Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 11
ÞJÖÐ- MINJAR Eftir Þör MagnQsson þjöðminja- vörö „En á brjósti breiSa steina", segir í Þryms- kviSu þar sem lýst er þvi, hversu æsir bundu Þór brúSarlíni áður en hann færi i Jötunheima I gervi Freyju. Öll er lýsíngin næsta ferleg í kvæSinu endá vist frekar ætlazt til aS frásögnin skemmti mönnum en að hún skyldi vera trúverSug. Þeir breiðu steinar, sem lágu á brjósti Þórs og hjálpa skyldu til að gera hann kvenlegan, eiga l(k- lega aS tákna steinasörvi, sem algeng voru til forna sem skartgripir. Þau voru eins konar perlufestar, bornar um hálsinn, en perlurnar, eða tölurnar, sem eðlilegra er að kalla þær, voru tíðast úr gleri, Ljósm. Gísli Gestsson. en einnig alloft úr rafi og jafnvel úr agati og bergkrístöllum. Slik steinasörvi finnast alloft i kumlum, einkum konukumlum, en einnig stundum i kumlum karla. Þá finnast einstakar tölur alloft í mannvistarleifum frá vikingaöld, enda hafa steinasörvin þá mjög verið í tízku svo og á timunum fyrir vikingaöld. Tölurnar liggja í gröfunum á hálsi hins framliðna, hafa yfir- leitt verið margar saman, en fyrir kemur, að þær hafi aðeins verið örfáar, jafnvel ein og þá nokkuð stór, og er það algengara þegar um karlmenn er að ræða. En karlmenn hafa þó fremur sjaldan borið slíkar tölur eftir haugfé að dæma, og má þó nefna, að í HeiSar- víga sögu segir, að Barði Guðmundsson hafi boriS sörvi. Langflestar eru tölurnar úr gleri, tíSast bláu, og frekar smáar. Stundum eru þær aflangar og liSskiptar, eins og margar tölur sam- an, stundum þá slifraSar innan. Sumar tölurnar eru allstórar og þá jafnvel marglitar, mislitt gler brætt saman, eins konar mósaik. — Sennilega eru glertölurnar gerSar suSur í Rínarlöndum, i Karlunga- ríkinu, þar sem slik gler- iSja var mikil. Veglegustu tölurnar eru yfirleitt þær, sem eru úr rafi, þessari gulleitu, stein- gerSu trjákvoSu, sem hefur alla tíS, allt frá stein- öld og til vorra daga, veriS eftirsótt í skartgripi. Raf finnast i rikum mæli á ströndum Eystrasaltsins, einkum í baltnesku löndunum, og rekur oft vestur á JótlandssiSu, og norrænir menn hafa á vikingaöldinni notaS rafiS í stórum stil i sörvistölur, og er þá nafniS steinasörvi, sem djásniS hét til forna, auSskiliS. Steinasörvin hafa veriS hin fegurstu djásn þar sem þau héngu um háls kvenna og karla, marglit og skín- andi. Ein og ein framandi tala hefur veriS þar á meðal, úr agati, surtar- brandi eSa jafnvel beini, og þá hefur heldur ekki veriS ótitt, aS boraS væri gat á STEINA- SÖRVI silfurpening og hann sett- ur á sörviS meS tölunum. SörviS, sem hér er mynd af, er fundiS i kumli forn- manns í Reykjaseli á Jökuldal. ÞaS er óvenju- legt, bæSi fyrir þaS, aS hér eru raftölurnar nær helm- ingur, eSa fimmtán talsins á móti nitján glertölum, en þó einkum fyrir hitt, aS karlmaSur skyldi bera svo stórt sörvi, þar sem venjan var aS þeir bæru aSeins örfáar tölur, ef þeir báru þær á annaS börS. En hér var örugglega um aS ræSa karlmannskuml, þaS sýndi beinin og annaS haugfé, sem var hnifur, brýni, spjót og járnhringur, semsagt greinilegt haugfé karl- manns. Þetta var 1 gi 8. Þór Magnússon. Þœttir úr sögu íslenzkrar sköklistar Eftir Jön Þ. Þör í síðasta þætti var fjallað nokkuð um skák á íslandi á 17. öld. Frá 18. öldinni eru heimildir um skákiðkun hér á landi mjög af skornum skammti. Höfundar ferðabóka um ísland minnast þó öðru hvoru á skákiðkun fslend- inga og segja þá góða skákmenn. Á meðal þessara má nefna þá Eggert Ólafsson og Bjarna Páls- son. Um skákiðkun á 19. öld eru heimildir öllu meiri, og þó ekki fyrr en kemur fram yfir miðja öldina. Bezta heimildin, sem ég hef fundið, er greinarkorn, sem Þorvaldur Jónsson læknir á fsa- firði ritaöi í skákttmaritið „i upp- námi", 2.»tbl. 1901. Þar segist Þorvaldur hafa byrjað að iðka skák um 1850 og kveðst hafa kynnst flestum þeim skák- mönnum sem beztir voru í Reykjavik fram til 1863, en þá fluttist hann til fsafjarðar. Af orð- um Þorvalds má ráða, að skák- iðkun hafi verið nokkur I Reykja- v(k fyrir 1850, en flest bendir til að skákin hafi fyrst og fremst verið íþrótt „betri borgara". Þor- valdur segir I grein sinni, að skák hafi verið iðkuð af bæði bæjar- búum og skótapiltum og var heimili Þorvalds helzti samkomu- staður skákmanna. Þorvaldur var sonur Jóns Guðmundssonar al- þingismanns og ritstjóra Þjóðólfs. Fróðlegt er að sjá hverja Þor- valdur taldi verið hafa beztu skákmennina um miðja 19. öld. Bezta skákmann fslands telur hann hiklaust hafa verið sr. Stefán Thordersen. Hann varð stðar prestur ( Vestmannaeyjum og drukknaði þar árið 1889. Þor- valdur segir sr. Stefán hafa tefit blindskák og þótti það mikið af- rek á þeim tima. Auk sr. Stefáns taldi Þorvaldur þá Pétur Péturs- son biskup, Jón Pétursson háyfir- dómara og Smith konsúl hafa verið öflugustu skákmennina ( Reykjavlk um miðja slðustu öld. Af frásögn Þorvalds má ráða, að skák hefur verið iðkuð til ánægju, og Ktt munu menn hafa verið lærðir'i skákfræðum. Hann segir litið hafa verið til af skák- bókum og ekki kveðst hann vita til þess að aðrir en hann sjálfur hafi átt þær ( Reykjavlk. Lands- bókasafnið átti eitthvað af skák- bókum, en litið mun það hafa verið. Þorvaldur Jónsson var einn af helztu brautryðjendum skáklist- arinnar á fslandi. Hann kom sér upp allgóðu skákbókasafni á þeirra tima mælikvarða og stóð i bréfaskiptum við erlenda skák- menn. Af þv! leiddi að hann hóf að tefta bréfskákir við danskan skákmann og mun hann fyrsti fslendingurinn, sem þannig tefldi svo sögur fari af. Nokkuð mun Þorvaldur hafa kunnað fyrir sér i skákfræðum því hann fann m.a. villu í byrjanahandbókinni „Bilguer", sem var eitt helzta ritið um byrjanafræði á þeim t(ma. Og nú skulum við skoða eina skák, sem Þorvaldur Jónsson tefldi. Þetta er sennilega elzta varðveitta skákin, sem fs- lendingar hafa teflt. Hvenær hún var tefld er mér ekki fyllilega Ijóst, en hún birtist ! danska blaðinu „Nationaltidende" 28. niiil 1893 og hefur því vafalaust ekki verið tefld seinna en 1892. Skákin var tefld á isafirði og sá sem stýrir hvltu mönnunum var gullsmiður þar (bæ. Hvttf. Helgi Sigurgeirsson Svart: Þorvaldur Jónsson Muziobragð. 1. e4 — e5, 2. f4 — exf4, 3. Rf3 — g5, 4. Bc4 — g4, 5. 0-0 — gxf3, 6. Hxf3 — d5, 7. Bxd5 — Bd6, 8. h3 — Rf6, 9. De2 — De7, 10. Rc3 — c6, 11. Bb3 — Be5, 12. Rdl — Bd4, 13. Khl — Dxe4, 14. Df1 — Rh5, 15. d3 — De5, 16. c3 — Bb6, 17. Bxf4 — Hxf4, 18. Hxf4 — Be6, 19. d4 — Dg7, 20. Re3 — Rd7, 21. Rf5 — Df8, 22. Hae1 — 0-0-0, 23. Bxe6 — fxe6. 24. Hxe6 — Kb8, 25. Rd6 — Dg8, 26. Rf7 — Bc7, 27. Rxd8 — Dg3, 28. Rf7 — Bxf4, 28. Dg1 — Hf8, 30. He7 — Kc8, 31. c4 — Dg8. 32. De1 — Dg3, 33. Dxg3 — Bxg3, 34. c5 — a5, 35. b3 •*- h5, 36. Kg1 — b6, 37. cxb6 — Rxb6, 38. a3 — Rd5 39. Ha7 — Rc7, 40. Re5 — Hf2, 41. Hxa5 — Rd5, 42. Hac5 — Rf4 og hvttur gaf. BRIDGE I eftirfarandi spili kom sagnhafi ekki auga á vinningsleiðina, sem þó er afar einföld, sérstaklega þó, þegar bent hefur verið á hana. NORÐUR S:K-5 H: 9-6-4-3 T: Á-8-5-3-2 L: K-7 VESTUR S:Á-10-7-6-3 H: G-8-5-2 T: G-7-4 L: D AUSTUR S: G-9-4 H:D-10-7 T: D-10-9 L: 10-9-8-5 SUÐUR S: D-8-2 H:Á-K T: K-6 L: Á-G-6-4-3-2 Sagnir gengu þannig: Suður Vestur Norður Austur 1 G p 2L P 3 L P 3 G Aliir pass. Vestur lét út spaða 6, sagnhafi drap I borði með kóngi, tók laufa kóng og það varð til þess að hann tapaði spilinu. Að vísu fellur laufa drottningin I, en sagnhafi kemst ekki hjá því að gefa austri slag á lauf og þegar austur komst inn þá lét hann út spaða gosa og þar með fengu A-V 4 slagi á spaða, og spilið tapaðist. Augljóst er að áform sagnhafa var að hindra að austur kæmist inn. Til þess að vera alveg öruggur þá á sagnhafi, þegar hann hefur fengið slag á spaða kóng, að láta út hjarta, drepa hoima með kóngi, láta stðan út lauf. Þegar vestur drepur með drottningunni þá á sagnhafi að gefa þann slag. Nú er sama hvað vestur gerir, sagnhafi valdar spaða drottninguna heima og spilið vinnst. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.