Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1975, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1975, Qupperneq 14
SPEGIL- BROT Eftir Helga Sæmnndsson DAIIIA- BÓMIIR Fljótt bar á því að ég var ekki eins og önnur börn. Ég fékk ákafan hjartslátt við minnstu áreynslu og geðshræríngu og hafði oft vondan sting fyrir brjósti. Gerðist ég hæglátur, var- færinn og draumlyndur. Ég þoldi ekki störf og leiki eins og jafnaldrar mínir og dró mig þessvegna í hlé. Á fermíngaraldri versn- aði mér einkum árið sem ég fékk kíghóstann. Varð þá að ráði að leita læknis. Mamma fór með mig til læknisins ut á Eyrarbakka. Var það fríður maður og geðþekkur og mjög vinsæll læknir. Hann skoðaði mig vandlega, hlustaði og bánkaði og spurði spjörun- um úr. Mamma svaraði spurníngum hans skil- merkilega, en ég sat þegjandi og horfði undir- leitur á þennan spreing- lærða vísindamann. Mér var mjög i mun að láta hann ekki flækja mig F orðum. Ég fylgdi ósjálfrátt reglunni gullvægu að fæst orð hafi minnsta ábyrgð. Sigtryggur læknir gekk með mömmu inn í annað herbergi eftir að hafa rann- sakað mig leingi. Ég sat á háum stól einn i læknínga- stofunni og virti fyrir mér dularfull tæki og einkenni- lega hluti. Fannst mér óra- timi liða uns hurðin opn- aðist og mamma og læknirinn birtust i dyrun- um. Þau kvöddust. Læknirinn lagði höndina á kollinn á mér og sagði að ég væri myndarpiltur. Ég trúði þeirri hughreystíngu mátulega. Mamma ansaði mér eingu um niðurstöðu læknisins þó ég innti hana eftir áliti hans öðruhvoru á heimleiðinni. Þá vissi ég að alvara væri á ferðum. Hún hafði áreiðanlega ein- hverja ástæðu til þess að leyna mig því hvernig komið væri hag mínum. Heima settist fjölskyldan að kvöldverði eins og venjulega og einginn minntist á ferð okkar eða erindislok. Svo fór ég að hátta ásamt bræðrum mínum. Þeir sofnuðu strax og þeir lögðust útaf á koddann. Ég vakti hins- vegar staðráðinn að verða einhvers vísari um skoðun læknisins á heilsufari mínu. Mamma og pabbi háttuðu líka eftir góða stund. Þau voru sannfærð um að við bræðurnir stein- svæfum allir, en ég lá vak- andi i næsta rúmi og beið þess að njósna. Hvað sagði læknirinn? spurði pabbi. Hann býst við að Helgi verði ekki lánglífur. Er þetta mjög alvarlegt? Það má vist þakka fyrir ef hann verður tvítugur. Er þá eingin von? Það væri kraftaverk ef honum batnaði. IMú hætti ég að hlusta eftir samtali þeirra. Ég hafði komist að raun um það sem mig grunaði. Auð- vitað var ég veikur og það hlaut að vera hættulegt. En ég leit alls ekki á úr- skurð læknisins eins og þá dauðadóma er frá greinir í sögubókum þegar sak- borníngar eru leiddir út snemma næsta morgun og líflátnir. Örlögin virtust eiga meira en lítið sökótt við mig, en úrskurður læknisins var dómur sem ekki yrði fullnægt í bráð. Ég varð ekki beinlínis hræddur en að mér setti kvíða sem ég hafði laungu kennt og laukst allt i einu um mig eins og heljar- greip. Tilhugsunin um dauðann var harla ugg- væn. Lífið hafði upp á allt það að bjóða sem ég þráði. Onglíngur á fermíngaraldri hugsar naumast um annað en hina jarðnesku tilveru. Ég vissi raunar að ég átti að trúa því að annað líf biði handan við gröf og dauða en mér var sú kenníng fjarri skapi. Var þá annars kostur en gefast upp? Það kom ekki til mála. Ég bældi mig undir sænginni og einbeitti mér að vísa kvíðanum á bug. Og allt i einu rann upp fyrir mér Ijós. Lækninum gæti skjátlast þó snjall þætti. Mei, slíkt var heimskuleg sjálfsblekkíng sem ég hafnaði þegar. En krafta- verkið sem mamma hatöi minnst á? Það var vonar- stjarna sem ég festi augu á og afréð að fylgja. Sjúk- dómar voru einganveginn eins ægilegir og fyrrum. Læknavísindin unnu sifellda og frækilega sigra i baráttunni um mannslífin. Kannski var þetta ekki neinn dauðadómur? Ég hlaut að trúa á vonina. Hún ein gat lýst. mér á dimmum vegi. Lémagna sofnaði ég síðastur allra þarna i bað- stofunni. Þreytan og kvíð- inn létu mig lausan úr sár- um fjötri. Vær svefninn lokaði augum mínum og veitti mér hvíld sína og huggun. Og ég vaknaði aftur hress og kátur á nýjum og fögrum degi til þess að halda áfram að lifa i von- inni um kraftaverkið. Jön Þ. Þör Þœttir úr íslenzkri skðksögu í þessum þætti skulum við bregða okkur aftur í aldir og ræða nokkuð um skákiðkun Grimseyinga. Hvenær Grímseyingar hófu skákiðkun er óljóst, en snemma spunnust miklar sögur um skák- kunnáttu þeirra. Lítill vafi er þó á, að i þjóðsögunni hefur meira verið gert úr skáksnilli eyjarskeggja en efni stóðu til. Frægasta sagan um skákkunnáttu Grímseyinga er vafalitið sú, sem greinir frá því, að á öndverðri 17. öld hafi ung- ur drengur úr Grímsey komið með föður sínum til Hóla. Þeir hittu að máli Guðbrand biskup Þorláks- son og bar strákur sig mannalega og lét i Ijós þá skoðun að ekki myndi biskup mikill taflmaður. Eitthvað mun Guðbrandi hafa mislíkað þetta því hann skoraði á strák i skák, en vissi ekki fyrr en hann var mát. Litlar öruggar heimildir eru til um skákiðkanir Grímseyinga fyrr en kemur fram um miðja 19. öld. í 4. tbl. „í uppnámi" 1901 birtist bréf frá sr. Matthíasi Eggertssyni i Grimsey, þar sem hann fjallar um skák- iðkanir í eynni . Hann segir þar, að vafalítið muni of mikið gert úr skákkunn- áttu Grímseyinga, þótt þeir muni yfirleitt standa landmönnum á sporði i íþróttinni. Sr. Matthías segir Grímseyinga afar fljóta að leika og skákiðk- un telur hann útbreidda i eynni. Sterkasta skák- mann i Grimsey um þær mundir sagði sr. Matthías vera Ingvar Guðmundsson bónda í Sveinagörðum. Matthías hafði sent rit- stjórum „í uppnámi" manntal úr Grímsey og merkt þar við þá, sem tefldu skák. Komust rit- stjórarnir að þeirri niður- stöðu að um það bil 25% Grimseyinga stunduðu skák og þótti það há hundraðstala. í 1. — 2. tbl. „í upp- námi" 1902 birtist svo grein eftir Ingvar Guðmundsson í Sveina- görðum. Hann segir þar frá þvi, að skáklistin verði að teljast fremur ung í Grims- ey. Þegar sr. Jón Norð- mann kom þangað sem sóknarprestur árið 1864 hafi enginn maður þar kunnað að tefla og afi Ingvars, sem þá var um sjötugt þekkti ekkert til skákar. Sr. Jón kenndi Grímseyingum að tefla að nýju og þá fékk þjóðsagan aftur byr undir báða vængi. Og nú skulum við skoða eina skák úr Gríms- ey. Hún var tefld um síð- ustu aldamót og er að þvi leyti sérstök að þetta er VALDSKÁK, þ.e. ekki má drepa þá menn, sem standa valdaðir. Hvitt: Ingvar Guðmundsson Svart: Albert Ingvarsson 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Df6, 3. Rc3 — Df4, 4. d3 — Rc6, 5. d4 — d6, 6. Be3 — Bg4, 7. Rd5 — Hc8, 8. Dd3 — f5, 9. Db5 — Hb8, 10. Rxc7 — Kd7, 11. Rd5 — Dxe4, 12. Bd3 — Rf6, 13. 0-0-0 — Be7, 14. Hhg1 — Hhe8, 15. Rd2 — Bf3, 16. Rb3 — Ke6, 17. Rc7 — Kf7, 18. Dd5 — Kf8 19. Bc4 og mátar i næsta leik. Valdskák er annars gömul islenzk skákkredda og mun hvergi hafa verið stunduð nema hér á landi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.