Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 14
myndir úr lífi ... . Hærugrár öldúngur ferðast um Flóann og selur bækur. Hann kemur til Stokkseyrar, situr álútur við baðstofuborðið í Baldurshaga óyndislegan rigníngardag undir haust og gyllir vöru sína. Eldri bræður mínir kaupa af honum nokkrar bækur. Ein þeirra greinir frá Davíð Livingstone og trúboði hans i Afriku. Elsti bróðir minn gefur mér bókina. Þetta er kver en freistar mín eins og töfragripur. Ég stauta mig fram úr lesmál- inu og skoða myndirnar og mér gefur sýn í fjarlægan heim. Ég sé i huganum gáfaðan bókhneigðan dreing sem á ættir að rekja í Suðureyjar en vinnur myrkranna milli í baðmullarverksmiðju i Glasgow á Skotlandi og menntast af sjálfsdáðum í tómstundum. Davið Livdingstone ræðst í lánga skólagaungu þó snauður sé að fjármunum og brýst að settu marki vegna gáfna og dugnaðar. Uppkominn gerist hann trúboði í Afriku. Þar ratar hann í ævintýri og mann- raunir. Hann kannar ókunna stigu og leggur leiðir sínar um straum- þúng fljót, hættulega frumskóga og torsótt fjöll. Ljón stekkur á hann óvör- um og bítur, en landkönnuðurinn djarfi sleppur úr gini þess og klóm og verður græddur. Hann veikist alvarlega af hitasótt en gefst aldrei upp. Davíð Livingstone finnur viktoriufossana og nilarlindir. Hann týnist i myrkviðinum og er leingi talinn af, en Stanley hefur upp á honum þegar öll von sýnist úti. Landkönnuður þessi og trúboði andast loks fjarri ættjörð og ást- vinum, en hann er mikil- menni og sigurvegari. Hann leysti gátuna um Afríku. Svarta heimsálfan opnaðist honum eins og hulduklettur i þjóðsögu. Atburðir þessir hópast til mín eins og skuggamyndir þar sem ég sit undir lágum suðurglugga og les kverið. Litir Afríku heilla mig ósjálfrátt þó hvergi komi við sögu. Eyðimörkin hlýtur að vera gul, frum- skógurinn grænn, himinn- inn blár. Mér finnst ég heyri villidýrin öskra, fljótin niða og fossana bruna. Ég er eins og lángt í burtu. Ég veit heila álfu bak við óravíðan og regin- djúpan sæinn. Þángað vil ég einhverntíma fara og komast alla leið að viktoríufossunum og nílar- lindum. Ég hef lesið margar bækur síðar á ævinni. Sumar þeirra fjalla um mikla menn og fjarlæg lönd, en eingin hefur orðið mér svipað þvi lifandi og raunveruleg eins og kverið um Davíð Livingstone og starf hans í Afríku. Trúboð- inn sem kannaði svörtu heimsálfuna var hetja á borð við herforíngja eins og Alexander, Sesar og Napóleon en þeim miklu farsælli. Hann fór ekki sveipanda sverði um löndin í ránshug en kenndi frumstæðum náttúrubörn- um fagran og göfugan boðskap og hjálpaði þeim eins og honum var auðið. Mest fannst mér til um frækilega baráttu hans gegn viðurstyggð þræla- sölunnar. Davíð Liv- ingstone var einlægur hug- sjónamaður og réttnefndur postuli líkt og arftaki hans Albert Schweitzer. Gagn- vart slíkum afreksmönnum blikna hinir sem frægir kallast af orustum og víga- ferlum en skilja eftir sig rústir og auðn. I slóð mannvinanna spretta aftur á móti ilmandi græðijurtir. Stundirnar þegar ég las kverið um Davíð Liv- ingstone laukst upp fyrir mér ævintýraheimur fram- andi álfu. Suðræn fjarlægð vitraðist allt í einu úngum og fávísum sveini í litlu húsi útvið sjó heima í Flóanum. Og hún er mér ennþá einkennilega nálæg. meira fólk, en Anna var ósköp góð kona. En hún var Iíka komin af veikluðum foreldrum, auming- inn. — Var Jón ekki sonur Jakobs? — Nei, Lísibet féll með þessum pilti, sem kom þarna á heimilið. Þetta var æskuvinur hennar. En það var mikil kona hún Lísibet, sérstök myndarmanneskja og mannvinur. — Og þú trúir á æskuástina. Heldur þú, að hún sé sterkust? — Það má búast við því. — Ertu trúuð, Guðrún? — Ég hef mina barnatrú. — Hlutverkaskiptingih milli karla og kvenna virðist glögg i Dalalífi. En hvað segir þú um umræðurnar, sem fara fram um stöðu konunnar i þjóðfélaginu? Heldur þú að hún eigi eftir að breytast? — Ég veit ekkert um það. — Þér finnst kannski bezt að hver sé á sínum stað á sviðinu? — Ætli það ekki? — Hefurðu fylgzt eitthvað með rithöfundum, sem komið hafa fram á síðari árum. — Nei, Iítið, en þeir eru sjálf- sagt góðir. — Hefur þig aldrei iangað til að hitta einhverja rithöfunda syðra? — Nei, ó, nei. Ég hefði víst orðið lítil við hliðina á þeim. — Þú hefur litið ferðazt? — Já, ég var komin á áttræðis- aldur( þegar ég kom fyrst til Reykjavikur. Einu sinni var ég nú búin að fá farmiða upp í hendurn- ar til Ameríku. Ég fór ekki. Ég er svo huglaus. — Við hverja hefur þú helzt haft samneyti um dagana fyrir utan fjölskyldu þina. Mér fannst alltaf gaman að skreppa til nágrannakvennanna minna og spjalla við þær. Annað var það nú ekki. — Þú segir mér, að maðurinn þinn hafi ekki hvatt þig og hafi haft litla trú á ritstörfum þínum, — en hann var sjálfur vel hagorð- ur. — Já, hann átti mikið af visum, en gerði ekkert með það. — Það kunna samt margir þessa visu hans: Nótt að beði sigur senn sofnar gleði á vörum Við skulum kveða eina enn áður en héðan förum. — Já, það er sjálfsagt. — Margir telja Islendingasög- urnar bezta fjársjóðinn, sem við eigum. Hvað finnst þér um þær? Eru þær að einhverju leyti fyrir- mynd þín? — Nei, ég held nú siður. — En þú hefur lesið þær? •— Já, ég las þær auðvitað. En ég skil vel, að þær séu ekki lesnar i dag. Þær eru svo leiðinlegar, alltaf manndráp og þessir bardag- ar. — Ég sagði þér, að Þóra minnti mig á Bergþóru. Hva finnst þér um Njálu? — Það er ljót saga. Svo lækkaði Guðrún róminn og bætti við: — En ég dáist að henni. „Ég var einn“... Þessar hugleiðingar eru fyrst og fremst til þess ætlaðar að vekja athygli á starfi Guðrúnar frá Lundi. Sú þjóð, sem nú lifir i landinu, hefur gleypt i sig þessar sögur, og ég hef reynt að benda á, hvað það er, sem hefur aflað þeim vinsælda um leið og ég vildi bregða upp mynd af henni sjálfri. Mér hefur oft fundizt Guðrún verða fyrir ómaklegum árásum lítt hugsandi manna, sem gera sér ekki grein fyrir stað verka henn- ar í íslenzkum bókmenntum. Hún hefur því löngum orðið að standa ein og óstudd, fékk ekki uppörv- un heima fyrir og sýndist hún eiga lítið erindi „suður“. Hún gæti tekið undir lokaorð þessarar litlu sögu, sem sögð er nyðra. Eitt sinn sem oftar var Marka- Leifi í göngum á Eyvindarstaða- heiði. Honum á aðra hönd var margreyndur fjallkóngur, á hina annar gangnamaður. Samt tókst svo illa til, að þeir misstu fé inn á heiðina. Þegar Marka-Leifi sagði frá þessu síðar fórust honum svo orð: „Ég var einn á stóru væði, og enginn næstur mér.“ Guðmimdur V. Agústsson Viö komu kríunnar i vor Krían er komin i hólmann á Krossmessudaginn meS kátínu og fjör og söng sem gleður alla; við fögnuðum öll er við sáum þig koma yfir sæinn og söngur vorsins hljómaði um byggð og til fjalla. Og velkomin sértu af hafi mín kæra kría þú komst með vorið að sunnan á vængjunum hvítum. Ég heyri við blómin gæla goluna hlýja og guði sé lof að vorblómið aftur við lítum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.