Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1976, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1976, Blaðsíða 2
j&^tm»>?mmzmssr!m BÖRN OG FJÖL- MIDLAR Guðrún Egilson ræðir við' Kristínu Pálsdóttur um barnatíma ! í sjónvarpi Á vetrum hefur sjónvarpió, reglulega tvær dagskrár á viku fyrir börn. A miðvikudögum eru yfirleitt fluttir framhaldsþættir af erlendum toga, ætlaðir stálp- uðum börnum, og eru þeir valdir af Lista- og skemmtideild Sjón- varpsins. „Stundin okkar" er hins vegar í umsjá þremenninganna Kristínar Pálsdóttur, Hermanns Ragnars Stefánssonar og Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur. Þau leggja í sameiningu línur dag- skrárinnar og vinna efnið til flutnings, en það er Kristín, sem rekur smiðshöggið á verkið með þvf að sjá um allar upptökur fyrir þáttinn. Hin tvö vinna að jafn- aði hálfandaginn, enhúnerein i fullu starfi við sjónvarpið til að sjá fyrir þörfum þessa stóra og breiða áhorfendahóps, sem börn- — Það þyrfti að vera fleira starfslið og betri aðstaða til að framleiða meira og betra efni, — segir hún. — Hingað til hefur það sjónarmið verið mjög ríkjandi í þjöðfélaginu, að ekki þurfi eins að vanda til bóka- og dagskrár- gerðar fyrir börn og gert er fyrir fullorðna, en sem betur fer, er það á undanhaldi. Hér hjá sjón- varpinu hefur orðið töluverð breyting til hins betra, og skilningur á þörfum barna hefur farið vaxandi, en það er þó við ýmis vandamál að etja, til dæ'mis þrengsli í upptökusölum, en fyrst og fremst skortír þó fleira starfs- fólk til að vinna efni fyrir börn. Allan veturinn er maður í ógur- legrvi pressu við að koma út þess- Við reynum að koma ekki róti á tilfinninga- lífið um eina þætti einu sinni í viku, og sjálfsagt þyrfti margt að vera bet- ur gert en við komumst yfir. — En nú er þátturinn alveg í fríi á sumrin. — Já, já, við höfum þá góðan tíma til að safna f sarpinn, og getum gert ýmsa hluti, sem ekki er hægt að gera á öðrum tímum vegna anna. Yfirleitt erum við sæmilega birg á haustin en eftir þvf sem liður á veturinn, fer efnið sjálfsagt eitthvað að þynnast. — Er ekki talsvert af fólki úti í bæ, sem þið hafið fengið til sam- vinnu viðykkur? — Það er viss hópur manna, sem við þekkjum og leitum oft til, og í þann hóp bætist stöðugt. Og ennfremur er það algengt að fólk bjóði fram efni, annaðhvort hug- mynd, sem þarf að útfæra eða fullmótað verk. Af nógu er að taka, en það er býsna tímafrekt að undirbúa efni fyrir sjónvarpsupptöku og kvik- myndun og sjá um upptökur og úrvinnslu á því. Sama máli gegnir þótt efnið sé fullunnið og hafi verið sýnt á sviði, því sjónvarp og leiksvið er tvennt ólikt. — Nú og svo hafið þið talsvert af erlendu efni Iíka? — Já, við fáum víða að, en þó einkum frá Norðurlöndurn. Við erum aðilar að norrænu samstarfi um dagskrárgerð fyrir börn, en þar erum við frekar þiggjendur en veitendur, svona hálfgerður litli bróðir, eins og á ýmsum fleiri sviðum. Á sameiginlegum fund- um höfum við þó lagt fram efni, t.d. þættina um Mússu og Hrossa, sem hafa reynzt vinsælir hér. — Er ekki erfitt að þurfa að gera öllum aldursflokkum tíl hæfis á ekki lengri tíma en þið hafið til umráða? — Við hófum reynt að sni'ða dagskrána sem mest við hæfi yngri barna, þvi að miðvikudags- þættirnir eru fremur ætlaðir stálpuðum börnum. Þó er ætlunin að allir aldursflokkar finni eitt- hvað við sitt hæfi, og við röðum efninu þannig niður, að í upphafi er eitthvað fyrir yngstu börnin, og síðast í þættinum framhalds- þættir, spurningaþættir og fleira, sem stærri krakkar hafa gaman af. — Og hvaða leiðir hafið þið til að komast að raun um, hvað börn- unum líkar eða hvað ekki? — Við höfum reynt ýmsar leiðir, til dæmis að horfa á þátt- inn með börnum og kanna við- brögðin. Eins höfum við kallað hópa hingað niður i sjónvarp og sýnt þeim eitt og annað og sfðan spurt þau, hvað þeim líki bezt, og þá hvers vegna. Þetta hefur hins vegar ekki gefið nógu góða raun, því að börn verða oft feimin á ókunnum stað og með ókunnu fólki, og svörin verða þá oft bara já og nei, án rökstuðnings. — Án þess að á ykkur sé hallað, er það greinilegt, að auglýsinga- þættirnir eru oft vinsælli meðal barna en sjálft barnaefnið. — Já, já, þetta vitum við vel, og maður getur dregið ýmsa lær- dóma af þvf. Stuttar og snöggar svipmyndir með tónlist höfða greinilega mjög mikið til barna, en ég held, að það sé ekki sízt þessi stóðuga endurtekning á aug- lýsingunum, sem veldur, þvl hvað þær eru vinsælar. Þetta vérða eins og gamlir kunningjar barn- anna. ":ð höfum líka orðið vör við að frami:jlí,'.';^,ttir verða alltaf vinsælli eftir því sem lengra líður, og alls konar fígúrur og brúður, sem hafa birzt reglulega í Stundinni okkar eins og t.d. Róbert bangsi og félagarnir Glámur og Skrámur eiga hugi barnanna óskipta. Nú í haust mun þeim væntanlega bætast nýr vinur, brúðustrákur, sem á að annast kynningu dagskráratriða með Sigríði, og inn í spjall þeirra á að fléttast ýmislegt úr daglega lífinu, hlutir sem börn rekast á og velta fyrir sér. Og stráksi hefur margs að spyrja eins og hver annar krakki. — En nú væri gaman að heyra, hvað þið leggið helzt til grundvall- ar við val og gerð ef nis? — Við fylgjum ákveðinni stefnu I starfi okkar, og miðum einkum við, að sameina fræðslu og skemmtun. Það er ekki hægt að koma fræðslu á framfæri við börn nema það sé gert þannig, að það veki áhuga þeirra. Við erum heldur ekki hlynnt innantómri skemmtun og hasar, sem hefur ekkert raunhæft og uppeldislegt gildi fyrir börnin. — Hvað hefur raunhæft og upp- eldislegtgildi? — Það er kannski matsatriði, en tökum til dæmis aðstæður sem börn lenda í, eins og t.d. að eignast yngra systkini, sem oft vekur afbrýðisemi. Við reynum að leiða þau inn í þessar aðstæður og innræta þeim heppileg við- brögð án þess að þau verði sjálf beinlínis vör yið. Við reynum á ýmsan hátt að gera þau meðvituð um umhverfi sitt og aðstöðu sína og svara ýmsum spurningum, sem leita á börn, með þeim orðum og á þann hátt, sem þau skilja bezt. — Og eruð þið alltaf á einu máli um, hvað á að segja börnunum? — Við höfum mjög svipaðar skoðanir á því og samvinna okkar er mikil og náin. Að sjálfsögðu eigum við ekki að ganga of langt í því að innræta börnunum siði og skoðanir, enda bjónar það yfir- Ieitt þeim tilgangi einum að þau missa áhugann og hætta að fylgjast með. En þurfið þið ekki að leggja meiri rækt við kímnigáfu barn- anna? Ég oí ekki frá því, að það sé heldur lítið af verulega fyndnu efni fyrir börn. — Það má vel Vera, enda þótt það sé alltaf smekksatriði, hvaö er fyndið og hvað ekki. Við höfum yfirleitt frekar hallazt að nota- legri kímni heldur en svokölluðu sprenghlægilegu efni. Við höfum þó verið dálítíð með teikni- myndir, sem börn hafa yfirleitt mjög gaman af, en þær eru allar erlendar, því að við höfum hvorki tæki né mannskap til teikni- myndagerðar. Auk þess sem ég hef þegar minnzt á, fylgjum við ákveðinni stefnu í að koma ekki of miklu róti á tilfinningalíf barna, skelfa þau eða hræða. Þau eiga mjög erfitt með að horfa á misþyrmingar eða illa meðferð á börnum og dýrum, en þau virðast leggja mjög svipað tilfinningalegt mat á sig sjálf og dýr. Til dæmis getur það komið börnum alger- lega úr jafnvægi, ef þau sjá dýr skilið einhvers staðar eftir eitt og yfirgefið. — Eru börn ekki miklu síður háð tízkusveiflum I smekk heldur en fullorðið fólk? — Jú, þau eru yfirleitt fast- heldnari, þó geta komið upp ýms- ar sveiflur, eitthvert nýnæmi, sem skýtur upp kollinum verður stundum vinsælt á svipstundu. Til dæmis hefur fremur litið ver- ið um brúðuleiksýningar hér á landi, en nú er þetta orðið eitt vinsælasta dagskrárefnið fyrir börn innan við 7 ára. — Hvort kunna börn yfirleitt betur að meta, ævintýri og heima hins óraunverulega eða það, sem þau þekkja af eigin raun? — Börn hafa oft mikið hug- myndaflug, og geta hæglega upp- lifað sig sjálf f alls konar ævintýr- um og óraunveruleika Þau eru oft ekkert síður mót- tækíleg fyrir fræðslu í formi ævintýra heldur en I lýsingu á raunveruleikanum, eins og hann blasir við okkur. Eftir þvi sem börnin stækka dvínar hugmynda- flugið, og raunveruleikinn tekur við. Stálpaðir krakkar eru að vísu oft hneygðir fyrir hasar og spennu, en eigi að síður gera þeir kröfu um, að hlutirnir séu trú- verðugir. Við erum sammála um að meira þurfi að gera af þvi en við höfum gert hingað til að sýna börnunum raunverulegt líf og starf, og leiða því fyrir sjónir gerð þjóðfélagsins. I þessu skyni eru i undirbúningi starfskynningar- þættir, þar sem helztu atvinnu- vegir þjóðarinnar eru kynntir, svo sem landbúnaður, sjávarút- vegur og iðnaður, og samhengið milli þeirra útskýrt. Þessir þætt.ir eiga líka að geta þjónað þeim tii- gangi að börnin fari að velta fyrir sér, hvað þau geti síðar meir tekið sér fyrir hendur. Sú hugmynd hefur komið fram að kennarar í samfélagsfræðum gætu rætt um innihald þáttanna við nemendur sína, eftir að þeir hafa verið sýndir og þannig kæmu þeir að mestum notum. Svo erum við líka með í undir- búningi þætti um tómstundastörf, eins konar heimildakvikmyndir um hin margvíslegu áhugaefni, sem börn haf a. — Hvað hafið þið fleira í bí- gerð fyrir veturinn? Af erlendu efni má m.a. nefna nýjan tékkneskan briíðumynda- flokk, norskar teiknimyndir, sem sýna á mjög einfaldan hátt, hvernig umferðarreglurnar urðu til, stuttar myndir um margvísleg efni, sem eru frábrugðnar öðrum myndum að því leyti, að ekkert tal fylgir þeim, einungis tónlist og umhverfishljóð, norrænan teikni- myndaflokk, sem nefnist innan- hússleikir. Hann fjallar um börn, sem af ýmsum ástæðum neyðast til að halda sig innandyra og finna sér ýmislegt til dundurs og dægrastyttingar. Að mínu mati hefur þessi þáttur bæði skemmtanagildi og þjónar þeim tilgangi einnig að hvetja börnin til að finna sér leiki og verkefni til að glíma við. Varðandi innlent efni er ýmis- legt á döfinni. Auk ýmissa smá- atriða má nefna að þættirnir um Mússu og Hrossa verða áfram, a.m.k. eitthvað fram eftir vetri, við erum með í undirbúningi nokkra 15 mfn. þætti með léttu efni, sem við nefnum kvöldvökur, og ætti nafnið að segja nokkuð til um innihald þeirra og ýmiss kon- ar þjóðlegt efni. Börnin fá að kynnast Sæmundi fróða og brögðum þeim, sem hann beitti kölska f leiknum þátt- um, sem verið er að vinna að, og ennfremur verður upplestur þjóðsagna á dagskrá. Það er vonandi að þessi viðleitni okkar verði til þess að glæða áhuga barnanna á fslenzkum sög- um og bókmenntum og þvl um- hverfi, sem þau eru sprottin úr, og það væri leiðinlegt, ef BúkoIIa, Bakkabræður og aðrir gamlir kunningjar glötuðust fslenzkum börnum meó öllu. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.