Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1976, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1976, Blaðsíða 6
I. Skýrsla um fljúgandi diska I tímaritinu „Kosmo ka.j homo" 2. ársfj. 1974, sem gefið er út af Stjörnuathugunarstöðinni í Zagreb i Júgoslaviu (Astronomia observatorio) segir frá þvf, að Claude Poher, yfirmaður eld- flaugadeildar frönsku mið- stóðvarinnar fyrir geimrannsókn- ir í Toulouse, hafi nýlokið við fjögurra ára rannsóknir á skýrsl- um, sem fram hafa komið um „ókennda fljúgandi hluti" sem almennt eru kallaðir „fljúgandi diskar". Poher hefur valið til meðferðar um þúsund „trúverð- ugar" skýrslur, og af þeim eru yfir tvö hundruð frá Frakklandi. Poher hefur tekið þessar upplýs- ingar til meðferðár, ásamt aðstoðarmönnum, og hafa þeir gert ályktanir um þessa „fljúg- andi diska". í ályktunum sinum hafa þeir tekið tillit til aðstæðna hverju sinni, svo sem veðurskilyrða, hvort loft var skýjað o.s.frv. er hlutirnir sáust, og hvort þeir sá- ust yfir þéttbýlissvæðum eða óbyggðu landi. I 70 af hundraði tilvika voru hinir ókenndu hlutir séðir samtímis af tveimur eða fleiri mönnum og í nokkrum tilvikum jafnvel af íbúum heilla borga. Sjáendur „hlutanna" voru menn úr öllum starfsgreinum, en áber- andi er, hve vísindamenn eru f áir meðal þeirra. Claude Poher full- yrðir, að visindamenn, jafnvel þótt þeir hafi orðið sjónarvottar þessara óvenjulegu fyrirbæra, hafi yfirleitt óskað eftir nafn- leynd, þ.e. að nöfn þeirra yrðu ekki birt. Átta af hverjum tíu mönnum, sem sáu „fljúgandi diskana" full- yrða að þeir hafi verið egglaga (avalforma), og aðeins tveir af hverjum tíu sáu flugtæki þessi með annarri lögun. I 70% tilvika s! jst „hlutirnir" að næturlagi og * ru þá rósrauðir á lit, en þeir sem sáust i dagsbirtu voru með málmgljáa, samkvæmt skýrslum sjónarvotta. Yfirleitt var um að ræða flug- tæki sem virtust að þvermáli vera © milli 10 og 30 metrar, að áliti sjónarvotta, og hreyfðust alger- lega hljóðlaust. Tíu af hundraði sjónarvotta álíta að „Fljúgandi diskarnir" hafi lítið hreyfst í raun og veru, heldur hafi þeir liðið hægt áfram. 25% álíta sig hafa séð „diska" sem fóru hægt yfir og enn aðrir sáu „diska" sem þeir telja að farið hafi með óvenjuleg- um hraða. í 50% tilvika telja sjónarvottar að flugstefnan hafi verið „óvenjuleg", ef miðað er við flug þekktra gerða af flugvélum. Að lokum fullyrða um 20 af hundraði sjónarvotta að þeir hafi verið viðstaddir lendingu „fljúg- andi diska". II. Fljúgandi diskar í 1 jósi kenninga dr. Helga Pjeturss. Þetta var endursögn af skýrslu þeirri um rannsóknir á ókennd- um fljúgandi hlutum, sem birtist í nefndu tímariti hinnar júgóslavn- esku stjórnuathugunarstöðvar og er sitthvað, sem þar kemur fram, athyglisvert. Þessi furðulegu fyrirbæri, fljúgandi diskar, svokallaðir, hafa verið mjög algeng mörg undan- farin ár. Varla Iíður sú vika að ekki berist fregnir um þessa furðuhluti einhversstaðar að úr heiminum. Og opinberar stofnan- ir, eins og t.d. sú, sem af er sagt hér að framan, taka til æ alvar- legri rannsókna skýrslur sjónar- votta af þessum fyrirbærum. Eitt hið athyglisverðasta, sem frá er skýrt í nefndri skýrslu, finnst mér vera það, sem sagt er um vísindamenn, sem orðið hafa sjónarvottar að fyrirbærunum: Þeir óska eftir að nöfn þeirra verði ekki birt. Hjá þessum mönnum kemur fram hræðsla þeirra við álit annarra vísindamanna. Þess vegna má ekki birta nöfn þeirra. Þessi afstaða þeirra er í rauninni skiljanleg og afsakanleg, á meðan ekki er vitað eða skilið á hvaða lögmálum slik fyrirbæri byggjast. Hér er það sem kenning dr. Helga Pjeturss varpar Ijósi á þessa torráðnu gátu, eins og svo margt annað. Hér er um að ræða 3>* f jargeislun, sem leiðir af sér ham- farir flugtækis og áhafnar þess, frá fjarlægum hnetti til okkar jarðar. Á tækniöld þeirri sem nú stend- ur yfir hafa skapast sambönd við tækniþróuð mannfélög á öðrum hnöttum. Gera má ráð fyrir að farartæki þeirra séu að ýmsu leyti frábrugðin farartækjum okkar og einnig að því er snertir flugtæki þeirra. Vegna hins almenna áhuga jarðarbúa á tækni almennt, myndast hér einskonar lífafl- svæði, sem gerir það mögulegt, að fyrirbæri af þessu tagi geta mynd- ast í lofthvolfi jarðar okkar. Þessi farartæki og áhafnir þeirra koma hingað hamförum, þau efnast, og haldast hér við um stutta stund. Með þessum hætti gerist slíkur flutningur milli fjarlægra hnatta á andartaki. Enda væru raunveru- leg ferðalög milli sólhverfa óhugsanleg með þeirri tækni sem við þekkjum. Til þess eru fjar- lægðir alltof miklar, jafnvel ljós- geislinn er áratugi og árþúsundir að komast á milli. En lífgeislinn leysir þennan vanda, þvi hann kemst um óra- víddir geimsins á örskotsstund. Og á þennan hátt munu fara fram öll geimferðalög hinna lengra komnu fbúa annarra hnatta. Þeir fara hamförum í heimsóknir sól- hverfa milli. Fljúgandi diskarnir, sem hér sjást stundum, hljóta því að myndast með hliðstæðum hætti, vegna fjargeislunar, eða hamfara. Það kemur einnig fram af frásögnum sjónarvotta, að „diskarnir" efnast misjafnlega. Þessvegna verða útlínur þeirra öskýrar stundum, og lögiin þeirra allbreytileg. Stundum verða þeir lítið annað en einskonar þoku- hnoðrar, en stundum er efnunin mun fullkomnari, jafnvel svo að jafnast getur á við fasta hluti á jörðu hér. Þessir hlutir hafa oft sést i radar, og er það órækur vottur þess, að um raunverulega hluti er að ræða. En svo er sá möguleiki einnig fyrir hendi, að ekki sé um að ræða efnun „fljúgandi diska" hér, þótt, menn telji sig sjá þá í umhverfi sínu. Er þá um að ræða fjarskynj- un til annars hnattar. Hinn skyggni maður sér þá hlutinn í hinu rétta umhverfi hans, þ.e. á annarri stjörnu. Þessi tegund flugdiskasýna mun vera talsvert algeng. Vil ég nefna dæmi, sem skýrir slfka sýn: Tveir menn standa úti og horfa til himins. Annar þeirra sér „fljúgandi disk" fara um loftið, hann sér lögun hans og lit og útlit allt. En hinn, sem stendur hjá honum, getur ekkert séð. I slíkum tilvikum eru allar lfkur á, að um sé að ræða fjarsýn til annars hnattar. Sá sem sér er skyggn eða ófreskur á þeirri stundu. Margar frásagnir eru um dæmi þessu Ifk. III Önnur hliðstæð fyrir- bæri. Fjarskyggni. Fjarsýnir. Algengt er að fólk sjái sýnir og lýsi þeim jafnóðum, þótt aðrir viðstaddir sjái ekkert. Svo hefur oft verið, að því er snertir huldu- fólk og ýmsar aðrar sýnir. Mig langar til að segja frá einu dæmi þessu til skýringar: Vorið 1973 komu hingað til lands frú Greta Aglberg og Anthony Brooks. Þau eru mjög áhugasöm um flugdiskamál og hafa árum saman starfað á vegum erlendra flugdiskafélaga að rannsóknum slíkra fyrirbæra og að kynningu á þeim víða um lönd. — Þau dvöld- ust hér á landi frá 22. maí til 30. maí 1973. Á vegum Félags Nýals- sinna var haldin opinber sam- koma með þeim ásamt fyrir- lestrum í Norræna húsinu í Reykjavfk þann 27. mai 1973. Einn daginn ókum við með þeim upp að Kaldárseli, ofan við Hafnarfjörð, og staðnæmdumst þar um stund. Veður var gott en himinn alskýjaður. Við okkur blasti Helgafell, sem er þarna skammt frá. Það má heita alveg gróðurlaust, og svæðið milli þess og Káldársels er gróðurlausir vikursandar og hraun. Er við höfðum staðnæmst þarna við Kaldársel, sá frú Grete Ahlberg sýn nokkra og lýsti henni fyrir okkur jafnóðum á þessa leið: „Ég sé fjallið þarna. Það er heilagt fjall. (Aths.: „Holy mountain" kallaði hún það á enskunni, en ekki höfðum við sagt henni, að það héti Helgafell, enda kom brátt í ljós að það sem hún lýsti var ekki þetta Helgafell okkar eða umhverfi þess heldur eitthvert annað fjall, sem við höfðum ekki fyrir augum.) Þetta eru í rauninni tvö samliggjandi f jöll og er skarð eða lægð á milli þeirra. (Aths.: Helgafell er eitt einstakt fjall og ekkeft skarð í þvf.) Ég sé heiðan himin milli þessara tveggja hnjúka og yfir þeim. Fjallið í heild er vaxið gróðri. Þetta er ákaflega fagurt f jall, og frá þvf stafa góð áhrif. Og nú sé ég fagurt hús. Það stendur undir f jallinu, og ekki mjög langt frá okkur. Það er mikill gróður kringum þetta hús. Ég sé fólk nálægt húsinu. Það er eins og það sé að vinna eitthvað við jarðrækt eða við gróðurinn, sem þarna er allsstaðar. Þetta er dásamleg fegurð, sem við mér blasir og eins og mikil helgi hvíli yfir þessum stað. — En nú er eins og þetta dofni allt. — Nú sé ég þetta ekki lengur. — Eg sé bara gróðurlaust fjall og sandauðnir hérna f ná- grenninu." Þetta er lýsing á sýn, sem þessi kona sá, og lýsti fyrir okkur. Telja má alveg vfst, að þarna hafi verið um fjarsýn að ræða. A meða'n á þessu stóð var hún með opin augu. Við báðum hana að loka þeim, til að komast að því, hvort það breytti nokkru. Hún gerði það, og kvaðst sjá allt jafn skýrt fyrir þvi og hélt áfram lýsingu sinni á hinu framandi umhverfi, eins og ég hef haft eftir henni hér að framan. Undarlegt finnst okkur að slík- ar sýnir sem þessar skuli geta átt sér stað. Vakandi fólk með opin augu sér landslag og atburði, sem eru að gerast einhversstaðar í fjarlægð, annað hvort á okkar jörð eða á einhverjum ¦ öðrum hnetti. Vegna þess að sýnin á sér stað í vökuástandi er algengt að hið ófreska fólk setji sýnina f samband við það landslag, sem við augum blasir. Þannig er það oftast með huldufólkið svokall- aða, að það er sett í samband við kletta og hóla vegna þess að það hefur þetta landslag fyrir augum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.