Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1975, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1975, Síða 7
vegur. Uróum viö fyrst að fara fyrir botn vatnsins inn I Fljótsdal, yfir Jökulsá og siðan tókum við litilsháttar krók á leið okkar til þess að heimsækja hið fornfræga prestssetur Valþjóðfsstað. Val- þjóðfsstaðarkirkja er nýleg, en ekkert sérlega merkilegt við hana nema hurðin, sem er nákvæm eft- irlíking af Valþjófsstaðarhurð- inni fornu. Halldór Sigurðsson kennari og bóndi á Miðhúsum smíðaði hurðina. Hefur hann gert mörg listaverk, enda er hann einn af skurðhögustu mönnum landsins. Ég held að hin nýja Val- þjófsstaðarhurð sé með slikum ágætum að ekki verði betur gert. — Við vorum svo heppnir að hitta Halldór á Valþjófsstað þennan dag og endurnýja þar með eldri kynni, en hann lék séra Jón Stef- ánsson í Vallanesi með miklum ágætum í Valtý á grænni treyju. — Meðan slíkir menn eru starf- andi úti um byggðir landsins held ég ekki að nokkur ástæða sé til svartsýni á framtið íslenzkrar menningar. Hér i Fljótsdal virðist vera gott undir bú enda fornfræg stórbýli svo sem Skriðuklaustur, gamalt sýslumannssetur m.a. þekkt af sögnum um Hans Wium, en í ka- þólskum sið var þar nunnuklaust- ur. En sá sem gert hefur garðinn frægastan á Skriðuklaustri er Gunnar Gunnarsson skáld, sem byggði staðinn upp höfðinglega og bjó þar um tiu ára skeið. Munu þess lengi sjást merki og gjöf hans til þjóðarinnar verður ekki gleymt. Landslag er hér einkennilegt og öðruvisi en ég átti að venjast i átthögum mínum i Vestur- Skaftafellssýslu. Hamrahliðin í Valþjófsstaðarfjalli er tignarleg og fögur. Hér eru hjallar og reglu- leg berglög upp á brúnir, og berg- lögin eru svo reglubundin að það er eins og mannshöndin hafi kom- ið þar við sögu með mælingatækj- um sínum. Á þessum slóðum er Hengifoss i Fljótsdal sem sam- kvæmt þeirri landafræði sem ég lærði krakki er einn af hæstu fossum landsins (Landafræði Karls Finnbogasonar er mun vera ein af vinsælustu bókum sem gefnar hafa verið út hér á landi), en hvað sem um það er, er fossinn tignarlegur og setur stórfengleg- an svip á landslagið. — En hér er ekki rúm til að fara nánar út i smáatriði þótt merk séu, tími okk- ar var takmarkaður, svo að vió uróum að vanrækja að skoða margt sem vert hefði verið að staðnæmast við, en það verður að bíða betri tíma. VIII Þoka á Fagradal. Utsýni var ekkert fyrr en við komum niður á Reyðarfjörð, en þar sást litið meira en út yfir fjörðinn, þvi að hann er luktur háum fjöllum. Inn af Reyðarfirði er mikil byggð auk Búðareyrar, kaupstaðarins. Þar eru býlin Seljateigur og Selja- teigshjáleiga, en þann bæ nefni ég sérstaklega þvi að þar lézt árið 1890 Katrín Þorkelsdóttir frá Skaftárdal á Siðu. Hún bjó í nokk- ur ár með manni sínum i Holtsdal, í landi Holts á Siðu, en þar könn- umst við við örnefnið Katrinar- tættur, vallgrónar rústir eftir lít- inn bæ. Siðastabýliðá Holtsdal var Hervararstaðir, sem lögðust í eyói 1916. Siðan hefur Holtsdalur ver- ið óbyggður þangað til nú á allra siðustu árum að Seðlabanki Is- lands hefur að þvi er ég hef heyrt fengið að byggja sumarbústaði á Selflötum fremst í dalnum. Ég vona af heilum hug að Seðlabank- inn eigi eftir að margfaldast og uppfylla jörðina þarna á Selflöt- Útsýni til vesturs úr SuSursveit, ekki langt frá Hala. Undir bröttu hyrnunni á miSri mynd standa Reynivellir, vestasti bær I Suðursveit, en i baksýn sést Öræfajökull og undirhlISar hans. Á suSrænum ferSamannastaS? Næstum þvl; myndin er tekin á Höfn I HornafirSi i sólskini og bliSu slSastliSiS sumar. unum, einhverjum fegursta stað sem ég minnist frá æsku minni. Og ég þykist lika vita að fyrir Seðlabankanum hefur ekkert annað vakað en hrifning af fegurð náttúrunnar, og hafi nokkrum dottið peningar i hug I þessu sambandi, þá segi ég bar á ekta reykvísku fý bjakk! Þetta var nú útúrdúr. — Um ferð okkar út meö Reyóarfirði er fátt að segja. Hér eru merkir sögustaðir, svo sem prestssetrið Hólmar og Helgustaðir, þar sem silfurbergsnáman er, en þar bjó í byrjun aldarinnar sem leið Þórður Thorlacius sýslumaður með frú sinni Gytha (Gyða). Nefndi hún bústað þeirra Gyðu- borg. Svo virðist af endurminn- ingum frúarinnar sem hún hafi haft veg og vanda af öllum þeirra búskap, þar sem maður hennar var lengstum á ferðalögum. Hún lagði talsverða stund á garðrækt og er ekki óliklegt að einhverjir hafi tekið það eftir henni. Það er vist að þessi ekki allt of tauga- sterka frú var einn af frumkvöðl- um kálræktar á íslandi. Tignarlegasta fjallió hér er Hólmatindur, en neðan undir honum liggur þjóðvegurinn inn á Eskifjörð. Eskifjörður er gamall verzlunarstaður. Þar setti Jón Ölafsson upp fyrstu prentsmiðju á Austurlandi og gaf út vikublaðið Skuld, sem er eitt af beztu blöðum sem gefin hafa verið út á Islandi. Héðan var Þórarinn E. Túlínius upprunnin. Hann varð síðar mikill athafna- maður og stofnaði fyrsta gufu- skipafélagið sem Islendingar réðu yfir. Hélt það uppi áætlunar- ferðum milli tslands og Dan- merkur auk strandferða hér innanlands. Sonur hans, Finnur, er prestur á Sjálandi og hefur skrifað merka bók um Helgidaga- predikanir Árna biskups Helga- sonar i Görðum. Ekki gátum við yfirgefið Aust- urland án þess að koma til Nes- kaupstaðar. Þjóðvegurinn liggur i mörgum beygjum upp úr Eski- fjarðarkaupstað um Oddsskarð. Oddsskarð mun vera næst hæsti vegur í byggð á landinu 1666 m. Austfjarðaþokan byrgði allt út- sýni svo að ekki sást nema fáeina metra fram undan bilnum. Þegar upp í sjálft skarðið kom var þar vetrarlegt umhorfs, enda jjótt þetta væri í júlímánuði. Stórir skaflar voru eins og veggir beggja vegna vegarins. Ekki þarf mikinn snjó til þess aó vegurinn lokist alveg. En nú er vist i ráði að grafa göng gegnum hæsta kambinn á fjallinu nokkru sunnar en núver- andi vegur er. Verður þá fært alla tíma ársins. Neskaupstað hefur oft borið á góma i fjölmiðlum vegna hinna hörmulegu atburða sem urðu þar i vetur þegar snjóflóðið féll á bæinn. Kaupstaðurinn stendur undir hárri og brattri fjallshlið þar sem sýnilega er mikil hætta á snjóflóðum. Vonandi finnast ein- hver ráð til að afstýra þessari hættu, sem alltaf vofir yfir þar sem landslagi er svipað háttað og hér. Við höfðum skamma viðdvöl í Neskaupstað. Þegar við vorum að aka út úr bænum veifaði til okkar ungur maður og beiddi fars yfir fjallið. Var þetta franskur „bak- pokaferðalangur". Hann hafði farið fótgangandi víða um Aust- urland og nú var förinni heitið til Hafnar i Hornafirði. Varð úr að hann varð með okkur alla leiðina þangað. Ekki er ástæða til að fjölyrða um ferð okkar suður með fjörðun- um. Víða er fagurt i Reyðarfirði og fjöllin tignarleg. Þegar austar kemur með firðinum að sunnan- verðu liggur leiðin fram hjá Vattarnesi. Góðkunningi minn, Bjarni heitinn Sigurðsson frá Þykkvabæjarklaustri, bjó þar i nokkur ár og rak útgerð og búskap. Ilann var siðustu árin skrifstofustjóri Sjálfstæðisflokks- ins. Bjarni skrifaði margt i blöð og timarit um menn og háttu fyrri tima, m.a. i „Heima er bezt", sem ég var ritstjóri að i nokkur ár. Hefur hann með skrifum sínum bjargað mörgum merkum fróð- leik frá glötun. Frá Vattarnesi er fagurt útsýni yfir fjörðinn og alla leið inn i Eskifjarðarbotn. Uti fyrir eru eyjarnar Seley og Skrúður. Skrúður er há hamraey grasivafin að oí'an. 1 helli á austanverðri eynni hafði Skrúðsbóndinn aðset- ur sitt svo sem þjóðsögurnar greina frá. I fyrri daga lél Vattar- nessbóndinn fé sitt ganga sjálfala i Skrúð árið um kring. Stærsta eyjan við Austurland er Papey. Hún liggur út af Hamrafirði. Stórbýli var lengst- um i Papey, enda margvisleg hlunnindi. Margir kannast við Gisla Þorvarðarson sem lengi bjó þar rausnarbúi. llann var tvi- kvæntur, átti tvær systur, fyrst Margréli Gunnarsdóttur frá Flögu i Skaflárlungu, og oftir að hann missti hana kvænlist hann Jóhönnu syslur hennar. Voru þær systur Vigfúsar Gunnarssonar sem lengi bjóstórbúi á Flögu. Langur vegur er fyrir firðina, Fáskrúðsfjörð, Stiiðvarfjöfð, Breiðdalsvik og Berul'jörð. Við Berufjörð er kauptúnið Djúpi- vogur. Þangað fóru Áuslur- Skaftfellingar i kaupstað alll þar til verzlun hófst á Papós og siðan á Iliifn i Ilornalirði. Liing er sú kaupstaðarleið frá Skaflafelli i Öræfum, eða um 240 km. Þess ntunu og dæmi að menn veslan Skeiðarársands hafi sótt verzlun á Djúpavog. Langur vegur þ.etti það nú á diigum til |>ess að stekja eitthvað smávegis i kaupstaðinn. Við Berufjiirð upp al' Djúpavogi Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.