Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1975, Blaðsíða 5
Sigurður Guðmundsson: LÁRÉTTAR HUGSANIR (1970—1971). Dsmi um
notkun Ijósmyndar til að lýsa hugsun, útfærslan er llklega tæknilega
einkennandi fyrir conceptlistamenn.
kristján Guömundsson: ÞRÍHYRNINGUR I FERNINGI (1971—1972) (400 X
400 cm). Efni: ferningur mold, þrihyrningur vigð mold.
Jan Dibbets: LAGFÆRÐ FJARVÍDD Á VEGG. (Amsterdam 1969). Lista-
maðurinn teiknaði ferninginn á vegginn með ákveðna staðsetningu
Ijósmyndavélarinnar i huga, smáfrávik myndi gerbreyta myndhugsuninni.
Ég sný mér réttsælis um sjálfan
mig á stað „A“ þangað til mig
svimar. Þá stoppa ég og horfi á
stað „B“ þangað til svimi hættir.
Þá geng ég til „B“. Eg sný mér
rangsælis um sjáifan mig þangað
til mig svimar. Þá stoppa ég og
horfi á stað „A“ þangað til svimi
hættir.
I SÍJMbókinni er yfirlýsing
þýzka myndlistamannsins
RICHARD KRIESCHE sem felur
í sér þverstæðu hugsunar og
óframkvæmanleiks:
„ ÞETTA ER VERKEFNIÐ
ég bý til list sem ég mun aldrei
sjá vegna þess að ég mun ekki
faratil islands til að sjáþá
list sem ég bjó ekki til.
ÞETTA ER LISTAVERKIÐ
um eftirlíkingu sé að ræða, held-
ur verður hvert eintak frummynd
númerað í eintakafjölda. Þótt
CONCEPTlist njóti góðs af
þessari örlátu tækni er hún ekki
til umræðu hér, en hugmyndin
hefur verið færð yfir á skúlptúr-
sviðið: þ.e. hlutir eru formaðir
fyrir mót og síðan steyptir i hvers
konar efni, eða gerðir á annan
hátt í fjöldaframleiðslu.
CONCEPTistar hafa þó yfirleitt
haft hvert eintak sérstakt og ofur-
lítið frábrugðið öðru, með því að
breyta lit, hafa mismunandi fylgi-
bréf eða texta með o.fl. Smáverk
geta líka myndað heild þótt
verkin séu ólik i útfærslu.
Sumarið 1972 sýndi Þjóðverjinn
HELFRIED HAGEN BERG i
Gallerí SÚM alls konar útgáfur af
skærum. Þar voru beygð skæri,
snúin skæri, ummynduð skæri,
klippt skæri (!) o.s.frv. I stað þess
að forma með skærunum þá form- _
aði hann skærin.
íslenzkir listamenn hafa dálítið
iðkað smáverkagerð, má þar
nefna ARNAR HERBERTSSON
sem sýndi rauðmáluð gibs fóstur
á farandssýningunni H’jO. Hann
rauf tilbreytingaleysi fjöldafram-
leiðslunnar með viðfestum
spjöldum sem á voru eðlisfræði-
legar útskýringar. JÖN GUNNAR
ÁRNASON hefur gefið út i stóru
upplagi hljómverkið CELLO
PHONY, o.fl. OG ÖLAFUR
LARUSSON hefur gert fjölda
verka til þess að bera í vasa (eða
hið næsta sér), eru þaó plast-
pokar með ýmislegu innihaldi,
ilmpokar o.s.frv.
Bökaformið hefur átt sivaxandi
vinsældum að fagna hjá
Framhald á bls. 15
1. ég mun senda hlut
til íslands sem
er ekki list
ég mun senda hlut
til íslands sem
segir list
2. hlutur mun koma til íslands
sem
ef til vill segir list
hlutur mun koma til islands sem
ef til vill segir ekki list
hlutur mun koma til islands sem
er list. “
Myndhugsunin getur einnig
nálgast bókmenntirnar, (eða bók-
menntirnar nálgast myndlistina,
sbr. Thor Vilhjálms). A sýningu
HREINS FRIÐFINNSSONAR í
SUM síðastliðið sumar var eftir-
farandi myndhugsun:
„DRAUMUR I HVÍTUM RAMMA
Mig dreymdi að ég væri úti á túni
með föður mínum framliðnum.
Við vorum að taka saman hey og
hlaða þvi á vagn, er síðan ætti að
vera dregin af hesti, sem við höfð-
um hjá okkur, heim í hlöðu. Það
var mjög hlýtt i veðri og rökkur.
Þegar við höfðum hlaðið vagninn,
hvarf faðir minn en skuggi hans
varó eftir. Ég vissi, að ég átti að
nota skuggann til að bera á hjólin
svo vagninn rynni betur. Siðan
átti ég að tengja vagninn hestin-
um með strengjum ofnum úr
ljósi, sem skinið hafói niður i
gegnum hafið. Þá vaknaði ég.
HUGMYNDAÞRÓUN.
1 skúlptúrískum verkum er
hægt að rekja breytingar mynd-
hugsunarinnar á margvislegan
máta, t.d. með stigvaxandi þenslu
eða þróun, þessi tækni er einkum
notuð við kennslu, skoðuð er
ákveðin staða, t.d. hlaupara, sú
fyrsta er við startpúnkt,
hlauparinn er álútur, síðan ris
hann upp, skotið glymur,
viðbragðið er ein hreyfing í út-
færslunni, siðan tekur við mis-
munandi lega líkamans á sprett-
inum. I CONCEPTlist er viðfangs-
efnió huglægara, og má þar til
nefna verk eftir MAGNÚS PALS-
SON sem heitir TVÆR GAGN-
VIRKAR SERlUR AF HUNDUM,
sem byggðar eru upp af hvgrs
kyns grasi úr Mosfellssveitinni og
gibsi, og er ádeila á bann við
húsdýrahaldi þar efra. Verk þetta
var almenningi til sýnis í
SUMsalnum 1972 og á Klambra-
túni á Listahátíð 1974, einnig
hefur það verið ljósmyndað og
gefið út í bók af þýzku forlagi.
(MINIMALISMI (SMÁVERK)),
FJÖLDAFRAMLEIÐSLA
OG FORMBREYTINGAR
Grafík er myndlistagrein sem
er þannig að þrykkja má mörg
eintök af mynd, þó ekki svo, að
E. Asg.
HUGDETTA
Þegar vornóttin breiSir
græna sæng sumarsins
yfir vltamln-snauð börn
jarðarinnar
eftir myrkur vetrarins
strýkur hrafnamóðir
svörtum væng
yfir soitin börn vorsins
i hreiðrinu
og flýgur útí
gráföla birtu vornæturinnar
að gá að snjótittlingi
sem i vetur flögraði i hriðinni
og leitaði að stráum
sem voru ekki til
en fann hann
ekki
því þegar bylurinn datt
af þakinu
varð hann að sólskríkju
og ekki hægt að deyða
söng vorsins i brjósti fuglsins
þvi um leið hverfur fegurðin
af ásýnd jarðarinnar
eins og vonin um stóra vinninginn
slokknar
þegar búið er að draga.
Sigurjön Tryggvason
LJOÐ
Við mættumst fyrir tveimur árum
einn dag eitt kvöld
og þú ert enn i huga mér,
rómur þinn bliður og lágur,
augu þin grá
eins og himinn fylltur skýjum,
þú ert enn i huga mér.
Við mættumst fyrir tveimur árum
einn dag eitt kvöld
og minning þin er ennþá fersk,
kossar þínir fullir sætleika
likami þinn
hreinn og fagur eins og jörð við upphaf timans
minning mln er ennþá fersk.
Við mættumst fyrir tveimur árum
einn dag eitt kvöld
og þú hvarfst á braut
eins og vindurinn
eins og blærinn i kvöldkyrrðinni
eins og aldan sem brotnar á steini
þú hvarfst á braut.
Þegar þú vina min
gengur þá götu sem þér er ætluð
og horfir á malbik
og hús sem standa (röðum
gakktu þá ekki framhjá þvi húsi
sem veitir þér athygli
þvl vina min það er ég
sem horfi á þig út um gluggann.