Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 9
AÐ ofan: Örlög indfánanna sýnast ætla að verSa svipuS örlögum indfánanna t NorSur-Amerlku. Enn er mikiS af indfánaþjóSflokkum I Amazonlandinu, sem lifa á frumstæSan hátt. NautahjarSir hverfa næstum I grasiö, en hvíti maSurinn slær eign sinni á landiS og gæSi bess. Til vinstri: Borgir Brasilíu penjast út með venjulegum ummerkjum: Skýjakljúfum I miSju. iSnaSarhverfum og vegakerfi, sem eryfirfullt um leiS. í m f-f <..>.'«.«*'*» * /*> 'f'/ landnámsmaður fær 100 ha lands til eignar og eftir eitt ár verður veitt sérstök f járhags- og tækniað- stoð. Tiu árum síðar er gert ráð fyrir enn frekari aðstoð en þess er vænzt að þá muni um 5 milljónir manna hafa setzt að á þessu svæði meðfram þjóðveginum. Þessum áætlunum má einna helzt líkja við landnámið í vestur- hluta Bandaríkjanna og er ein sú stórfenglegasta áætlun okkar tima, sem hefur það márkmið að opna áður óaðgengilega frum- skóga til búsetu og nytja. Braskarasjónarmið fyrri alda er hins vegar úr sögunni. Stefnt er að því að gera Amason-svæðið sjálfu sér nógt með því að efla framkvæmdir þar á sem flestum sviðum. I stefnu Brasiliustjórnar felst einnig hvatning til fólksfjölgunar og skýtur þar skökku við afstöðu manna viðast hvar annars staðar í heiminum. I áætluninni er gert ráð fyrir að íbúatalan aukist úr 100 milljónum í 900 milljónir á næstu 80 árum. Áróður er því mjög harður gegn takmörkun barneigna. MALMAR I JÖRÐU. Arið 1968 voru aðeins flutt út frá Brasilíu 8% af þvi járni sem kom á heimsmarkaðinn. En árið 1980 hyggjast Brasiliumenn keppa um fyrsta sætið i út- flutningi járns við Astralíu og flytja út 100 milljónir tonna ár- lega. Mestur hluti þess mun verða unninn i nýfundnum járnnámum í suðurhluta Amasonsvæðisins. Á þessum svæðum er að finna næstum allar tegundir málma, sem eru þó misjafnir að magni og gæðum. Allt frá 1910 hefur mönn- um verið kunnugt um mikið magn járngrýtis í Brasiliu en það er þó ekki fyrr en á siðasta áratug sem vinnsla hefur verið stunduð þar á skipulagðan hátt, enda hefur hún löngum verið háð bættum sam- göngum innanlands og til hafnar- borga. Erlend fyrirtæki hafa átt hlut- deild að uppbyggingunni og hafa brasilísk stjórnvöld notið góðs af fjárframlögum þeirra og fyrri reynslu. Rfkisfyrirtækið Compania Vale do Dio Doce á þó venjulega 51% af hlutabréfum á móti þessum erlendu fram- kvæmdaaðilum til þess að tryggja að gætt sé hagsmuna Brasiliu- manna til hins ýtrasta. Félagið flytur út 90% af öllum málmi sem frá Brasiliu berst, mest frá Minas Gerais-fylkinu. Við Carasjas í Para-fylki hafa einnig fundizt auðugar námur. Hreint járn telst allt að 67% af járngrýtinu í Para. Mangan fannstfyrir mörgum ár um i Amapa í norðurhluta Ama- sonsvæðisins, en þar gat vinnsla ekki hafizt fyrr en höfn hafði verið byggð fyrir stór flutninga- skip. Álitið er að 3—5 milljónir tonna af mangangrýti með 40% af hreinu mangani sé að finna í nýuppgötvuðum námum á Ama- sonsvæðinu. Bauxit hefur fundizt við Trombetas-ána um 1100 km frá ströndinni. Það verður auðvelt að nýta vegna þess að Amasonfljótið og Trombetas-áin eru skipgeng fyrir allt að 35 þúsund tonna skip. Þar verður hægt að vinna 3 milljónir tonna af bauxiti á ári en flutningurinn til strandar tekur 3—4 sólarhringa. VERZLUN VIÐ UTLÖND. Útflutningsiðnaðurinn í Brasiliu nýtur margvislegra frið- inda frá stjórnvöldum bæði fjár- hagslega og hvað skattaálögur snertir. Sama má segja um erlend útflutningsfyrirtæki í Brasilíu. En erlend stórfyrirtæki sem starf- rækt eru i landinu eru háð inn- lendum lagaákvæðum og eiga sinn þátt í þjóðarbúskapnum. Nú er það liðin tið að kaffi og allskyns hráefni voru aðalút- flutningsvörur frá Brasiliu. Full- unnar vörur eru nú um 40% af útflutningnum, en var aðeiiis 12% áriðl969. Til dæmis um þróunina mætti nefna að nú eru hnifar og skæri flutt út frá Brasilíu til Sheffield og Solingen. (Lausl. þýtt úr Norges Handels og Sjöfartstidende) Núttma stórvirki f Brasilfu: Brúin milli borganna Rio og Niterói.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.