Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 12
Bærinn að Ytra-Marlandi. Ævin — Ég fæddist að Lundi f Fljótum 3.6 1887. Olst þar upp til 11 ára aldurs. Þá fluttust foreldr- ar mínir út aö Enni á Höfða- strönd. Þaðan fóru þau yfir á Skaga að Syðra-Marlandi. Þar var ég heimasæta i 4 ár. — Þá fór ég að flækjast út. Fór fyrst í kaupavinnu að Völlum í Hólminum. Réðst um haustið í vetrarvist í Þverárdal í Laxárdal i Austur-Húnavatnssýslu. Þar fann ég þetta mannsefni mitt. Árið eft- ir fór-ég til Elínar Briem, sem var verzlunarstjórafrú á Sauðárkróki. Ég lærði mikið hjá henni, enda var hún mikið á undan sinni samtíð. Búin að sigla og allt. — Eftir árið fór ég vestur aftur. Mannsefnið var þá komið i vinnumennsku og við vorum í 3 ár í húsmennsku i Bólstaðarhlíð. — Eftir það fluttumst við aftur norður, þá að Breiðstöðum i Skörðum og vorum þar eitt ár hjá systur minni. — Þá vildi Brynjólfur i Þverárdal endilega, að Jón kæmi aftur. Þeir voru báðir bráðlyndir og samdi ekki alltaf vel, en perluvin- ir samt. Nú höfðum við 'á af jörð- inni til ábúðar, leigðum okkur kú og bjuggum þarna í 2 ár. Þá var jörðin seld, og við fluttumst á fjallakotið Valabjörg i Skörðum. Þar vorum við í 7 ár. — Eftir þessi sjö ár á Vala- björgum fluttumst við i nábýli við fólkið mitt út á Skagann, að Ytra Marlandi. Þar voru við í fimmtán ár, en skutumst nöggvast að Neðra-Nesi, sem er næsti bær, en fluttumst svo aftur að Ytra- Marlandi. Við fluttumst svo að Sauðárkróki árið 1939. Hér hef ég verið siðan. — Jón vann alltaf mikið út frá heimilinu. Hann fékkst við smíðar hér og þar, og eftir að við fluttumst á Sauðár- krók, hélt hann því áfram. — Jón var fílhraustur maður mestan hluta ævinnar, þótt hann þyrfti síðast að ganga við tvo stafi. Hann var vel hagmæltur og átti mikið af vísum. — Nei, honum kom áreið- anlega aldrei til hugar að gefa þetta út. — Annar drengurinn er fæddur I Bólstaðarhlíð, hinn i Þverárdal og dóttirin á Vala- björgum. — Freysteinn er sjómaður, Angantýr innheimtu- maður og Marin gift verkamanni I Reykjavík. Freysteinn eignaðist einn son, Angantýr þrjár dætur, en Marin tvo syni, og ellefta lang- ömmubarnið var að fæðast núna. Synirnir eru báðir skírðir út f loftið, en Marín er móður nafnið mitt. Það hefur verið lengi i ættinni, — Baldvina líka, en það er seinna nafnið hennar. — Síðan ég varð ekkja 1960, hef ég verið á veturna fyrir sunnan hjá þeim Marínu og Angantý til skiptis. Ljósmyndir f rá liðnum tíma Þetta er I stuttu máli ævisaga Guðrúnar Árnadóttur frá Lundi, konunnar sem gaf fyrstu bók sína tit, þegar hún var 55 ára. Hún varð metsölubók á Islandi, og svo hefur orðið um flestar þær bækur hennar, sem á eftir komu. Þegar þetta fyrsta hefti Dalalífs kom út, var sagan lesin upphátt á æskuheimili mínu. Og vetrar- maðurinn var svo spenntur i sög- unni, að hann gleymdi að gefa kúnum kvöldgjöfina. Síðan eru mörg ár, og Guðrún hefur gefið út margar bækur. Mörgum hnútum hefur verið til hennar kastað, og þeir, sem kannski aldrei hafa lesið staf eftir hana, hafa þótzt þess umkomnir að kalla bækur hennar „kerlinga- bækur," i neikvæðri merkingu. Hver listneytandinn af öðrum hefur étið upp eftir hinum kald- hæðnar skemmtisögur um höfund, sem þeir þekktu ekki af öðru en fáryrðum hvers annars. En meðan þessir menn gáfu út bækur sem fáir lásu og biðu eftir almenningshylli hinum megin, hélt Guðrún áfram að gefa út sög- ur sínar hjá Gunnari í Leiftri, og þjóðin gleypti þær í sig eins og heitar lummur. Ég hafði sjálf ekki lesið neitt eftir Guðrúnu, nema heyrt þessa einu bók í blárri æsku þar sem sagði frá Jóni á Nautaflötum og Þóru I Hvammi. En það vakti for- vitni mina, hvernig sú kona væri, sem hefði drifið sig i það upp úr miðjum aldri að gefa út bækur og hefði með þeim náð þessum tökum á lesendum sínum, sem raun ber vitni. Það var engin leið að fá bækur hennar lánaðar á bókasafninu, því alltaf eru þær í útláni. Fyrir kunningsskap fékk ég léð seinni heftin af Dalalífi hjá opinberri stofnun, sem á bókasafn, en fyrsta heftið fyrirfannst ekki. Af eintómri rælni spurðist ég fyrir um þetta fáséða eintak á Iæknis- fræðibókasafni Borgarsjúkra- hússins. Kristín Pétursdóttir, bókavörður, sagði, að safninu hefði verið gefin ein bók eftir Guðrúnu frá Lundi, en harla ólík- legt væri, að það væri þessi bók. Það skaðaði þó ekki að gæta að þvi. Og Kristfn dró fram fyrsta hefti Dalalffs, þar sem verðið stóð krotað á saurblaðið, 30 krónur. Og ég settist við að lesa um Ilfið í norðlenzku sveitinni um alda- mótin siðustu. Dalalíf hefst að vísu skömmu eftir miðbik siðustu aldar, en á tiltölulega fáum sfðum gerist það, að Jakob bóndí á Nautaflötum giftist Lísibetu prestsdóttur frá Felli, þessari Iíka mekis konu. Þau bíða eftir fyrsta MYNDIR ORLÍFI DALAFÓLKSINS Hölmfríöur Gunnarsdöttir rœöir viö Guörúnu frö Lundi barninu, sem kemur eftir nokkurra ára hjúskap. Þetta barn er Jón Jakobsson, sem verður að fulltíða glæsilegum kvenna- og drykkjumanni f nokkrum köflum. Æskuleikir þeirra Jóns, og önnu litlu fóstursystur hans og Þóru í Hvammi verða að æsku- ástum, sem aldrei fölna á þeim þúsundum blaðsíðna, sem framundan eru. Eftir þetta fjallar sagan um lífið og dauðann í sveit- inni, hversdags og hátlðir þessa fólks, sem ýmist býr við auð eða fátækt, en allir berjast sömu bar- áttunni við örlögin, sem ýmist eru blíð eða stríð á öllum bæjunum. Æskuástin, sem Þóra ber í brjósti til Jóns, deyr aldrei, en hún berst gegn henni með öllum tiltækum ráðum, beitir vopni skynsemdar og skyldurækni, en það er eins með ástina og eldf jöllin. Eldurinn leitar út um sfðir, þótt fjallið sé gróið og hafi getað kæft eldinn I þúsund ár. Jón líkist möður afa sínum og ef til vill er þessi stillti maður hann Jakob alls ekki faðir hans, heldur stúdentinn, sem gisti á Nautaflötum einn vetur og kætti Lisibetu. Jón er augasteinn móður sinnar en drabbari, glæsi- menni og kvennagull. Hjónaband þeirra Lisibetar og Jakobs var til eftirbreytni, enda var hún ein- stök kona, sem öllu réð I sveitinni með mildi og góðverkum. Anna, fósturdóttir hennar, sem varð eiginkona Jóns, var alla tið veikbyggt blóm. Hún varð alltaf þreytt í fótunum og þurfti að leggja sig á daginn. Hijn þoldi enga vinnu en sat yfir saumum og bókum og vildi alltaf hafa mann- inn sinn fyrir augunum, nema þegar hann var drukkinn. En hún þorði ekki að snúa sér frá honum þá: „Hvað mundi hún mamma segja." Þóra í Hvammi er andstæða hennar að öllu leiti: Gildvaxin og sterk með dökkar, þykkar fléttur. Hún var skapstór en drengur góð- ur eins og Bergþóra á Bergþórs- hvoli. Fleiri persónur koma við sögu, en þetta fólk er uppistaða verksins alls. Guðrúnu Árnadóttur hefur verið legið á hálsi fyrir það, að það sé alltaf verið að drekka kaffi f bókunum hennar. Ég fór norður til að hitta hana og dvaldist tvo daga hjá vinum mínum á Sauðár- króki. Þar var alltaf verið að drekka kaffi. Það voru alltaf ein- hverjir að koma og fara þessa tvo daga. Nú kom fólk til þess að nota sfmann, tala um pólitfk eða reka inn nefið. Lífið er svona ennþá. Svarið við þeirri spurningu, hvers vegna bækur Guðrúnar frá Lundi urðu svona fádæma vinsælar frá fyrstu tíð, liggur á borðinu. Dala- líf ér sönn lýsing á lifinu I sveit- um landsins á þessum tfma, sem hún þekkir út og inn. Það er engu bætt við, ekki dregið úr neinu. Þær eru ekki kvikmyndir um vandamál, — það er ekkert sér- stakt tekið til umræðu né neinn sérstakur boðskapur fluttur. Þær eru eins og Ijósmyndir frá liðnum tima. Hafa ekki allir þá reynslu, að það er gaman að skoða myndir af fólki, sem við þekkjum? Við ger- um þá ekki ýkja háar kröfur til ljósmyndatækninnar, ljósmagns eða skugga. Það skiptir jafnvel ekki höfuðmáli, þótt eitthvað vanti á einhvern á myndinni. Við ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.