Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1976, Side 3
MYRKRIM
Faðir minn hefur einkennilegan vana. Honum þykir
gott að sitja einn i myrkri. Stundum kem ég dálítið
seint heim á kvöldin og það er dimmt í húsinu og ég
opna mjög gætilega, svo að ég veki ekki móður mina.
Hún sefur afar laust. Eg Iæðist inni herbergið mitt og
afklæðist án þess að kveikja ljósið. Svo fer ég framí
eldhús og fæ mér vatn að drekka. Ég er berfættur og
geri engan hávaða. Þegar ég kem inní eldhúsið, er ég
nærri dottinn um föður minn. Hann situr þarna á
náttfötunum á stól og reykir.
„Sæll, pabbi,“ segi ég.
„Sæll, sonur.“
„Afhverju ferðu ekki í rúmið , pabbi?"
„Ég geri það bráðum," segir hann. En hann fer
hvergi. Ég er viss um, að löngu eftir að ég er sofnaður
situr hann þarna og reykir.
Ég les oft eftir að ég er kominn uppí á kvöldin og ég
heyri móður mfna ganga frá öllu fyrir nóttina og yngri
bróður minn fara í rúmið. Ég heyri að systir mín
kemur heim og ég heyri hana sýsla eitthvað með
krukkur og kamba, þangað til hún er líka hljóðnuð. Ég
veit að hún er sofnuð. Eftir dálitla stund heyri ég, að
móðir mín býður föður mínum góða nótt. Ég held
áfram að lesa, en svo verð ég þyrstur. (Ég drekk mikið
vatn.) Ég fer framí eldhús að fá mér að drekka. Aftur
er ég nærri dottinn um föður minn og ég hrekk við.
Þarna er hann ... reykir, situr, hugsar.
„Afhverju ferðu ekki i rúmið, pabbi?“
„Ég geri það bráðum, sonur." En hann hreyfir sig
ekki, situr bara þarna, reykir og hugsar. Það veldur
mér kvfða. Ég skil hann ekki. Um hvað er hann að
hugsa? Einu sinni spurði ég hann að því.
„Um hvað ertu að hugsa, pabbi?“
„Ekkert," sagði hann.
Eitt kvöldið skildi ég við hann, þar sem hann sat
svona og fór f rúmið. Eftir nokkra klukkutíma vaknaði
ég og var þyrstur. Ég fór framí eldhús og þarna sat
hann. Það var dautt í pípunni, en hann sat þarna og
starði' út í myrkasta afkima eldhússins. Ég fékk mér að
drekka og hann sat þarna og starði fram fyrir sig,
deplaði ekki auga og mér fannst hann ekki einu sinni
taka eftir mér. Það sótti að mér beygur.
„Afhverju ferðu ekki f rúmið, pabbi?“
„Ég geri það bráðum, sonur,“ sagði hann, „ekki vaka
eftir mér.“
„En þú ert búinn að sitja hérna klukkutímunum
saman," sagði ég, „hvað er að?“
„Ekkert, sonur," sagði hann, „ekkert, það er bara
notalegt að sitja svona. Það er allt of sumt.“ Og hann
virtist sannfærandi, alls ekki áhyggjufullur. Röddin
var jöfn og þægileg. Hún er það ávallt. En ég skildi
hann ekki. Hvernig gat það verið notalegt að sitja einn
i myrkri á óþægilegum stól langt fram á nótt? Hvað
gat það verið? Ég hugleiði alla möguleika. Ekki eru
það peningar. Það veit ég. Við höfum ekki of mikla
peninga handa í milli, en þegar þeir valda honum
áhyggjum, fer hann ekki dult með það. Og ekki er það
heilsan. Með þess háttar fer hann heldur ekki f
grafgötur. Ekki getur það verið heilsa neins í fjöl-
skyldunni. Við erum heldur knöpp með peninga, en
heilsan er í góðu lagi. (Sjö- níu- þrettán myndi móðir
mín segja.) Hvað getur það þá verið? Því miður veit
ég það ekki, en það aftrar mér ekki frá því að brjóta
heilann um það. Kannski er hann að hugsa um bróður
sinn í hinu landinu eða móður sína eða stjúpmæðurn-
ar tvær. Eða föður sinn. En þau eru öll dáin og ekki
getur hann verið að hafa áhyggjur út af þeim. Ég segi
áhyggjur, en það er ekki rétt hjá mér. Hann hefur
ekki áhyggjur. Hann virðist ekki einu sinni hugsa.
Hann er of friðsæll til þess, of . .. ja, kannski ekki
ánægður, en of friðsæll til þess að hann geti haft
áhyggjur. Kannski er það eins og hann segir, kannski
er það notalegt að sitja svona. En mér finnst þá
óhugsandi og það veldur mér kvfða.
Ef ég aðeins vissi hvað hann er að hugsa. Ef ég
aðeins vissi hvort hann hugsaði nokkuð yfirleitt. Ég
gæti kannski hjálpað honum. En kannski þyrfti hann
þess ekki með. Kannski er það eins og hann segir,
kannski er það notalegt að sitja svona. En ef ég fengi
vissu mína, þá hefði ég ekki þessar áhyggjur.
Afhverju situr hann þarna í myrkrinu? Er hann að
ganga i barndóm? Nei, það getur ekki verið. Hann er
aðeins fimmtíu og þriggja ára gamall. Og hann er eins
snar í hugsun og endranær. Sannleikurinn er sá, að
hann er samur við sig f öllu tilliti. Honum þykir ennþá
baunasúpa góð. Hann les ennþá aukablað Times fyrst.
Hann gengur ennþá með stifan flibba. Og hann stend-
ur á þvf fastara en fótunum, að Debs hefði getað
bjargað þjóðinni og að Theodor Roosevelt hafi verið
verkfæri f höndum peningamanna. Hann er sá sami að
öllu leyti, virðist ekki hótinu eldri en fyrir fimm
árum. Það segja allir. „Heldur sér vel,“ segir fólk. En
hann situr einn f myrkrinu, reykir og starir beint fram
fyrir sig, án þess að depla auga, langt fram á nótt.
Ef það er eins og hann segir, að það sé notalegt, þá
læt ég þar við sitja. En sé það ekki þannig, sé eitthvað,
sem ég get ekki með nokkru móti skilið. Afhverju
segir hann ekki neitt? Afhverju muldrar hann ekki
eitthvað eða hlær eða grætur? Því gerir hann ekki
eitthvað? Þvi situr hann bara þarna?
Að Iokum verð ég reiður. Kannski er það bara
ófullnægð forvitni mín. Kannski er ég dálftið kvíðinn.
En kvað um það, ég verð reiður.
„Er eitthvað að, pabbi?“ segi ég.
„Nei ekkert sonur, alls ekkert." En í þetta sinn læt
ég hann ekki slá mig út af laginu. Ég er reiður.
„Afhverju siturðu þá hérna aleinn og hugsar fram á
rauða nótt?“
„Það er notalegt, sonur. Ég kann þvi vel.“ Ég kemst
ekkert með hann og á morgun mun hann sitja þarna
aftur. Ég ætla ekki að hætta núna. Ég er reiður.
„Ja-ja, um hvað ertu að hugsa? Afhverju siturðu
bara hérna? Hvað veldur þér áhyggjum? Um hvað
ertu að hugsa?“
„Ég hef engar áhyggjur. Það er allt í lagi með mig.
Það er bara notalegt. Það er allt of sumt og farðu nú f
rúmið sonur minn.“
Ég er ekki lengur reiður, en kvíðatilfinningin er
ennþá á sínum stað. Ég verð að fá svar. Þetta er allt
svo heimskulegt. Afhverju vill hann ekki segja mér
sannleikann? Ég el með mér þá bjánalegu trú, að fái
ég ekki svar, muni ég ganga af vitinu. Ég er ákveðinn.
„Um hvað ertu að hugsa, hvað er það?“
„Ekkert, sonur minn, bara eitt og annað. Ekkert
sérstakt.“Ég fæ ekkert svar.
Aftur kem ég seint heim. Gatan er hljóðnuð og húsið
er almyrkvað. Ég geng hljóðlega upp tröppurnar og
varast þrepin sem brakar f. Ég opna útidyrnar með
lyklinum mínum og læðist inn i herbergið mitt. Ég fer
úr fötunum og man svo að ég er þyrstur og ég fer
berfættur framí eldhús. Jafnvel áður en ég er kominn
alla leið, veit ég að hann er þar. Ég sé hvernig myrkrið
þéttist í kringum boginn lfkama hans. Hann situr á
sama stólnum, olnbogarnir á hnjánum og útkulnuð
pípan milli tannanna og hann starir fram fyrir sig án
þess að depla auga. Hann virðist ekki taka eftir mér.
Hann heyrði ekki þegar ég kom heim. Ég stend þögull
i dyrunum og horfi á hann.
Allt er kyrrt, en þó er nóttin full af smá hljóðum og
þar sem ég stend þarna hreyfingarlaus byrja ég að
taka eftir þessum hljóðum. Tifið í vekjaraklukkunni
uppi á fsskáp. Lágt suð frá bifreið, sem fer hjá í næstu
götu. Hviss frá bréfsnifsi, sem berst undan golunni.
Hvíslandi rísa og falla þessi hljóð eins og andardrátt-
ur, seiðandi notaleg. Þurrkurinn f hálsinum minnir
mig á erindið. Ég geng óhikað inní eldhúsið.
„Sæll, pabbi," segi ég.
„Sæll, sonur." Rödd hans er lág og dreymin. Hann
breytir hvorki stellingum sínum né lítur upp. Ég finn
ekki kranann. Birtan sem kemur utan af götu, virðist
aðeins gera eldhúsið enn dimmara. Ég teygi mig í
slökkvarann og kveiki. Hann réttir snöggt úr sér eins
og hann hafi verið lostinn höggi.
„Hvað er að, pabbi?“ segi ég.
„Ekkert," segir hann snöggt, „slökktu bara ljósið.“
„Hvað er að ljósinu?" segi ég, „hvað er að?“
„Ekkert,“ segir hann, „en mér þykir ekki gott að
hafa kveikt.“ Ég slekk ljósið og drekk hægt úr vatns-
glasinu. Ég verð að vera rólegur, segi ég við sjálfan
mig. Ég verð að komast til botns f þessu.
„Afhverju ferðu ekki í rúmið? Afhverju siturðu
hérna í myrkrinu og orðið svona áliðið?“
„Mér þykir það gott, en ég get ekki vanizt ljósinu.
Þegar ég var lítill drengur í Evrópu höfðum við ekkert
ljós.“ Hjartað i mér missir slag úr og ég anda léttar. Ég
held að nú skilji ég hann loksins. Ég man eftir
sögunum úr bernsku hans í Evrópu. Ég sé afa minn í
litlu kránni, sem hann átti. Það er áliðið og allir
viðskiptavinirnir farnir og hann er að láta líða úr sér.
Ég sé glóandi kolinn f arninum. Það er myrkur inni.
Ég sé lítinn dreng sitja á eldiviðakubb fyrir framan
arininn og horfa inni glæðurnar. Drengurinn er faðir
minn. Ég minnist þeirra augnablika, þegar ég hef
staðið þögull í dyrunum og horft á hann.
„Þú átt við, að ekkert sé að?“ segi ég, „þú situr bara
hérna í myrkrinu af því að þér finnst það notalegt?"
Ég á erfitt með að aftra röddinni frá þvi að verða að
gleðihrópi.
„Já,“ segir hann, „en ég get ekki hugsað, þegar
kveikt er.“ Ég set frá mér glasið og býst til að fara inn
í herbergið mitt.
„Góða nótt, pabbi,“ segi ég.
„Góða nótt,“ segir hann. Svo man ég allt í einu
dálitlu og sný mér við.
„En um hvað ertu að hugsa, pabbi?“ segi ég. Rödd
hans virðist koma úr órafjarlægð.Hún er róleg og jöfn.
„Ekkert," segir hann hljóðlátlega, „ekkert sér-
stakt.“
Jerome Weidmann er fæddur í New York árið 1913.
Út hafa komið eftir hann nokkrar skáldsögur og fjöldi
smásagna. Honum er einkar lagið að draga upp
myndir úr hinu daglega lffi og lesandinn þari ekki að
ganga að því gruflandi, hvað við er átt, hafi hann á
annað borð auga fyrir umhverfi sinu og opin eyru.
Smðsaga
eftir
Jerome
Weidman
FAfilR
mrn
SITUR
I