Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 8
 Stórtæk alhliða upp- bygging á sér nú stað í þessu viðáttumikla og frá náttúrunnar hendi auðuga landi, sem innan skamms getur orðið eitt afhinum efnuhagslegu risaveldum heimsins. Mönnum hafa komið mjög á óvart þær stórstígu framfarir sem orðið hafa f BrasiUu síðustu fimm árin. Sagt er, að slfks séu engin dæmi ncma ef til vill f Japan. Brasilíumenn hafa sett sér það mark að verða efnahagslegt stór- veldi innan tíðar. Eftir bylting- una 1964 hafa orðið breytingar til batnaðar bæði í efnahags- og félagsmálum og þá einkum hin síðustu ár. Byrjunarörðugleikar eru brátt úr sögunni og upp úr 1980 eru allar horfur á að Brasilíumenn hafi skipað sér öruggan sess meðal iðnvæddra stórþjóða heims. Á ýmsu hefur gengið i efna- hagslífi Brasilíu. Þar hafa gengið yfir góðæri og hallæri á víxl. í hvert sinn sem verðlag á sykri, gulli, gúmmíi og kaffi komst í hámark, varð góðæri, en hallæri fylgdi i kjölfarið, þegar markaðs- verðið lækkaði á þessum vöru- tegundum eða gullnámur tæmd- ust. Nú eru forsendur fyrir batn- andi þjóðarhag byggðar á traust- ari grundvelli en slíkum verðlags- sveiflum og áætlanir eru gerðar langt fram í tímann. Brasilía er ekki lengur aðeins kennd við kaffirækt, kjötkveðjuhátíðir og sykurekrur. Þjóðin hefur sannað, að hún hefur bæði hæfileika og vilja til að takast á við stórfram- kvæmdir sem horfa til framfara á öllum sviðum þjóðlífsins. Forsvarsmenn iðnvæðingarinn- ar í Brasilíu fullyrða, að upp úr 1980 verði Brasilía orðið efna- hagslegt stórveldi. Þá verði út- flutningur á málmi og matvöru meiri frá Brasilíu en nokkru öðru landi og auk þess muni út- flutningur á fullunnum vörum aukast stórum. I dag nemur inn- flutningurinn til Brasilíu 50 milljörðum dala, en hann eykst með hverju ári. VAXANDI VELMEGUN. Þeim, sem fylgdust með óförum landsins meðan Goulartstjórnin var við völd, finnast þessar breyt- ingar á högum landsmanna ganga kraftaverki næst. Velmegun fer nú ört vaxandi og ekki aðeins hjá þeim sem bezt eru settir heldur einnig hjá láglaunafólki — verka- fölki í sveitum landsins, sem sára- lítið hefur fengið í sinn hlut fram að þessu. Landið byggja 103 milljónir manna. Enn er það svo að miðstéttin hefur hagnazt mest á efnahagsþróuninni. Sá þjóð- félagshópur kaupir sér nú sjón- varp, útvarp, ísskáp og ryksugu, sem allt er innlend framleiðsla og menn aka í síauknum mæli í einkabifreiðum, sem sömuleiðis eru framleiddar i landinu, eftir nýlögðum vegum. Talið er að aukningin í bíla- framleiðslunni muni nema 17% i ár en bílaútflutningurinn muni aukast um 30%. Tala framleiddra bifreiða verður 1 milljón á ári. Stærstu bílaverksmiðjur heims, Volkswagen, Ford, Mercedes, General Motors og Chrysler, reka eigin verksmiðjur í Brasilíu og Fiatverksmiðjur eru væntanlegar á næsta ári. Stjórnvöld í Brasilíu Ieggja megináherzlu á að bæta hag þjóðarbúsins með aukinni fram- leiðslu innanlands svo hver ein- stakur megi bera meira úr býtum. Fram að þessu hafa nær eingöngu verið framleiddar nauðsynja- og neyzluvörur, en nú hyggjast Brasilíumenn snúa sér að þunga- iðnaði og fullvinnslu hráefna. Áætlanagerðinni er skipt í þrjá meginþætti. Efst á blaði er lagn- ing þjóðbrautar um Amason- svæðin. I öðru lagi er stefnt að því að gera norð-austurhluta landsins að þróuðu iðnaðarsvæði. Þar voru áður helztu sykurræktarhéruðin en sykurreyrsframleiðslan hefur farið dvínandi. I þriðja Iagi er áætlunin fólgin í því að koma upp öruggum flutningaleiðum fyrir iðnaðar-og landbúnaðarvörur frá mið- og suðurhluta landsins til hafna á austurströndinni. Sá útflutningur á að tryggja nægan erlendan gjaldeyri. Ekki er óliklegt að þessar áætlanir verði nokkur verðbólgu- valdur — og verðbólgu gætir reyndar nú þegar — en þær eru líka vottur um bjartsýni og stór- hug. AMASONHÉBUÐIN — NYJABLEIOIB. En það er ekki óþekkt að Brasilíumenn sýni bjartsýni og stórhug í verki. Höfuðborg lands- ins, Brasilía, er ljós vottur þess. Hún var byggð á árunum 1950—1960 og henni valinn stað- ur á óbyggðu svæði inni í miðju landi. Tilgangurinn var að laða þangað ungt fólk frá strandhéruð- unum, sem voru orðin of þéttbýl. Vegaáætlunin um Amason- héruðin er gerð í sama skyni. Hún á að hvetja fólk til búsetu i strjál- býlu héruðunum í norð- vesturhluta landsins til að auka öruggan þjóðarvöxt. Löndin meðfram Amason-fljóti hafa hlotið mörg ónefni í munni manna svo sem „land morgun- dagsins, þar sem aldrei morgnar" og „græna helvitið". Menn vissu þó löngum að landið bjó yfir mikl- um auðæfum, en þau voru ekki auðhremmd. Nú hefur birt af morgni og mannafla er þörf í Amason-héruðunum. Ekki eru það þó fjárglæfra- og ævintýra- menn, sem sigla upp fljótið, heldur fólk, sem ætlar að setjast að í þessum landshluta. Samkvæmt útreikningum er talið að Amasonhéruðin geti framfeytt einum milljarði manna eða 1/3 af íbúum jarðarinnar í dag — og þar verði hægt að fram- leiða meiri matvæii en framleidd eru nú um allan heim. Þessi héruð eru stærsta samfellda svæði jarðar, sem enn er lítt karinað og ónytjað. Menn vita þó að þau hafa að geyma geysileg náttúruauðævi. Marshall hershöfðingi lét sér einhverju sinni þau orð um munn fara að sennilega hefðu banda- menn ekki sigrað í heimsstyrjöld- inni síðari ef auðævi Amason- héraðanna hefðu ekki staðið þeim að baki. Amason-fljót og þverár þess renna um þessaf víðáttur, sem gætu rúmað Evrópu alla innan sinna marka og upp árnar geta skip siglt allt að 2 þúsund km leið. Ösar Amason-fljóts eru tíu sinn- um breiðari en Ermasund. VEGAGEBÐ. I efnahags- og félagsmálum hafa Amason-svæðin löngum ver- ið sem ónumið land. Svo er eigin- lega enn í dag. En stjórn landsins áformar nú stórstígar fram- kvæmdir við uppbyggingu svæð- anna, eflingu landbúnaðar og kvikfjárræktar og vinnslu á málmum, sem þar finnast í jörðu. Fyrsta skilyrðið til að hrinda þessum áætlunum í framkvæmd er að koma á samgöngum og auð- velda vöruflutninga. Amason- fljótið er ekki nægilega góð sam- gönguteið. Þess vegna hófst stjórnin handa fyrir fjórum árum um lagningu akvegar þvert yfir svæðið. Ætlunin er að opna svo til ókönnuð frumskógalönd meðfram fljótinu með tilliti til búsetu og efnahagslegrar þróunar — og sameina loks þetta svæði brasilísku efnahagskerfi í heild. Akvegurinn á upphaf sitt í Recife, höfuðborg sambandsrikis- ins Perambuco og í Joao Pessoa, sem er hafnarborg á Atlantshafs- ströndinni. Vegurinn á að liggja alllangt sunnan við Amasonfljótið um mestu regnskóga jarðar. Hann verður um 5000 km að lengd og á að ná að landamærum Perú. Á þessu svæði hafa nær eingöngu búið frumstæðir Indiánaþjóð- flokkar. Verkið hefur verið falið einkaaðilum til framkvæmda, m.a. japönsku fyrirtæki, og talið er að ekki muni Ifða á löngu þar til vegurinn verði fullgerður, enda þótt brúa þurfi sex stórfljót álíka breið og Mississippi. Þessi þjóðbraut um Amason-héruðin verður loks tengd vegakerfi um alla Suður-Ameríku. Fleiri vegaáætlanir eru einnig í bígerð á þessu svæði. Nefna mætti vegagerð milli Cuiaba og Santarem. Sá vegur liggur einnig um málmauðug svæði, þar sem skilyrði til kvikfjárræktar, skóg- ræktar og akuryrkju eru einkar góð, og mun þeirri vegagerð ljúka á þessu ári. Sá akvegur liggur í norður-suður og er 1500 km að lengd. Hann tengir hin auðugu vesturhéruð Brasilíu við siglinga- leiðina miklu um Amasonfljót. Þjóðbrautin um þvera Brasilíu er þó hornsteinn uppbyggingar- innar í Amason-héruðunum. Að vísu verður þetta þó engin hrað- braut eins og þær gerast beztar á, okkar dögum. Vegurinn verður ekki malbikaður fyrr en síðar og til hans sparað eins og kostur er, þó ekki meira en svo að hann verði vel fær. Flekar verða notað- ir til að komast yfir stærstu fljót- in og timburbrýr byggðar yfir þau minni. Síðar á umferðarþungi á þessum vegi að ákvarða frekari frágang. Landnáminu í Amasonhéruðun- um á fyrst og fremst að beina að 100 km breiðu svæði beggja vegna vegarins. Aðsetursstöðvar vegagerðarmannanna hafa verið valdar með tilliti til þess að þeir sem siðar gerast íbúar þarna, geti notað húsin til bráðabirgða um leið og hverjum vegarkafla er lok- ið. Ibúðarhús standa tilbúin með rafmagni og vatnsleiðslu, skólar hafa verið byggðir, heilsugæzlu- stöðvar, kirkjur, bankar og að- stöðu hefur verið komið upp fyrir tómstundaiðkanir. íbúar þessara stöðva eiga að vera nokkurskonar framvarða- sveit í sókninnitil landnáms á þessu ósnortna svæði. Sérhver ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.