Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 7
Lagt á borð og ieikiS sór i dagheimilinu Lyngási. — I sérkennslumiðstöðinni er gert ráð fyrir, að starfi sérmennt- að uppeldisstarfslið, sem gerði þjálfunaráætlanir í samræmi við þroska barnsins. Miðað er við, að þessi þjálfun fari einkum fram í heimahúsum með ýmiss konar leiktækjum og námsgögnum, sem stofnunin lánaði foreldrunum, og þessu yrði fylgt eftir með stöðugri aðstoð og ráðgjöf. Þegar barnið kemst á forskólaaldur er það í verkahring þessarar stofnunar að skapa því viðeigandi náms- aðstæður í forskóla, en ég tel það skyldu samfélagsins að sjá van- gefnum börnum á aldrinum þriggja til sex ára fyrir forskóla- vist, ef foreldrar þeirra æskja þess. — Er nauðsynlegt að hafa sér- staka forskóla fyrir þessi börn eða geta þau að einhverju leyti fallið inn í hið almenna kerfi? — Það þyrftu að vera til ýmsir valkostir í samræmi við þroska og heilsu barnanna. Sum börn má vista á venjulegum dagvistunar- stofnunum, og þar er um tvennt að velja, einstaklingsblöndun eða hópblöndun. I fyrra tilvikinu er eitt vangefið barn látið á deild með heilbrigðum börnum, en i annan stað væri sérstök deild fyr- ir þroskaheft börn á venjulegri dagvistunarstofnun, og þeim van- heilu blandað saman við heil- brigðu börnin eftir þvi sem við yrði komið. Þetta þýddi það að efla þyrfti starfslið á viðkomandi stofnunum og gera ýmsar ráðstaf- anir, því að slíkt fyrirkomulag hefði i för með sér mjög aukið vinnuálag. Hins vegar er þetta mjög heppilegt, þar sem það stuðlar að auknum samskiptum ólíkra einstaklinga. í þriðja lagi má gera ráð fyrir sérstökum forskóla fyrir vangefin börn, og slikur skóli er t.d. ráð- gerður í Lyngási. I fjórða lagi koma svo sérstakar forskóladeild- ir í tengslum við skóla, eins og verð.ur til að mynda við Öskjuhlíð- arskóla, og fimmta leiðin er loks einstaklingskennsla á sjúkrahús- um og í heimahúsum. Það er mjög mikilvægt, að náið eftirlit sé haft með því að börnin hafi jafnan verkefni við sitt hæfi, og ýtt sé undir þroskann með al- hliða þjálfun. — A forskólakennslan kannski einkum að miða að því, að koma börnunum inn í hið almenna skólakerfi? — Möguleikarnir á því eru hverfandi litlir. Vitaskuld verður að gera viðeigandi ráðstafanir gagnvart þeim börnum, sem horf- ur eru á að geti aðlagazt samfélag- inu i heild, en þorri vangefinna barna hefur ekki tök á því. Þess vegna hlýtur markmið kennslu þeirra að vera annað en i hinu almenna skólakerfi. Hið almenna markmið kennslunnar er m.a. það að búa börnin undir líf i sam- félagi og að aðlaga þau eins stóru samfélagi og unnt er, heimili, skóla, vernduðum vinnustað eða hæli. Örlítið samfélag, eins og t.d. deild á hæli krefst talsverðrar að- lögunar, ef vel á að vera. Barnið þarf að aðlagast öðru vistfólki, starfsfólki, staðháttum og síðast en ekki sizt þarf það að aðlagast sjálfu sér og gera sér grein fyrir skynjunum sinum og þörfum. Þetta eru sjálfsagðir og eðlilegir hlutir í augum heilbrigðs fólks, en það getur kostað mjög mikið átak af hálfu foreldra og kennara og ekki sftt barnsins sjálfs að ná t.d. valdi á undirstöðuatriðum hreinlætis og hirðu. Kennslan þarf að vera í samræmi við eðli og þarfir nemendanna, stuðla að al- hliða þroska þeirra og veita þeim hagnýta þekkingu og færni hverjum eftir sinni getu og hæfi- leikum. Svo á hún einnig að hafa sértæk markmið, sem eru eins fjölþætt og margvisleg og ein- staklingarnir eru margir, en meg- inatriðið er að draga úr áhrifum meðfæddra hamlana á nám og að- lögun og kqma einstaklingnum til eins mikils þroska og framast er unnt. — Það er sjálfsagt ekki hlaupið að því að framkvæma þetta. — Kennsla og þjálfun van- gefinna er mikið vandaverk og þarf að vera unnið af sér- menntuðu fólki, ef vel á að vera. Þar kreppir skórinn að hjá okkur, því að hér á landi er slfka sér- menntun hvergi að fá og allar leiðir til framhaldsnáms lokaöar t.d. fyrir fóstrur og þroskaþjálfa, sem áhuga hefðu. En það er nauð- synlegt að fara að hefjast handa um úrbætur í þessu efni og það er ekki aðeins I þágu hinna van- gefnu og aðstandenda þeirra, heldur ekki siður þjóðfélagsins í heild. Með þvi að fara skynsam- Iegar leiðir i þessu uppeldisstarfi sparast mikil verðmæti, og önnur verðmæti skila sér síðar meir, þegar vangefið fólk getur í aukn- um mæli tekið þátt í störfum þjóð- félagsins. Stór hópur þeirra getur tekið að sér einföld störf, ef rétt er á málum haldið. — En hvernig getur námstil- högun verið? — Eins og ég gat um áðan hafa Svíar markað mjög heppilegar leiðir varðandi nám vangefinna, sem ég hygg, að við getum stuðzt við f öllum aðalatriðum. I for- skólanámi er gert ráð fyrir fimm meginþáttum, sem eru tjáskipti, skynþjálfun, hreyfifærni, skapandi athafnir og loks svo- kölluð ADL-þjálfun, en sú skammstöfun merkir athafnir daglegs lífs. Við þennan þátt er stöðugt lögð meiri rækt, en hann er margslunginn og miðar að því að gera barnið meðvitað um sjálft sig, þjálfa færni þess í daglegum athöfnum, þannig að það verði á fullorðinsaldri sjálfbjarga á heimili, í vinnu og við tómstundir. Þessi þjálfun er stunduð gegnum allan grunnskólann, eftir þvi sem við á og svarar til þroska barns- ins, og það gefur auga leið, að slík kennsla er hagnýtari en tima- frek lestrarkennsla, sem er oft tilgangslítil sóun á orku nemendanna. — Er þá ekki gert ráð fyrir lestrarkennslu i grunnskólanuni — Jú, að vfsu, en með öðrum hætti en tiðkazt hefur. Mikil rækt er lögð við þá þætti móðurmáls- kennslunnar, er miða að mál- skilningi og þjálfun i munnlegri tjáningu. Sjálf lestrarkennslan fer hins vegar einkum fram með orðmyndaaðferð, þannig að valin eru algeng orð, sem hafa hagnýta þýðingu, svo sem leiðbeiningar- orð á skiltum o.þ.h. Yfirleitt er látið hér við sitja og er ástæðan sú, að venjulegar lestrarkennslu- aðferðir henta sárafáum vangefn- um börnum og þótt takast megi að gera þau stautfær, hafa þau að jafnaði ekki þroska til að lesa venjulegan texta með skilningi. Þau ná einfaldlega færni í að breyta leturtáknum í hljóðtákn, en eru að öðru leyti jafnnær. Ekki hefur heldur þótt hentugt að eyða iniklum tíma í skriftarkennslu, og látið er nægja að kenna börnun- um að skrifa nafnið sitt. í reikningskennslu er einnig reynt að miða við það, sem að gagni getur komið t.d. stærðir, form og lág talnagildi. Loks er kennd ein- föld samlagning og frádráttur. Framhald á bls. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.