Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1975, Side 14
Merkilegt hugtak frelsið.
í pólitískri hugsjónabaráttu er það oftast
ofarlega á baugi; menn ræða um það í ákafa,
útmála nauðsyn þess að hafa það. en frelsi eins
merkir stundum aðeins ófrelsi einhvers annars.
í því sambandi kemur mér í hug fréttamynd frá
Kambódíu. sem nýlega birtist i blöðum. Hinir
rauðu Khmerar voru alveg nýbúnir að frelsa
landið undan „oki heimsvaldasinna" eins og
það heitir. Myndin sýndi einn rauðliðann ganga
berserksgang og ota byssu að einhverjum smá-
kaupmanni, sem hermaðurinn hafði i nafni
nýfengis „frelsis" rekið út úr búðarholunni og
skipað að koma sér út í sveit að vinna. Sem
sagt; það var ekki fyrr búið var að frelsa þetta
manngrey undan oki heimsvaldasinna en hann
var kominn með nýtt ok um hálsinn. Hann sem
áður átti þó að heita frjáls maður, var nú orðinn
þræll og rekinn eins og hver önnur skepna
burtu frá heimili og vinnustað.
Samkvæmt þeim skilningi sem rikir í vest-
rænum lýðræðislöndum, þarf einstaklingurinn
að búa við trúfrelsi og stjórnmálafrelsi, mál-
frelsi, ferðafrelsi, atvinnufrelsi, svo eitthvað sé
talið. Við höfum þetta frelsi — að minnsta
kosti í stórum dráttum. — Samt ber þess að
gæta, að enginn býr við algert frelsi, enda
trúlega ekki framkvæmanlegt. í öllum þjóð-
félagsgerðum gilda boð og bönn og hin mikla
útópía frelsisins, þar sem allt er leyfilegt, er
aðeins heilaspuni og óskhyggja.
Hver er frjáls, þegar betur er að gáð? í
daglegu lífi verða allir að hlíta ótal boðum og
bönnum; Mæta í vinnu, borga skattana, aka
eftir umferðarreglum og yfirhöfuð fara að
landslögum.
Vesturlandabúar una samt hverskonar höft-
um illa og úr öllum áttum má heyra kröfur um
aukið frelsi. Menn vilja hafa frelsi til að eyða
ævinni við nám, sem samfélagið hefur ekki þörf
fyrir, sumir þurfa frelsi til að geta skrifað og birt
sem mest af skítkasti og svívirðingum um
menn og málefni og aðrir vilja hafa frelsi til að
gera ekki neitt — og láta samfélagið sjá fyrir
sér.
Krafan um algert frelsi hefur verið háværust í
ýmsum skólum og meðal annars haft það I för
með sér sumstaðar úti i Evrópu, að kennarar
hröktust burt; þeirra var ekki lengur þörf. í
nafni frelsisins er líka hægt að sleppa manna-
siðum, tillitssemi og fágun og yfirleitt öllu, sem
forsvarsmenn frelsisins kalla borgaralegt.
Óneitanlega er það athyglisvert, að þeir sem
hæst hrópa um nauðsyn á algeru frelsi, væru
manna fúsastir til að veita lið einhverskonar
ragðum Khmerum, sem óðar mundu senda þá
sjálfa til að moka skít fyrir ekki neitt — og sízt
af öllu hlusta á neitt frelsishjal.
Stundum hefur verið að því vikið, að þarna sé
veikleiki í lýðræðissamfélaginu. Það láti frelsið
ná of langt og árangurinn sé sá, að þetta
þjóðfélagsform verði að þola eyðingaröft innan
eigin vébanda — eyðingaröfl, sem ekki væru
þoluð annarsstaðar.
í okkar tiltölulega frjálsa samfélagi verður þó
sífellt að fara fram einhverskonar frelsisbarátta.
Að öðrum kosti er sú hætta fyrir hendi að
skórinn verði af okkur troðinn, annaðhvort í
krafti auðs eða pólitískra valda. Mafíurnar i
þjóðfélaginu og kommisörar hins útblásna
ríkisvalds eru hvorttveggja fyrirbæri, sem verða
að vera undir smásjá réttlátrar gagnrýni. Til
þess duga blöðin bezt. Frjáls blöð, óháð og
óhrædd, virðast skásta tryggingin fyrir fram-
gangi réttlætisins. Nægir i því sambandi að
benda á framtak blaðamanna Washington
Post, sem leiddi í Ijós Watergate-hneykslið og
kippti fótunum undan Nixon og kumpánum
hans.
Kannski eru blöð hvergi harðsnúnari vörður
mannréttinda og heiðarlegs framferðis en i
Bretlandi. Þar sjá þau til þess að ráðherra
verður að segja af sér, verði honum á einhver
víxlspor, sem varla þættu alvarlegs eðlis hér.
Stundum hefur vafasamt framferði ráðherra
eða annarra embættismanna okkar komizt i
hámæli og stundum er ef til vill lítillega innt að
þvi í blöðunum. En það eru andvana fæddir
tilburðir, sem ekki leiða til neins framgangs á
réttlætinu og þeir sem hafa framið meint brot,
sitja áfram í stöðum sínum eins og ekkert hafi í
skorizt.
Blöðin okkar hafa því miður ekki staðið sig
nógu vel að þessu leyti og bendir það einfald-
lega til þess, að frelsi blaðamanna til þess að gá
í saumana á hlutunum sé of takmarkað. Sjón-
varpið ætti að geta haft geysilega þýðingu að
þessu leyti; pólitíkusar og embættismenn ættu
að geta átt von á að vera teknir inn á „grillið",
hvenær sem eitthvað kemur upp, það er
tvimælis orkar.
Samkvæmt gamalli hefð á íslandi, standa
menn i orðlausri andakt gagnvart embættis-
mannavaldinu og hvatskeytslegur ungur maður
eins og Vilmundur Gylfason þykir aldeilis ófor-
betranlegur, að hann skuli spyrja blessaða
mennina svona óþægilega. En í stað þess að
skrúfa fyrir Vilmund, þyrftum við fremur fleiri
slíka. Og sá tími ætti að vera liðinn, að blaða-
menn — og þjóðin öll — láti bjóða sér að
pólitikusar kjafti aðeins i kringum hlutina, eða
svari út í hött, þegar beint er spurt og svars er
vant. Gísli Sigurðsson.
Krossgáta
Lesbókar
Morgunblaðsins
Lausn
á síðustu krossgátu
b: BAN'KÍl^ INH I0AMHJ HftfN Rcie U !»• £Ní, IÐ H '> K nz- ■•y ou MÁL- MUR
j Lil r A j w ' > £> A M Ic A R 'A Aí DÆID "A* L fí u T*
[10 iT- K.0 A R 1 H H KvTTT 1 ‘1 K 1 N N 1
bv [ ILD K A L A 'TT 6 V A M H 1 N N
FO«- ÍIÐM ViÐ'B V $Kfl«r k«7íT V b L A K A úuB h n A- DSlArfl R A ívVf)! A N
Mfl'R FHtM u«. U 'A F £ R 1 D Ca fiatrii f>6 BUKI K Ó /t-fl' xTÍr Ifl ífTl K R A'
rutlr A R A ■ b iíT A 9 L A 'AAn T b
MfíHU AMHÓ F '0 L k 5 1 N i f'/Tfl P.r- 5 U fi T £ £ y
STÁV- DMÍt I Nfi BoPí.- AR A Ð A l ÍKFÍtD ?.F*Z S A' b A Fo'rr iK.i' K 9 1 K n
L-* n^xi R k u T B A A K H LXRBI VCRK- r,cr' N A NJ T
NJ 1 5 N A ÍK<tP- 'LSSL pti*irr, l‘A R 1 L L A N VVL H A'S T A
D Á* K vaun f 3 , L E i i> m k- UK FÆ.£>l V/tTLfl k L OÁTT R A' H
L A U N A 9. Rv'KI Tivc- U 5 A £ fuflM TpMH in 'A L NBTM H»rr-
Þ£k- kT K U N N tf.fn F 0 (? u b A: M A M W A
ÍV£|- au a- 1 Ð A N- FflHíB MARk 1 K Kí* A i? 1 roc- ierfí inc*. A £>
^ W ■ m. ■feiF- AR iLft'í 1}L' eTT' i R. pR F ÓL- AfjRfl ÚLDA® HL 1 FKK- uA LÆR- Ðl PUL- LF6.fi
Yhl- A A Hlímo- lNT
-r # ViÐ3ót SPtOiTf TJ' KR- AR- 5K0R- ívR
KoMflN EKKl iféTfaK
mv- FhiFi VE.\M<1 FÆ.RI kÞh- UÐ u R SéTuR giNKE- fíHI 'A ee. A H£íTi
MElA- /N N FóTuP- V 5 nr* - HlX.
Blóð- AUÚR ■ HENO.- IHLftlt- 'O L. áPIU v#6
i; LfltJO Létt FRUM- EFUl LiF- FÆRlÐ 1
ZLIN S FI5K
bm- H L J. LAND LKalD Sntóc. OCk. v/rtTpI
FLJÓT FRÁTt- ftR
PYRKh íTflDA SflRI HlT-
H\aS - Sv'R &L M- ftOfl
a'óA D\Cl' uR N'ÁLAR KflHST
H ÖTfí Ki?EY5! 5?IL
AR SK' ■ rv TePP'
> —* SAJA' AlT.
T V HV-T* veftic- FftP-i ElNK.' LTAflR
P ST'
y TURT SrÉTT >