Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 4
bók Þingeyi'nga 1973, og umtal, sem ég var áheyrandi að á æsku- dögum um slysadaginn í Fossum 1914. Sigurjón á Laxamýri, sá al- kunni bústjórnarmaður lenti einu sinni i pramma fram af þessum sama fossi. Botninn brotnaði úr bátnum þegar niður fyrir fossinn kom. Þar með fór Sigurjón niður úr honum, eða uppúr og valt og endastakkst einhvern veginn langt niður á, uns honum tókst að hafa hendur á hólmakríli, eða töpp og skríða upp i hana. Sú fossför varð fræg á sínum tíma. Henni hefur Sigurjón lýst í end- urminningum si'num og segir: ,,Þá þóttist ég góður,“ er hann náði í töppina. Hann lenti líka í annað skipti fram á Kistukvíslar- fossi, sem er minnstur Æðarfossa, en ailmikill þó. Það var með þeim hætti að grind slitnaði frá kari, er Laxamýrarmenn voru eitt sinn að setja niður kistu á fossbrúninni. Straumurinn tók grindina og Sig- urjón með þegar grindin var laus. Það mun hafa orðið honum til lífs að hafa grindina, sem var stór, til að halda sér ögn uppi i iðunni fyrir neðan. Enn má þess geta að 1955 lenti Gísli Dan Gislason véla- vörður við Laxárvirkjun fram á Kistukvíslarfossi og var í bát. Hvasst var og hjáipaði stormur- inn straumþunganum til að taka völdin áf Gísla, sem mun hafa verið með hugann meira bundinn við lax en foss. Annar maður var með honum í bátnum og henti hann sér út á fossbrúninni og náði í stóran stein að halda sér í. En það er af Gísla að segja, að hann hélt sér sem fastast i bátinn, sem ekki brotnaði eins og bátur- inn undir Sigurjóni. Or iðunni neðan við damlaði Gisli svo á báti sínum borðstokkáfullum og náði landi af sjálfsdáðum, hélt til baka og hjálpaói hinum, sem við stein- inn hékk. Frá þessu hafa þeir sagt á skemmtilegan hátt, Steingrímur í Nesi og Gísli i Veiðimanninum 1965. Áður er þess getið að Laxá hafi átt og eigi það til að bregða fyrir sig hrekkjum, þegar henni leið illa undir feldi í vetrarkuldanum. Jafnvel kannski þó enn meira í leysingum, þegar vorið var að nálgast og öll sumardýrðin. Stundum er litill munur á hrekkj- um og galsa. Til þess að komast ögn nær þessu má ég reyna að lýsa einum vinnudegi Knútsstaða- bóndans, morgunverki og eftir- vinnunni. Þvi miður kann nú eng- inn framar að ársetja þennan dag nákvæmlega eða tiltaka mánaðar- dag. Um leið rennum við grun í hvernig þessum Laxárbónda fórst að aftra ánni frá að gera öðrum mönnum óskunda meðan þau bjuggu saman, hann og hún. Og enn styð ég mig mest við Sigurð á Núpum. Og til viðbótar eru ai- mennar frásagnir um það bil, sem atburðir gerðust, og mitt vesæla minni. Sjálfur var Karl alltaf afar fáorður um það, sem gerðist á hans bæ og landareign. Átta eða tíu Reykdælingar með jafnmarga kerruhesta héldu ein- hvern dag á góu til Húsavíkur í aðdráttarferð. Þeir óku eftir veg- inum sem liggur framhjá Knúts- staðabæ í vestri, en gerðu þar vart við sig þegar þeir fóru úthjá. Átælun þeirra var að hafa fljóta ferð, taka út á kerrur sínar um kvöldið og komast fram i Laxa- mýri til gistingar. Þeirra var því von tímanlega næsta dag fram hjá Knútsstöðum. Nú datt það i þessa hrekkjóttu á að stífla sjálfa sig með ferlegum jakaruðningi við Knútsstaðaeyju eða þar í grennd, einmitt þegar Reykdælingarnir voru nýfarnir úthjá. Hlákur miklar voru dagana VELOG VASK- LEGA GERT á undan þessum degi og því mikið um leysingavatn, sem lyfti upp isnum á ánni en braut sumsstað- ar. Um leið og stíflan skapaðist myndaðist uppistaða ofan við hana og fór þá vatnið að flæða yfir árbakkana. Örugg reynsla var á því að stíflugerð sem þessi gat orsakað stórflóð á næsta svæði, sem stundum varð svo mik- ið, áður en sá vegur kom upp, er nú heldur mjög á móti öllum flóð- um á þessum stað, að allar skons- ur i hrauninu fylltust vestur fyrir Skógarholt. Fossaði þá vatnið yfir veginn i hrauninu og gat orðið hyldjúpt og grafið veginn sundur. Svo mikið vatn kom þá stundum I hraunið að verulegur vöxtur kom í allar lindir og læki út og vestur hjá Sílalæk og Sandi í 7 km fjar- lægð. Ekki mun það hafa dulist bónd- anum á næsta bæ við flóðið, eða öðrum þar, aðógreiðfært gæti orð- ið Reykdælingum að komast til baka með kerrur sínar og kaup- staðarvarning eins og nú horfði. Og það versta var þó, að þeir vissu ekkert um að áin væri tekin að flæða vestur yfir veg. Né aðrir sem væntanlega áttu leið um sama veginn. Karl var á fótum á undan hröfn- um morguninn sem mannanna var von að utan. Vissara fannst honum að líta eftir hvað væri að gerast. Honum voru allar leiðir kunnar og einhverjar jafnan fær- ar norður fyrir vötnin. Að sumu leyti á ís eftir ánni, sem fillan hefði lyft. Að öðru leyti hryggju*n og hávörðum, sem uppúr stóðu. Ekkert sá hann til Reykdæling- anna. En hann sá annað: Tveir unglingar komu gangandi utan brautar og voru að koma að vatn- inu, þar sem það var farið að vella yfir veginn. Undireins fór Karl að hrópa til að- reyna að stöðva þá. En auðséð var að þeir heyrðu ekki köll hans og mun varla hafa verið von, því hátt lél í vatni og jaka- hrannir urguðu við steina og klappir. Seinna vitnaðist að þarna voru á ferð systkini frá Ilúsavík á leið eitthvað inn í dali. Hraðaði nú bóndi för sinni sem mest hann mátti og reyndi þó öll ráð, sem hann kunni önnur til að vekja athygli systkinanna á því, að þau stefndu út I bráðan voða. Vmist óð hann vatn eða hljóp eftir hæð- um og hryggjum. Stundum tók vatnið honum í buxnahald eða mitti. En þar sem hann þekkti þarna hvern hrygg og kamb og slíkt hið sama allar skonsur, þá tók hann það ráð að fara sem beinast, í stað þess að krækja norður fyrir öll vötn. Eftir því sem sunnar kom dýpkaði vatnið stöðugt, þar sem það vall vestur yfir veginn. Systkinin héldu hik- laust áfram, þó vatnið dýpkaði á þeim á brautinni. Og þegar það dýpkaði enn meira, tók pilturinn systur sína á bak sér og óð áfram, þar til hann rann á svelli og féll í vatnið. Um stund hurfu þau bæði á kaf og voru þá komin út af brautinni. En þar var á orðið óstætt vatn. Úr kafinu komu bæði þó fljótlega og náðu að komast upp á hæð nokkra,þar stóðu þau í hnédjúpu vatni og hyldýpi allt í kring. Enginn veit til hvaða ráða þessir unglingar hefðu kunnað að taka ef Karl hefði ekki komið þarna að eins og kallaður, bjargað þeim og fylgt heim í Knútsstaði eftir Ieiðum, sem hann þekkti en ekki þeir. Þegar þangað kom voru börn hans að koma á fætur. Og voru systkinin látin hátta strax ofan í heit rúm þeirra, þvi þeim var orðið mjög kalt, en varð þó ekki meint af volkinu. Svo segja kunnugir að allt bendi til að þarna hefði orðið hörmulegt slys ef Knútsstaða- bóndi hefði farið fáeinum mínút- um seinna á fætur þennan morg- un, hvað þá ef hann hefði látið ógert að forvitnast um hvað var að gerast í landareign hans. En hvað um Reykdælingana? Engra boða mun hann hafa beðið en haldið tafarlaust að þessu búnu norður fyrir vötn. Þar mætti hann Reykdælingum nálægt merkjurn milli Knútsstaða og Núpa. Ekkert vissu þeir þá um nein vötn. A einhverjum stað þar nálægt visaði hann þeim til vegar útaf braut- inni, þar sem þeir gátu skrönglast með kerrurnar austur að La> á Síðan komust þeir út á ís á ánni, sem var enn það sterkur að hann hélt þessari ferðamannalest. Ei. þegar kom suður fyrir Knúts- staðabæ vandaðist málið. Þar þurftu þeir að fara í land, því nú voruþeir komnir framhjá flóðinu. En ís við landið var of veikur fyrir hestana með ækin. Þá var að taka kerrurnar frá og teyma síðan klárana til lands einn og einn í einu. Svo var leyst af kerrum og varningurinn borinn og dreginn til lands. Síðast óku þeir svo kerr- um á sjálfum sér yfir. Þá var sú þrautin unnin. En frá þessum stað við ána var enginn kerruveg- ur vestur á braut. Heimreiðin að Knútsstöðum var undir vatni. Þá var að taka það ráð að skrönglast vestur á braut með tómar kerr- urnar yfir hraun eftir engum vegi. Það tókst með þvi að fara marga króka. Og að lokum fluttu svo kallar varninginn á hestabök- um á kerrurnar, þar sem þær stóðu nú á brautinni fyrir sunnan öil vötn. Það voru margar ferðir. Að öllu þessu sýslaði Karl með gestum sínum fram á kvöld. Þá var eftirvinnu hans ólokið þann daginn. Það er að segja það, sem hann þurfti að gera fyrir sig og heimilið og aldrei getur undan gengið einn einasta dag. Þetta var það, sem ég get um þennan horfna dag sagt með til- styrk Sigurðar á Núpum í Arb. ping 1964. Hann þekkti þarna allra manna best til og er einstak- lega áreiðanlegur. An hans hefði ekkert orðið úr mér við að sýna framan í umsvif dagsins, en full- yrða má ég samt að margir álíka fóru á undan honum og eftir. Samt var hann nokkuð einstakur að því leyti sem snertir björgun úr bráðum lífsháska. Og þó ekki alveg. Og nú hef ég frásögn Karls sjálfs fyrir mér, sem ég fékk hann einu sinni til að lofa mér að heyra Framhald á bls. 16 8. febrúar 1877 snerist lánið skyndilega i lið með Stanley. A bökkum Congo-fljóts var hvert þorpið við annað og hann óttaðist frekari erjur. En ef þess væri nokkur kostur, vildi hann forðast bardaga og komast að friðsamleg- um samskiptum. Fylgdarlið hans var enn tekið að svelta, og flokks- stjórarnir I leiðangrinum höfðu farið á fund hans síðla kvölds og krafizt þess, að hann aflaði mat- fanga næsta dag. Hann stöðvaði flotann á miðju fljótinu og hélt varlega á Lady Alice i áttina að þorpi einu. Ná- lægt fljótsbakkanum varpaði hann akkeri og byrjaði ákafan og vandaðan látbragðsleik til að sýna, að hann væri glorsoltinn. Lengi hélt hann sýningu áfram, meðan þorpsbúar höfðu þögulir á. Síðan tók hann að veifa talna- böndum, koparhringjum og arm- böndum framan í áhorfendur. Aldinn höfðingi birtist og gekk fram á brún bakkans. Með honum voru nokkrir virðingarmenn, sem hann ráðgaöist lengi við. Að lok- um kom boð til lands. Stanley létti akkeri og bát hans bar að landi. Hann heilsaði höfðingjan- um innilega og ákaft með handa- bandi. Loksins hafði hann hitt vini við fljótið. Nokkrir leiðangursmenn sórust þegar í fóstbræðralag við fylgdar- menn höfðingjans á hátíðlegan hátt með tilheyrandi blóðathöfn til að staðfesta hina nýju vináttu: skurður var gerður á handleggina og hver „bróðir" saug blóð frá hinum. Frank Pocock var kallað- ur í land til að gerast þannig bróðir höfðingjans. Skipzt var á gjöfum, og leiðangurinn var birgður upp af banönum og fiski. Um kvöldið reisti Stanley búðir á eyju gegnt þorpinu og lagðist til svefns í meiri hugarró en hann hafði notið í marga mánuði. Höfðinginn hafði staófest, að fljótið væri kallað Congo, en ann- ars var erfitt að tala við hann. Zansibararnir urðu undrandi og síðan himinlifandi yfir að sjá gamlar, portúgalskar byssur. Þær gátu aðeins hafa komið frá Atl- antshafsströndinni. Höfðinginn léði leiðangrinum leiðsögumenn, og nú gekk ferðin greiðlega niður eftir fljótinu um hríð. Enn voru að minnsta kosti 700 mílur til næsta bústaðar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.