Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 5
Alice var bam jassáranna og biðin eftir landkönnuðinum var löng. Stanley varð ástfanginn t 1 7 ára New-Yorkstúlku, Alice Pike, dóttur iðnjöfursins Samuel Pike. Hún lofaSi að giftast honum og myndina lengst til vinstri bar hann alltaf á sár I leiðangrinum. En hún var glaðvært barn jassáranna og biðin eftir Stanley varð of löng. Hún brást honum og giftist auðugum iðnrekanda. Árið 1925 þegar Alice var orðin ekkja gift aftur miklu yngri manni og skilin — gerði hún portrettið af Stanley, sem sést hér að ofan. Myndin I miðju sýnir Alice á Sextugsaldri, þá var hún vel þekkt sem málari, leikritaskáld og samkvæmishetja Gatsby-timans I Washington. Hún varð bráðkvödd i leikhúsi 1931. hvitra manna, en þó var eins og fagnaöartilfinning gagntæki leið- angursmenn. Loks var fljótið far- ið að renna í suðurátt. Frank Pocock hætti að syngja sálma, en sá ávani var farinn að fara í taug- arnar á Stanley. Zansibararnir hugðu vel til þess hve mikla pen- inga þeir myndu fá fyrir allt það fílabein, sem þeir höfðu tekið her- fangi í bardögum undanfarið. En fögnuðurinn var skamm- vinnur, þvi að einn daginn árla morguns réðust að þeim 80 bátar. Tveimur spjótum var skotið að Pocock, sem náði að grípa annað þeirra. Stanley greip þegar í stað til fíla-byssu sinnar og skaut göt á stafna fjögurra báta, sem nálguð- ust hann. Vatn fossaði inn og brátt börðust tveir tugir sjó- manna um i straumnum. Pocock lýsti hinni snöggu orustu þannig: „Við sögðum þeim að fara burt, en þeir vildu berjast. Við gerðum það fyrir þá fljótt og vel.“ Eftir þetta varð áhættusamt að fara í land eða reyna að skiptast á vörum við þorpsbúa. Þeir voru oft drukknir af pálmavíni eða öli og kröfðust geypilegs verðs i skelj- um og glerkúlum fyrir matvörur. Stanley gerði sér ljóst sér til hrellingar, að það varð æ erfiðara að bregðast við leikni og hugrekki þeirra Afrikubúa, sem réðust á þá. Þær fjórar byssur, sem þeir höfðu fagnað sem votti um eitt- hvert samband við siðmenning- una að vestan, voru þá ekki þegar á reyndi góðs viti. Enda þótt gaml- ar byssur, fylltar af nöglum og járnarusli stoðuðu litt gegn hríð- skotabyssum, væri þó auðveldlega hægt að koma leiðangrinum að óvörum með mikilli og sam- ræmdri árás. Einn bardaginn stóð í fimm klukkustundir. Seinni helming febrúarmánað- ar fylgdi leiðangurinn Congo á suð-vestur leið þess, og stundum rann það reyndar nær beint í suð- ur. Stanley tók afstöðuna dag hvern við nónbil og sá, að hann væri aftur kominn nokkuð suður fyrir miðbaug. Fljótið hafði greinilega lokið við að fara hinn mikla boga í norður og stefndi nú hiklaust.Til sjávar. A hverjum degi sá hann aukinn vott um verzlun við ströndina. Bátalestir reru á móti strautnnum, og á mörkuðum þorpanna gaf að líta ódýra bolla, bakka, sirs (mislitt bómullarefni) og spegla. En þó voru slík merki um utanaðkom- andi áhrif villandi, og Stanley sá mann, sem dæmdur hafði verið fyrir galdra, vera hent út í fljótið með hendurnar bundnar fyrir aft- an bak og með munnkefli. Þegar böðullinn ýtti honum út yfir borð- stokkinn, hrópaði hann: „Ef þú ert töframaður, láttu þá fljótið þorna og bjargaðu þér sjálfur." Fórnarlambið var dregið niður eftir straumnum, þangað til krókódíll renndi sér frá bakkan- um og dró hann undir yfirborðið. 1 marzbyrjun kom ieiðangurinn til Bolobo, miðja vegu milli nyrzta punkts fljótsins og sjávarins. Höfðingi þess svæðis var Chum- biri, sem Stanley heiðrar með nafninu „konungur". Það var auðvelt að stofna til vináttu við hann: Chumbiri var áhugasamur um viðskipti, leiðangurinn skorti matvæli og hin ræktuðu hæðar- drög nálægt fljótinu sýndu, að íbúarnir væru reyndir bændur. Fóstbræðralög voru stofnuð og skipzt á blóði, og konungurinn lofaði leiðangrinum leiðsögu- mönnum á leiðinni til strandar. Chumbiri tókst að telja Stanley á að láta sig fá yfir 1000 sæskeljar og nokkrar lengjur af klæðum, sem leiðangurinn mátti illavið að missa, til endurgjalds fyrir leió- sögumenn til strandar. En þaó virtist sjá fyrir endann á ferðinni, og Stanley vildi allt til vinna að flýta því, að leiðangurinn kæmist að Atlantshafi. En leiðsögumenn- irnir, sem voru undir stjórn elzta sonar Chumbiri, reyndust óáreið- anlegir og yfirgáfu Stanley löngu áður en þeir höfðu lokið ætlunar- verkinu. En þau vonbrigði milduðust þó af landfræþilegri uppgötvun. Að morgni 12. marz 1877 kom leið- angurinn út úr klettabelti, þar sem apar léku í trjánum, inn á viðáttumikið, hringmyndað stöðu- vatn. Um þúsund mílum fyrir neðan Stanleyfossa hafði Congo breitt úr sér svo mjög, að vart sást frá öðrum bakkanum til hins. I miðju vatninu voru sandeyjar, þar sem fiskimenn gerðu að net- um sinum. Frank Pocock tók kiki Stanleys og klifraði upp á hæð til að litast um. Vatnið var umlukt hæðum, svo langt sem séð varð. Leiðangursmenn voru þreyttir og nær dauðir úr hungri, en við sýn þessa breiða, lygna stöðu- vatns jókst þeim sálarkraftur. Stanley ákvað að heiðra sjálfan sig sem landkönnuð í annað sinn. Fossana í þúsund mílna fjarlægð hafði hann kallað Stanleyfossa og nú gaf hann hinu nýfundna vatni heitið Stanley Pool. Leopoldville var síðar reist á bökkum Stanley- vatns. Hann hraðaði sér sfðan til að kanna fossana, sem voru skammt undan — nið hins fyrsta mátti heyra frá suðurenda vatnsins. Auðveldlega mætti sneiða hjá röð af fossum, sem væru dreifðir á nokkurra mílna svæði, eins og svo giftusamlega hafði tekizt i janúar. Eftir mánuð eða innan við það kynni leiðangurinn að ná til Boma, sem var verzlunarstaður, sem Stanley vissi að nokkrir Evrópubúar byggju i og þangað komu skip af hafi. Hin „stranga og langa ferð“ væri loks senn á enda. Hýr i bragði þrátt fyrir mat- arskortinn undirbjó hann nú flutning á Lady Alice og hinum bátunum niður með fossunum. Þetta var upphaf martraðar, hinna mestu hörmunga, sem höfðu nær tortímt leióangrinum á síðasta áfanga hinnar 7000 milna löngu ferðar gegnum Afríku. En þó hefði stutt könnun, um það bil 50 mílna könnunarferð, leitt í ljós, að áætlunin myndi verða mönnum hans ofraun. Kannski var hann svo óskap- lega tregur við að yfirgefa fljótið, þar sem hann hafði fylgt þvi svo lengi gegnum margs konar hætt- ur og ævintýri. Dómgreind hans hefur ef til vill verið farin að bila við leiðarlok og aðeins ósveigjan- leiki hans fengið hann til að reyna hið ómögulega. Barátta hans við fossana stóð í fimm mánuði, og á þeirn tíma fór leiðangurinn 180 mílur. Stundum þeyttust bátarnir i straumiðunni eða þeir voru dregnir með erfiðis- munum um brattar hlíðar. Hinn sífelldi hái niður fossanna tók á taugarnar. Stanley likti hávaðan- um við tvær eimlestir, sem mætt- ust i jarðgöngum. Hungrið svarf að leiðangursmönnum, þvi að þótt þorpsbúar kæmu fram með friði, heimtuðu þeir okurverð fyrir matvæli. Stundum varð jafnvel að láta byssu fyrir kjúkling. Eftir því sem málin vönduðust, kom það betur í ljós, að Pocock var eigi aðeins aðstoðarmaður leiðangursstjórans að nafni, held- ur og hans jafni, þannig að ef til vill bjargaði hann þvi, að Staniey gæfist upp. Þeir höfðu rætt um þann möguleika sín á milli, að dauðinn hrifi Stanley á undan Pocock, og því hafði Stanley geng- ið frá öllum sinum skjölum og búið Frank Pocock undir það að taka við stjórninni, ef hann yrði einn eftir. A þeim þrjátíu mánuð- um, sem þeir höfðu verið saman, hafði hinn ungi maður unnið sig upp frá þvi að vera þjónn til þess að verða náinn og hollur vinur. Einu umtalsverðu áhyggjurnar, sem Pocock hafði af sjálfum sér, voru kýli á fótum, en síðustu skórnir hans höfðu verið gengnir til hinzta skrefs, svo að hann var orðinn berfættur í lokin. Og svo fór, að fætur hans rugluðu höfuð hins hrausta og trausta manns og hann hvarf í djúpið í straumiðuna fyrir ofdirfsku, sem hafði nær tekið marga með honum i svelg- inn. Þetta varð Stanley slíkt áfall að hann missti nærri því áhugann á þvi að halda áfram. Enda drukknaði einnig „kjörsonur" hans, Kalulu, ásamt fimm mönn- um öðrum nokkru áður. Að kvöldi hin „dökka, dapra dags“ skrifaði hann langa og sam- hengislausa lýsingu á dauða vinar sins. Þremur árum áður hafði hann tekið mynd af þeim Edward Pocock, Frederick Barker og Kalulu, og Frank Pocock — og nú var enginn þeirra á lifi lengur. Leiðangurinn reyndi að berjast áfram, en það var eins og allur þróttur og áhugi væri á þrotum. 31. júlí 1877 var tekin ákvörðun við fossadrögin Isangila: „Við höfum ákveðið að yfirgefa fljótið, þar sem við getum ekki staðið i bardögum lengur." Og til aó sýna hinn hinzta virðingarvott var Lady Alice dreginn upp á hæð, þaðan sem sjá mátti yfir fossana, til að fúna þar og rotna i sólinni. I þorpinu Nsanda skrifaði Stan- ley bréf, sem hann fól þremur sterkustu og hollustu mönnum sinum — Kachéché; Uledi og Muini Pembe. Til liðsinnis þeim skyldi einnig fara Robert Feruzi, sem hafði verið alinn upp í trú- boðsstöð og talaði góða ensku. Þeir skyldu hraða sér sem mest þeir mættu, til Boma, og lif þeirra sem eftir væru, væri komið undir árangri ferðar þeirra. I bréfinu skýrir Stanley frá ferð sinni og staðsetningu 115 mannvera, sem enn séu á lífi, og stílar það til hvers þess, er málið skilji, og biður um aðstoö. Hann undirritar það þannig: „Yðar ein- lægur Henry M. Stanley, stjórn- andi ensk-amerisks leiðangurs i Afríku. P.s. Kannski kannizt þið ekki við nafn mitt, og því vil ég bæta því við, að ég er sá, sem fann Livingstone 1871. HMS.“ Stanley skrifaði kjarna bréfsins einnig á frönsku og spönsku og bað þá svo að fara vel. Að kvöldi 7. ágúst heyrði Stan- ley mikil hróp — tveir manna hans voru að koma með matvæli og annað, sem hann bað um i bréfinu. Leiðangrinum var bjarg- að. Banhungrað fólk tók til matar. Og þar kom lika te og brauð og þrjár flöskur af öli, en Stanley hafði einnig minnzt á slíkan mun- að i bréfi sínu, sem ef til vill hefði orðið hans siðasta. Eftir tvo daga var leiðangurinn kominn til Boma og þaðan lá leið- in auðveldlega til ósa hins breiða, skollita fljöts, sem hafði valdið þeim svo mikilli angist og kviða og dauða. I ágústlok 1877 var svo leiðangurinn fluttur í portúgölsk- um fallbyssubáti til Luanda, höf- uðborgar Angola, en þaðan sendi Stanley sumar af frægustu frá- sögnum sínum af ferðinni. Stan- ley var heiðursgestur iandsstjórn- arinnar við stórveiziu þar, og vel var séð urn leiðangursmenn hans á kostnað portúgölsku stjórnar- innar. Þegar Stanley kom til Höfða- borgar í október, fékk hann að vita til fullnustu, hvílika feikna athygli ferð hans hafði vakið i Evrópu og Ameriku. Hún var sögð mesta landkönnunarferð ald- arinnar og á hann hlóðu lofi Afríku-farar á borð við Burton, Baker og Grant. Konunglega land- fræðifélagið sagði, að enginn kæmist til jafns við Stanley, og Agnes Livingstone elzta dóttir hins mikla trúboða, lýsti þvi yfir, að hjarta hennar væri fullt unað- ar og þakklætis. Visindafélög kepptust við að ausa hann lofi, og fjölmiðlar gleyptu við hverju orði af hans vörurn. Kramhald á bls. 16 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.