Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1975, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1975, Blaðsíða 10
• • JONIMICHELL Á ferð og flugi og jafnvíg hvorl heldur er á planó, gltar eSa söng. Að ofan: ð hljómleikum I Atlanta. Til hægri: MeS trommuleikaranum John Guerin, sem hún býr með núna. Að neðan: Á hljóm- leikum r Colorado. Joan, dóttir Andersonshjónanna, liktist öðrum unglingum, þegar hún var að alast upp heima i Saskatoon í Saskatchewan í útjaðri kanadisku sléttunnar. Hún dansaði tvist og vanrækti stærðfræðina sína og nánasti trúnaðarvinur hennar var James Dean á giansmynd. .....Henni likar ekki að ég máli augnalokin græn. fari seint á fætur og gangi á hælaháum skóm . . . Eitthvað á þessa leið segir Joni um móður sina i einu Ijóði sinu, þegar hún minnist þessara ára. En á laugardögum sat hún við að teikna Indíána. Þegar hún óx upp, lærði hún að spila á gitar og i Ijós kom, að hún var fljúgandi hagmælsk. Nú hafa plötualbúm hennar selzt i milljónum eintaka. Það nýjasta, Miles of Aisles, kom út i nóvember og hafði náð gullverðlaunum ðður en það komst i verzlanir. „ Það, sem mestu máli skiptir, er að skrifa með eigin blóði," segir Joni. „Ég læt i Ijós innstu tilfinn- ingar minar, vegna þess að fólk ætti að vita, hvernig annað fólk hugsar." Rokksöngkonan Linda Ronstadt segir: „Joni er fyrsta konan, sem stendur fyllilega jafnfætis karlmanni sem söngvahöfundur, gitarleikari og ótrúlega seiðandi mannleg vera." Gagnstætt draslaralegu stilleysi poppsöngvaranna er glæsileiki á sviðinu hjá Joni og hún skreytti það með persnesku teppi og vasa með rauðum rósum. Flestir rokksöngvarar biða hund- leiðir baksviðs meðan önnur atriði fara fram, þangað til röðin kemur að þeim. En þegar Joni kemur fram, skemmta hinir skemmtikraftarnir sér jafnvel og þeir, sem keyptu sig inn, þar sem þeir standa innan um sviðs- útbúnaðinn til hliðar við sviðið. Joni breytir siðhærðum hópi kakl- og denimklæddra unglinga, sem van- astir eru tjaldbúðastemningu á hijómleikum i syngjandi „þjóðkór". Að hljómleikum loknum hópast ungl- ingarnir að aðalútgöngudyrunum frá sviðinu og biða eftir Joni til þess að kalla feimnislega „halló", færa henni blómvönd eða bara brosa. Allir þekkja eitthvað i Joni. I henni býr saklaus sveitastúlka, nýkomin til borgarinnar, frjálsborinn andi, sem drekkur griskt vin i tunglsljósi. sjálf Móðir Jörð holdguð, sem býður nýbakað brauð og jurtate og gagnorð kvenréttindakona, sem hefur kynnt sér bæði karl- og kveneðlið með „happa og glappa aðferðinni". „Joni rekur út sína illu anda með þvi að semja þessa söngva," segir Stephen Stills gitarleikari, „og með þvi kafar hún djúpt og festir hendur á þeim kjarna, sem býr i innsta eðli konunnar." Þó er Joni ekki eingöngu heimilis- legt skáld, sem yrkir eingóngu fyrir konur. Algeng viðfangsefni i söngv- um hennar eru: einangrun, ábyrgð og velgengni. Listin tekur á sig gerfi karlmanns i imyndun Jonis. Hún segir, að sér finnist hún gift þessum manni og sé ábyrg gagnvart honum umfram allt, þegar hann kalli, verði hún að hlýða, þó að hún verði þá að fara i burtu úr veizlum eða yfirgefa elskhuga. Hún segir, að hann láni sér lykilinn sinn að „skopunarskrininu". Stundum dregur hún sig í hlé og fer til húss norðan við Vancouver til þess að mála eða skrifa og reika nakin um umhverfið með listinni. Hún segist munu líklega aldrei giftast framar. Þegar Joni var 19 ára og hafði ákveðið að gerast atvinnusöngvari, hitti hún Chuck Mitchell kabarett- stjórnanda frá Detroit. Hann var sjö árum eldri en hún. Mánuði seinna voru þau gift. Þau fluttu I ibúð nálægt stúdentagörðunum i Detroit. Á daginn las Joni Berthold Brecht og Saul Bellow, skemmti i kabarettin- um á kvöldin, en á nóttunni fylltist húsið af pókerspilurum. Eftir árið tóku undirstöður hjónabandsins að riða og sex mánuðum seinna skildu hjónin. Joni hélt til New York og naut frelsisins i rikum mæli og gaf imynd- unaraflinu lausan tauminn. Hún þakti einn vegginn i svefnherberginu sinu með álpappir og skreytti dyra- stafina með kreppappir, dundaði við að skrifa barnabók og tók að reika um á nóttunni og tala við kynjafugla á næturrölti um göturnar. Þannig segist hún hafa uppgötvað heim fullan af lifi og lit. í fyrsta plötualbúmi Jonis, Sont to a Seagull, lýsir hún New York- tiðmabilinu. Þar syngur hún m.a. raunsæja fráskilda konu, einmana- leika og krefjandi elskhuga. Lagið Cactus Tree segir Joni, að sé „úttektarseðill" yfir karlmenn, sem mér hefur geðjast að, ég hef elskað eða yfirgetið." 1968 flyzt Joni vestur að Kyrra- hafi og sezt að I Laurel Canyon við Los Angeles. Þetta var á óróatimum meðal stúdenta og vaxandi andstöðu gegn Viet Nam-styrjöldinni. í Los Angeles var leikinn hljómlist, sem hæfði betur eyrum en innyflum. Ný hljómlistarkynslóð var að koma fram og Joni Mitchell samdi „þjóðsöng" hennar: „Woodstock", sem gerði hana fræga. Þekktir menn streymdu til hennar i hópum: James Taylor, Leonard Cohen, David Crosby, Graham Nash, David Geffen, og sumir urðu ástfangnir upp fyrir haus. Joni hélt áfram að semja viðkvæmnislega söngva. þar sem hún lýsir stundum nánum kynnum sinum af sumum þessara manna, en einnig söngva. sem lýsa t.d. örvænt- ingarf ullri togstreitu milli venju- bundinnar stöðu konunnar innan veggja heimilisins og nýfengins frelsis hennar. En Joni þótti Ijós frægðarinnar skína fullsterkt á sig, þegar tímarit nokkurt birti lista yfir þá menn, sem það áleit að hefðu verið elskhugar hennar. Hún flúði þá um tima til Evrópu. í nóv. sl. flutti Joni inn i 16 herbergja setur í Bel Air ásamt núverandi „herbergisfélaga" sinum, John Guerin, 35 ára trommuleikara. Engir tónleikar eru áætlaðir á næst- unni. Þau skötuhjúin eru heimakær og spila oft á spil. Uppi á lofti i stórhýsinu er vinnustofa með þak- gluggum. þar sem Joni teiknar. Henni verður mikið úr verki. Tvö bindi teikninga hennar og Ijóða koma væntanlega út á þessu ári. Núverandi átrúnaðargoð hennar er Picasso.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.