Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1975, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1975, Blaðsíða 13
Skartgripir eftir Jens GuBjónsson: Tvö hálsmen og hringur. hef þá skoðun, að þegar menn hafi fest sig i einhverjum stll, til dæmis þjóðlegum, sé hætt við að þeir staðni og stirðni, fari að endurtaka sig og gleymi að skapa. Þess vegna reyni ég ailtaf að brydda upp á einhverju nýju og þróa með mér alls konar hug- myndir, sumar byltingarkenndar, en margt af þessu kemst seint í verk vegna þess að maður verður að tak tillit til afkomunnar. Ef eitthvað gengur vel á ég það til að halda áfram með það. kannski lengur en ég vil, og sjálfsagt myndi ég vinna allt öðruvísi, ef ég gæti leyft mér að iita á þetta sem skapandi list eingöngu. Jens hefur hlotið margháttaða viðurkenningu fyrir verk sín, selt töluvert erlendis, og fyrir nokkrum árum var haldin sýning á verkum hans í hinu nafntogaða Illum Boglighús i Kaupmanna- höfn, sem einungis hefur fyrsta flokks listiðnað á boðstólum. Og hvort sem honum líkar það betur eða verr er það mál manna, að hann hafi tamið sér sérstakan stil, sem mjög gengur i augun á fólki. Þótt unnið sé af kappi á verkstæði hans hafa fimir fingur vart við að seðja skrautgirni kaupenda hér heima og erlendis. Jens kveðst hafa byrjað i gullsmíði á striðsárunum. — Reyndar ætlaði ég út í frjálsa myndlist, — segir hann —og Lúð- vik Guðmundsson bauð mér á sínum tima frípláss i Handíða- skólanum, sem hann hafði þá nýlega stofnað. Þar var ég i nokkra mánuði en atvikin höguðu þvi þannig að ég hætti og réðst sem nemi á vinnustofu Gunnlaugs frænda mins og var þar næstu árin. Reyndar föndraði ég áfram við málaralistina í fristundum og á vinnustofunni kynntist ég Jóhannesi Jóhannessyni, sem einnig fékkst við að mála og hefur nú að mestu leyti snúið sér að þvi. En hann var á sinum tíma mjög stefnumótandi í gullsmiðaiðninni, og mér finnst sá árangur, sem hann hefur náó í báðum þessum greinum, sýna hversu mjótt er á milli myndlistar og listiðnaðar. Á námsárunum mínum hafði ég aðeins fyrir sjálfum mér að sjá, og var á stofunni öllum stundum af einskærum áhuga, gerði tilraunir og fiktaði i hinu og þessu. Guð- laugur lét mig njóta frændsem- innar og leyfði mér að leika mér eftir vild, þótt ekki væri allt sem ég gerði eftir hans kokkabókum. Ég svarf í burtu hefðbundin mynztur, breytti þessum venju- legu formum og lét gamminn geysa, og þegar þessar tilraunir báru þann árangur, að verk min . urðu smám saman góður sölu- varningur, hvatti Guðlaugur mig óspart áfram og spandéraði svo á mig 7 mánaða námsdvöl i Kaup- mannahöfn. Þar lagði ég einkum stund á sisíleringu og gröft, en hélt áfram tilraunastarfsemi og leik eftir því sem aðstæður leyfðu. Ég varð fyrir miklum áhrifum af danskri gull- og silfursmíði, og þegar heim kom, setti ég upp stofu og fór að vinna i svipuðum dúr. Þetta voru fíngerðir hlutir, meira og minna sléttir með margs konar formum, dálitið í ætt við skúlptúr, og allt öðruvísi en það sem hér var almennt gert. En hvernig sem á því stóð, fengu þeir ekki náó fyrir augum Islendinga, þeir litu bara ekki við þessu, og ég varð að leggja niður stofuna og ráða mig á skrifstofu til að geta dregið fram iifið. — Þá hafa lærðir gullsmiðir löngu verið farnir að geta lifað á greininni einni saman. — Já, já, það hófst allt i strið- inu. Áður fyrr urðu margir aó stunda aðra vinnu með. Þegar ég var að alast upp á Isafirði voru þar nokkrir gullsmiðir, sem gengu að hinum og þessum störf- um. Ég man eftir einum, sem var á smásildarveiðum á vorin, smiðaði smokkaöngla á haustin en fyrir jólin dreif hann sig i gull- smiðina og svipað mun hafa verið ástatt fyrir þeim flestum. Guð- laugur frændi minn stundaði meðal annars spilamennsku i íhlaupum til að afla sér auka- tekna, en á striðsárunum stórjókst kaupgeta fólks, þannig að hann gat lifað af gullsmíðinni og vel það. Af eðlilegum ástæðum blómgast þessi grein á veltiárum, þegar fólk hefur nóg handa á milli, en dregst saman, þegar kreppir að. En þetta voru alls ekki slikir timar og það var mikið upp úr gullsmiðinni að hafa, en fólki likuðu bara ekki hlutirnir mínir, og þess vegna seldust þeir ekki. — En þér hefur gengið betur, þegar þú byrjaðir aftur? — Já, þegar ég var orðinn leið- ur á skrifstofuvinnunni, stofnaði ég nýtt verkstæði, og það hefur gengið ljömandi vel. Við þurfum ekki að kvarta yfir þvi, að fólki líki ekki framleiðslan, því að stundum höfum við varla undan. Ég hef breytzt og kannski fólkið lika. Alla vega náum við betur saman. Mér finnst íslendingar mjög góðir kúnnar, og fylgjast merkilega vel með. Og ég hef stór- mikið lært af fólki, almennum borgurum, sem koma á stofuna til min með ákveðnar meiningar um hlutina, sem þeir vilja fá. Stund- um finnst mér þetta klára della, en af þvi að ég vil gjarnan gera fólki til geðs, reyni ég oftast nær að fara eftir því, sem það biður um, og úr því geta orðið frábær- lega frumlegir hlutir, sem mér gætu aldrei dottið i hug sjálfum. Sko, við megum nefnilega alls ekki lita á viðskiptavinina ein- göngu sem borgunarmenn fyrir þvi sem við erum að gera, heldur eigum við að koma til móts við þá, skynja hvað þeir vilja og full- nægja listrænum kröfum þeirra. Þá veit maður, að verkin falla i góðan jarðveg, og það er einmitt það, sem við erum að sækjast eft- ir. — En finnst þér, að fólk geri sér nægilega grein fyrir þvi, að þetta er listræn sköpun en ekki verksmiðjuiðnaður? — Kannski ekki, en gullsmiðir gera það heldur ekki alltaf og þá ekki skólakerfið. Sannleikurinn er sá, að gullsmíðin er nokkuð sviplítil hjá okkur og ástæðan er liklega sú, að við höfum ekki búið við nógu góð menntunarskilyrði. Það þarf að tengja gullsmiðina almennu listnámi og gefa nemum tækifæri til að teikna, mála og módelera og gera endalausar til- raunir með efni og form. Það er slík reynsla sem sker úr um það, hvort fólk hefur eitthvað til brunns að bera og hvort það getur skapað eitthvað. Handverk er hægt að læra en hæfileikar verða að vera fyrir hendi, ef einhver árangur á aö nást. Og þvi fer fjarri að nemarnir læri nóg á verkstæðum, jafnvel ekki i hand- verki. Verkstæóisvinnan er ákaf- lega einhæf, því að við þurfum að taka tiilit til sölusjónarmiða, og það að vera undir handarjaöri eins manns i mörg ár getur gert unglingana of háða honum og komið í veg fyrir aó þeir fari út í sjálfstæða sköpun. Ég er ekki í nokkrum vafa um, að gullsmióa- iðnin hefur stórskaðazt á þvi, að áhugasamt fólk hefur ekki fengið tækifæri til að læra nóg til aó finna sinar eigin leiðir. — Þú segist ekki byggja á hefð- um eða stefnum, en hvert sæk- irðu hugmyndirnar? — Eg hef aldrei verið i vand- ræóum með hugmyndir, það væri frekar að ég hefói og mikið af þeim, og margar þeirra komast aldrei í verk. En ef ég verð gagn- tekinn af einhverri hugmynd, þá lætur hún mig ekki i friði, þangað til ég hef hamið hana. Eg teikna hlutinn, forma hann, handfjatla og virði hann fyrir mér, byrja svo kannski aftur, og árangurinn verður oft allt annar en ég ætlaði mér í upphafi. Ef ég er að skapa nýja linu, verða hlutirnir fyrst i stað grófir og brútal, en svo form- ast þeir og fágast með tið og tíma, þvi að allir hlutir þurfa sina þró- un. En mér finnst nauðsynlegt að sökkva mér ekki of lengi niður i eina hugmynd, heldur vil ég hafa nokkrar i takinu i einu, og venju- lega vinn ég hvort tveggja i senn, fingerða og natúralistiska hluti, og aðra, grófa og óhlutkennda, og svo reyni ég að bræða þetta saman eftir þvi sem við á. Hins vegar finnst mér erfitt aö taka mikið tillit til hagnýtra sjónar- miða, það á einhvern veginn ekki við mig. — Nú verður maður var við, að verk þín njóta mikillar hylli meðal ungs fólks. Er það kannski vegna þess að þú verður fyrir áhrifum af samtiðinni og endur- speglar hana? — Það má vel vera, þó að ég hafi ekki gert mér sérstakt far um það, þetta kemur bara af sjálfu sér. En ég hef alltaf haft gaman af þvi að gera tiiraunir og samtió- in er að þvi leyti eins og ég, að við erum bæói laus í reipunum og festumst ekki í ákveðnum far- vegi. Nútiminn býður upp á ótrú- lega mikið svigrúm, það er opið til allra átta, allt viróist vera i deigl- unni, og það ætti ekki að vera ónýtt fyrir gullsmiði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.