Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1975, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1975, Blaðsíða 2
Grein eftir Heinz Baruzke um H.C. Andersen, en 100 ör eru nú liðin frö dauða hans H.C. Andersen i bezta aWri áriB 1845. Þar situr barniðí öndvegi „Ég leiði oft hugann að þvf, að væri ég fríður sfnum eða rfkur og hefði einhvers konar lftið em- bætti, þá myndi ég kvænast. Ég myndi vinna, borða og að lokurn leggjast til hvfldar f kirkjugarð- inum — hvflíkt sældarlff yrði það. En þar sem ég er nú einu sinni ljótur og mun alltaf verða fátækur, vill engin giftast mér, þvf að þetta er það sem stúlkurn- ar sækjast eftir og það er mjög eðlilegt. Þess vegna mun ég standa einn alla mfna ævi, eins og vesæii þistiil, sem menn hrækja á, þvf að það eru örlög mfn að eiga dapurlega ævi.“ Höfundur þessara lfna var ung- ur danskur ferðalangur á ítalfu, 29 ára að aldri og hafði hann fengið nokkurn ferðastyrk frá ættlandi sfnu. Hann hét Hans Christlan Andersen. Bréfið skrif- aði hann f Flórens til ungs dansks vinar sfns 9. aprfl 1834. Rúmum 40 árum sfðar, ll. ág- úst 1875 var lfk H.C. Andersen flutt til dómkirkju Kaupmanna- hafnar, Frúarkirkju, en hann hafði Iátizt 4. ágúst 1875. Kista hans var látin standa undir stóru höggmyndinni af hinum bless- andi frelsara eftir dansk-íslenzka meistarann Berthel Thorvald- sen, en hún hefur faríð í ótal eftirlfkingum um allan heim eins og ævintýri og sögur hins látna skálds. Umhverfis kistuna höfðu safn- azt saman opinberir fulltrúar Danmerkur og fremstir stóðu Kristján konungur IX og rfkisarf- inn, þvf að á umliðnum 40 árum hafði H.C. Andersen unnið sér sess meðal frægustu skálda heims. En frægðin hafði ekki megnað að svipta hann óánægj- © unni með sitt ytra útlit og aldrei gekk hann f hjónaband. Djúpstæð minnimáttarkennd kom alla tfð f veg fyrir, að hann hefði „kynferðislegt samneyti" svo að notuð séu orð danska sál- fræðingsins Iljalmar Helweg. Og sú staðreynd, að hann var firrtur eðlilegu kærleikssambandi, mun áreiðanlega vera ein af ástæðum þess, að hann rýndi mjög inn f mannlegt Iff f öllum tilbrigðum þess, og náði stöðugt lengra f snilld sinni við að lýsa þvf á list- rænan hátt. En bölsýnisspár hans um, að hann myndi ævinlega verða eins og vesæll þistill, sem menn hræktu á, rættust hins veg- ar aidrei. Það munu þvert á móti hafa verið fá skáld, sem á þessum tfmum hlutu jafnmíkla viður- kenningu f lifanda lffi og Hans Christian Andersen. Hann fædd- ist f aprfl 1805, f Óðinsvéum, var sonur fátæks skósmiðs og upp- vaxtarskilyrði hans voru svo bág, að varla er hægt að gera sér þau f hugarlund. Eigi að sfður tókst honum að hrista af sér hina þungu félagslegu hlekkí og hann varð gestur við furstahirðir Evrópu og kynntist þeim, sem hæst var á andlegu sviði f álfunni. Hann náði fyrst hylli f Þýzka- landi, og sú þjóð, sem fyrst varð tíl að veita honum viðurkenn- ingu, var honum alla ævi hugleik- in, enda þótt stjórnmálaástandið milli Danmerkur og Prússlands varpaði þar nokkrum skugga á. Það var skáldsagan „Improvisa- toren" sem vakti fyrst athygli Þjóðverja á honum, en það var saga um fátækan, ftalskan dreng, sem Andersen hafði gefið út eftir sfna miklu Italíuferð á árunum 1834—35. Sfðar lét hann frá sér fara bókina „Kun en spillemand**, en vettvangur hennar var föður- land skáldsins. Skáldsaga þessi náði þvílfkri hylli f Þýzkalandi, að hún fór þaðan sigurför um heiminn, en slfkt hafði ekki áður gerzt með bókmenntir frá Norð- urlöndum. Með bók þessari var lagður hornsteinninn að heims- frægð H.C. Andersens. Það kom þegar fram f „Improvisatoren" að H. C. Ander- sen hafði unun af þvf að Iýsa sjálfum sér. Þessí aðferð hans varð sfðar svo augljós, að Daninn, Elias Bredsdorff, sem mjög hefur rannsakað bókmenntir H.C. And- ersens, telur, að megnið af beztu skáldverkum hans fjalli í raun réttri um hann sjálfan. Og Hans Brix, sem er eitt af gömlu stór- veldunum á sviði danskra bók- menntarannsókna, skrifaðí eitt sinn, að H.C. Andersen hefði skrifað fleiri sjálfsmyndir en Rembrandt hefði nokkru sinni málað. Andersen gerði sér þetta sjálfum ljóst. Hann skrífaði eftir- farandí f dagbók sfna: „Það getur aldrei verið neitt rangt við það, að höfundur sé hlutlægur, þvf að það er til marks um, hversu mikið skáld hann er.“ Og verk hans vera skáldagáfu tvfmælalaust vitni. Ekki einungis skáldsögur hans, 6 að tölu, og mörg ljóð, sem hann orti, heldur umfram allt ævintýri hans og sögur, sem fyrst komu út árið 1835 og voru einungis skrif- uð fyrir börn. Andersen fann til sterkrar samkenndar með börn- um, sem og fátæku fólki og utan veltu f samfélaginu. Tilfinninga- næmt hjarta hans var eins og segull, sem dróst að öllu veik- burða og hjálparvana. Segja má, FnBingarstaBur H.C. Andarsans I Andersen varB ekki sérstaklega vel til kvenna og ástir hans voru óhamingju- samar. Hér eru tvær, sem hann elskaBi: Riborg Voigt og „sænski nmturgal- inn", óperusöngkonan Jenny Lind.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.