Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1975, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1975, Blaðsíða 3
hendinni. Fréttirnar voru að byrja. Og allir urðu að fylgjast með. Það gat komið strið, og þá var mikið i húfi að kunna að hegða sér rétt. Konan hans horfði á hann, alvarleg á svip. Kannski var hún með áhyggjur út af þvi, að hann hefði borðað yfir sig. Hún var eiginlega svo góð i sér, litla geyið. En hún þurfti ekki að vera áhyggjufull. Maginn í honum var eins hraustur og i hesti, til allrar hamingju. En þetta koníak var sterkt. Hann sofnaði aftur fyrir framan sjónvarpið; hvorki lengi né fast, að visu, hann vaknaði um leið og konan hans rétti honum glasið, sem bafði staðið tómt eftir á sófaborðinu. Nú var það fullt. Af sama dýrlega drykknum. Og hann stundi værðarlega um leið og hann tók fyrsta sopann. En hvað það var undarlega gott á bragðið, þetta koniak. Já, undarlegt, það var einmitt rétta orðið! Svona koniak hafði hann aldrei bragðað fyrr. Hvaða tegund skyldi þetta vera? Hann hafði ekki tekið eftir þessu undarlega bragði áðan. En þá hafði hann drukkið það með kaffi, svo það var ekki að marka Og köku. En það var verulega gott! Og svona, einmitt svona átti lifið að vera. Ekki einu sinni Paradfs Múhameðs- trúarmanna gat verið betri en þetta. Ekki fyrir mann á hans aldri. Annars hugar horfði hann áskerminn, meðan þul- urinn romsaði upp sfðustu setningarnar f fréttunum, — það var ekki komið strfð, sem betur fór — meðan hann drakk hina dýru veig. En svo var eins og hann fyndi fyrir einhverju f stofunni, f andrúmsloftinu eða einhvers staðar, ræk- allinn mátti vita hvar. Hann leit hægt til hliðar, ofurlftið sauðslegur á svipinn, kannski, og það, sem hann sá, kom honum til að sperra upp bæði augu og munn. Það mátti engu muna, að hann missti glasið úr höndunum. Þvf að þar stóð hans eigin kona. Og hvflfkt útlit! Drottinn sæll og góður! Hann horfði gapandi á mjallhvftt lakið, sem hún hafði rykkt á höfuðið og hékk niður með báðum hliðum, alveg niður á gólf og dróst á eftir henni. He, hún var að reyna að gleðja hann með þvf að fara í einhvers konar grfmubúning, he, he, hún var alveg ágæt! Og svo hélt hún á pottablómi, beint á maganum! Jú, hún var hlægileg, reglulega fyndin. Hún minnti hann á einhverjá mynd, sem hann hafði séð einhvern tfmann, einhverja hlægilega mynd. Hún leit nákvæm- lega út eins og, eíns og — jú, nú vissi hann, hvað það var. Vofa! Hún leit nákvæmlega út eins og vofa, alveg nákvæmlega eins! He, he, hvað hún gat verið hlægi- leg, he, he! Svo tók hann eftir örkinni, sem hún hafði fest á brjóstið með tftuprjónum. Á sinn klaufalega hátt hafði hún teiknað þar hauskúpu og tvo leggi í kross. Hvað átti konan við? Ef hún átti þá við nokkuð. Hún hafði aldrei verið greind, skinnið. Þýddi þetta merki ekki eitur? Jú, það gerði það ábyggilega. Það vissi hann. Eitur var gift á bæði dönsku og þýzku og norsku og sænsku. Gift! Andartak glápti hann upp f loftið. Svo fálmaði hann eftir dagblaðinu og leitaði að dagsetningunni. Gift! Og þarna var hún. Dagsetningin. Skrambinn sjálf- ur! Nú skildi hann. Nú skildi hann. En manneskjan hlaut nú að vita, að hann var aldrei vanur að muna eftir svoleiðis. Hvernig gat lfka nokk- ur búizt við þvf, að samvizkusamur, hugsandi maður, sem tók vinnu sfna alvarlega, velti slíkum smámunum fyrir sér? Hann var f þann veginn að lfta upp, en eitthvað við dagsetninguna Ifmdi augun f honum við blaðið. Það var nefnilega ekki bara mánaðardagurinn. Var ekki eitthvað bogið við ártalið lfka? Gat það verið, að það væru nákvæmlega tuttugu ár sfðan? Eða tuttugu og fimm? Eða fimmtán? En, herra trúr, samt sem áður — það var ekki hægt að búast við — en hún kunni f rauninni að láta hlutim f Ijós. Hún var eiginlega fyndin f raun og veru! Þó að hann hefði aldrei tekið eftir þeim eigjnleika hjá henni fyrr. En hvenær þekkti svo sem karlmaður kvenmann til hlftar, þegar allt kom til alls? He, he! Hann lcit upp og drakk seinustu dropana úr glasinu, sem hann hélt á. En það lá við, að honum svelgdist á. Svipurinn á konunni hans! Hann var, nú, já, hann var, hann var — hann brast orð. Var hún ströng á svipinn? Eða var hún grafalvar- leg? Eða var hún hreint og beínt óhugnanieg? Og hvernig hún þandi út br jóstkassann með hauskúp- unni og öllu draslinu! Gift E—e, gift? Eitur? Hann leit undan með erfiðismunum. Og það voru ekki þægilegir erfiðismunir að þessu sinni. Hann góndi á sjónvarpsskerminn, án þess að sjá nokkurn skapaðan hlut. Það eina, sem hann fann fyrir, var hált, tómt glasið milli fingranna. Sviti brauzt út á enninu á honum og sat þar f perlum, og örar hugsanir hringsnerust og hringsnerust og hringsnerust í ringluðu höfðu hans. Eftir Siglaug Brynleifsson Síðari hlnti Maðurinn er undirorpinn stöðugum breytingum, áður en hann gerir sér grein fyrir þvf, að hann breytist sjálfur, skynjar hann stöðuga breytingu um- hverfis sig. Nótt fylgir degi, rign- ing sólskini, vetur kemur eftir sumar. Dýr fæðast og deyja, árnar renna að ósi og ekkert stöðvar rás þeirra „vindurinn gengur til suðurs og snýr sér til norðurs, hann snýr sér og snýr sér, og fer aftur að hringsnúast á nýjan leik... “ Allt breytist og maðurinn einn- ig, og hann einn gerir sér grein fyrir þvf, af öllum iifandi verum. Hann getur gert sér grein fyrir fortfðinni, munað og áttað sig á lögmáium, sem gera honum fært að nýta breytingarnar f stað þess cins að þola þær. Hugmynd manna um tfma er f upphafi tilkominn, þegar menn tóku að skynja röð ákveðinna at- burða í náttúru og eigin lffi. Orð- ið tfmi merkir röð atburða f frum- gerð sinni. I sanskrft þýðir rót orðsins Ijós eða eldur, sem bendir til hinnar upprunalegu reynslu manna af degi og nóttu. Maðurinn skapar sér tfma með skynjun sinni, sem vakti með honum snemma spurningar um eðli tfmans, hvort tfminn væri til sem sjálfstætt fyrirbrigði eða bundin skynjun mannsins á umhvcrfinu. Nú hefur sú breyting orðið að ein vfdd hefur bætzt hinum þrem- ur, sem er tfminn. Alheimurinn er þvf, er tfmalaus, aðeins fjöldi fyrirbrigða, sem maðurinn kcrfar niður. Reynsla manna er ýmist liðin, verandi og væntanleg. Fyrir andartaki var verðandin væntan- leg eða framtfð, og eftir andartak verður hún fortfð. Tengslin milli fyrirbrigðanna og atburðanna breytast stöðugt. Fyrr og sfðar er annar mælikvarðinn. Auk þess er dularleiðslan, sem ekki verður kerfuð niður f sjálfri sér f fortfð, nútfð eða framtfð, þá verður tfm- leysa. Sumir mystíkerar tala um „eilffa nútíð" f þessu sambandi. Eckehart segir að vilji menn finna guð verði menn að forðast „tfma heimsins", þvf að meðan menn lifi þann tfma verði guð alltaf fjarlægur. Hver einstaklingur er bundinn sfnum tfmum og lifir þvf skilorðs- bundnu meðvitundariífi, meðvit- und og skilningur einstaklings f frönsku samfélagi 13. aldar var annar heldur en meðvitund ein- staklings f fslenzku samfélagi nú. Meðvitundin um hugtakið „ég“ er þvf takmörkuð við hvern tíma. En mystfkerar álfta að þetta „ég“ sé ekki hið eiginlega sjálf. Hindúis- minn kennir að ego-ið sé aðeins bundið veraldlegri og lfkamlegri nauðsyn og hljóti að farast, en aftur á móti sé hver einstaklingur borinn með hið „sanna sjálf“, sem sé óháð tfma og rúmi, það nefna Hindúar „Atman". Þeir telja einkenni þess svipuð og kristnir menn telja að einkenni hugtakið „sál“, að því leyti sem snertir ódauðleika og tengsl við guð. Kristnir mystfkerar tala um hinn ódauðlega gneista í sálinni. Kuysbroek telur gneista sálarinn- ar einkennast af þránni eftir upp- runa sfnum og „sá gneisti tengist heilögum anda, kærleika guðs“. Eckehart segir: „Afl heilags anda glæðir gneista sálarinnar, svo að hún upptendrast í björtum kær- leiks loga og tengist uppruna sfn- um, hverfur til hans og verður hann, hið andlega ljós, guð.“ Greining Eckeharts á eðli þessa sálargneista er ýmist sú, að hann telur hann vera einhverskonar tengilið milli manns og guðs eða hann telur hann vera hluta guðs. „1 sálum manna er eitthvað, sem er sálinni æðra, guðlegt, einstakt og einfalt, tilvistarlaust (þ.e. utan mennskrar tilveru), eitthvað sem ekki verður nafn gefið, ekki verður þekkt, en er. Þetta er óbundið sköpun, er ekkert, en þó allt, það er allri þekkingu æðra, öllum kærleika, æðra náðinni. Það er, en verður aldrei höndlað. Þar blómgast guðið og sálin blómgast f guði.“ Lærisveinn Eckeharts, Taulerf telur tvenns- konar eðli sálarinnar. Annað er skapað af guði, en hitt er óskapað, þ.e. guðið. Svissneski sálfræðingurinn C.G. Jung á samleið með mystfkerum f skoðun sinni á sjálfinu, hugmynd hans um það er skyld hugmyndinni um gneista sálarinnar. Hann telur það til arktypanna, sem verði aldrei skildar né útskýrðar, en birtast f táknum og myndum. Sjálfið býr yfir hæfileika, samkvæmt skoðun hans, til sameiningar andstæðn- anna, til tengsla, sem ekki eru af þessum heimi, og sem arktypa býr það yfir óhemju afli. Mýstfkerar tala um þenningu á guðdómnum, og það merkir aðeins brot skynjunar þess, sein þeir nefna þvf nafni, en sú skynj- un telja þeir að fáist með þvf að samlagast guðinu með þvf að gefa upp ailt það, sem nefnt er per- sónuleiki og verða yfirþyrmandi af guðdómnum. Mystikcrinn tel- ur sig verða guð, þótt það hljóti að hljóma undarlega og jaðri við guðnfð. Heilagur Agústinus seg- ir: „Guð var gerður maður til þess að maðurinn gæti orðið guð.“ Þeir einstaklingar sem hafa náð lengst I trúarreynslu telja sig skynja nærveru, sem þeir nefna guð og þessi nærvera er þeim meiri raunveruleiki en allt ann- að. En þeim er ógerlegt að lýsa þessari nærveru, þvf nefna þcir þessa nærveru oft, hið óþekkta eða hið óþekkjanlega. Þeir tala um að samlagast hinu óþekkjanlega, og með þvf vitnast þeim það sem er öllu þekktu ofar og venjulegri skynjun ofar, en jafnframt telja þeir þessa guð- legu nærveru nákomnari en eigin lfkama. „Hann er meiri hluti mannsins en lfkami mannsins sjálfs.“ Leiðirnar til vitneskju um guð- dóminn teljast tvær, neitunin og fullyrðingin. „Sá sem veit að Andinn er ckki þekkjanlcgur eða skynjanlegur, hann veit, en sá sem telur sig þckkja hann, sá veit ekkert." Og framhald af þessu, segir: Hann er hvorki það sem cr vitað og þekkl, eða það sem er ekki þckkt eða vitað, né heldur öll mensk þckking samanlögð, né allt það sem maðurinn gctur vit að. Hann verður aldrei höndlað- ur, skilinn né tjáður, hann er það sem er óhugsanlegt, hugmynd uiu hann er ekki tii, allt og ekkert. Heilagur Bernhard segir: Hvað er guð, ég veit ekki annað svar en þetta: Hann sem er. Meistari. Eckhart segir: Hví talar þú um guð, allt sem þú segir um hann er iyg«- Agústfnus scgir: Hugmyndir manna um guð eru þa-r að lial'a engar hugmyndir um hann. En sá sem menn hafa enga hugmynd um, hann fyllir sálina vissu. Tilraunir manna til þess að komast að raun um eðli guðdóms- ins stranda á skorti á orðum, og þvf eru tilraunir f þá átt reistar á táknum, myndum og samlfking- um og eru þegar allt kemur sam- an meira og minna ósannar á viss- an hátt. Þegar talað er um guðið, sem guðdómlcgan kærleika, Framhald á bls. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.