Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1975, Blaðsíða 10
HVER
— LEINO?
Þriðji og síðasti hluti
Sveinn Ásgeirsson tök saman
Finnland var lögreglurlki, sem
barðist djarflega fyrir tilveru
sinni undir stöðugum þrýstingi og
fargi. En þeir voru fáir á þeim
tíma, sem skildu, hve uggvænlegt
ástandið var Ef til vill var það,
þegar allt kom til alls, góðu heilli
— æðruleysið og baráttan fyrir
opnu lýðræði var örvun og hvatn-
ing. Full vitneskja hefði auðveld-
lega getað gert þjóðina kjarklitia
og sinnulausa Ef til vill er í þessu
fólginn meginmunurinn á Finn-
landi og afstöðu hinna grannríkj-
anna á árunum eftir stríðið.
Öánægjan innan annarra flokka
yfir lögregluveldi Leinos varð æ
meiri. 1. október 1946 lögðu 80
ríkisdagmenn til atlögu gegn rik-
isstjórn Pekkala með vel undir-
búna fyrirspurn í þinginu. Meðal
annars var spurt, hvort rfkis-
stjórninni væri kunnugt um það,
að fyrir tilstuðlan rikislögregl-
unnar og rannsóknardeilda inn-
anríkisráðuneytisins hefðu
finnskir borgarar verið handtekn-
ir án lagaheimilda og þeir verið
hafðir í haldi mánuðum saman,
án þess að mál þeirra væru tekin
fyrir.
Leino svaraði þessum ásökun-
um af óvæntri hógværð og lagði
fram nákvæmar tölur yfir þá, sem
handteknir hefðu verið og hversu
lengi þeir hefðu setið i varðhaldi.
Umræðurnar voru mjög harðar,
en stjórnin hélt velli með 104
atkvæðum gegn 66.
Eftirlitsnefndinni var vandlega
haldið utan við umræðurnar, svo
að þá kom aldrei fram, hversu
mikinn þátt hún ætti í aðgerðum
lögreglunnar. Utan við tölur þær,
er Leino skýrði þinginu frá, voru
handtökur þeirra, sem framseldir
höfðu verið eftirlitsnefndinni.
Atakanlegasti brottflutningur
fólks að skipun eftirlitsnefndar-
innar varóaði um 330 börn frá
Ingermanlandi, foreldralaus, sem
komið höfðu til Finnland á striðs-
árunum og voru nú annað hvort
hjá finnskum fósturforeldrum
eða á finnskum barnaheimilum.
Utanríkisráðuneytið reyndi allt,
sem i þess valdi stóð_, til aó fá
eftirlitsnefndina til að gera und-
anþágu í þessu tilviki. Skrifaðar
voru sérstakar umsóknir fyrir
hvert einstakt barn, og Enckell,
utanríkisráðherra beitti sér per-
sónulega fyrir málinu gagnvart
Savonenkov, þáverandi formanni
eftirlitsnefndarinnar. En Rússum
varð ekki hvikað. Savonenkov
sagði stuttlega, að hann hefði
fengið fyrirmæli um, að öllum
sovézkum börnum nema þeim,
sem væru innan við 11 ára, skyldi
skila aftur.
14. janúar 1945, hélt járnbraut-
ariest burt með 213 börn frá Ing-
ermanlandi. Hin voru send smám
saman, eftir því sem til þeirra
náðist.
Vopnahléssamningurinn kvað á
um, að allir sovézkir þegnar
skyldu framseldir. Það ákvæði
var að sjálfsögóu til að skapa þús-
undir harmleikja. Strið valda oft
gífurlegum tilflutningum fólks.
Friðargerð verður fyrir það oft á
tíðuni ömurlegendurkoma eða það
verður fyrir refsiaðgerðum, sem
það hefur á engan hátt unnið til.
Fjöldi íbúa Austur-Karelíu og
Ingermanlands höfnuðu i Finn-
landi í stríðinu. Sumir af frjálsum
vilja, en aðrir af þvingun. Eftir
vopnahléð áttu allir að hverfa til
baka, og eftirlitsnefndin vann
ósleitilega að þvi, að svo yrði. Rík-
islögreglan var siðan þjónustu-
stofnun i þágu nefndarinnar,
hvað þetta mál snerti, og Leino
eins konar yfirgaukur yfir öllu
saman. Það var ekki að furða, þótt
hann vildi heldur verða land-
búnaðarráðherra — þrátt fyrir
hin risavöxnu vandamál, sem viö
var að glíma.
Seint að kvöldi 20p apríl 1945
fékk Leino simhringingu frá eft-
irlitsnefndinni. Valdsmannleg
rödd sagði, að hann ætti að koma
á hótel Torni hið allra fyrsta.
— Strax í fyrrmálið?
— Nei, núna í kvöld.
Leino hafði þá verið innanríkis-
ráðherra í 3 daga og var alls ekki
búinn að setja sig inn í embættið.
Hann hikaði um stund, en hringdi
svo í yfirmann ríkislögreglunnar,
Saarnio, og bað hann að koma
með sér Klukkan 11 að kvöldi
voru þeir mættir.
I þetta sinn voru engar vífil-
lengjur viðhafðar né heldur
diplómatísk kurteisi. Fyrir þá var
lagður listi með nöfnum 20
manna og þess krafizt með hörð-
um orðum — með skirskotun til
hins örlagaríka ákvæðis 13. grein-
ar vopnahlésskilmálanna — að
þeir sæju um, að þessir menn
yrðu umsvifalaust handteknir.
Leino leit á Saarnio, og lög-
reglustjórinn yppti öxlum von-
leysislega Mótmæli voru gagns-
Iaus, það var ekki um annað að
ræða en að hlýða skipunum eftir-
litsnefndarinnar Um nóttina voru
allir mennirnir handteknir.
Með tilvísun til hinnar sömu 13.
greinar krafðist eftirlitsnefndin
þess daginn eftir, að fangarnir
yrðu framseldir til Sovétríkjanna.
Leino hringdi í Gabrielsson, lög-
regluforingja, til að ræða málið
við hann.
— Fangarnir hafa þegar verið
fluttir út á Malmflugvöll, sagði
Garbielsson. Rússnesk flugvél
beið þeirra þar.
Leino skýrði siðan frá þessu á
fundi rikisstjórnarinnar, sem
staðfesti án mótmæla, að hann
hefði neyðzt til að hlýða skipun-
inni.
En þessir 20 ógæfusömu menn
hafa síðan verið kallaðir „fangar
Leinos“, og margt og mikið hefur
siðan verið rætt og ritað um örlög
þeirra og aðstæðurnar i sambandi
vió handtökuna. Sérstaklega var
málið ofarlega á baugi i sambandi
við stjórnarkreppuna 1948. Saarn-
io varð þá enn einu sinni að votta,
hvað gerzt hefði á hótel Torni.
Kvað hann Savonenkov í rauninni
hafa hótað að halda Leino sem
gísl, þangað til hann fengi stað-
fest, að handtökurnar hefðu haf-
izt.
Þetta mál átti eftir að veröa
Leino afar óþægilegt, svo að ekki
sé meira sagt.
Álit manna á Leino sem ráð-
herra var að sjálfsögðu ærið mis-
munandi. Hinir borgaralegu
sögðu hann vera harðskeyttan,
bráðan og hefnigjarnan, en
kommúnistum fannst hann vægur
og linur, hann „biðlaði" allt of oft
til borgarastéttarinnar.
En allir voru hræddir við hann
og auðmjúkir, sérstaklega tvö
fyrstu árin.
Það var ekki að undra, þótt
valdið stigi honum til höfuðs,
enda þótt hann reyndi að bæla
slíkar kenndir niður. Hann var
mjög greiðvikinn við frændur
sina og vini úr sænsk-finnsku yf-
irstéttinni í móðurættinni, þegar
um var að ræða vegabréf og árit-
anir. Það var bezta leiðin til að
hefna sín fyrir hann, sem 10 árum
áður hafði orðið að þola kulda og
fyrirlitningu þessa sama fólks.
Arvo Tuominen telur, að Leino
hafi verið glöggur og aðgætinn
ráðherra. Sem dæmi um það tek-
ur hann hina neikvæðu afstöðu
Leinos til þess frumvarps, sem
kallað var „Pessi-lögin“ eftir upp-
hafsmanni sínum, aðalritara
finnska kommúnistaflokksins.
Það var borið fram haustið 1947
og varðaði að verulegu leyti þjóð-
nýtingu finnska iðnaðarins,
bankakerfisins og atvinnulifsins
yfirleitt.
Leino sá þegar, að frumvarpið
var óframkvæmanlegt og að i
mesta lagi fengist fimmti hluti
þingmanna til að styðja það og
þar af margir af flokksástæðum.
Leino lengst til vinstri á myndinni
með Molotov og öðrum flokksbrodd-
um í Moskvu.
En þó var það fyrst og fremst 10.
grein frumvarpsins, sem hann
snerist öndverður gegn, en hún
hljóðaði svo: „Þann, sem vísvit-
andi vinnur gegn þjóðnýtingartil-
raunum eða á annan hátt hindrar
þær, má dæma í fangelsi í minnst
tvö og mest 10 ár.“
Undir þetta neitaði Leino að
skrifa.Hann taldi, að greinin gæti
nánast haft hörmulegar afleiðing-
ar. Með stoð i henni væri í raun-
inni hægt að skerða að vild rétt-
indi samborgaranna. Hægt væri
að banna verkföll, innleiða rit-
skoðun, banna alla opinbera gagn-
rýni og yfirleitt svipt menn öllu
þvi frelsi, sem finnskir verka-
menn hefðu vanizt i áratugi.
Einn af samráðherrum Leinos
frá þessum tíma minnist þess, hve
hann gat farið sér hægt að öllu.
„Hann var að vinna tima,“ sagði
Tuominen. „Hann sóaði timan-
um,“ segir samráðherrann, „það
hlýtur að hafa verið eiginleiki,
sem hann hefur tamið sér á fang-
elsisárunum. Hann borðaði hægt,
gekk hægt og fór oft áberandi
hægt að hlutunum."
Þegar sumarið 1946 samþykkti
hin pólitiska nefnd finnska
kommúnistaflokksins allþungar
ákúrur á Leino og fylgdi þannig
eftir gagnrýni eftirlitsnefndar-
innar á innanríkisráðherrann fyr-
ir skort á hörku gegn „fasistísk-
um öflum“, eins og það gjarnan er
kallað. Verður ekki annað séð, en
að þá þegar hafi komið til tals að
setja Leino af sem innanríkisráð-
herra. Eftir þetta greri aldrei um
heilt með Leino og forustu komm-
únista. En samband þeirra Herttu
Kuusinen var þó enn gott, og hún
studdi hann við deilur i pólitísku
nefndinni.
En um þetta leyti var Yrjö
Leino farinn að gera sér ljóst, að
það var margt annað skemmti-
legra en að sitja á fundum í póli-
tísku nefndinni í andrúmslofti
þröngssýni og undirferli. Hann
mótaði með sjálfum sér það lifs-
form, sem sameinað gæti hina
sósíalistísku hugsjón hans, föður-
landsást og áhuga á þvi, sem nú er
almennt kallað „hið ljúfa lif“.
Þegar Yrjö Leino varð ráðherra
hafði hann mér vitanlega aldrei
bragðað dropa af áfengi. Hann
hafði séð föður sinn verða áfeng-
inu að bráða og hafði greinilega
heitið sjálfum sér því að snerta
það aldrei. Hreinlifi kom einnig
vel heim við hina hugsjónalegu
lífsskoðun hans sem ungs manns,
hræðslu hans við smitun og sjúk-
dóma og ótta hans við að sýna
ekki alltaf á sér sína beztu hlið.
Það er viðkvæmt mál, en fram-
hjá þvi verður ekki komizt, svo
margsannað sem það er, að það
var mikið drukkið innan ríkis-
stjórnanna á fyrstu árunum eftir
stríðið, og sumir ráðherranna
voru alltaf með pela i vasanum.
Þetta voru viðsjárverðir tímar
og álagið mikið á finnsku stjórn-
ina og vinið ókeypis. Fyrst var
risnureikningur Leinos, hvað vín
snertir, mjög hóflegur, en með
tímanum lærðist honum að kvitta
fyrir meiri háttar birgðir eins og
hinir.
Fyrir hinn 48 ára gamla Yrjö
Leino, sem aldrei hafði bragðað
áfengi, urðu hin nýju kynni
hrapalle&Hann fann það bara, að
öryggiskennd hans jókst stórum.
eftir nokkur glös, honum varð
léttara um mál, var fljótari að
svara fyrir sig og komst i gott
skap.
Hann hélt þá gjarna eldheitar
ræður fyrir minni ættjarðarinnar,
sem menn áttu ekki von á af svo
hreinræktuðum kommúnista.
Menn reyndi að leiða honiim fyrir
sjónir, hvert stefndi með sliku
móti, en af eigin reynslu þekkti
hann ekki neinar hliðar áfengis-
neyzlu og hann þoldi enga gagn-
rýni.
Hertta Kuusinen segir:
— Þegar hann far félagsmála-
ráðherra, var hann enn algjör
bindindismaður. Hann gat orðið
öskuvondur, ef ég bragðaði glas
af víni við miðdegisverð. 1 reynd-
inni var það okkar eina deiluefni
á þeim tíma.
En svo byrjaði hann að drekka
einhvern tíma eftir að hann varð
innanrikisráðherra. Ég man ekki,
hvenær né hvers vegna hann tók
sitt fyrsta glas, en það tók fljótt að
bera á því, að hann væri undir
áhrifum víns, þegar hann kom
heim. Á mjög skömmum tima
jókst áfengisneyzla hans, hann
kunni sér ekki hóf, heldur kom
stundum heim og féll saman í
forstofunni.
Yrjö Leino fékk margar ákúr-
urnar, en þó fór meira fyrir
smjaðri og fleðulátum. Staða hans
var svo sterk og vald hans mikið,
að það voru gerðar margar til-
raunir til að lokka eða kaupa
hann frá ráðherrastöðunni. Hon-
um voru boðnar forstjóra- og
bankastjórastöður og að verða
landshöfðingi. Hann þáði nokkrar
stöður í stjórnum opinberra stofn-
ana, en ráðherra vildi hann endi-
lega vera.
Eins og ég hef áður sagt, var
sambandið milli Leino og Paasik-
ivi merkilega gott. Af ýmsum
ástæðum var um gagnkvæma
virðingu að ræða, sem hélzt á
meðan þeir störfuðu saman. En
þegar samstarfi þeirra lauk, lyfti
Paasikivi ekki litla fingri fyrrver-
andi starfsbróður sinum til hjálp-
ar.
Pabbi sagði mér frá því með
stolti, að þegar Paasikivi hafi ver-
Framhald á bls. 16