Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1976, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1976, Blaðsíða 13
Efstu myndirnar eru teknar af Söru við æfingar, en þar er hún æfinlega i essinu sinu. Hér að ofan er hún með bandarisku óperusöngkonunni Beverly Sills, sem þykir fremsta óperu- söngkona vestanhafs. Að neðan: Sarah Caldwell lætur sér liða i brjóst i stiganum eftir erfiðan dag, meðan aðstoðar stúlka hringir fyrir hana. um á fólki vegna þess, að þau veita mikla tónlistarlega reynslu," segir hún. Allt, sem ger- ist í kringum hana tengir hún óperunni og félagi sínu með ein- hverjum hætti. Fyrir nokkrum ár- um voru íbúar Bostonar með lífið í lúkunum vegna Bostonmorðingj- ans svonefnda, sem hafði fyrir sið að kyrkja fórnarlömb sín. Þá varð Söru eitt sinn að orði: „Það væri stórkostlegt, ef morðinginn yrði gripinn í óperunni!" Hún gefur því lítinn gaum, sem ekki snertir starf hennar beinlin- is. Til dæmis hirðir hún lítt um eigið fé, þótt hún sé vakin og sofin yfir fjármálum fyrirtækis- ins. Hún hefur tapað álitlegu fé i pappirskiljum, sem hún hefur gleymt í veitingahúsum hér og þar. Eitt sinn þegar kunningja- kona hennar settist inn i bílinn hjá henni sá hún sér til furðu bréfpoka fullan af peningaseðl- um, en sumir seðlarnir látu á víð og dreif um bilinn eða fuku út um gluggana og eftir götunni. Sara Caldwell stofnaði fyrir- tæki sitt árið 1957 og hét það þá Óperuhópurinn í Boston. Byrjun- arfjármagn þess var 5000 dollar- ar. Það var upphaflega til húsa í Back Bay-leikhúsinu, en það varð svo að víkja fyrir íbúðarblokk. Arið 1965 var nafni fyrirtækisins breytt í Óperufélagið á Boston og sýnir nú í Orfeumleikhúsinu. Þar eru 2000 sæti. Þetta er gamalt fjölleika- og kvikmyndahús. Svið- ið er lítið og engin hljómsveitar- gryfja — hljómsveitin heldur til á salargólfinu. Við þessar aðstæður og verri hefur Sara stjórnað frumsýning- um i Bandaríkjunum á jafnólík- um verkum og Trójumönnum eft- ir Berlioz, Móses og Aron eftir Schönberg, og Hippolyte og Ari- cie eftir Rameau. Beverly Sills hefur sungið i fimmtán uppfærsl- um Söru. Joan Sutherland, Tito Gobbi, Nicolai Gedda og Jon Vick- ers hafa öll sungið i sýningum hennar. Sara Caldwell kemur oft þægi- lega á óvart áheyrendum, sem leiðir eru orðnir á vanabundinni meðferð þekktra tónverka. Hún sýnir gamla kunningja stundum í óvenjulegu ljósi. Violetta í La Traviata, sem vanalega er yfir- stéttardrós „með hjarta úr gulli“, er gerð að roskinni konu, er hefur sætt sig við hlutskipti sitt. Enn sem komið er er ekki grundvöllur til tveggja mánaða samfleytts óperuhalds i Boston. Sara Caldwell setur að jafnaði á svið fjórar eða fimm óperur frá því í janúar og fram í júni. Fyrir hverja þeirra safnar hún saman fólki, æfir það í hálfan mánuð og síðan sýnir hópurinn í viku. Upp- skeran er oftast ríkuleg; fagnað- arlátum áheyrenda ætlar seint að linna. Undirbúningur sýninga er stundum ekki síður skemmtilegur en sýningarnar sjálfar. í Rakaran- um i Sevilla, átti Beverly Sills að leika hina ungu og fögru Rosinu, sem er hálfgerður fangi umsjár- manns sins, Dr. Bartolos. Fyrst ákvað Sara, að herbergi Rosinu skyldi vera risastórt fuglabúr með rólu og öllu tilheyrandi. En til þess að leggja enn meiri áherzlu á ófrelsi Rosinu átti hún einnig að bera söngfugl í litiu búri. Var Sills nú send út til að hafa uppi á spiladós, sem hentaði. „Ég fann loksins fugl,“ segir Sills, „en hann kostaði tæpa 200 doll- ara. Ég hringdi því í Söru til að ráðgast við hana. „Geturðu fært fuglinn að símanum?" spurði hún. Ég bar fuglinn upp að sím- tólinu og dró hann upp. „Og syngdu nú sjálf“ sagði hún þá. „Ertu snarvitlaus?" spurði ég. „Ég er stödd niðri í Madisonstræti og hér er full búð af fólki.“ Sara var þá á höttunum eftir fugli, er syngi kadenzu, svo söngkonan gæti hermt eftir honum. Sills neyddist því til að kvaka i simann. Fulginn var keyptur og lá við borð, að hann stæli senunni frá „hinum listamönnunum" á frum- sýningu. Sara er sífellt á ferð og flugi að hafa uppi á sögulegum og tónlist- arlegum smáatriðum fyrir sýning- ar sínar. A komandi vori hyggst hún setja á svið Montezuma eftir bandaríska tónskáldið Roger Sessions. Þetta er viðamikill söng- leikur, sem hún hefur lengi haft í huga. Fyrir fjórum árum fór hún til Mexiko og lagði leið sina um sigurslóð Hernandos Cortez, hins spænska landvinningamanns, til þess að átta sig betur á þessu verkefni. Nú fyrir skömmu hélt hún aftur á sömu slóðir að skoða pýramidana i Teotihuacán. Þessar ferðir eru henni jafn- framt skemmtiferðir; hún leikur á als oddi, verzlar og stofnar til kunningsskapar við fjölda manns. Þegar heim er komið í leikhúsið breytist viðmótið heldur betur. Hún sýnir engum linkind en stjórnar með harðri hendi. Eink- um sviðsstjórum, sem hún „hakk- ar í sig“, eins og einn samstarfs- maður hennar orðar það. Sviðs- stjórar verða að halda áætlun ná- kvæmlega og sjá svo um, að aðrir geri slikt hið sama. Þetta getur reynzt erfitt, þvi sjálfur á hús- bóndinn til að láta áætlanir lönd og leið. Hún æfir stundum söngv- ara frá því um morgun og fram að miðnætti, en heldur þá öðrum eft- ir til klukkan fjögur eða fimm við ljósaæfingar. Meðan á þeim sténdur sofnar hún yfirleitt. Verður þá að vekja hana til að taka ákvarðanir, en svo sofnar hún aftur og þannig getur gengið til tímum saman. Fyrir kemur, að hún verður ein eftir i húsinu og situr þá svo skiptir klukkustundum og virðir fyrir sér sviðið og hugleiðir, hvernig það verði bezt nýtt. Sofn- ar hún stundum út frá þessu, og eitt sinn í hrúgu af tjöldum á gólfinu, en er ævinlega jafn bráð^ hress um morguninn. Sumir halda því fram, að þessi langi vinnutími sé að kenna skorti á skipulagshæfileikum, sjálf and- mælir hún því harðlega. „Við eig- um ekkert hús,“ segir hún. „Við tökum hús á leigu og höfum það aðeins í tólf daga fyrir sýningu. Við verðum að flytja allan búnað • að og þetta er svo mikið verk, „að ekki veitir af öllum sólarhringn- um.“ Þótt Sara Caldwell sé harður húsbóndi er hún þó hörðust við sjálfa sig. Aðalæfingin á Don- Carlos eftir Verdi stóð i níu klukkutíma. Áætlað hafði verið, að hljómsveitin léki aðeins fimm tíma og þegar þeir voru liðnir stóðu hljóðfæraleikararnir upp sem einn maður og gengu úr saln- um. Pianóleikari tók þá við, Sara hélt ótrufluð áfram að stjórna og gaf hinum fjarstöddu hljómlistar mönnum leiðbeiningar og fyrir- skipanir til beggja handa. Píanó- leikarinn gafst upp eftir tvo tima, en þá tók annar við. Sara á til að æpa á kórinn, urra að aðstoðarmönnum og hvæsa á hirðulausa söngvara i aukahlut- verkum, en við einsöngvara sína er hún oftast ekkert nema ljúf- mennskan, leitar til þeirra um ráð og þiggur þau jafnvel. „Ég er stjórnandi," segir hún, „og mér er velljóst, að það er fólkið á sviðinu, sem ræður úrslitum hvernig til tekst. Ég get hjálpað því og leið- beint, en taki það ekki þátt í verk- inu, velji og hafni, er allt unnið fyrir gýg.“ Flutningur verka er jafnan mjög rækilega undirbúinn og litið er um óundirbúin frávik. Hún æf- ir söngvara þar til „þeir kunna tónlistina svo vel, að hún streymir upp úr þeim“. Þó bregður hún stundum á leik, eins og í upp- færslu La Traviata, er hún lét skjóta töppum úr kampavíns- flöskum i takt við tónlistina. Hæfileikar og einbeitni Söru Caldwell komu snemma í ljós. Hún hafði góðar stærðfræðigáfur, hún las mikið og hafði ákafan áhuga á tónlist. Foreldrar hennar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.