Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Page 2
ÞAR sem Noröur-Richmondstræti var blindgata, var þar kyrrlátt, nema þegar strákunum í Krists- bræðraskólanum var hleypt út. Tveggja hæða hús, sem ekki var búið f, stóð við hinn lokaða enda götunnar, aðskilið frá nágranna- húsunum í ferhyrndum garði. Hin húsin í götunni, sem voru sér þess meðvitandi að innan veggja þeirra þreifst almennilegt líf, störðu hvert á annað brúnum, óhagganlegum andlitum.. Sá, sem bjó f húsinu á undan okkur var prestur og hafði dáið í stofunni baka til í húsinu. Myglu legt innilokunarloft fyllti öll her- bergin og f tóma herberginu á bakvið eldhúsið úði og grúði af gömlum blöðum. Innan um þau fann ég nokkrar óbundnar bækur, en síður þeirra voru krumpaðar og rakar: Ábótinn eftir Walter Scott, Guðhræddi altarisgesturinn og Minningar Vidocqs. Mér fannst sú síðast- nefnda skemmtilegust, af því að blaösfðurnar í henni voru gular. í óræktargarðinum á bak við húsið var eitt eplatré í miðjunni og fá- einir dreifðir runnar og undir einum þeirra fann ég ryðgaða hjólhestapumpu leigjandans sál- uga. Þetta hafði verið mjög góð- gjörðasamur prestur. I erfðaskrá sinni hafði hann ánafnað hælum og stofnunum öllum peningum sfnum og systur sinni húsgögn- unum úr húsinu. A skömmum vetrardögum féll rökkrið á, áður en okkur hafði aiveg tekizt að ljúka við kvöld- verðinn. Þegar við hittumst úti á götunni, voru húsin orðin dökk og drungaleg. Síbreytilegur fjólu- blár litur lék um himinskákina yfir höfðum okkar og Ijósa- staurarnir réttu dauf ljósker sfn í átt til hennar. Kalt loftið nísti okkur og við lékum okkur þar til líkamir okkar glóðu af hita. Köll okkar bergmáluðu um þögla göt- una. I hita leiksins bárumst við inn á moldarstígina bak við húsin, þar sem eltingarleikirnir héldu áfram við bakdyr húsanna f kol- dimmum görðunum með þefjandi ruslagryfjum eða við dimm sterk- þefjandi hesthúsin, þar sem öku- maður strauk og kembdi hesti eða hristi tónlist fram úr sylgjuþökt- um aktygjum. Þegar við komum aftur út á götuna, flóðu ljósin úr eldhúsgluggunum yfir svæðið. Ef frændi minn sást koma fyrir hornið, földum við okkur í skugg- anum, þangað til við sáum hann örugglega kominn f hús. Eða ef systir Mangans kom út á tröppur til þess að kalla bróður sinn inn f te, horfðum við á hana úr skugganum og gengum í undir- gefni upp að tröppum Mangans. Hún beið eftir okkur og mynd hennar bar skýrt við Ijósið úr hálfopnum dyrunum. Bróðir hennar strfddi henni alltaf, áður en hann hlýddi, og ég stóð við handriðið og horfði á hana. Pilsin hennar bylgjuðust, þegar hún hreyfði sig og mjúk hárfléttan sveiflaðist til hliðanna. Á hverjum morgni lá ég á gólf- inu í framstofunni og hélt vörð um dyr hennar. Vindutjöldin voru dregin niður, en skilið eftir þumlungsbil, svo að ég sæist ekki. Þegar hún kom út á tröppurnar, tók hjartað í mér stökk. Eg hljóp fram f forstofu og þreif bækurnar mfnar og elti hana. Eg missti aldrei sjónar á brúna kjólnum hennar og þegar við nálguðumst þann stað, sem vegir okkar skildu, greikkaði ég sporið og gekk fram- hjá henni. Þetta skeði dag eftir dag. Ég hafði aldrei talað við hana að undanskildum nokkrum einskisverðum orðum, og þó var nafn hennar sá ós, sem allir mínir hjartastraumar streymdu til. Mynd hennar fylgdi mér jafn- vel til hinna allra óskáldlegustu staða. A laugardagskvöldum, þegar frænka mfn fór á markað- inn, varð ég að fara með til að bera suma bögglana. Við gengum eftir ósléttum götunum og feng- um olnbogaskot frá drukknum mönnum og prúttandi konum og í eyrum okkar glumdu blótsyrði vinnumanna, skræk köll búðar- strákanna, sem stóðu vörð við tunnur með grísakjömmum og söngur götusöngvaranna sem sungu um O’Donovan Rossa eða söguljóð um erfiðleikana í þjóð- landi okkar. Þessi hávaði samein- aðist f eitt lífsundur fyrir mér: Ég ímyndaði mér, að ég bæri gim- steininn minn örugglega gegnum fjandmannahóp. Nafn hennar kom fram á varir mínar f kynleg- um bænum og lofgjörðum, sem ég skildi ekki sjálfur. Augu mfn voru oft full af tárum (ég vissi ekki hvers vegna) og stundum virtist flóð streyma úr hjarta mínu út í brjóstið. Ég hugsaði lítið um framtfðina. Ég vissi ekki hvort ég myndi nokkurntíma tala við hana eða ekki og ef ég talaði við hana, hvernig ég gæti skýrt henni frá hinni ruglingslegu aðdáun minni. En líkami minn var eins og harpa og orð hennar og bendingar voru eins og fingur, sem léku á strengi þeirrar hörpu. Kvöld nokkurt gekk ég inn í stofuna, þar sem presturinn hafði dáið. Þetta var dimmt rigningar- kvöld og ekkert hljóð heyrðist í húsinu. I gegnum eina brotnu gluggarúðuna heyrði ég regnið skella á jörðinni, hinar ffnu, endalausu nálar vatnsins léku um vatnsósa beðin. Það glampaði á fjarlægt götuljós eða ljós úr glugga. Ég var þakklátur fyrir að sjá svo lítið. Öll skynjun mín virt- ist þrá að hyljast og þar sem ég fann, að hún var að hverfa mér, þrýsti ég lófunum saman, unz þeir fóru að titra, og muldraði: „0, ást, ó, ást,“ mörgum sinnum. Loksins talaði hún við mig. Þegar hún ávarpaði mig var ég í fyrstu svo ruglaöur, að ég vissi ekki hverju svara skyldi. Hún spurði mig, hvort ég ætlaði í „Arabfu“. Ég vissi ekki, hvort ég svaraði játandi eða neitandi. Það yrði ljómandi basar. Hún sagði, að sig langaði svo til að fara. „Og hvers vegna geturðu það ekki?“ spurði ég. A meðan hún talaði sneri hún í sífellu silfurarmbandi um úlnlið- inn á sér. Hún sagðist ekki geta farið vegna þess, að það yrði ein- mitt útgöngubann í klaustur- skólanum þessa viku. Bróðir hennar og tveir aðrir strákar voru í húfuslag og ég stóð einn við handriðið. Hún hélt um eina rim- ina hallaði höfðinu f átt til mín. Ljósið frá götuljóskerinu and- spænis okkar dyrum féll á hvfta boglfnu hálsins, lýsti upp hárið, sem hvfldi þar og einnig höndina, sem hvíldi á handriðinu. Það skein á aðra hlið kjólsins hennar og féll á hvíta rönd millipilsins, sem kom aðeins í ljós, þar sem hún stóð þarna í þægilegri stellingu. „Þú hefðir gaman af að fara.“ „Ef ég fer, ætla ég að færa þér eitthvað, sagði ég. öll sú endemis heimska, sem lagði hugsanir mfnar f einelti bæði í vöku og svefni eftir þetta kvöld! Ég óskaði þess, að ég gæti gert að engu dagana fram að basarferðinni. Mér sárleiddist skólanámið. A kvöldin f herberg- inu minu og á daginn f skólastof- unni kom mynd hennar milli mfn og blaðsíðunnar, sem ég streittist við að lesa. Orðið „Arabía“ var kallað til mín gegnum þögnina, sem sál mín laugaðist í og varpaði austrænum töfraljóma yfir mig. Ég bað um frí til þess að fá að að fara á basarinn á laugardagskvöld. Frænka mín var hissa og vonaði, að þarna væri engin Frfmúraradella á ferðinni. Eg horfði á andlitssvip kennara míns, sem f fyrstu var vingjarn- legur, en varð svo strangur og alvarlegur. Hann vonaði, að ég ætlaði ekki að fara að slá slöku við. Ég gat ekki smalað reikulum hugsunum mínum saman. Ég hafði varla þolinmæði til að sinna alvarlegum lífsstörfum, sem nú stóðu á milli mín og þrár minnar. Þessi störf fannst mér nú ekki annað en barnaskapur, Ijótur, til- breytingarlaus barnaskapur. A laugardagsmorgun minnti ég frænda minn á, að mig langaði til að fara á basarinn um kvöldið. Hann stóð við fatahengið í forstof- unni og var að leita að hattaburst- anum, og svaraði mér stuttlega: „Já, drengur, ég veit það.“ Þar sem hann var í forstofunni gat ég ekki farið inn f framstof una og legið við gluggann. Ég fói ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.