Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 13
 mmW 71 Til vinstri: Jón og Guðrún ásamt börnum slnum, tengdadóttur, barnabörnum og barnabaruabömum. Að ofan: Systurnar Magnea (til vinstri) og Guðrún (til hægri). Eiginmaður Magneu, Danlel Daníelsson tók myndina. Guðrún er þarna um tvftugt. vitum hvað vantar, og hugurinn bætir því við án áreynslu. Það sama gilti áreiðanlega, þeg- ar þjóðin fékk Dalalíf i hend- urnar. Allir íslendingar eru sveitafólk. Sumir eru fyrir nokkru fluttir á mölina, en afar þeirra og ömrrtur sögðu þeim sög- ur af lífinu í sveitinni og voru mótuð þar. Það þarf ekki annað en minna á, að fólk, sem nú er um þritugt, man þá daga, þegar foreldrar þeirra fóru með það i sumarbústað suður i Kópavog, þar sem kýr voru á beit og lækur i túni. Fátt er eins afspyrnu hlægi- legt eins og þegar þorpsbúar (þar með taldir Reykvíkingar) á fs- landi þykjast búnir að gleyma uppruna sinum og halda, að þeir séu uppaldir i stórborgum. Lýsingar Guðrúnar Árnadóttur i Dalallfi á togstreitunni milli dal- búanna og fólksins úti við strönd- ina minnir mig sannarlega á álit dalbúanna í Húnavatnssýslu á Skagstrendingum fyrir aðeins tveim áratugum. Þeir þóttu uppi- vöðslusamir og óáreiðanlegir; angurgapar í einu orði sagt. Sams konar varð ég vör við síðar, að þeir sem bjuggu nærri Blönduósi töluðu um, að dalabændur væru búralegir og gamaldags, en þeir höfðu þá ekki nema i litlum mæli tileinkað sér þá tizku að hafa kvenmannsslæðu margvafða um hálsinn eins og þá þótti fint á Blönduósi. Það er ekki ímyndun min, að Guðrún hafi séð þetta allt fyrir sér, þegar hún skrifaði Dalalif. Hún sagði mér það sjálf. Og þegar við fórum að tala um fólkið i Dalalífi, talaði hún um það eins og það hefði lifað með henni. Margir segja, að hún hafi haft ákveðnar persónur sem fyrir- myndir að sögupersónum sinum. Það á að rýra skáldskapargildi verkanna. En hvers virði er sú ljósmynd, sem ekki er af neinu? Hvers virði er þjóðlífslýsing, sem ekki á sér stoð í veruleikanum? Hvar eru þeir góðu höfundar, sem ekki taka mið af þvi, sem þeir hí^fa þekkt? Það skyldi þó aldrei vera, að.jfeir, sem eru að mynda tómið, fái Iítinn lesendahóp. Ég spurði Guðrúnu, hvort hún hefði haft einhverjar ákveðnar persónur i huga, þegar hún skrif- aði Dalalíf. — „Engar sérstakar," sagði hún og hafði auðheyrilega heyrt spurninguna oft áður. „En þetta var viða svona.“ Svo einf alt er það. Of af þvi ég er forvitin um manneskjurnar, fór ég norður til að hitta Guðrúnu. Ég hafði aldrei hitt hana né séð, en ég frétti, að hún væri orðin lasin og ekki að vita, hve lengi hún yrði til viðtals úr þessu. Ég kveið dálitið fyrir að fara til þessarar fullorðnu konu og þaulspyrja hana til að seðja forvitni mina. Ég hafði heyrt, að hún væri ekki allra, og viðtalend- ur hefðu sagt hana fámála. Ég bjóst við henni mikilli á velli og i peysufötum. En hún var orðin veik og mögur. Hafði ekki farið i föt svo dögum skipti. Sagðist finna til mikilla óþæginda. Hún var i hvitri skyrtu frá sjúkrahúsinu, en augun voru brún og talandi eins og brún augu eru oft. Við héld- umst i hendur, meðan við töl- uðum saman, önnur hafði alltaf verið fyrir norðan, hin kom að sunnan. Hún gaf mér brjóstsykur og konfekt, sagðist ekki hafa annað að bjóða. Ég hafði ekki búizt við veitingum. Ég kyssti hana að skilnaði. Býst ekki við að sjá hana aftur. Hún er orðin mikið veik, og aldurinn er hár. Eg sá hana tvisvar stutta stund í einu. En ég held, að við höfum skilið hvor aðra vel. Ég hugsaði til þess á leiðinni heim, að það er eins og það borgi sig alltaf að taka sig upp. Að standa ein Málið Akveðnir. hópar i þjóðfélaginu tala mikið um „gott íslenzkt mál,“ Háðfuglar hafa af því illkvittnis- lega skemmtun, þegar fölk kemur á mannamót og óskapast yfir vondu málfari hinna, en flækist sjálft i forsetningum og fallbeyg- ingum íslenzkunnar í hneykslun sinni. Guðrún frá Lundi virðist ekki hafa þurft að aga mál sitt i samræmi við málfræði Björns Guðfinnssonar né þáttinn Daglegt mál. Málfarið á Dalalífi er svo einstaklega einfalt og eðlilegt, samræður fólksins eru eins og allt annað i bókinni ákaflea trúverð- ugt bergmál raunveruleikans á þeim tima, sem sagan gerist. Ég sagði Guðrúnu, að mér fyndist málið tilgerðarlaust og eðlilegt og spurði: — Þú hefur kannski ekki haft tækifæri til að læra þetta „vonda mál,“ sem sækir að fólkinu núna. Hún brosti við og hristi höfuðið. Þann draug þekkti hún ekki. Ekki kæmi mér það á óvart, þótt Dalalíf Guðrúnar frá Lundi þætti einhvern tíma ekki siðri þjóðlifslýsing og málfarsheimild en bækur Jóns Thoroddsens um Pilt og stúlku og Mann og konu. Skrifað, þegar tóm gafst til — Ég átti 8 systkini, sem kom- ust upp, er sú níunda sjálf. For- eldrar minir misstu tvær stúlkur í æsku. Við vorum 11 I allt. Ég er fjórða I röðinni að ofan. — Hefur eitthvert hinna systk- inanna fengizt við ritstörf? — Ásmundur bróðir minn skrif- aði mikið upp af visum og bögum. Ætli það hafi svo ekki hent því öllu. Hann bjó í Ásbúðum á Skaga. Foreldrar minir voru bæði úr Fljótunum. Efnahagur þeirra var sæmilegur. Þau höfðu gott bú, en ómegðin var líka mikil. — Pabbi kenndi okkur að lesa. Hann var sjálfur bókhneigður. Ég varð fljótt læs, og á níunda ári var ég búin að læra kverið og biblíu sögurnar. En ég dró ekki til stafs fyrr en á 12. ári. Það var fenginn kennari á heimilið. Hann hét Ást- valdur Björnsson. Við vorum svo mörg. — Að hvoru foreldranna varstu hændari? — Eg held, að ég hafi verið hændari að mömmu. Hún var ákaflega skörp og dugleg. — Hvernig mundir þú lýsa föð- ur þinum? — Hann var afar seigur og hæg- ur. Bókhneigður maður. — Var eitthvað til af bókum heima hjá þér? — Það var ósköp litið. — Islendingasögurnar? — Já. — Hvað lastu í föðurhúsum? — Allt, sem maður náði í. — Attuð þið bækur Jóns Thor- oddsen? — Neir, en-ég las þær. Einhvers staðar hafa þær verið fengnar að láni. — Lastu svo ekki Jón Trausta, þegar bækurnar hans komu út. — Jú, en þær voru nú sumar leiðinlegar. Til dæmis Bessi gamli. Þetta var bara þvæla. — Fór eitthvert ykkar systkin- anna í skóla eftir fermingu? — Einn bróðir fór á Hvanneyri. — En þú nauzt engrar skóla- menntunar nema kennslu þessa heimiliskennara, sem dvaldist hjá ykkur stuttan tima? — Nei, það voru ekki aðstæður til þess. — Hefurðu verið heilsuhraust um ævina? — Nei, — ég hef ekki verið það. Alltaf verið ósköp brjóstveik. — Hvenær fórstu að skrifa? — Undireins og ég gat farið að klóra. Ég brenndi það allt saman. Ég man, að kennarinn var að hnís- ast I þetta hjá mér, þegar ég var þarna krakki. — Hvað sagði hann um þetta? — Hann sagði, að þetta væri nokkuð gott hjá mér. Ég öfundaði hana Torfhildi Hólm svo mikið af því að geta skrifað þessar bækur. — Hvernig kom svo til, að þú ferð að gefa út bækur árið 1942, þegar þú ert orðin 55 ára? — Ég er svo einurðarlaus, sem mest getur verið, svo að mér hefði aldrei dottið þetta I hug, ef hann frændi minn, hann Sigurður Magnússon, heildsali, hefði ekki farið að rekast í þessu. Hann jarmaði við karlana. — Var auðvelt að fá útgefanda? — Nei, síður en svo. Hann var búinn að fara með þetta til margra og þeir litu ekki við því. Ekki held ég það, — eftir ómennt- aða sveitakonu. Svo var það hann Gunnar I ísafold, sem tók þetta að sér, og hann hefur víst ekki tapað á þvi, vona ég. A.m.k. hefur hann ekki viljað hætta þvi. — 2. hefti Dalalifs hefst strax saina daginn og þvi fyrsta sleppir. Varstu búin að skrifa öll bindin þegar það fyrsta kom út? — Nei, bara tvö bindi. — Hvernig dóma fékk fyrsta bindið? — Það fékk ágæta dóma. Sr. Helgi Konráðsson, prestur hérna á Sauðárkróki, skrifaði um bók- ina í Morgunblaðið og lét vel af henni. Það er bezti ritdómur, sem ég hef fengið á eftir Kristmanni. Mér var svo sagt, að þetta hefði orðið metsölubók. — Það hafa vist flestar bækurn- ar þinar orðið og vinsælastar til útláns á bókasöfnunum. — Það er vist. — Þið Kristmann eruð kunnug er það ekki? — Jú, hann kom hingað norður einu sinni og vildi þá endilega hitta mig. Eftir það hefur hann alltaf komið til mín, þegar hann kemur norður. — Hvað sagði maðurinn þinn um ritstörf þin? Hvatti hann þig? — Nei, ég held nú ekki. Hann sagði, að þetta væri bara vitleysa. — En hvað fannst honum, þeg- ar bækurnar fóru að seljast. — Honum þótti það nú ágætt. — Margir rithöfundar hafa sagt frá þvi hvaða aðferðir þeir nota við skriftirnar. Sumir skrifa ákveðinn tima á morgnana aðrir á kvöldin, og enn aðrir treysta á, að andagiftin komi I köstum. Hvaða aðferð notar þú? — Enga. Ég var að grípa i þetta á kvöldin og skrifaði aldrei neitt reglulega, enda litill timi til þess fyrr en ég fluttist á Sauðárkrók. Þá hafði ég ekkert annað að gera en sitja við þetta. — Handskrifaðir þú allar þess- ar bækur? — Já, það held ég að maður gerði. — Tókstu skrifin mikið til end- urskoðunar? Margskrifaðir hverja bók? — Neir, sussu nei. Ég endur- skrifaði ekkert nema einstaka kafla. — Persónurnar i Dalalífi eru miklar andstæður. Anna á Nauta- flötum er eins og veikbyggð jurt, en Þóra er gustmikil og sterk i gegnum þykkt og þunnt. Þóra er mikill vargur að eigin sögn, en einhvern veginn finnst manni hún eiga samúð höfundarins. Fellur þér vel við konur eins og Þóru? Hún minnir helzt á Berg- þóru í Njálu. — Já, það er alltaf tilkomu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.