Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 16
Úr myndabók Stanleys: Leiðangursmenn beita byssum og skjóta, þegar fjandsamlegur flokkur innfæddra reynir að hefta för þeirra. Að neðan: Stanley varð með tlmanum efnaður maður, þvl bækur hans náðu metsölu. Hann keytpi þá þennan glæsilega herragarð t Surrey í Englandi og hófst handa um að skrifa sjálfsævisögu, en lauk því verki ekki og endaði þarna slna daga. STANLEY Framhald af bls. 5 En þó vantaði 'aóeins einn hlut til aö innsigla sigur hans: aó gifl- ast hinni amerísku unnuslu sinni, Alice Pike. En Alice hafói brugö- izt honum. Ilún var löngu gift, ef svo má segja, því að 11. janúar 1876 gekk hún í hjónaband meö Albert Clifford Barney, erfingja milljónamærings, sem haföi oróið auöjöfur á framleiöslu svefn- vagna, og átti þegar oróið með honum eina dóttur. Stanley minnist ekki einu orói i dagbókum sínum á þessi von- brigði sín, sem þó hljóta aö hafa verið honum sár. Hann vissi, að brúðkaupiö hefði farið fram á heimili Pike-hjónanna, þar sem hann hafði kvatt Alice nteð kossi og tilheyrandi í júlí 1874. En hann sneri sér að því fyrst allra hluta að ganga ’frá greiðslum til Zanzibaranna sinna sem lifað Karl á Knútsstöðum Framhald af bls. 4 í góðu tómi, með tregðu þó. Inn- skot mín skýra sig sjálf. Þann 21. marz 1940 gekk bónd- inn i Árböt, Arnór Sigmundsson, heiman frá sér vestur yfir Laxá á isi, þar sem heita Brúavikur, og til bæja sunnar í dalnum. Prófaði hann ísinn fyrir sér og taldi góð- an. Á sjöunda tímanum um kvöldið gekk hann sömu slóð til baka óhikað út á öna og uggði ekki að sér. En útmánaðaís er oft ótrygg- ur og gjarn á að étast neðan frá, þar sem hreyfing er á vatni. Á miðri á finnur Arnór allt i einu, að ísinn er orðinn frauð eitt undir fótum hans. Skipti það engum togum, að svo að segja á sömu stundu er hann á kafi í ánni. Þarna var hyldjúpt og þungur straumur. Arnór var og er vel syndur og náði strax að troða marvaða og fékk tekið höndum á skörina upp. En hún brotnaði jafnharðan und- an honum. Fór svo fram urn stund og braut hann þannig mikinn hring um sig, án þess þó að finna fýrir sér það sterkan ís, að hann þyldi þunga hans, svo að hann gæti velt sér upp úr vatninu. höfðu ferðina af og til ekkna þeirra, sem farizt höfðu. Stanley hélt svo til baka til Evrópu á gufuskipi, og i París beið hans vinur og útgefandi, Ed- Gerðist hann og brátt kaldur og dofinn i ísvatninu og um leið bor- in von um að bjargast af eigin rammleik. Kallar hann þá á hjálp, þótt ekki þætti honum miklar lík- ur til, að kall hans heyrðist til bæja. Frá þessum stað er nær jafnlöng leið til þriggja bæja: Tjarnar, Árbötar og Knútsstaða, nálægt 2 km., en þó stytzt að Tjörn. Hundur fylgdi Arnóri og tók nú að gelta ákaflega, þegar hann kallaði. Meðan þessu fór fram, sat allt fólk á Knútsstöðum inni nema húsbóndinn, er staddur var i fjár- húsi, og læt ég hann nú hafa orðið umsinn: — Klukkan um 7 kom ég út úr fjárhúsinu, heyri ég þá hundgá og óp og hugsa fyrst sem svo, að vera muni Skúli í Garði að stugga heim fé sínu. Heyri ég þá óp öðru sinni og þykist þá skilja, að hávaði sé það nærri ánni, að hugsanlegt sé, að einhver sé að kalla á ferju. I þriðja sinn er enn kallað og skilst mér nú, að köllin séu sunnar en við ferjustaðinn á ánni, enda fannst mér þá að um neyðaróp að ræða. Ilundur gelti ákaflega við hvert óp. Og í fjórða sinn sem kallað var, þóttist ég þess fullviss, hvað um væri að vera. Greip ég nú hross mitt, er stóð skammt frá bæ, reiðtýgi, staf, skíði og reipi. Vegna þess hvernig ward Marston, og þeirra biðu svo þrotlaus veizluhöld og fagnaðar- fundir og yfirleitt allt annar heimur en Stanley hafði horfið frá — því að bros hans hafði breytzt. húsum er háttað, var allt þetta svo að segja á sama stað. Tók það því ekki langan tíma að komast af stað, og vegna vana um 30 ára skeið að hjálpa mönnum og skepnum yfir Laxá, eða úr flóðum vegna hlaupa á vetrum, var ég í engum vafa hvað gera skyldi. Sté ég nú á bak og hraðaði ferð minni sem mest ég þorði. En skrof var með ánni, djúpur snjór, og ósléttir bakkar undir snjónum. Hrossið vildi ég láta standa sem lengst á fótunum. Er ég kom á svokallaðan Bótarteig, stöðvaði ég ferð mína, því ég sá ekkert grun- samlegt við ána og sá þó vel yfir hana allt suður að Brúagerði. Frá þvi ég fór af stað, hafði ég ekki tekið eftir ópi né hundgá. En hátt lét í skrofinu undan hesthófun- um. Heyri ég þá veikt hljóð og annað rétt á eftir, og í sama bili kemur hundur sunnan yfir Svarð- arklöpp með miklum hraða og gelti. Fer hann vestur yfir ána á örmjórri ísspöng og suður með ánni að vestan. Ég hraða nú ferð minni sem mest ég má og vil sjá, hvert hund- urinn stefni. Hverfur hann mér skjótt suðaustan við Brúagerði. Er ég kom á gerðishornið, hikaði ég aðeins til að lita eftir ánni þar syðra. Heyri ég þá enn veikt hljóð og sé um leið höfuð og handleggi á manni upp úr ísnum i víkinni undan miðju gerðinu. Þar er grænn hylur bakka á milli. Er ég kom þar á móti, sá ég að maður- inn var 7—8 faðma frá landi og þekkti ég hann þegar. Isinn var það siginn undan honum, að hnakkinn var aðeins laus frá vatninu. Isinn fram að vökinni virtist ekki mjög ótraustur. En vökin umhverfis manninn var orðin dálítið stór um sig, og mað- urinn yzt og austast í henni, og þar var að sjá alónýtur ís. En framan að manninum varð að komast, sá ég, ef von átti að vera að ná á honum tökum, eða koma um hann bandi. Forberg var að ánni um einn metra á hæð. Fór ég þar niður fyrir og sté á skíðin, rakti úr reipinu. svo það væri tiltækt, og hélt út á ísinn. Sá ég strax, að Arnór var svo aðfram kominn, að enga aðstoð gat hann veitt sjálfur við björgun. Fór ég nú nokkuð tæpt á skörina framan að honum og kastaði lykkju aftur yffc- herð- ar hans og setti síðan bandið unc1- ir hendi hans aðra og síðan unc r hina með því að taka handleggii i upp til skiptis, gerði síðan hnút .i reipið þannig, að runnið gæti til og þrengt að manninum. Meðan þessu fór franr, sigu skiðabeygjurnar niður, svo vatn vætlaði upp á þær. En ísinn hélt til allrar hamingju. Þessu næst gekk ég aftur á bak upp á traust- ari ís, en lét manninn eiga sig á meðan, kemst suðaustur fyrir vökina, það sent reipislengdin leyfði, og þaðan dró ég manninn varlega aftur á bak i reipinu, þannig að ég lét hann hafa annan olnbogann uppi á ísnum. Þegar hann kom upp i vakarhornið, lá hann þannig fyrir, að bakið vissi að skararbrúninni, en hann mikið til flatur ofan á vatninu. Þar kippti ég honurn upp á skörina. Fór ég síðan upp á forbergið og drö hann til mín á bakinu. Sjálfur hreyfði hann sig ekki hið minnsta. Ég taia nú húus og spyr, hvort hann geti staðið, og neitai’ hann því. Greip ég þá undir hend- ur hans og reisti hann upp, en hann reyndi ekki að bera fyrir sig fætur. Lét ég hann þá falla aftur og næ til hryssunnar, er staðið hafði grafkyrr í sömu sporurn, teymi hana að og læt manninn í hnakkinn og hoppa svo sjálfur upp á lend hennar og hugsa sem svo: ef til vill er enn til „tunnu- hestur“. Þessi er frásaga Karls Sigurðs- sonar sjálfs, næstum orðrétt, rit- uð skömmu eftir atburðinn. Tunnuhestar þeir, sem hann talar um síðast orða, voru þeir hestar, er borið gátu langar leiðir úr kaupstað 2 tunnur kornmatar eða 200 kilóa þunga, og voru stólpa- gripir. Karl reiddi Arnór meðvitundar- lausan heim í Knútsstaði á hnakk- nefinu. Byrði reiðhryssu hans mun hafa verið allþung, því um þessar mundir var hann sjálfur 118 kg., og hinn maðurinn alvotur úr ánni. Arnöri varð ekki meira meint við volkið í ánni en svo, að hann hresstist undra fljótt við ágæta hjúkrun á Knútsstöðum. En til meðvitundar kom hann ekki fyrr en eftir þriggja klukkustunda dvöl i heitu rúmi. Daginn eftir var hann ferðafær heim til sín, stirður nokkuð að vísu og illa hruflaður á höndum, þvi hann var berhentur og hafði brotið göt á ísinn með hnúunum til að fá handfestu áskörinni. Sjaldan er bagi að bandi né burðarauki að staf. Svo hefur ein- hver ráðdeildarmaður sagt endur fyrir löngu, og aðrir fyrirhyggju- menn siðan gert að spakmæli fyr- ir okkur hina. Það var því ekki tilviljun ein, að bóndinn á Knúts- stöðum tók með sér áð heiman allt sem þurfti svo að þessi snarræðis- lega björgun mætti lánast á síð- asta augnabliki: reiðtýgin, reið- skjótann, broddstafinn, skíðin og reipið. Ef eitthvað af þessu hefði vantað, var ferð hans ónýtisferð. Það var hin fumlausa for- sjálni, sem hér réð úrslitum, ásamt áræðinu. Þegar þetta skeði, stóð Karl á fimmtugu. Um leið og Karl var búinn að lýsa þessu miklu betur en ég gat gert með minu orðalagi, rifjaðist það upp fyrir mér að 1930 fór ég þarna yfir ána í svartamyrkri á góu eða einmánuði. Ég var að koma einhversstaðar sunnan úr sveit og var á heimleið. Datt mér þá i hug að koma við í Árbót einhverra erinda. Var á skiðum og renndi mér hugsunarlitið út á ána við hlið slóðar eftir hest og sleða án þess að reyna fyrir mér. Eftir lýsingu held ég að þetta hafi verið alveg á sama stað. Allt í einu tek ég eftir því að vatn hreyfist i gati rétt hjá mér. Eg var með broddstaf og þreifa nú fyrst fyrir mér með honum, svo gáfu- legt sem það var að gera það ekki fyrri. Finn ég þá að ég er kominn út á bráðónýtan is, og að þannig er hann allt í kringum mig. Ekki þýddi að reyna að ganga aftur á bak. Ekki þýddi að snúa sér við. En til allrar hamingju fann ég með stafnum ofurlítinn blett framan við skíðabeygjurnar eitt- hvað skárri. Þar lét ég brodd- inn bíta sig i og dró mig þangað á skiðunum, mest með handafli. Það létti á skíðunum. Þar nam ég staðar andartak og athugaði hvað gera skyldi næst. Að baki mér var isinn sá dæmalausi grautur, að ég er ekki enn farinn að skilja hvernig hann gat haldið mér uppi. Það sem eftir var leiðarinn- ar yfir ána gekk vel, því þar var ísinn ögn skárri og átti að heita gengur á skíðum. Svona getur Laxá verið fljót í ferðum við að bræða af sér á útmánuðum. Þetta ferðalag hefur liklega verið enn glæfralegra en för Kristjáns á Úlfsbæ yfir Skjálf- andafljót, eða eina hvísl þess, er hann fór á veika ísnum með Emil Tómasson við hlið sér. Emil var þá drengur. Þetta fer ég ekki, sagði strákur, hér eru eintóm göt. Stígðu bara á milli þeirra, sagði Kristján og hélt áfram eins og ekkert væri. Fljótsísinn var víst haustis. Útmánaða-ís er allt annar Is. Hann er svikaís, þó hann reyndist mér þarna betur en ég átti skilið. Frá heimsku minni hef ég engum þorað að segja til þessa. Nú er það orðið óhætt. Karl var sonur Sigurðar Guð- mundssonar, sem viða var getið á hans tið. Um skeið var hann t.d. bóndi á Þeistareykjum. Hann var atgervismaður, rammur að afli og ráðagöður. Móðir Karls var Guð- finna Jónsdóttir frá Kraunastöð- um, mikil þrekkona. Hann var kvæntur Sigríði Kristjánsdóttur frá Knútsstöðum. Hún var smá vexti, en hann allra manna mest- ur á velli. Engin vandalaus kona held ég að hafi blessað mig eins vel og hún, er ég kom til hennar eitt sinn þegar hún var orðin há- öldruð og farin að heilsu. Sú blessun hefur dugað mér frant á þennan dag. Karl var mikill vinur vina sinna, en gat orðið þungur á báru, væri honum misgert, sem sjaldan var, en fór vel með. Hann varð bráðkvaddur heima hjá sér 20. nóv. 1964.74 ára gamall.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.