Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1975, Blaðsíða 9
Að ofan: Akureyri [ águstmánuði
1886. Heldur hefur verið kuldalegt
um að litast: Skipin þræða þröngar
vakir milli isjakanna á Pollinum.
Myndin er úr bók Labonnes.
Reykjavíkur heldur hann áfram:
„Dálitið er það ankannalegt, að
kirkjugarðsveggurinn skuli
notaður til að þurrka þorsk-
hausa."
Labonne er aðdáandi Isiend-
ingasagna. Hann gerir sér sér-
staka ferð til sögustaða Njálu og
ségir hrörlega bæjarkofann á
Bergþórshvoli hafa snortið sig
jafn djúpt og rústir Rómarborgar.
En kaflann: Island 874 til 1888
endar hann á eftirfarandi hug-
vekju:
„Nokkrar hugleiðingar um það,
sem islendingar þurfa að gera, ef
þeir vilja nýta náttúruauðlindir
sins ástkæra lands. i fyrsta lagi
verða þeir að hætta að flytja úr
landi. Fámennið er þjóðinni til
baga. Þeir þurfa að rækta betur
graslendi sitt og ræsa fram mýrar,
hýsa sauðfé sitt, pressa hey til
fóðrunar kúa og hrossa á vetur,
snúa sér að því að veiða þann fisk,
sem ótrúleg mergð er af við strend
ur þeirra. Þeir þurfa að gerbreyta
fræðslukerfi sínu. I stað þess að
sökkva sér niður i hugleiðingar
um fornbókmenntir sínar eins og
fakir einblinir á nafia sinn, eiga
þeir að leggja stund á hagnýt vis-
indi. Það er ótrúlegt en satt, að
ekki er einn einasti verkfræðing-
ur á öllu landinu, eðli- og efna-
fræði er alls enginn gaumur gef-
inn; þeir þurfa, eins og ég hefi
sjálfur séð, að leita á náðir dýrra
mælingamanna frá meginlandinu
til að mæla fyrir einföldustu veg-
um. Framtak, framtak, enn og aft-
ur framtak er það sem islending-
ar þurfa og þá skortir.
Þó efast ég ekki unt, að þessi
gáfaða, heiðvirða, góða og hjálp-
fúsa þjóð, sem ekki er hægt að
þykja annað er vænt um er maður
kynnist henni náið, og ekki verð-
ur aumkuð um of, verðskuldi nú
sem á miðöldum aðdáun þeirra
þjóða, sem náttúran er hag-
stæðari.
Ég efast ekki um, að þetta land
isa gæti fætt 400,000 íbúa i stað
Úr bók Labonnes: HarSfiskurinn kominn f hlað.
Reykjavik sumarið 1858. Úr bók Winklers.
þeirra 72,000, sem þar búa 1887.“
Bók Labonnes er, eins og flest-
ar erlendar ferðabækur um Is-
land, prýdd myndum. í þessum
ferðabókamyndum er mikill fróð-
leikur varðveittur, þótt misjafnar
séu myndirnar að gæðum og
nákvæmni. Kunnastur er mynda-
atlasinn stóri úr leiðangri
Gaimards og það að verðleikum
en mér virðist samt sem um of
hafi verið einblínt á þennan atlas
og að of lítið sé að þvl gert að leita
fanga í öðrum ferðabókum er
velja skal myndir varðandi liðna
tima i bækur eða á sýningar. Væri
æskilegt að gera itarlega rann-
sókn á þeim myndum, sem er að
finna i ferðabókum um Ísland og
úttekt á heimildagildi þeirra.
1 bók Labonnes eru 57 eirstung-
ur. Allmargar þeirra eru eftir
ljósmyndum. i'lestar þeirra munu
vera eftir ljósmyndum hans
sjálfs, en ekki allar. M.a. er þar að
finna á bls. 223 skemmtilega
mynd frá Akureyri, sem ekki get-
ur verið eftir hann. Hún er sögð
tekin um miðjan ágúst, en þá var
Labonne farinn frá Akureyri, og .
hún sýnir ishröngl á Pollinum, en
1886 hvarf seinasti isinn af Eyja-
firði 2. mai, og sé myndin raun-
verulega tekin i ágúst, er vart um
annað sumar að ræða en 1882, er
ís var á Eyjafirði innanverðum
frani i septentber. Vel má vera, að
einhver mér fróðari viti meiri
deili á þessari mynd. En nokkrum
blaðsiðum frarnar i bókinni er
mynd, sem er ekki síður áhuga-
verð.
Dag nokkurn snemma i ágúst-
mánuði 1886 fóru Labonne og
fylgdarmenn hans frá Reykjum á
Reykjabraut austur yfir Skaga-
fjörð og Öxnadalsheiði og komu
nær miðnætti, hraktir og holdvot-
ir, að Steinsstöðum i Öxnadal.
Þaðan héldu þeir daginn eftir til
Akureyrar og verður að ætla, að
um morgun þess dags hafi La-
bonne tekið þá ntynd af tveimur
bæjarþilum á Steinsstöðum, sem
er i bók hans. Nákvæmar myndir
af sveitabæjum frá þessum tíma
eru áhugaverðar sem slikar, en
hér kemur fleira til, og skal nú
vikið nokkuð að annarri feróabók.
Sumarið 1858, réttum þremur
áratugum áóur en bók Labonnes
kom út, ferðaðist þýzkur jarð-
fræðingur, Gustav Georg
Winkler, um island. Tilefni Is-
landsferðar hans var það, að pró-
fessor Konrad Maurer, sá mikli
Islandsvinur og kunnáttumaður
um löggjöf islendinga, sögu
þeirra og þjóðfræði að fornu og
nýju hugði á Islandsferð þetta
sumar. Konunglega vísindaaka-
demian i Bæjarlandi fór þess þá á
leit, að Maximilian II Bæjarkon-
ungur, er var, sem faðir hans,
unnandi vísinda og lista, sendi
náttúrufræóing með Maurer til
Íslands og varó Winkler fyrir val-
inu. Arangurinn af för Winklers
varð tvær bækur um Island. Önn-
ur þeirra, lsland, sem kom út
1861, er feróabók, þ.e. ferðasaga
og landlýsing, hin, sem ber sama
aðalheiti, fjallar eingöngu unt
jarðfræði landsins og kom út
1863. Eru báðar athyglisvérðar.
Winkler ferðaðist fyrst um
Suðurland og fór síðan norður um
Sprengisand til Bárðardals og Mý-
vatns. Frá Mývatni hélt hann
vestur á bóginn allt til Isaíjarðar
og þaðan landleiðina til Reykja-
víkur.
i bók Winklers eru, auk nokk-
urra teikninga, 14 tréskurðar-
myndir, þar af fimm af sveitabæj-
um og ein þeirra af Steinsstöðum.
Winkler fór um Öxnadal seint i
júlímánuói 1858 og kann þá að
hafa gist þar, en hann getur yfir-
leitt ekki um sina næturstaði.
Ætla verður, aó frummynd
Framhald á bls. 11.