Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1975, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1975, Blaðsíða 2
RÓLEGUR GÖÐUR DAGUR Smösaga eftir Sigrúnu Guöjönsdöttur Æ, þetta var búinn að vera góður dagur. Ekki svona dagur, sem fólk kallar spennandi dag eða skemmtileg- an dag eða svoleiöis vitleysu, nei þannig dagar voru ekki við hans hæfi. Þetta var bara búinn að vera rólegur og þægilegur og góður dagur, svona eins og allir dagar áttu að vera. Já, það var einmitt rétta lýsingin: svona eins og allir dagar áttu að vera. A skrifstofunni hafði allt verið eins og hann vildi, að það væri á hans skrifstofu, ekkert stress, til allrar hamingju, og veðrið var gott á heimleiðinni. Það kunni hann að meta. Að ganga milli útdyranna og bflsins i rigningu eða roki, það var andstyggilegt. Manni varð ískalt á hálsinum og fótleggjunum. En í svona veðri var það næstum ánægjulegt. Það var logn, það var hlýtt, valið veður til að aka eitthvað út fyrir bæinn — fyrir ungt fólk, auðvitað; aðeins fyrir ungt fólk. Nú, hann var kannski ekki beint orðinn gamall, en það var nú samt skynsamlegast að fara sér hægt. Hver var svo sem betur settur með kransaæðastfflu eða taugaáfall eða háan blóðþrýsting og hvað þetta hét nú allt saman, hann bara spurði? En ef maður hefði verið ungur, hefði þetta einmitt verið rétta veðrið til að skreppa i bfltúr. Stuttan, auðvitað. Maður hefði bara farið svona rétt út fyrir bæinn, séð sér út rólegan stað, þar sem maður hefði rólegur getað skilið bflinn eftir, vel og vandlega læstan, auðvitað, og svo fundið sér rólegan stig, þar sem hægt hefði verið að fá sér dálftinn göngutúr — svona f fimm mfnútur — og svo setzt á rólegan bekk með tré og fugla og ilman óspilltrar náttúru f kringum sig — bara agnarlitla stund auðvitað — það verður svo fljótt svalt á kvöldin f sveitinni — og farið svo inn á rólegan hlýjan veitingastað þar sem eitthvað verulega gott að borða var á boðstólum. Og eitthvað verulega gott að drekka. 1 rólegu, viðkunnanlegu andrúmslofti. Æi, já, það hefði verið reglulega ánægjulegt, og það hefði einmitt verið veðrið til þess. En þess háttar tilheyrði nú samt unga fólkinu. Og f raun og veru hafði hann aldrei verið fyrir neitt, sem skapaði gaura- gang og læti. Hávaði og gauragangur og læti og umstang var eiginlega það alversta, sem hann gat hugsað sér. Og að fara svona át úr bænum, það var nú umstang, það varð að viðurkennast, ef maður vildi vera hreinskilinn. Og hann hafði ekki farið f slfka bfltúra, sfðan hann gifti sig; ekki sfðan hann trúlofaö- ist. Leikhúsum og kvikmyndahúsum fylgdi nú þvflfkt umstang og gauragangur, að þess háttar staði þoldi enginn þroskaður maður að hugsa um, hvað þá meir. Og á þá hafði hann heldur ekki komið, sfðan hann gifti sig. Þegar menn eru orðnir virðulegir heimilis- feður geta þeir ekki svoleiðis. Og engin ráðsett kona lætur sér detta annað eins f hug. Konan hans hafði verið svo barnaleg að vera eitt- hvað að kvabba um þetta fyrstu hjónabandsárin. En hann hafði verið staðfastur, eins og honum bar. Atti hann að láta sfna eigin konu taka öll völd frá sér I svona mikilvægum efnum. Nei, það var ekki hægt. Það gerði enginn maður. Og ef friðsælt lff var ekki mikil- vægt, vissi hann nú ekki, hvað var mikilvægt. Það var lfka af óbeit hans á gauragangi og látum og vitneskju hans um það, að þess háttar var hreint og beint hættulegt — það var vfsindalega sannað, það vissi hann; en hann vissi nú Ifka svo mikið, sem aðrir ekki vissu, eins og manni f hans stöðu bar — sem hann hafði séð um, að það kæmu ekki nein organdi börn með hávaða og læti f hans blessuðu, friðsælu fbúð. Og ef hann átti að segja eins og var, þá var það nokkuð, sem hann var stoltur af. Það voru nefnilega ekki allir, sem gátu hegðað sér rétt f þvf. Uss, það voru nú meiri apakettirnir! Þetta, sem var svo einfalt. Bara að vera rólegur og prúður og sofa á nóttunni f staðinn fyrir að vera með einhver læti. Og löng og góð næturhvfld var nauðsynleg, ef menn áttu að halda heilsu. Barn var lfka enfant á frönsku. Og hann hafði grun um, að fant væri sama orðið og fantur. Og það var bambina eða eitthvað svoleiðis á ftölsku. Og hann var nú ekki f neinum vafa um, að þetta bina þýddi pfna, ef maður færi út f samanburðarmálfræði. Það voru sem sé aðrir, heilar þjóðir, sem hugsuðu eins og hann. Þær voru bara ekki eins hreinskilnar og hann og viðurkenndu ekki álit sitt heiðarlega og opinskátt eins og hann. Æi, já! Ef allir væru eins heiðarlegir og hreinskilnir eins og hann, væri margt öðruvfsi og betra f heiminum. En fólk var skrýtið. Ekki sfzt kvenkynið. Konan hans hafði kvartað yfir þessu Ifka. Vanþakklæti, það vantaði aldrei! Það var alveg eins mikið hennar vegna, sem hann hafði hegðað sér eins og hann gerði. En hún hafði aldrei vitað hvað henni sjálfri var fyrir beztu. Henni fannst svo gaman að börnum, hafði hún sagt. Henni fannst svo hljótt á heimilinu. Það var rétt: Það var mikið, sem eyrun þoldu að heyra, áður en þau duttu af, eins og Norðmenn sögðu. Eins og það gæti nokkurn tfmann orðið of hljótt á nokkru heimili! En hún hafði hætt að kvabba smátt og smátt. Annað hefði lfka verið óeðlilegt vægast sagt. Kona, sem átti mann eins og hún átti! Og ef menn vildu koma sér vel fyrir f lffinu, þá urðu þeir að kunna að hegða sér rétt. Og það hafði hann að minnsta kosti alltaf kunnað. Hann þurfti ekki að aka út fyrir bæinn, hann þurfti engar gönguferðir og engin veitingahús. Það þurfti enginn, sem átti annað eins heimili og aðra eins konu eins og hann. Það hafði að vfsu tekið tíma að gera þetta svona eins og hann vildi, að það væri. Og hún átti það enn til að vera með hina og þessa duttlunga. En þeir höfðu Ifka minnkað mikið. Hann hafði haft góð áhrif á hana, það var greinilegt. Ef hann átti nú til dæmis að taka daginn f dag. Jú, svona daga eins og í dag varð það að segjast, að það var nú gott að eiga konu og heimili. Maturinn, sem hann fékk, þegar hann kom heim, hefði ekki getað verið betri á nokkru veitingahúsi. Það hafði verið alveg einstök máltfð. Og það hafði hann lfka alltaf sagt: konan hans kunni að búa til mat. Þegar hún sjálf vildi, sem sé. Og f dag hafði hún lagt sig f Ifma, skinnið litla, það varð að viðurkennast. Það átti að viðurkennast sem vel var gert. Ekki sfzt, þar sem þetta var ósköp venjulegur virkur dagur, ekki sunnudagur eða hátfðisdagur að neinu leyti, ekki einu sinni fyrsti maf. En það var nú oft einmitt ánægjulegast, þegar citthvað kom manni svona á óvart — já, ef það var eitthvað gott, auövitað. Jú, þetta var búinn að vera indælis dagur. Kannski hafði hann tekið helzt til rfflega til matar sfns, en hann hafði bara ekki getað annað. Og svo varð hann lfka að gleðja konuna sfna og sýna henni, að hann kynni að meta hana og þessa góðu máltfð, sem hún hafði búið til. En þegar hann lagði sig á sófann eftir matinn með dagblaðið, hafði hann sofnað um leið og hann las fyrstu fyrirsögnina. Það var óskiljan- legt, hvað fyrirsagnir gátu gert mann syfjaðan. Og svo hafði hann sofið sætt og vært í tvo og hálfan tfma, hvorki meira né minna! Svo lengi var hann aldrei vanur að sofa eftir matinn. En honum hafði lfka liðið vel, þegar hann brá blundi áðan, sæll og úthvfldur. Og þá hafði konan hans, blcssunin, beðið eftir, að hann vaknaði með kaffi og eftirlætiskökuna hans og koníak. Ah, svona kona! Hvað hana snerti hafði hann vissu- lega kunnað að hegða sér rétt. Eins og raunar f flestum öðrum efnum, án þess hann væri svo sem að stæra sig af neinu. Og þessi langi dúr hafði gert honum gott. Hann var lfka búinn að fá lystina aftur. Og það sýndi hann f verki. Svolftið seinna færði hann sig, ef til vill með dálitlum erfiðismunum, en þó mjög svo þægilegum erfiðismunum, yfir að sjónvarpinu með dagblaðið f ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.