Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1975, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1975, Page 13
draga úr mér mátt. Fyrst varð ég alveg máttlaus i fótunum og færð- ist máttleysið siðan upp eftir mér allri. Ætlaði ég þá að kalla í fóstru mína, sem ég vissi að var ein i eldhúsinu, en ég kom ekki upp nokkru hljóði. Ég vissi hvað gerðist i kringum mig og varð ég vör við að fóstra mín kom inn og nam staðar við rúmið mitt. Horfði hún á mig, settist síðan við rúmið og beið þess sem verða vildi. I þessu ástandi mínu, að ég gat hvorki hrært mig né talað, fór ég að fá einkennilega tilfinningu í hvirfilinn. Og út frá þvi finn ég, að ég svif fyrir ofan likama minn í rúminu. Sé ég að ég er náföl og með augun aftur. Hugsa ég þá að ég sé dáin og best að svífa burt til guðs. En þá finn ég að eitthvað kippir í mig. Sé ég þá, að frá brjósti líkams og til mín liggja þræðir settir sam- an af mörgum litum. Þessir þræð- ir héldu mér fastri nálægt líkam anum, svo ég gat ekki svifið hærra en svo sem svarar hálfum metra. Ég togaði i böndin þvi ég vildi fyrir alla muni losna og verða alveg frjáls en það dugði ekki, ég komst ekki lengra burt. Mér leið vel að öðru leyti en þvi, að mér þótti leitt að sjá fóstru mína tárast, jafnframt vissi ég að hún var að biðja fyrir mér. En skyndilega breyttist þetta ástand mitt og ég fór að dragast aftur nær og nær líkamanum með ómótstæðilegu afli. Fann ég þá að líf og máttur fór að færast i mig og ég gat talað. Ég hafði snúið til lífsins aftur. Fóstra mín laut þá niður að mér og sagði: „Ertu ósköp veik, Una mín?“ Ég neitaði því. „Jæja,“ sagði hún, „ég bjöst við viðskilnaði á hverri stundu.“ Var þetta lengi? spurði ég. „Ég er búin að sitja hjá þér i rúman hálftima,“ svaraði hún. Síðar um daginn sagði ég henni hvernig þetta hefði borið fyrir mig. Höfðum við ekki heyrt talað um svipaðan atburð áður og vor- um báðar undrandi. En fóstra min rengdi mig ekki. Það gerði hún aldrei." Þegar ég kvaddi Unu i þetta sinn, lagði hún báðar hendur sin- ar um hönd mér og sagði: „Ég veit nú oft um ferðir þínar, góði minn. Þú gerir stundum boð á undan þér.“ Eg geri mér ekki grein fyrir, hvernig háttar er sambandi Unu við aðra veraldarvitund. En ég veit, að hún er þess megnug að leggja sjúkum likn i þraut og færa þreyttum og sorgmæddum frið. — Árin liða. Ennþá liggur leið min stundum út á Garðskagann eða Rosmhvalanesið eins og kall- að var, þegar Ingólfur bóndi Arnarson i Reykjavík hugðist gefa landið frændkonu sinni, Steinunni gömlu, en hún lét i staðinn heklu flekkótta og kallaði að kaup væru. Ennþá á Una heima í litla hús- inu og til hennar á margur erindi og kemur frá henni hugrórri með aukna lífstrú. Fótmál hennar fær- ast nú yfir á niunda áratug ævinn- ar. Yfirbragðið er fölara en fyrr og hausthélaður haddur, — en andlegri reisn virðist lítt brugðið. Una: Það var á árinu 1970, að til min komu miðaldra hjón. Þau sögðust eiga son, sem búsettur væri með fjöiskyldu sina úti i Astralíu og voru sorgmædd vegna þess, að þeim höfðu engar fregnir borizt að utan nýlega, og óttuðust því, að hann ætti við einhverja erfióleika að striða. Þau höfðu frétt um það. að ég hefði stundum liðsinnt fólki, og það fyrir milligöngu mína fengið ráðningu á ýmsum óljósum hlutum. Þess vegna báðu þau mig að hjálpa sér til að fá einhverja vitneskju um liðan son- ar sins og fjölskyldu hans. Ég spurði þau um heimilisfang mannsins þar úti, en þeim hafði þá láðst að taka það með sér og mundu ekki fyrir vist hvernig átti að skrifa það niður. En konan kvaðst skyldu hafa simasamband við mig daginn eftir og láta mig þá vita hvert væri heimili fjölskyldunnar. Eftir að ég haföi talað við hjónin dálitla stund fóru þau af stað og var þá orðið nokkuð liðið á daginn. Eg fann til með þessu fólki, þvi hjónin höfðu sýnilega miklar áhyggjur vegna sonar sins. Um kvöldið, þegar ég er gengin til náða, fer ég að hugsa um þessa heimsókn og kemur þá jafnframt til hugar að ég hljóti að geta feng- ið vitneskju um dvalarstaó mannsins fyrr en mér berist hún simleiðis frá móður hans. Kannski má segja, að ég hafi ver- ið milli svefns og vöku þegar ég stíg fram úr rúminu og fer i hvíta hjúpinn minn, sem ævinlega er fyrir hendi þegar svona atburðir gerast. Ég lít á rúmið mitt og sé þá likama minn liggja þar sofandi eftir. Það vekur hjá mér þæginda- kennd að að mér finnst ég verá laus úr viðjum líkamans, en þó tengd honum með einhverskonar böndum einna líkustum litrófi. Hvíti hjúpurinn minn er hlýr og léttur. Enda þótt ég skynji jökul- hettur landsins og djúp hafsins verður mér aldrei kalt. Mér finnst ég ekki vera undir áhrifavaldi neinna annarra afla en þeirra, sem búa i sjálfri mér. Það er minn eigin frívilji, sem ræður því hvort ég fer eða ekki. Ég svif nú norður yfir flóann inn til Reykjavíkur, kem á heimili hjónanna, sem til min höfðu leitað og staðnæmist við hvílu þeirra. Þau sofa bæði. Ég legg hönd á enni konunnar og strýk yfir það, finnst mér þá sem ég dragi þar út eða hafi handa á milli eitthvert efni, sem myndar heimilisfang sonar hennar, þess er hún bað mig að afla sér vitneskju um. Ég legg óðar af stað þangað sem mér var visað og kem þar á heimilið. Ég skynja, að enda þótt líðan þessa fólks sé hvergi nærri óbæri- leg hvað snertir fjárafla og af- komu, þá er hugur þess svo fast bundinn átthögunum, að heim- þráin skyggir á alla möguleika í þessu fjarlæga landi. Eg dvel þarna smástund en sný svo heim og er aftur komin í minar jaró- bundnu líkamsviðjar. Þegar konan svo hringdi næsta morgun gat ég sagt henni, að ég hefði fengið vitneskju um dvalar- staó sonar hennar. Þau hjónin skyldu vera róleg og bréf bærist þeim að tveimur dögum liönum. Þetta fór allt eftir. Ég get talað við framlióið fólk alveg á sama hátt og þig eða hvern annan minna gesta. Utfrá þeirri skynjun minni lít ég svo á, að lifið sé áframhaldandi starf á öðru tilverusviði, sem þó er tengt hérvist okkar. Bænin er þýðingarmesti þáttur- inn i andlegu lifsuppeldi manns- ins og undirbýr hann bezt undir þá framtíð, sem allir eiga í vænd- um að lokinni dvöl sinni hér. Það er þvi þýðingarmikið að kenna litlum börnum að biðja, jafnvel þótt þau á æskuskeiði skilji ekki fullkomlega þýðingu bænarinnar. Framhald á bls. 15 Ljósm. Gísli Gestsson. Skjóða og brák Flestir kannast við skinnskjóSuna, sem kerl- ingin móðir Jóns i Gullna hliSinu lét önd hans skreppa í og hélt síðan til Himnaríkis, þar sem hún gat skotiS skjóSunni inn milli stafs og hurSar hjá Pétri og þar með komið Jóni sfnum í eilífa sælu. SkjóSan var semsé dálítill skinnpoki, og hefur kerling gripið til þess arna hand- hægt búsgagn, sem til var á hverju heimili fyrrum og víst fleiri en eitt viðast hvar. Skjóðurnar voru hafðar til aS geyma i þeim ýmis- legt smávegis. Fólk þurfti ekki svo ýkja mikið af hirzlum til daglegra þarfa, en undir ýmsa smáhluti voru notaðir smákistlar, lárar, i einstöku stað skáp- ar og undir hluti, sem hafa þurfti með á ferðalögum, voru skjóðurnar einkar hentugar. Þær voru gerðar úr elti- skinni, það er að segja skinni, sem mýkt hafði verið með þvi að draga það fram og aftur i gegn um sérstakt áhald, sem brák nefndist. Þá varð skinnið mjúkt og vóðfellt og auð- velt að sauma úr því pok- ann eða annað, sem hafa skyldi það til. Skjóðan sú arna á mynd- inni hefur víst aldrei verið notuð undir neitt sem heitið getur, og allra sízt mannssál, þvi að skjóðuna lét Þorleifur Jóhannesson í Stykkishólmi gera handa safninu árið 1932, en raunveruleg skjóða var engin til þar fyrir og bætti hann úr því með þessu móti. Þorleifur var mjög ötull að halda hlutum til safnsins og útvegaði þvi margt, sem það átti ekki fyrir, enda var hann mikill áhugamaður um fornleifar og fronmenningu. Á myndinni sést einnig brákin, sem skinnið var elt i. Hún er gerð úr hrúts- horni, sem flett er eftir endilöngu, skortur tálgað- ar í kambinn innanverðan og göt boruð i endana, þannig að hengja mætti brákina upp í snæri á nagla. — í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar er ágæt mynd af manni, sem er að elta skinn i brák. Hangir brákin þar í höfuðhæð mannsins, sem stendur hálfboginn, heldur hvorri hendi i sinn enda á skinn- inu og dregur fram og aftur í brákinni. Þarf þá verk- lagið ekki frekari skýringar við. Örnefnið Brákarsund í Borgarnesi er eftir Egils sögu að dæma kennt við Þorgerði brák, ambátt Skallagríms. sem kastaði sér út í sundið en Skalla- grímur steini á herðar henni, svo að hvorugt kom upp síðan, eins og i sög- unni segir. Dr. Bjarni Einarsson hefur þó komið með þá skýringu í Árbók fornleifafélagsins 1969, að Brákarsund kunni að heita svo vegna strauma, sem ýmist fara út eða inn sund- ið eftir sjávarföllum. Hafi straumskiptin orðið tilefni nafngiftarinnar og minnt menn á það, hvernig skinn var gregið i brákinni fram og aftur. Skal hér ekki lagður dómur á þessa skýringu, en margar ör- nefnaskýringar t fornsög- unum eiga nú i vök að verjast fyrir skýringum fræðimanna. Brákina. sem myndin er af, sendi Benedikt Sveins- son ritstjóri og alþm. safn- inu árið 1908 og virðist svo sem margt skinnið hafi verið brákað í henni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.