Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1975, Blaðsíða 14
Varstu að skemmta þér? Þannig er stundum
spurt, þegar fólk hittist á vinnustöðum eftir
helgarnar. En við hvað skyldi vera átt? Ætli það
felist í spurningunni, hvort maður hafi unað við
góða bók, horft á sjónvarpið, séð málverkasýn-
ingu eða farið I leikhús? Ónei, ekkert af þessu
heitir að skemmta sér. Og þótt bezta skemmt-
un, sem ég gæti hugsað mér væri sú að koma á
hestbak eða renna mér á skíðum niður mjall-
hvítar hlíðar Bláfjalla, þá skyldi enginn kalla
það að skemmta sér. Að minnsta kosti ekki ef
maður vill tala það tungumál, sem aðrir skilja.
Nú orðið er nefnilega bara einn skilningur á
þessu hugtaki. Hann er sá, að maður hafi
drukkið sig fullan á opinberum skemmtistað.
Þá skemmtir maður sér; öðruvísi er það ekki
hægt. Sé spurt: Skemmtirðu þér vel, þá getur
maður ekki svarað játandi nema ölvunin hafi
orðið svo vel heppnuð, að engin leið sé að
muna, hvernig heim varð komizt.
Þegar betur er að gáð, er þetta þó ögn
skiljanlegt. Að minni hyggju er fátt til ömur-
legra en skemmtistaðir svokallaðir. Með til-
komu hins rafvædda hávaða fyrir fáeinum
árum, keyrði svo um þverbak, að flestum sem
ekki eru lengur á unglingsárum, finnst kval-
ræði að koma þar inn úr dyrum. Verði ekki
undan því komizt, er skásta fangaráðið að
drekka sig blindfullan. Að tala við næsta mann
er eins og að kallast á yfir Hvalfjörð í stólparoki;
enginn nennir að standa í því til lengdar, enda
árangurslaust. En eftir því sem fylliríið magn-
ast, hættir það að skipta máli, hvort nokkur
skilur hvað sagt er; hvorki það né annað skiptir
máli.
Stundum heyrist sagt með votti af vorkunn i
hreimnum, að þessi eða hinn „fer bara aldrei út
að skemmta sér". Einkum telur kvenfólkið að
mikils sé misst, þegar eiginmaðurinn gerist
þungur í taumi að þessu leyti. Ekki er hægt að
lá mönnum það, þótt þeir kjósi fremur að hafa
annað fyrir stafni; til dæmis að drekka sitt
brennivín eins og siðaðir menn og án þess að
hafa hundrað desíbel af hávaða í eyrunum.
Þetta er i rauninni furðulegt fyrirbæri og þeim
mun meir sem maður kynnist því, þeim mun
fremur tekur maður heils hugar undir með
þeim orðum Nóbelsskáldsins okkar, að „veru-
lega leiðinlegt er ekki neitt nema að skemmta
sér."
Maður er manns gaman, en samkomur leiða
ekki alltaf af sér mikinn mannfagnað. Mér
kemur I hug þessi merkilega landplága, ferm-
ingarveizlurnar, sem flestir þekkja af eigin
raun.
Það ber vott um viðhorfið, að menn tala um
að „lenda" í fermingarveizlu, en ekki að þeim
sé boðið. í stórum dráttum virðist mér að
karlþjóðinni þyki þetta fargan hin mesta plága;
kvenþjóðin ræður þvi hinsvegar, að svona skal
þetta vera og ekki öðruvísi. Ó, það er svo gott
og nauðsynlegt að fjölskyldan hittist, segja
blessaðar dúfurnar og bæta við: Það er nú
svona nú orðið, að skyldfólk hittist bara ekki
nema við fermingar og jarðarfarir.
Þetta horfir vissulega til vandræða og ekki
nema von, að kvenþjóðin taki í taumana. Það
telst víst sameiginlegt hinni útvöldu þjóð hér á
skerinu, að hún er ekki sérstaklega ættrækin.
Hjá sumum þjóðum sunnar i álfunni, eru ættar-
bönd ákaflega sterk og siðferðileg skylda að
leggja sig í alla hugsanlega framkróka við að
hjálpa ættingjunum. Ættarnöfn virðast stuðla
að þesskonar samstöðu, en fjöldi íslendinga
verður að hugsa sig vel og vandlega um til þess
að rifja upp, hvað afi og amma hétu. Sérstak-
lega eru karlmenn afleitir með þetta hirðuleysi,
eftir því sem mér hefur skilizt. Þeim er hjartan-
lega sama, hvort fólkið sem þeir umgangast er
skylt þeim eða ekki og vilja helzt blanda geði
við þá eina, sem þeim fellur vel við. Þar með er
ekki sagt, að mönnum geti ekki fallið vel við
ættingja sína og jafnvel átt sína beztu vini
meðal þeirra.
En það er nú svona, að þótt við séum gáfaðir,
þá er kvenfólkið yfirleitt vitrara og finnur af
eðlishvötinni, að ættartengslin verður að
rækta. Þessvegna eru haldnar fermingarveizlur
og þar er stefnt saman fólki, sem ekki hefur
sézt síðan í síðustu fermingarveizlu í fyrra eða
hitteðfyrra. Þar eru föðurbræðurnir og móður-
systurnar og allar gömlu frænkurnar, sem enn
eru ofar moldu. Þetta er með öðrum orðum
alveg stórkostlega hugnæmt. En hvað skyldi
svo verða gert sér til dundurs? Eitt sinn var
drukkið brennivín, en sá siður var gagnrýndur
svo mjög, að hann lagðist alveg af, Nú er bara
étið og þeim mun meira sem étið er af kræs-
ingum og striðstertum, því betra. Kannski spyr
maður einhverja nærsitjandi frænku, hvernig
hún hafi nú haft það síðan í fyrra, en yfirleitt
vilja samræðurnar. verða glompóttar og lítt
eftirminnilegar þrátt fyrir hin kærleiksríku
ættarbönd.
Á eftir er móðir fermingarbarnsins sannfærð
um, að veizlan hafi verið mjög skemmtileg og
vel heppnuð.
Gísli Sigurðsson.
Krossgáta
Lesbókar
Lausn
á síðustu krossgátu
jm ULÍb ',v «T u». •• * - T"BT«0 ■ goít> APU« Í'*'*
. ' F 'o T U M Hí'M'L H A K K A V fe L
Wfí/í A L A MYMM ÍAC»M V S A ft. fVIPAE d'ý'ÍAM A’ M A' T A
* <* I N N A FÓL H«X- F A U T 1 1 N
5NTÓ F A N N K V N í \ n N A FUUL o N D
G Ru VftFA E P A 5*«e- í-r.’ A r A R nr«o> '0 & R V N H /
H'ÞUt, * K s A R (CVEM- KýR. Ceay- ut* í0 L & A iAmxa. V£IPA T N
■ ICoKi- hsr V u N á 1 srv^- VSkji F Æ L A A * 3 ff'1'
1 KAMWf R A N N S A K A F 1 K A
N K óvcru Bu*r R A N A R f) ItK- bPu- L Keoíi hr 'A L
}KÚÞ yi£MUi A F A 'OT- Afma fc A F Ai A L A R ) N N
t* A F A ,Dm« -rve'i* ei*t T r A R A Ö * 1
J. J> L BlÓM R 'o 5 Hvítr {tc. »r. Al f) w P F A‘ R
4 L Æ 1 S T —A U ? * A N s
9 \ F A N JURT. IH T R A' \ £> MÁIM ufi. £
in cr , i FAU5KUR Áfvcw-i K«RT- 6I5RA Rmauí; RElJ> UR KofS- bnc- g/MKfl H£TT' uR ENU' /N6, em- SNE(£) wein
Hvíri týí- PARllft
PF ft'uP. AÐUR T'l'l- HL7í>á>l
0< TflLfl £>?IZ CiLTU
1 I KMFt
1 '7 ’ V r \JoTf\ (tELM- /NduK K t>N; UIJG.U.R. Sr/NCft /
Eín£
. ! -
fRUN- £FN( KoRMS IÐ FoZ- /H(k UM \llÐ
CÆLU fIfíFtJ Ci.LT 'fuTT- 5eucct.
P£M' /NíL~ U WUM
Kveivc- uP- + Rödd < Ffl*Xffl- N
mi i— —> >
1 v/ibcur KLA-RI
OFT £PIL R r/CT- ifJm
HA'SU f<05K- uR
'lLftT £0S>;
T /SKeiu- 1 R
Ka< 5ÆLAFJ NÖG.L
or MTod Lt Klft. fkfiC,
þflWCL- a\A I KotA' f\ST &iSl!lq. NflF M
\l\W 1 u* STo'