaga að boða orð Múhameðs. bá varð fyrirstaðan lítil og enda þótt langt sé um liðið virðast Vesturveldin enn ekki kunna ráð við hættunni. Eitt sinn lágu allar leiðir til Kómar; nú liggja þær til Riyadh, hinnar rykugu og grómteknu höfuðborgar Saudiarabíu, þar sem Feisal konungur ræður löndum, voldugastur ailra olíu- kónga. Lfður vart sú vikan, að ekki skjóti þar upp koliinum sendinefnd frá einhverju iðnrík- inu að gera hinum óþýða kóngi boð. Það fór svo að iokum, að fjallið kom til Múhameðs. Það er því sízt að undra, þótt Arabar séu upp.með sér. F.vrstu vikurnar eftir stríðið voru allar búðir við helztu umferðargiitur Kaíróborgar fullar með myndir, sem sýna áttu för Egvpta yfir Súesskurð og sigurinn í kjiilfar hennar. Egypzka stjórnin gaf út frímerki með áletruninni ,0. október 1973". Komið var á fót mikilh sýningu á herteknum fsra- elskum hergögnum og drögust daglega að henni þúsundir Kafró- búa. Þá vaktist ennfremur upp fjöldi ljöðskálda, lagasmiða, balletthiifunda og leikskálda, sein allir sungu lof' októbersigrinum og því sjálfstrausti, sem hann hefði blásið öllum Aröbum í brjóst. Dansflokkur einn hefur samið nýjan ballett, sem nefna mætti „(lönguna miklu". Sýningin hefst á því, að leikendur drúpa allir hiifði og táknar það kvöl og pinu Egypta eftir ósigurinn í sex daga stríðinu. En þá birtist allt í einu herflokkur í dularklæðnaði eyði- merkurhermanna; fara þeir hægt yfir sviðið á gúmflekum, hljóm- listin hækkar og egypzki taninn rfs: fiirin yfir Súesskurð. Leik- skáldin hafa heldur ekki legið á liði sínu. Söngieikurinn „Sham- ina, ástin min“, sem sýndur er i þjóðleikhúsinu lýsir því, er Salómon konungur nemur burt Palestínska brúður því næst kem- ur ástmögur hennar „Palestinska þjóðin — og frelsar hana Algengustu dæmin uin hina nýju afstiiðu eru þó líklega sá aragrúi siingva. sein orðið hala til á undanförnum vikum. Hér er einn: Land mitt, allt hefur iiðlazt þýðingu. Egyptaland, móðir heimsins, Egyptaland, möðir jarðar. Land mitt, land mitt. Hvað get ég gert fyrir land mitt? Sjá nœstu síou Til vinstri: Hinar heilögu borgir Múhameðstrúarmanna. Lengst til vinstri er sú alheilagasta, Mekka, þarnæst er Medina, sem er önnur i röðinni að helgi. Lengst til hægri er svo Jerúsalem og næst á mynd- inni musterið. Þaðan gerði Múhameð himnaför sina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.