Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1975, Qupperneq 7
Texti
myndir
og teikningar:
Gísli Sigurðsson
í sumar, nánar tiltekið
25. júlí, voru 100 ár liðin
frá því er þjóðskáldið
Hjálmar Jónsson, löngum
kenndur við Bólu, lézt
saddur Iífdaga í beitarhús-
unum frá Brekku. Þótt
Hjálmar væri barn síns
tíma að flestu eða öllu
leyti, væri mikið öfugmæli
að segja hann gleymdan. Á
þeirri öld, sem liðin er frá
dauða skáldsins, hefur
býsna mikið verið um
hann skrifað og minningin
um átök hans við andsnúna
samtfð, fátæktarbasl hans,
konumissi, þjófnaðar-
ákæru, heilsuleysi og sam-
skipti við yfirvöld, lifir
enn furðu vel. En framar
öðru lifir þó kveðskapur
Hjálmars, kynngimagnað
orðfærði og líkingaauðgi.
Hjálmar Jónsson gerði
ekki víðreist fremur en
meiripartur samtíðar-
manna hans. Slóð hans
hefst á Svalbarðsströnd-
inni, austan Eyjafjarðar.
Þar og á ýmsum stöðum
vestan fjarðarins eyðir
hann unglingsárunum unz
hann. flytur í blóma lífsins
vestur f Skagafjörð. Þar er
hann manndómsárin bóndi
í Nýjabæ og Bólu og lengst
átti hann heima á Minni-
Ökrum. Við rekjum spor
ellinnar þar, en einnig í
Grundargerði skammt frá
Minni-Ökrum, á Starra-
stöðum í Lýtingsstaða-
hreppi og loks í sfðasta
áfangastað: Beitarhús-
unum frá Brekku. Á
efri árum sínum komst
Hjálmar vestur í Langadal
til þess að heimsækja vini
’sína — meira sá hann ekki
af veröldinni en þcnnan
spöl á Norðurlandi miðju.
Við göngum í slóð skálds-
ins, lftum í kringum okkur
á áfangastöðum hans og
byrjum að sjálfsögðu á
Svalbarðsströndinni.
MiÖvík í Laufássókn
Bólu-Iijálmar fæddist á Hall-
andi gegnt Akureyri; hann mun
hafa stigið fyrstu sporin á Dálk-
stöðum, en uppruna hans má þó
rekja að Miðvík I Laufássókn.
Halland á
Svalbarðsströnd
Leiðin þangað liggur út eftir
búsældarlegri Svalbarðsströnd-
inni unz brekkurnar verða hærri
og undirlcndi að sama skapi
minna. Kannski er hvergi fegurra
þar um slóðir en f Miðvík á fögr-
um og lognkyrrum sumardegi
eins og þeir gerast beztir við
Eyjafjörðinn. Þá speglast Hlfðar-
fjall og Súlur f firðinum eins og
stöðuvatni; það er eins og náttúr-
an haldi niðri í sér andanuin. t
Miðvík er mjög aðkrcppt og rækt-
unarskilyrói virðast næsta. tak-
mörkuð. Vegurinn liggur ofan við
bæinn; maður horfir niður á
hann, þegar farið er framhjá.
Ibúðarhúsið er úr steini og snýr
gaflinum fram til fjarðarins —
fjaran bara steinsnar neðan við
bæinn. Hvar bærinn hefur staöið
á því herrans ári 1796, þegar
sveinninn Hjálmar fæddist, veit
ég ekki, en Ifklegt er þó, að hann
hafi verið á sama stað.
Og þá er að líta um öxl. Árið
1795 voru í Miðvík tvö vistráðin
vinnuhjú, Marsibil Semingsdóttir
og Jón Benediktsson, bæði komin
þangað úr Suður-Þingeyjarsýslu.
Þau voru á bezta aldri og bæði
höfðu þau eignast barn í lausa-
leik. Hvort þau felldu hugi saman
í alvöru, eða með hjúskap fyrir
augum, er óvfst. En hitt er víst að
vinnukonan í Miðvík hefur gerzt
vinnumanninum eftirlát; hann
var talinn „skýr og gáfaður" en
ekki nema í meðallagi siðsamur,
segir i kirkjubók. Þar kom, að
öllum mátti Ijóst _vera að vinnu-
konan Marsibil fór eigi einsömul
— og það í annað sinn.
Ekki þótti það fagnaðarefni, að
blásnauð vinnuhjú legðu
heiminum til börn. Slíkra barna
beið venjulega hlutskipti niður-
setningsins. Og hreppstjórar
höfðu þungar áhyggjur af hverri
vinnukonu, sem tók að gildna
undir belti.
Ung kona kemur gestkomandi
að Hallandi við Eyjafjörð og beið-
ist gistingar. Sumir ætla að hún
hafi verið á leið út á Akureyri að
leita athvarfs hjá systur sinni;
aðrir hafa gizkað á, að hþn hafi
þekkt bóndann á Hallandi, því
þau voru bæði úr Reykjadal. En
svo mikið er víst, að um nóttina ól
hún sveinbarn. Þannig hefst saga
Bólu-Hjálmars. Það er þjóðsagna-
rökkur yfir þessari frásögn og
mönnum ber ekki saman um,
hvort þetta hafi átt sér stað í
febrúarmánuði 1796, ellegar í
september haustið eftir. Kannski
skiptir það ekki máli. Hitt er ljóst,
að þessi unga stúlka hefur lítið átt
annað en þunga sinn og fata-
leppana sem hún stóð f. Sonur
Marsibilar Semingsdóttur hefur
WM
MiSvfk I Laufássókn. Þar urSu foreldrar Hjálmars samvista: Marsibil Semingsdóttir og Jón Benediktsson.
að sjálfsögðu verið óvelkominn í
þennan heim og enginn aufúsu-
gestur hjá Jóni bónda á Hallandi.
Þetta barn hefur verið sem hver
annar óskilafénaður og slíkum
fénaði bar hreppstjóranum að
ráðstafa. Móðir drengsins hefur
næsta lítil áhrif getað haft á fram-
vindu þess máls.
Bærinn á Ilallandi stcndur á
hjalla, beint á móti Oddeyrinni.
Akureyri blasir öll við þaðan; Ifk-
lega sést hvert einasta hús f
bænum að kalla, en til suðurs er
dýrlegt útsýni inn eftir Eyjafirði
og sólin glampar á ána langar
Iciðir innúr. Túnin á llallandi
eru f snarhalla og neðan við túnið
renna flugvélar sér inn til lend-
ingar á Akureyrarflugvelli.
tbúðarhúsið á Ilallandi er með
þremur burstum, sem snúa undan
brekkunni; það er byggt að mestu
leyti 1930. Þar eru ræktaðar
kartöflur eins og vfða á Svalbarðs-
strönd og búið með kýr.
Bærinn, sem Hjálmar Jónsson
Halland vi8 EyjafjörS beint á móti Akureyri. Þar fæddist Hjálmar Jónsson ári8 1796
slSla vetrar, e8a um haust.
— en óvfst er hvort það var