Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1974, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1974, Blaðsíða 16
Bobby Fischer og skákin Framhald af hls.7 Fischer og Spassky — skákmenn hins sigiida, nreina og Deina stíls. okkar," segir I skýrslu þeirra Char- lotte Léedy og Lerey Oubeks, „að hin aukna streita, sem fylgir áskorendakeppninni, hafi valdið þvi, að blóðþrýstingur andstæðinga Fischers hélzt óeðlilega hár dögum saman eftir að skák lauk."Það er tilhlýðilegt að geta þess hér, að allir fjórir siðustu andstæðingar Fischers frestuðu einni skák eða fleiri vegna lasleika, sem kenndur var tauga- streitu. Flestir skákmenn hefja likams- æfingar fyrir stórkeppni. Bobby Fischer iðkar sund, tennir. og borð- tennis og er sem mest hann getur undir beru lofti. Júgóslavneska liðið hefur með sér þjálfara á mót, og gufubað i farangrinum. Daglega stunda iiðsmenn lyftingar, arm- beygjur og skuggabox. Þá er að nefna timaþröngina. Hún hefur leikið margan skákmanninn grátt. Á stórmótum hefur hver skák- maður tvo og hálfan tima til umráða að Ijúka 40 leikjum. Hann getur eytt eins miklum tíma i leik og honum sýnist, en Ijúki hann ekki hinum 40 á tilsettum tima er hann fallinn og hefur tapað skákinni, jafnvel þótt svo sé þá komið. að hann gæti mátað andstæðinginn I næsta leik. Sumir skákmenn eru í sifelldri tima- þröng. Þeir brjóta heilann fulllengi. unz þeir verða e.t.v. að leika 20 leiki á 10 minútum, eigi þeir ekki að falla á tima. Oft hefur „unnið" tafl tapazt í timaþröng. Bobby Fischer hefur langoftast tímann fyrir sér og lendir sárasjaldan i timaþröng. Algengara er, að andstæðingar hans hafi naumast augun af klukkunni siðustu leikina. LISTOG VlSINDI Bobby álítur skákina sambland listar og visinda. Hann segir. að hún sé vísindi i þeim skilningi. að hún hliti ákveðnum, óumbreytanlegum reglum. eða „lögmálum". Listin kemur til sögunnar, þegar and- stæðing mun verða á mistök „og maður getur hagnýtt sér þau á list- rænan hátt". f augum Bobbys er skákin hugmynd. hreinræktuð hug- mynd, reist á ákveðnum, visinda- legum undirstöðuleikreglum, og þessi hugmynd tekur hann svo fanginn að ekkert annað kemst að. Af hinum mestu skáksnillingum er það aðeins Aljekin, sem kemst í samjöfnuð við hann að ein- æði og sigurvilja. Aljekin bar ævin- lega á sér vasatafl og var oftast með það á lofti. Að loknu móti í London árið 1922 var þeim Aljekin og Capa- blanca, sem alla tið var dálítið kæru- laus, boðið að sjá reviu nokkra. Capablanca hafði ekki augun af dansmeyjunum allan tímann. Aljekin hafði ekki augun af vasataflinu. Fischer svipar til Aljekins. Skemmtanir og skák fara ekki saman. Ekki heldur kvenfólk og skák. Sigurinn einn skiptir máli. Bobby verður að sigra, þannig hefur hann alla tið verið. Hann heldur stundum áfram skákum, sem virðast jafntefli, þar til borðið er hartnær rúið mönnum, og er reiðubúinn að sitja til eilifðarnóns ef þess þarf. Heimsmeistaratignin færði honum bæði auð og frægð. En þeir, sem þekkja til Fischers, eru á einu máli um það, að frægð og auður muni i engu breyta háttum hans. f hans augum er tilgangur lifsins sá og hefur alltaf verið að skapa snilldar- verk á skákborðinu; sjálfur tilveru- rétturinn helgast af þvi. Hið lýta- lausa tafl mun halda áfram. hinar óvæntu leikfléttur, hinar frábæru hugmyndir og undraverðir sigrar i hróksendatafli, sem reynast mundu öllum öðrum ofviða. Það kann að vera, að tilfinningalíf Bobby Fischers sé litt þroskað og hann sé jafnvel vandræðagemsi, en á sinn hátt er hann samt frábær listamaður, sem leitar hinnar fullkomnu reglu á sinu sviði. Fáir listamenn hafa náð jafn langt i áttina til fullkomnunar. Krefðist skáklistin ekki annarra hæfileika en minnis á byrjanir væri heimurinn fullur með stórmeistara. En nú eru þeir ekki nema 82 (árið 1972), þótt ibúatala jarðar skipti milljörðum. Skák er annað og miklu meira en minnisiþrótt. Sköpunargáfa gegnir þar miklu hlutverki og skiptir raunar sköpum. hún skilur góða stór meistara frá ódauðlegum. Það var hún, sem skildi Mozart frá minni- háttar samtiðarmanni sinum, Karli Ditters von Dittersdorf. Likt og stærðfræði- og tónsnillingar sjá skáksnillingar i stöðu ákveðnar leiðir, sem ógreindari menn koma aldrei auga á. Skáksnillingar hugsa öðru visi en aðrir. Þeir koma á óvart, leika óvæntum leikjum. Hið óvænta sverðslag kemur skyndilega, með eldingarsnatri hugans; fæðingar- stund þess er stund hreinnar and- legrar fegurðar. Hvort, sem sú fegurð birtist i tónum, stærðfræði- jöfnu, eða snjöllum leik á skákborði, er hún tákn þrár mannsins eftir reglu, er tjáð sé með frumlegum, ógleymanlegum hætti — og þessi skilgreining á fegurðinni er máski ekki siðri en aðrar. RÖKVfSI OG INNSÆI Enginn fagurfræðingur eða sköpuður hefur getað skýrt þessi snilldarbrögð, en árangurinn höfum vér fyrir oss: samspil rökvísi og inn- sæis, sem fæðir af sér snilldarverk, sem bera af, fullkomnunin sjálf. Þetta er það, sem gerðist hjá Mozart, er hann samdi þessa ægi- legu D-moll stiga i forleiknum að Don Giovanni, og Einstein, er hann samdi frægustu jöfnu okkar tíma. Þetta var það. sem gerðist hjá Fischer, er hann lék H—b6 i 19. leik i skák sinni við bandaríska stór- meistarann Paul Benkö árið 1963; djúp og snjöll hugmynd, sem minni mönnum hefði aldrei komið til hugar. Benkö varð gersamlega for- viða, athugaði málið, sá, að hann var dauðans matur og gaf skákina eftir tvo leiki. Er það máski gegndarlaus ósvifni að jafna 19. leik Fischers, H—b6, við Don Giovanni og jöfnuna E = mc ? Ef til vill þegar allt kemur til alls. En i grundvallaratriðum var það, sem Bobby gerði i skák þessari, hið sama og Mozart og Einstein gerðu — hann rakti röð forsendna til heillandi og alóvæntrar niðurstöðu. Um leið skóp hann fagurt verk, sem tekur hugann fanginn, slik eru glæsi- leiki og beinskeytni hugmyndar- innar. Væri skák jafnvinsæl tónlist, jafnmargir hrifust af finleik hennar og blæbrigðum, þá væru beztu skákir Steinitz, Capablanca, Aljek- ins, Botvinniks og Fischers varla minna metnar en snilldarverk Bachs, Mozarts, Beethovens og Brahms. Það skapandi imyndunarafl, sem þarf til afburða snjallrar skákar og snilldarverks i tónlist, er nátengt. Skák er ekki íþrótt, fremur en tónlist. Hún er lífsmáti, sem út- heimtir jafnmikla ástundun og pianó- leikur til dæmis. Atvinnupíanó- leikarar verja sex stundum eða meira til æfinga á degi hverjum, þær verða að áráttu. Svipaður er vinnudagur skákmeistara. Þeir verja mörgum timum daglega til þess að greina og rannsaka skákir, lesa skákir og skýringar. i aragrúa timarita út- gefnum um heim allan. Uppsláttarrit þeirra og handbækur eru t.d. „Nútíma skákbyrjanir" og „Skák- byrjanir i kenning og reynd". hvort tveggja þéttprentaðaðra 700 blað- siðna bækur, sem þeir þekkja jafnvel og píanóleikarar etýður Chopins og „Das wohltemperierte Klavier" eftir Bach. Og likt og tónlistarmenn hafa skákmenn frábært minni — i sinni grein. Það minni virðist ekki taka til annarra hluta. YFIRBURÐIR ÆSKUNNAR Menn tefla yfirleitt bezta skák á þritugsaldri. Skák er ungs manns leikur, meðal annars af lifeðlisfræði- legum ástæðum. Rosknum mönnum veitist örðugra að muna, gera sér hugmyndir, melta og samræma hlut- ina. Þeim veitist erfitt að standa á sporði hinum ungu mönnum. sem fylgjast sjálfkrafa með hverri nýjung. Og svo er likamshreystin. Já, likams- hreystin. Það skal hraustan skrokk til að standast raunir langrar keppni, þar sem menn sitja fimm tima á dag og pína heilann til hins itrasta, tefla biðskákir daginn eftir, svefnlitlir sólarhringum saman. og berjast við að finna beztu leiðina. Ef A og B — en kannski lika C,D, eða E. . . Þótt aðeins væri hin andlega áreynsla ein, að stara timunum saman á skák- borð án þess að geta tekið á þvi. og reyna af alefli að koma auga á alla möguleika og stöður, sem upp kunna að koma, þá mun verða að leita langt til samjöfnuðar. Snillingar í listinni sjá tvo eða þrjá leiki fram í timann að öllum afbrigðum með- töldum. Sögur um skákmenn, sem sjái tiu leiki fram i tímann (að þeim tilvikum undanteknum, þegar um er að ræða nauðungarleiki, þ.e. ekki er um aðra að ræða) eru aðeins þjóð- sögur. Slikt er ekki hægt. Áreynslan við það að hugsa tvo, þrjá leiki fram i timann er svo mikil, að hún er á færi fæstra skákmanna, og hún leggst þungt á likamann. f desemberhefti „Chess Life and Review" árið 1971 var birt rann- sókn á lífeðlisfræðilegum breyting- um manna meðan á skákkeppni stóð. Öndunartiðni jókst, blóð- þrýstingur einnig. „Það er álit Hanna, Ajax jpÍL Eða þegar Hanna kynntist því, Ajax með Salmíak-Plús er fljótvirkast og áhrifamest við að fjarlægja jafnvel erfiðustu óhreinindi í eldhúsinu. 1. Ég hafði átt við matargerð allan fimmtudaginn og bjóst því við óvenjucrfiðri föstudagsræstingu. 6. »Þetta gekk eins og í sögu með Ajax, og nú er eldhúsið mitt alitaf Ijómandi hreint. Og svo angar það auk þess af hreinlcika.« 5.0g fastbrennd »uppúrsuðan« á eldavélinni, scm alltaf er erfið, lét undan fyrir ögn af óþynntum Ajax-legi. Tf Fljótandi Ajax gerirhreinteins og hvítur stormsveipur. 2.Enda byrjaði föstudagurinn ekki sérlega skemmtilega. Heppilegt, að ég hafði keypt Ajax. 3.Tvær brúsahcttur í fötu af vatni nægðu til að gera eldhúsið skínandi hreint aftur. 4. Það nægði að strjúka lauslcga af skáphurðum til þess að þær yrðu gljáandi á ný. Ajax eyddi á stundinni allri fitu og blettum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.