Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1976, Qupperneq 4
Þegar ég komst að fyrrgreindri
niðurstöðu um ,,línur“ Rangár-
hverfis var mér með öllu ókunn-
ugt um að nokkur maður hefði
nokkru sinni fundið neitt svipað
annars staðar í heiminum. Goð-
sagnir og atvik öll gáfu hins vegar
ekkert undanfæri: annaðhvort
varð ég að setja fram tilgátur er
að slíkum línum lutu — hversu
ókunnuglega sem þær komu fyrir
sjónir — ellegar hreinlega loka
augunum fyrir þeim lausnum sem
fyrir lágu. Þar var að sjálfsögðu
ekki nema ein leið fær. En nú
berst óvæntur hvalreki á fjörur.
Samkvæmt bók Watkins eru ,,lín-
ur“ svipaðar þeim sem hér fund-
ust ekki fágæt undantekning í
heiminum — Bretlandseyjar eru
bókstaflega gagnskotnar tengsl-
um þessarar tegundar. Verður
þeim lýst nokkuð hér á eftir. En
jafnvel þótt svo óvæntar upplýs-
ingar berist um jafn lítt þekkt
mál, hefði væntanlega engan
grunað að finna mætti hliðstæðu
við Hlíðarenda þeirra Gunnars og
Hallgerðar í Bretlandseyjum.
Geta menn rétt ímyndað sér svip-
inn á höfundi þessarar greinar,
þegar hann las eftirfarandi í bók
Watkins (birt á ensku til að
ekkert fari milli mála):
Six or eight farms and places
called „Hillend" grouped about
the Malverns afford interesting
evidence that they are at the
useful end of a track sighted on a
hill point. Few of these can be
said to be on the end of a hill, or
on relatively high ground.
In six cases I found leys passing
through a Hillend, another hill
place-name and on to a peak.
(Lausleg þýðing: ,,Sex eða átta
sveitabæir og staðir nefndir
„Hillend" sem staðsettir eru um-
hverfis Malverns eru athyglisverð
sonnun þess að þeir eru notaðir
sem leiðarmörk slóðar sem beint
er að tindi á hæð. Fáir þessara
sveitabæja eða staða geta talizt á
enda hlíðar eða standa tiltölulega
hátt.
I sex tilvikum fann ég að mark-
leiðir gengu í gegnum „hillend",
annað hæðar-staðar-nafn, og
áfram að tindi.)
„Hillend" er það örnefni enskt
sem kemst næst því að samsvara
„Hlíðarenda" á íslenzku. Orðið
HILL merkir ,,hæð“ eða „háls“ —
„rounded natural elevation of
land lower than a mountain",
svo að notuð sé skilgreining
Wbesters. Þótt orðið HLÍÐ
á íslenzku merki eiginlega
„brekka'* eða „halli“ á hæð, er
það einatt notað sem ,,hæð“ eða
„hæðardrag", samanber einmitt
Fljótshliðina. Ef við ætlum Hlíð-
arenda og Hillend hliðstæður,
opnast einkennileg mynd. Gunnar
á Hlíðarenda rekur þá ekki ein-
asta ættir sínar til hins írska kon-
ungdæmis heldur virðist sá bú-
staður sem hann byggir nákvæm-
lega eins skorðaður við landslagi
og bústaðir er bera sama eða svip-
að nafn á Bretlandsey.ium.
Þetta er með afbrigðum merki-
legt umhugsunarefni. Sjálfur
hafði ég fundið línur svipaðar
þeim íslenzku á Bretlandseyjum
'með samanburði við hið íslenzka
kerfi, og raunar sjálfa frummynd
kerfisins í Rangárhverfi, ef allt
fór að líkum (enn óbirt). Benda
þó allar líkur til, að slíkt kerfi
hafi jafnframt verið að finna í
Svfþjóð og á Jótlandi121- Þá var
mér einnig ljóst, að helzta goð-
sögnin að baki Njálu átti sér
frummynd í Evrópu, og hafði ég
rakið þræði hennar langt aftur
fyrir Krists burð. Beina ástæðu
notkunarinnar i Njálu hafði ég
goðsagnir höfðu bent til nákvæm-
lega sömu niðurstöðu um Hlfðar-
enda Gunnars!
Það er víðar Guð en í Görðum.
Til að vefengja orð Watkins
þarf enga smárannsókn. Watkins
finnur línurnar í sjálfu landslag-
inu af beinum jarðneskum vitnis-
burði. Hann kemur auga á vörður,
hóla, steina, traðir og forn mann-
virki sem öll liggja á tilteknum
línum — eins og þeim hafi verið
raðað upp. Hann gengur hrein-
lega úr skugga um tilvist línanna
með því að ganga slóðirnar og
þræða kennileitin. Ein út af fyrir
sig er þessi rannsóknaraðferð
Watkins með afbrigðum forvitni-
leg. Ég reyndi að vfsu að kynna
mér staðhætti í Rangárhverfi, en
ekki fyrr en löngu eftir að goð-
sagnir höfðu bent til hinna ein-
kennilegu tengsla við landslagið
— eftir að táknmálið hafði bein-
línis pínt mig til að skoða nánar
staðhætti. Þannig eru allar niður-
stöður Baksviðs Njálu byggðar á
tilgátum um beitingu táknmáls.
Watkins gengur allt aðra leið.
Orðið sem Watkins notar oftast-
um „línur" Bretlandseyja er
„lays“. Hyggur hann það orð hafa
svipaða merkingu og norræna
orðið „leið“, því að jafnan eru lin
urnar í Bretlandi beinlínis traðir,
slóðir, leiðir. Hvort þessu var svo
farið hérlendis er enn órannsak-
að, en fróðlegt verður að athuga
fornar götur Islands þegar þar
að kemur. Til að auðveldara sé að
tala um „línurnar" skulum við
nú gefa þeim nafn, og skal hér
notazt við orðið „markleiðir".
Hnígur það orð jafnt að mörkun
lands og leiðar að brezkum hætti,
snýr og við orðinu leiðarmarki,
sem væntanlega hefur verið
„endi“ hverrar markleiðar. Sam-
kvæmt Watkins er það regla, að
markleiðir séu miðaðar við tinda
að minnsta kosti í mörgum tilvik-
umW- Hvað segir Mælikenningin
um þetta? Samkvæmt Baksviði
Njálu skárust markleiðir að Stein-
krossi — en þar voru miklar
krossgötur, að þvi er menn ætla.
17> Þá skjóta steinar upp kollinum
á öllum markleiðum Bretlands,
jafnvel hin forna samstæða
ÞRIGGJA STEINA 18>- Kemur
þetta heim við Mælikenninguna?
Vart getur heppilegri athuga-
semdar: ÞRlDRANGAR undan
Bergþórshvoli voru meginviðmið-
un markleiða í Rangárþingi sam-
kvæmt Mælikenningunni^).
Fleira er þarna til umhugsunar,
svo svo sem heitið KING STONE
sem er fast við ýmsa merki-
steina þar ytra201 Hérlendis
voru ekki konungar, en stað-
genglar þeirra nefndust GOÐ-
AR. Helztu tindar Eyjafjalla-
jökuls hafa verið nefndir
GOÐASTEINAR, annar þeirra
sýnist augljóst leiðarmark.
Að vfsu eru til getgátur um önnur
nöfn þessara steina, en Goða-
steins-nafnið er fast í sessi. Ætti
örnefnastofnunin að geta veitt
mikilsverðar upplýsingar um
fjölda Goðasteina og upprunaleg
nöfn margskonar er henni vex
fiskur um hrygg. Nafnið Hlíðar-
endi verður þá væntanlega skoð-
að víðar. En Goðasteinar virðast
samsvara Konungssteinum brezk-
um hvað nafngift snertir.
Þá kemur í ljós, að VAÐ á fljóti
var einatt á markleiðum þar ytra
20- Svo er og i Rangárþin'gi sam-
kvæmt Mælikenningunni: vað að
Hofi á Rangárvöllum var eitt
fyrsta kennimarkið, síðar Þor-
geirsvað.
Um upphafsdepla markleið-
anna — það mark sem leiðir voru
frá lagðar — kemst Watkins að
þeirri niðurstöðu, að drangar eða
hamrar úti i náttúrunni hafi
Ingólfshöfða, Dyrhólaey og Berg-
þórshvoli á ströndu — Þrídröng-
um og Hjörsey á hafi úti.
Þá fær Watkins ekki betur séð
en ýmsar markleiðir séu miðaðar
við kennileiti sem notuð voru til
að ákvarða stöðu sólar25>- Svo er
og á íslandi, samanber DAG-
MALAFJALL, augljóst eiktar-
mark við dagmál. Berið það nafn
við eitt kennileitið á eynni Mön —
þar sem enn er TINGVOLD —
(Þingvöllur) — „Hill of the Rise
of Day“, „Cronk yn Tree Laa“ á
keltnesku 26>- Er sá skyldleiki
væntanlega öllum ljós, enda hlýt-
ur eiktarmörkum að hafa svipað
saman í Norður-Evrópu að fornu.
Ekki þykja mér önnur staðaheiti
þó sfðri í sambandinu, jafnvel þar
sem þau benda til gagnstæðu í
stað samstæðu. Eitt slíkt er
DAWNS MEN 27>. íslenzkar að-
stæður virðast geta skýrt þetta.
Líkur goðsagnanna benda ein-
dregið til að VESTMENN þeir
sem Vestmannaeyjar eru við
kenndar, hafi verið MENN SÓL-
SETURS, andstæður MANNA
DÖGUNAR. Við sjáum að þeir
eru nefndir VESTMENN, ýmis-
legt bendir til að orðið AUST-
MENN hafi ekki einasta varðað
menn er komu austan um haf frá
Noregi heldur einmitt andstæðu
VESTMANNA — MENN DÖG-
UNAR. Ætti gagnstæðan að vera
einföld og ljós á íslenzku. Goð-
sagnirnar benda til að Vestmenn-
irnir hafi verið tákn sjálfra Þrí-
dranga — og sem slíkir „litir sól-
arlagsins" í hugmyndafræðinni
— en jafnframt voru þeir „þræl-
ar“ Leifs. Þessi hugmyndafræði
er óaðskiljanleg frá goðsögn land-
náms að öllum líkum málsins.
AUSTMENNIRNIR — menn dög-
unar — virðast m.a. hafa „búið“
að Dagmálafjalli, Stöng í Þjórsár-
Hlíðarendi
og goðsögnin
Eftir Einar Pálsson
Síðari hluti
Séð frá HltSarenda til Eyjafjallajökuls. Teikning úr myndabók Collingwoods.
svo aftur fundið í trúskiptunum
um 1000. En að sjá Watkins kom-
ast að nákvæmlega sömu niður-
stöðu og ég sjálfur um svo stór-
skrýtið og óvænt fyrirbæri sem
staðsetningu HLÍÐARENDA —
það var líkt og að lenda í köldu
steypibaði. Hvorugur okkar átti
minnstu von á niðurstöðunni —
báðir drógu óhjákvæmilegar
ályktanir af efni sem ekki hafði
verið áður rannsakað. Þegar sam-
svörun er komin á slíkt stig — í
svo nákvæmum smáatriðum —
þyrfti dofna heilastarfsemi til að
trúa á tilviljun. Hvað sem um
,,línur“ Rangárþings mátti að
öðru Ieyti segja, var þetta ljóst: að
minnsta kosti 6 eða 8 — sennileg-
ast 12 eða 14 — „Hillends“ á
Bretlandseyjum drógu nafn af
línu sem dregin var um staðinn að
fjallstindi i fjarska. En íslenzkar
og hvoli 13>- Er sú niðurstaða að
sjálfsögðu ekki undrunarefni,
slík kennileiti eru langsamlega
hentugust til viðmiðunar. Kemur
sú niðurstaða heim við Mælikenn-
inguna? Vissulega: einhverjar
augljósustu viðmiðanir hennar
eru Goðasteinn og Dagmálafjall
— tveir tindar — og Bergþórs-
hvoll í Landeyjum.
Þá kemst Watkins að þeirri nið-
urstöðu, að fjöldi markleiða sé
miðaður við sólris um mitt sumar
14>- Hvað um þá niðurstöðu? Hún
fellur nákvæmlega að efni. Sjálf
meginlínan — markleiðin frá
Bergþórshvoli að Stöng (um
Steinkross) — Iýtur einmitt að
sólrisi um mitt sumar 15>- Þá kveð-
ur Watkins markleiðir einatt
miða að krossgötum, sem ekki er
að undra, þar sem markleiðir
Bretlands VORU beinlinis götur,
gengt hlutverkinu 22). Ekki hefði
Watkins þá undrazt niðurstöðu
Mælikenningarinnar hvað þetta
snertir: Þrídrangar eru augljós
upphafsdepill kerfisins í Rangár-
þingi; Dyrhólaey og Ingólfshöfði
að austan.
Enn telur Watkins, að lindir og
keldur séu einatt á markleiðum
23). Þetta kemur heim við Mæli-
kenninguna: Keldur á Rangár-
völlum, eitthvert magnþrungn-
asta lindasvæði Islands með sín-
um tvö þúsund lindum, er á mark-
leiðinni Norður/Suður. Þá segir
Watkins skýrt og skorinort, að
þegar markleið renni að sjó, þá
verði hún að enda við klett,
drang, höfða „stundum í drang í
hafi“ 24 x Hér er engu líkara en að
Watkins sé beinlínis að lýsa ís-
lenzka kerfinu samkvæmt Mæli-
kenningunni: markleiðir enda I
dal, og Stóru-Borg undir Eyja-
fjöllum.
Allt var kerfi Rangárhverfis ein
allsherjar „klukka" samkvæmt
Baksviði Njálu. Grundvöllurinn
var hringur — sjóndeildarhring-
ur — og kennileiti tímamörk.
Kerfið vekur spurningu um ná-
kvæmni í Islendingabók Ara. 28)
goðsagnir benda eindregið til
þekkingar á tfmatali. Hafa merk-
ustu fræðimenn svo sem Einar
Arnórsson raunar löngu sýnt
fram á að einfeldningsleg útlegg-
ing af orðum Ara um vanþekk-
ingu landnámsmanna fái engan
veginn staðist 28), en gamlir for-
dómar deyja seint. Á Bretlands-
eyjum kemst Watkins að svipaðri
niðurstöðu og Mælikenningin: all-
mörg kennileitin þar voru hlutar
„risavaxinna sólúra“3°).
Þá mun einhverjum verða star-
©