Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1975, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1975, Qupperneq 3
tilhögun er vægast sagt mjög óæskileg. Ég minnist margra mæðra, á þeim sáru stundum þeirra og einnig hins, hve flestar þeirra voru ástundunarsamar að koma i heimsóknir fyrstu vikurn- ar eftir aðskilnaðinn. Því miður var reynslan oft sú, að eftir fyrstu mánuðina hættu þær að koma. Þar með voru tengslin milli móð- ur og barns rofin, stundum að fullu og öllu. Áslaug veitti Suðurborg for- stöðu langt á fimmta ár, eða þar til hún giftist manni sínum, Hauki Hafstað, og fluttist með honum til hans heimabyggðar í Skagafirði. Þau settust að i Vik, þar sem er hans bernskuheimili. Þar ráku þau hjón búskap i tuttugu og fjögur ár. Börn þeirra eru nú öll uppkomin, en ein dóttir þeirra og maður hennar eru nú búandi i Vik. En með því að gerast húsfreyja í sveit hafði Áslaug ekki lagt starfsgrein sína á hilluna. Sumar- dvalarheimili fyrir börn var starf- rækt ásamt búskapnum. Af þeirri tvíþættu reynslu segist hún ekki hefði viljað missa, ekki sist vegna sinna eigin barna, sem nutu fjöl- breyttra uppeldisáhrifa sveitalífs- ins. Sjálf hafði hún ekki kynnst sveitastörfum né dvalist í sveit, utan mánaðartíma í sumardvöl, þegar hún var á barnsaldri. — Var þessi breyting á högum og nýtt verksvið ekki erfitt í upp- hafi? Aslaug telur að svo hafi ekki verið. — Við héldum hefðbundinni verkaskiptingu, segir hún. Ég hélt mig við heimilisstörfin, þar sem ég var óvön útistörfum. Með þvi vannst betur. Síðar bættust svo við mig aukin verkefni vegna sumardvalarheimilisins, sem við starfræktum i 16 ár á heimili okk- ar. — Hafðir þú strax í huga að hefja þessa starfsemi? — Ekki var það. Þetta kom eins og af sjálfu sér. I fyrstu byggðist það á samvinnu við mágkonu mina, Erlu Hafstað. Hún bjó í Reykjavik en kom til dvalar á sumrin með börn sin. Með okkar börnum voru brátt orðin átta börn á heimiiinu á sumrin. Það gaf okkur hugmyndina, að bæta við fleiri börnum. — Hvernig var aðstaða til þess- arar starfsemi? — Með því að miða við hæfileg- an fjölda barna mátti hún teljast fremur góð. Rafmagnið kom til okkar á fyrsta ári. Þá kom sér vel að geta fengið þvottavél. Við höfð- um aldrei fleiri en tuttugu börn i einu. Húsið rúmaði þann f jölda og ekki meira, ef vel átti að fara um alla. Við bjuggum i húsi, sem á sér nokkuð merkilega sögu. Það er eitt elsta steinhús i Skagafirði. Það var byggt 1908, úr steyptum steinum af Borgarsandi og stóð Jón Þorláksson fyrir þeirri til- raun, en hann var þá nýkominn heim frá námi. I risinu var mjög skemmtileg vistarvera, þar sem börnin spttust eftir að vera, vegna þess hvað óvenjulegt og ævintýra- legt þeim þótti þar umhorfs. Jú, það má segja að heimilis- haldið gengi vel, með góðri verka- skiptingu. Allir tóku þátt i lífi barnanna á heimilinu, maðurinn minn einnig og faðir hans, sem þá var orðinn gamail maður. Öll þau börn, sem hjá okkur dvöldu litu á hann sem afa. Hann var blindur síðustu árin og prjónaði sokka sér til afþreyingar. Börnin undu sér oft hjá honum og jafnvel báðu hann um að prjóna sokka fyrir sig lika. Hvað hann gerði. — Hvað um viðfangsefni og dægradvöl fyrir börnin? — Umhverfið sá þeim að nokkru leyti fyrir viðfangsefnum. En þegar þau léku sér inni, voru leiktæki þau sömu og annars staó- ar, bækun litir, leir, kubbar o.fl. Úti léku þau sér á sama hátt og börn gerðu i sveit á þeirri tíð, með kýr, kindur og hesta, en það voru að venju leggir, völur og kjálkar. Tíminn hefur breytt þessum leikjum barnanna, einkum i þétt- býli. Sé barni hér í borginni nú sýnt svo þjóðlegt leikfang sem kjálkabein úr kind, má telja nokk- urn veginn vist að það segir: „Þetta er byssa,“ og handleikur leíkfangið samkvæmt þvi. Börn- um er svo tamt að móta sina heimsmynd eftir heimsmynd hinna fullorðnu. — Dvalartími barnanna var miðaður við tvo mánuði. Það fyr- irbyggði að þau yrðu leið á dvöl- inni. Með því móti voru þau jafn áköf að komast „í sveitina sína“ næsta sumar. Ýmislegt var gert til að lífga upp dagiegt líf barnanna. Kvöldvökur voru hafðar, þar sem þau tóku sjálf þátt í leiksýning- um. Farnar voru gönguferðir og berjaferðir. Einu sinni á hverju sumri var farið með allan hópinn til kirkju. Fastur liður i heimilis- haldinu á hverju sumri var, að haldin var ein afmælisveisla fyrir alla hvort sem þau áttu afmæli eða ekki. Það var mjög vinsælt. Hest höfðum við, sem var svo Áslaug aS störfum ! Valhöll viS Suðurgötu. Jöhann Hjölmarsson UNION CARBIDE CORPORATION Þegar vorar geng ég oft um Eiðisgranda, horfi á jökulinn og SnæfellsnessfjallgarSinn, minnist bernsku minnar að baki þessara fjalla. Ég hef Ijósmyndað sólarlagið, myndirnar heppnuðust vel. Gamla Sóttvarnarhúsið er draugalegt og úti í Örfirisey eru iðjuver og olíugeymar Esso og Shell, en líka bátar, sumir á hvolfi. Reykháfur sementsverksmiðjunnar á Akranesi gnæfir upp úr sjónum. Senn rís járnblendiverksmiðja á Grundartanga í Hvalfirði. Á Alþingi er barist fyrir nýrri Zetuverksmiðju. Með hjálp erlends bókstafs glatar móðurmálið ekki reisn sinni. Allar þessar byggingar hljóta að gleðja okkur! Þær minna á stærð mannsins gagnvart umhverfinu. Á skerjum eru fuglar í hópum, hljóð þeirra rjúfa kvöldkyrrðina. Margir leggja bílum sínum og horfa út um gluggana án þess að drepa á vélunum, sumir skrúfa rúðurnar niður. Enginn fer út til að anda að sér lífríkinu. Bráðum eigum við heima í lokaðri borg með plasthimni. Verksmiðjurnar ganga dag og nótt. Við munum fylla vit okkar nýrri siðmenningu, sem lætur sig varða allt nema mannlegt líf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.