Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1974, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1974, Blaðsíða 12
Eitt óiánið á fætur ööru dynur á þeim, sem lifa af flugvélaráreksturinn í Andesfjöllunum. Það er kuldinn, hungrið, sem neyðir þá til að leggja sér mannakjöt til munns, vitundin um að hætt sé leit að þeim — og loks snjóskriðan, sem feliur yfir þá. í henni farast átta. Þeir, sem lifa hana af, hallast að því, að dauðinn sé bezta lausnin úr því sem komið er . . . Áður en snjóskriðan féll, hafði það orðið að samkomu- iagi, að þeir færustu í hópnum skyldu leggja upp og leita hjálpar. Fjórir eða fimm skyldu valdir i leiðangur- inn. Þeir áttu að fá stærri skammt af kjöti og beztu svefnplássin og vera undanþegnir daglegum störfum, sem í því voru fólgin að skera kjöt og hreinsa snjó, svo að þeir, þegar sumarið loksins kæmi og snjórinn færi að bráðna, væru menn til aðganga til Chile. Hið fyrsta sem ifta varð á, þegar velja skyldi mennina, var líkamlegt ástand þeirra. Sumir af þeim, sem höfðu sloppið við meiðsli i árekstrinum, höfðu þó búið við þjáningar. Augu Gustavo Zerbino höfðu ekki verið söm og áður síðan hann klifraði upp á fjallið. Coche Inciarte hafði graftarkýli á fótunum. Moneho Sabella og Daniel Fernandes voru heilir heilsu, en þar eð þeir voru ekki rugbyleikmenn, voru þeir verr undir búnir en „Old Christians". Ednardo Strauch hafði hnignað, vegna tregðu hans að eta kjötið. Valið var að lokum bundið við þá Nando Parrado, Roberto Canessa, Roy Harley, Carlitos Paez, Numa Turcatti, Antonio Vizintin og Fito Strauch. Ekki voru allir frambjóðendurnir jafn ákafir til ferðar. Parrado var svo ákveðinn að fara, að hann hefði lagt upp á eigin spýtur hefði hann ekki verið valinn. Turcatti var það og mikið áhugamál að hljóta kosningu. Canessa bjó yfir meira ímyndunarafli en margir hinna, og sá fyrir hætturnar og harðræðið, sem var óhjákvæmi- legt í för sem þessari, en taldi það skyldu sína að fara. Eins var farið um Fito Strauch. Hann bauð sig fram, meira af skyldurækni heldur en iöngun til að leggja upp í svona ferðalag, en náttúran átti sinn þátt í því að gera út um mál hans, því að átta dögum eftir fall snjóskriðunnar fékk hann gyllinæð. Ilinir þrír — Paez, Harley og Vizintin — vildu allir taka þátt í leiðangrinum, en þó að þeir væru hæfir, voru l HLUTI þeir helzt til ungir og óreyndir. Og því var ákveðið, að þeir skyldu fara í eins dags reynsluleiðangur. Paez, Harley og Vizintin lögðu upp kiukkan ellefu árdegis, sjö dögum eftir skriðufallið. Áform þeirra var að ganga niður eftir og yfir dalinn, að stóru fjalli (Sosneado- eldfjallinu) sem reis fyrir handan. Það virtist hæfilega langt, þegar um eins dags göngu var að ræða. — Þeir voru í tveimur peysum, tvennum buxum og höfðu rugby- stígvél á fótunum. Snjórinn var frosinn, svo að gangan var létt niður í dalinn. Þeir sniðskáru sig, þar sem brattinn var of mikill til að fara beint af augum. Eftir hálfa aðra klukkustund fundu þeir afturdyr flugvélar- innar, og á dreif í kring eitthvað úr eldhúsinu: tvo tóma álskápa fyrir kaffi og kóka kóla, ruslakassa og krukku með ,,löguðu“ kaffi, kornin ein voru eftir. Eftir að hafa gengið tvo tíma til viðbótar fóru þeir að gera sér gfein fyrir því, að þeir voru litlu nær fjallinu hinum megin en þegar þeir lögðu af stað. Og ekki aðeins það, gangan hafði einnig orðið erfiðari af því að miðdegis- sólin hafði þítt hjarnið og nú sukku þeir upp í hné. Klukkan þrjú síðdegis ákváðu þeir að snúa við til flaks- ins, og brátt komust þeir að raun um, hve miklu erfiðara það var að ganga upp fjallið en komast niður. Það spáði ekki góðu, að loft var orðið þykkt og snjóflyksur tóku að falla. Gangan upp varð hræðilega erfið. Harley og Paez voru óttaslegnir. Þeir gátu ekki gert sér grein fyrir hve nærri eða fjarri þeir væru flakinu. Harley fór að æpa og Paez féll í snjóinn. „Ég get ekki haldið áfram,“ sagði hann. „Ég get ekki, ég get það ekki. Skiljið mig eftir. Haldið þið áfram, lofið mér að deyja hérna." Þeir ýmist brýndu hann eða skömmuðu hann og hann skreið á fætur. Þeir keifuðu áfram upp á næsta hæðar- topp og enn komu þeir ekki auga á flakið. „Er langt þangað enn?“ spurði Paez. Og hann hné niður f snjóinn. Þeir náðu til flaksins eftir sólsetur. Þegar þremenning- arnir skriðu niður í göngin í flakinu, greinilega örmagna, og Paez og Harley með tárin í augunum, varð öllum ljóst, að ferðin hafði verið erfið og eitthvað hafði á skort. „Það var alveg ómögulegt," sagði Paez. „Ég datt, lang- aði að deyja og æpti eins og smábarn.“ Harley skalf, grét og sagði ekki neitt. Litlu augun hans Vizintin voru þurr. „Erfitt var það,“ sagði hann, „en ekki ógerlegt." Fyrir þessi orð var hann valinn sem fjórði leiðangursmaðurinn. Þegar þeir höfðu loksins verið valdir, urðu þeir eins konar yfirstétt í flokknum. Allt var gert sem hægt var til að efla ástand þeirra til líkama og sálar. Það var óspart beðið fyrir þeim og allt, sem sagt var i áheyrn þeirra, var létt og uppörvandi. Leiðangursmennirnir voru ekki flokksforingjar, held- ur sérstök stétt, skilin frá öðrum vegna sérréttinda sinna. Þeir hefðu getað komið fram sem fámennisstjórn, ef Strauehfrændurnir hefðu ekki spornað við því. Náin frændsemi Strauchanna og Daniels Fernandez gaf þeim nokkurt forskot, þrátt fyrir líkamlegar og andlegar þjáningar þeirra, sem orsökuðust af einangrun þeirra I fjöllunum. Þeir voru gæddir raunsæi og hagsýni, sem komu að góðu haldi við þessar hræðilegu aðstæður. Strauchfrændurnir unnu versta verkið — að skera kjötið. Það var ógeðfellt starf, svo að jafnvel harðgerð- ustu piltarnir, eins og Parrado og Vinzintin, treystu sér ekki til þess. Kjötið var skammtað smátt, og um skömmtunina sáu þeir Straucharnir og Fernandez. Miðdegis var úthlutað vænum bita hverjum einum til handa, en hins vegar samþykkt að þeir sem ynnu, fengju nokkurn auka- skammt vegna orkutaps og loks voru svo leiðangurs- mennirnir, sem fengu fast að því eins mikið og þá lysti til. Af nauðsyn fóru þeir að eta næstum hvað sem var af mannlegum líkama. Canessa vissi að lifrin var fjörefna- rík; af þeim ástæðum át hann hana og hvatti hina til að fara eins að. Eftir að hafa sigrazt á óbeitinni að eta lifrina, varð auðveldara að grípa til hjarta, nýrna og annarra innyfla. Fitulögin, sem skorin voru af, voru þurrkuð þar til þau storknuðu, en þá höfðu allir lyst á þeim. Fitan var orkugjafi og þar eð hún var óvinsælli en kjötið, náði skömmtunin ekki til hennar. Það voru aðeins lungun, húðin, höfuðið og kynfærin, sem alveg var sneitt hjá. Reglur höfðu verið settar um skömmtun, en þó var þeim ekki ávailt stranglega framfylgt af Strauchunum. Og það kom fyrir, að menn skáru sér aukabita, og Straucharnir umbáru það, ef ekki var of langt gengið. Kerfið var svolítið sveigjanlegt og í hag veikleika mannlegrar náttúru, en eftirgjöfin kom verst við þá, sem hvorki gátu né vildu vinna. Rafael Echavarren og Arturo Nogueira voru tepptir inni I flakinu vegna fótbrots, og þeir skriðu ekki út nema af brýnni nauðsyn. Það var ekki að tala um að þeir gætu skorið sér bita. Pancho Delgado var einnig fótbrotinn og Coche Inci- arte var með ígerð í fæti. Javier Methol leið enn af loftveiki. Bobby FrancoisogRoy Harley vorulíkaí slæmu ásigkomulagi, ekki hvað líkamlegt ástand snerti, lamaðir að vilja. Þeir sátu þegjandi í sólskininu. Þeir, sem voru að verki, fundu ekki svo mikið til með þeim, sem ekki voru vinnufærir, litu á þá sem ómaga. Vizintin fannst, að þeir, sem ekki ynnu, ættu ekki að fá mat. Hinir svöruðu því til, að þeir yrðu þó að halda líftórunni í félögum sfnum. En oft voru þeir hranalegir við þá og sýndu þeim harla litla virðingu. Sumir héldu, að Nogueira væri alls ekki fótbrotinn, og að verkurinn, sem hann fann til, væri ímyndun ein. Ennfremur að Delgado gerði of mikið úr sársaukanum í b’rotna lærinu. Mangino hafði einnig fótbrotið sig eftir allt saman og samt hafði hann getað skorið kjöt. Þeir báru litla virðingu fyrir loftveiki Methols og kalna fætin- um hans Francois . .. Fótur Echavarren var illa kominn. Kálfvöðvinn, sem hafði rifnað frá beini, var að vísu kominn á sinn stað, en blóðeitrun var komin f sárið. Og það, sem verra var, hann gat ekki hreyft fótinn, fyrst urðu tærnar purpurarauðar og því næst svartar, eins og þær væru kalnar. En engu að síður var hann ákafur að komast burt. Á hverjum morgni sagði hann við sjálfan sig: „Ég er Rafael Echavarren og ég strengi þess heit að komast aftur heim.“ Svo var það einn morguninn, að hann bað félaga sína, og það var gleði og þróttur í röddinni að vanda, að ljá orðum sínum eyra. „Ég er að deyja,“ sagði hann. Þeir mótmæltu, en hann var ákveðinn og bað þá að flytja fjölskyldu sinni hinztu kveðju sína. Arturo Nogueira var betur á sig kominn lfkamlega en Echavarren, en hugarástand hans var lakara en nokkurs annars. Jafnvel fyrir slysið hafði hann verið uppstökkur og erfiður, innilokaður og orðfár meðal fjölskyldu sinnar. Hann lá út af fyrir sig f flakinu, stór, græn augu hans störðu frá horuðu andlitinu. Áður hafði hann sýnt nokk- urn áhuga við umræður hinna um undankomuna, en nú varð hann æ tómlátari. Kvöld eitt, er þeir voru að leggjast til svefns, óskaði Nogueira þess, að hann fengi að „leiða" bænina. Það var samþykkt einum rómi og Paez rétti honum talnabandið. Þá sagði Arturo frá áformum sfnum, bað til Guðs fyrir fjölskyldum þeirra og ættjörð, félögunum, sem voru dánir, og þeim, sem til hans heyrðu. Á eftir voru allir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.