Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1976, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1976, Blaðsíða 16
„Við stefnum að byltingu. Bylting verður aðeins í kjölfar virkrar stéttarbaráttu. Byltingin er óumflýjanleg — hún er tímaspursmál." Þótt þetta kunni að'lá'ta sem innantóm og lúð glamuryrði, sem við kippum okkur e.t.v. ekki lengur upp við, skemmir ekki að athuga hvað býr að baki þeim. Byltingarhugmyndir eru eng- in ný bóla, — á öllum tímum hafa verið til öfl, sem vilja gera langa sögu stutta og afgreiða málin á einfaldan og fljótlegan hátt. Grunn hyggnir menn vilja jafnan fá mikið fyrir lítið og dreymir um að gera „kúpp". Slíkir menn vilja bylta og hafa þá trú, að með raski og umróti megi koma ótrúlegustu hlutum til léiðar, jafn- vel skapa verðmæti, sem eru ekki fyrir hendi. Þeir leita að patentlausnum á öllum hlutum, vilja einfalda öll mál og álykta oft, að tilgangur- inn helgi meðalið. Byltingarhugmyndir verða oftast til í ör- væntingu eymdar og örbirgðar. Þær gera ráð fyrir alræði öreiganna, yfirráðum þeirra yfir atvinnutækjunum og jöfnum afrakstri af þeim. Hvað er þá bylting? Flestir munu sammála um, að með því orði sé átt við kúvendingu ríkjandi ástands, gjörbreytingu í einu vetfangi, — auðvitað í þeim tilgangi að stytta sér leiðina að markinu — sæluríkinu Útópíu, þar sem allir eru jafnréttháir, gróðasjónarmiðinu er hafnað, enginn hagnast á kostnað annars, og allir lifa saman í sátt og samlyndi. Fyrir fáeinum áratugum ríkti kreppuástand hér á landi sem víðar. Þeir, sem höfðu verk að vinna, og báru úr býtum brýnustu lífsnauðsynj- ar, töldu sig sæla. Hyldýpisgjá var milli ríkra og fátækra. Óðrum megin voru allsnægtir, en hinum megin skortur, eymd og niðurlæging. Ægilegasta afleiðing fátæktarinnar var þó von- leysi og andleg niðurlæging, sem gerði annað tveggja — að slá til jarðar eða ala af sér mikilmenni. Þegar þetta ástand er borið saman við það, sem ríkir í velferðarþjóðfélaginu, leitar sú hugs- un óhjákvæmilega á, hvort byltingin sé ekki afstaðin. Ekki með fjöldamorðum og blóðsút- hellingum, valdbeitingu og offorsi, eins og í kommúnistarikjunum, heldur með fyrirhyggju, atorku og vinnusemi. Og hvort mundi líka vænlegra til árangurs? En hverju ætti þá að bylta I þjóðfélagi þar sem slíkur- árangur hefur náðst? Þorri þegn- anna býr í eigin húsnæði, allir hafa nóg að bíta og brenna og jafnvel svo, að fjöldinn allur étur sér til óbóta og týnir engu fyrir nema Iffinu. Tækifæri til menntunar og bjargálna eru eins og bezt verður á kosið, en hættan er fyrst og fremst í því fólgin að villast í gnægtabúrinu. Alþýðan hefur fyrir löngu öðlazt yfirráð at- vinnutækjanna og hefur gang framleiðslunnar í hendi sér, eins og vera ber. Þegar alþýða manna sættir sig ekki lengur við sinn hlut í hagnaði framleiðslunnar, segir hún til, gerii kröfur og boðar verðlagsbreytingu á vinnufram- lagi sínu. Þar er ekki um kúgaða vesalinga að ræða, sem taka auðmjúkir við þvi, sem að þeim er rétt, heldur frjálst fólk, sem er sér með- vitandi um gildi sitt og mátt, og gerir kröfur til að fá vinnu sína greidda fullu verði. Enginn heldur þvi fram, að slíkar kröfur séu ekki sanngjarnar, þótt jafnan sé ágreiningur um hversu mikið raunverulega sé til skiptanna. Svo einfalt er það — ekki er deilt um skiptingu teknanna, heldur hversu mikið sé til skiptanna. Kerfi það, sem nú er við lýði, gerir ráð fyrir tiltölulega mjög jafnri skiptingu auðsins og býður i grundvallaratriðum ekki upp á það, að hægt sé að hagnast verulega, þannig að einn geti safnað auði umfram annan. Þegar slíkt á sér stað eru undantekningarlítið brögð í tafli, og enn sem komið er, eru ýmsar leiðir færar í þá átt. Málið er einfaldlega það að kunna að spila á kerfið, því að ekkert kerfi er svo pott- þétt, að ekki megi finna smugu á, sé grannt skoðað. Sem betur fer hefur skilningur aukizt á því, að slagorðið „stétt gegn stétt", er haldlítið þegar stefnt er að almennri velmegun og jöfn- uði í þjóðfélaginu. Það er ekki sízt hagur hins almenna launþega, að rekstur „atvinnutækis- ins" gangi bærilega og gefi af sér arð. Skilning- ur á því fer líka vaxandi, að aukin krónutala felur ekki í sér kjarabót, nema meira sé á bak við hverja nýja launakrónu en þá gömlu. Ann- ars gerist það eitt, að verðbólgan eykst og nýju krónurnar hverfa hraðar en þær gömlu. Útkom- an getur ekki orðið önnur, hvernig sem dæmið er reiknað. Til marks um almenna velmegun hér á landi ná nefna, að nú orðið heyrist ekki talað um fátækt. Fremur er talað um blankheit eða auraleysi, og venjulega er þá um að ræða tímabundið ástand, t.d. vegna þess, að viðkom- andi stendur í húsbyggingu eða viðlíka eigna- aukningu. í framháldi af þessu má benda á að þegar venjulegu launafólki tekst ekki að koma sér upp eigin húsnæði, er þar nær fortakslaust um sérstakar ástæður að ræða, og viðkomandi er þá einhvers konar „asocial" fyrirbrigði. Þetta á að sjálfsögðu aðeins við um það fólk, sem nú lifir sín manndómsár, en ekki eldri kynslóðina, sem hefur undirbúið jarðveginn. Svo hröð hefur þróunin orðið, sem valdið hefur byltingunni, og það er velmegunarþjóðfélaginu til lítils sóma, að einmitt sú kynslóð skuli búa við rýrust kjörin ekki vegna vilja- eða getuleys- is, heldur vegna slælegra vinnubragða, kæru- leysis og trassaháttar yfirvalda og hógværðar og/eða umkomuleysis gamla fólksins. Byltingin, sem átt hefur sér stað, með örfá um undantekningum, er staðreynd, þ.e.a.s. hin ytri bylting. Framtlðarverkefnin hljóta því að verða áframhaldandi endurbætur eða þróun með sem minnstum hnökrum, því að þjóðfélag- ið hlýtur að breytast í sifellu, eðli sinu sam- kvæmt. Enn eigum við þó eftir byltingu, sem mestu máli skiptir, sem sé hina innri byltingu — byltingu hugarfarsins. Sú óhjákvæmilega bylting mun kenna okkur að meta og varðveita það, sem við höfum og leita á ný mið, því að annars er hætt við að hin ytri bylting éti börnin sín. — Áslaug Ragnars. 9»f~- ^Ry\ . 1 3Sív ""*—¦ ^^^^^^^ MAM-F-Nl y m |£l|J-\rzetJf ÓMOT H-Æ.F i©i L—NJL^rC 'A V Tfi DUU»l- f# f/t^' /¦* oO^öEjí! í(iur<A»« LX-F 'o-jMfl S&RHU FliKUií elskh fcy —|F'ltC-—( 4& ínK- Nftuf) % 4 flfuiT.-i t-J N £W>itt<k PiíT lesínc-P/BRI KöNnR Suf-0«H FtEHCc- UN T'i£> C\u& 'l FUf< Fofc- £KK. s\>ei: 4o(VT Ui-íJpí 1 R I TlTILL Ccí-T HTA'- fWfclff. t^ / flfl/Jtf- MTöO. 1/EíiM fo&- k~ioi.ii-r.eiK $ OFPyK & f 'uai.fi. IK. év' FoR. 'P, fl bWkl ¦ TÖTUK FUií- kwwi KLAKI K6VR In^T- t* ^ 1 av^ *-? h^ & M Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins á síðustu krossgátu ¦ |K»IM ,";'f; ::', :'. í.'.V. 'm u, (1 4*" ¦ &£¦& ti* M HfJfl l'uK y S r £ i í U R L Æ T / ¦',wf. é ? 'A N \!v?n K o fi. s> A R fl'ikí ,1 í iat', U i A b<0 5 K u R R m O 5 r u %¦ r A P l D A/ A T A N R R u N N <¦.; 111 1 K u L 'iiiiii'. 0 A +» u R A/ K U L ö (\ L £ L\ u R 1 A! A Hf- 'A h ^ y 5'"!' B L\ I L 1'rNt-l H A M HPJTJ Íj 'i-fe l'C P Hii(.'i[ 0 R Ö L\ L I F A iil:i( £ k m f iff A Ll £> 1 N U M L'iK N A u T i N 'fití ] V ','";•'¦ fA U N U R I N N -"! /M A í A fU- A M A i.CKfj 0«á) R LJÚ- (\ iifli V'f>l L A' ti rr í lX a; W'ii ¥> & B e R R fyfJCfí t íi u R r KVí " i L í. A r 0 Ð M y N b A R uaii. r £ UK ,,"' A J>ýR ta r L> ri E /0 J) U R -? 'I -* i O 5 u M A D A M MftK-fiRHI A £ N A K. l ÍWJ A L 1 N y ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.