Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1975, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1975, Blaðsíða 16
Hringurinn Framhald af bls. 15 vestur á Skeióarársand og Ingólfshöföi er beint fram undan niðri undir sjó. Vestan sandsins gnæfir hinn tröllslegi Lóma- gnúpur þar sem „jötuninn stend- ur meó járnstaf i hendi“, eins og segir i Áföngum, snilldarkvæði Jóns Helgasonar. En nú skammt eftir aö Skeióará og er þá komió á þær slóðir, sem minnst var á i upphafi þessa greinarkorns og hringferð okkar því i raun og veru lokið. Enda þótt vió heföum oróið aó fara fljótt yfir, var ferðin bæói fróóleg og skemmtileg, ekki sízt fyrir mig sem hafði séó mjög litið af landinu áóur. Brýrnar á Skeióarársandi eru án efa mestu mannvirki sinnar tegundar hér á landi. Fljótt á litió veróur ekki séó betur en aó þær muni standast meðalstór jökul- hlaup, eins og þeim er lýst i nýút- kominni bók, Vötnin stríð, eftir dr. Sigurð Þórarinsson. I bókinni er itarleg saga Skeiðarárhlaupa frá því þeirra er fyrst getió i skráóum heimildum. Auk hins mikla gildis.sem hinn nýi akvegur hefur sem samgöngu- bót fyrir Suóurland allt.má benda á þaó,aö nú geta Reykvikingar og aðrir brugóið sér yfir eina helgi austur i Öræfi og notió hins stór- brotna landslags og náttúru- feguröar í þjóógarðinum i Skafla- feili, sem líklega á ekki sinn líka hér á landi. Jón Björnsson. Um dulspeki Framhald af bls. 3 fegurð allri fegurð æðri og sann- leika, sem aldrei verður skynjað- ur eða kærleika, uppsprettu kær- leikans, þá eru þessar umsagnir allar mjög hæpnar, „guð verður aðeins lifaður" og tjáning þeirrar reynslu er ekki gjörleg eins og áður segir, en tilraun mystíker- anna til þessa hlýtur þó að byggj- ast á tjáningu I orðum, þótt ófull- komin sé. Sú djúpstæða og upprunalega hvöt mannsins til þess að hugsa sér einhvern tilgang með tilveru sinni og ótti manna við Ginnungagap, óskepið, er snar þáttur leitar manna að guði og samkvæmt þessum inngróna ótta við óskepið, veröur guðshug- myndin tjáð með orðum tungunn- ar, sem eru andstæða óskapnaðar- ins. Hinn frægi stjörnufræðingur Martin Johnson segir, að guð verði aldrei tjáður með orðum, en það sé eitt orð I tungunni, sem Ölgefandi: H.f. Arvakur, Reykjavtk Framkv.stj.: Haraldur Svefnsson Rilstjðrar: Malthlas Johannessen Styrmir Gunnarsson Ritstj.fltr.: Gfsli Sigurðsson Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson Ritstjðrn: Aðalstræti 6. Slmi 10100 allir skilji, bæði lærðir og ólærðir og það sé orðið „faðir“, í merking- unni upphaf allra hluta. Jón Ruysbroeck hefur að sumra dómi komist næst því að geta tjáð reynslu sína, hann talar um guðdóminn, sem fyllingu ein- leikans, fullkoma hvfld og algjört jafnvægi, hann er hin nafnlausa verund. „Við tölum um heilaga þrenningu, föður, son og heilagan anda, en veran er ein og hvflir f sjálfri sér, ofboðslegur kraftur, sem mennsk hugsun nálgast, hún er uppspretta alls og allt byggist á henni.“ Samkvæmt kenningu Ruysbroecks er guð- dómurinn kyrrstæður en jafn- framt það afl, sem opinberast f guðinu, guðið heldur uppi al- heimi og án þess yrði allt að óskepi. „Faðir alls sem er,“ er öllum skiljanlegt og inntak þeirrar stað- hæfingar er af kyni mystfskrar reynslu. Eckhart segir: „Þau augu, sem ég sé guð með eru þau sömu og guð sér mig með.“ Allar skepnur eiga sér eilífa sköpun, eru hluti hennar og voru til löngu áður en þær skapast í tíma og rúmi. Guð hefur þekkt þær og séð þa:r í sjálfum sér, sem lifandi hugmyndir, gætt þær lffi í tímanum og þær eru hluti hans. „1 samræðum fuglanna" er lýst hvernig einstaklingurinn sér sjálfan sig í dýrðinni og sér jafn- framt sjálfan sig úr dýrðinni. I Paradfs segir Dante: Eilífa tign, sem enginn þanki skilur utan þú sjálf í þinni kærleiksglcði, og bæði f Ijósi birtir þig og hylur, sjá, er mér þessi þríeind vitrast réði, sem þúsund sólir skinu í töframætti, varst þú sú sólna sói, er Ijómann léði. Og enn ég sá og sá, er vel ég gætti að sýnin, er mér blasti þar við augum. tók á sig mannsins mynd og andlitsdrætti. Þá sá ég eiding tindra fagurtæra, er tákn sín skráði f mfnum hugarleynum og breytti þrá mfns brjósts f rósemd væra. (Úr XXXIII. kviðu Paradísar- Ijóða Dantes. Þýðing Guðmundur Böðvarssonar) Lýsingar mýstfkeranna ein- kennist á hærri sviðum af mót- sögnum, þeir tala um hið myrka djúp guðdómsins, sýn þeirra er tvöföld, þeir sjá sjálfan sig og sjá sjálfir, eru einir og tvennir. Raunveruleikinn tekur á sig aðr- ar myndir í þessu ástandi og skynjunin skerpist, tfminn stend- ur kyrr og menn standa á mörk- um eilffðarinnar, jafnframt finn- ur mystíkerinn til eigin óendan- legu smæðar, hann þráir það eitt að kasta sér út f þetta djúp, sem er allt og ekkert. Mystfkerar tala um þá myrku þögn sem séeinnig himnesk hljómlist og tómið sem innihaldi allt, lýsandi myrkur eg fylling einsksins. „Eyðimörk guðdómsins, botn- Iaust djúp sem hvíiir f sjálfu sér, endalaus vídd scm upphefur allan þanka og sá scm dvelur þar Nýja AJAX - uppþvottaefnið fjarlægir fituleifar án fyrirhafnar. Teskellur - eggjabletti - varalit. Vinnur bug á lykt - jafnvel fisk- og lauklykt - heldur / uppþvottavatninu ilmandi. AJAX með sítrónukeim - hin ferska orka. " CITRON OPVASK . a°log.sk nedbrydeligt A ferskt sem sítróna hefur dvalið þar um alia eilffð... “ Þannig lýsir Tauler reynslu sinni og Jóh á Krossi seg- ir, „að sálin felist f sjálfri sér f guðdómlegu myrkri, þar sem eng- inn veraldlegur þanki spillir dýrð samrunans, algjör einvera falin í sjálfri sér... “ Mystisismi er lftt stunduð nú á dögum iþvíformiscm áður tíðk aðist, áhugi manna á dulrænni reynslu er þó mikill, en nær að því stigi sem mat samfélagsins setur eðlilegri hegðun. Til þess að geta lagt stund á mystisisma verða menn að yfirgefa samfélag- ið og menn virðast bundnari þvf nú á dögum heldur en fyrrum. Aftur á móti er nóg um dulspeki- kák, nokkurskonar tómstunda- gaman, þar sem þátttakendur gefa ekkert og hljóta oft vafa- sama upplýsingu f þessum fræð- um. Mat nútfmans á dulspeki markast mjög af raunsæismati tímanna og kenningum sál- fræðinnar að Jung undanskild- um. (Heimildir: William James: Thc Varieties of Religious Experience — Evelyn Undcrhill: Mysticism — R.C. Zaehner: Mysticisme, Sacred and Profane — R. Otto: Das Heilige — Mircea Eliade: Das Heilige und das Profane — Sidney Spencer: Mysticism in World Religion — F.C. Ilappold: Mysticism).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.