Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1976, Side 5
Stonehenge. þekktasta fornaldarmannvirki Englands. er
miðja markleiða.
sýnt á þaö, að markleiðir koma
saman þar sem haldin voru þing,
lögréttur og markaður31)- Mæli-
kenningin íslenzka gerir ráð fyrir
því, að markleiðir tveggja stærstu
landnámanna — Skallagríms og
Ketils hængs — hafi verið mæld-
ar út frá Alftárósi á Mýrum og
Steinkrossi á Rangárvöllum — og
komið saman á bingvöllum — þar
sem haldið var Alþingi, lögrétta
og markaður.
Jafnvel hliðarályktanir, sem
enginn fengi skilið, ef ekki kæmu
goðsagnir til, má draga af orðum
Watkins. Þannig er nafn þriggja
samstæðra hæða brezkra „Devil’s
Jumps“32)> eða Stökk Kölska.
Bergþórshvoll er einskonar þrl-
hæð, enda koma Þríhæðir víða við
sögu Mælikenningarinnar, svo
sem I NV-horni hins danska kerf-
is með miðju að Jalangri. Þar
heitir Trehöje, rammur staður að
kynngi samkvæmt fornum arf-
sögnum 33>• En Bergþórshvoll var
spegilmynd stjarngeirans Heið-
rúnar á himni samkvæmt Mæli-
kenningunni, þess merkis sem nú
er yfirleitt nefnt Steingeit í
stjörnusjánni. Sá var forðum
fverustaður Póseidons og Neptún-
usar, þríforkur þeirra félaga var
heimfærður upp á Paura í kristni,
eins og raunar horn sjálfrar Geit-
arinnar. Goðsagnir benda til að
dæmigervingur Njáls í allegórí-
unni hafi einmitt verið Njörður
með þrífork Þrídranga, þriggja
sona og þriggja dætra. Að Þríhæð
slíkrar vættar skuli kennd við
stökk Djöfulsins kemur þannig
nákvæmlega heim við Mælikenn-
inguna. Þeir urðu ekki allir bjart-
ir á ásjónu og líkama er í geitar-
húsi hírðu við Ragnarök hins
heiðna tímaskeiðs.
Og hvað þýðir þá þetta? mun
einhver spyrja. Hver er sá ,,endi“
sem er í miðju hlíðar? Svarið er I
ætt við enska notkun orðsins, svo
er að sjá sem ENDI I þessu tilviki
merki „mark“ eða „mið“ sbr. „to
that end“ o.s.frv. á ensku. Nafnið
Hlíðarendi virðist þannig merkja
,,miðið“ eða „markið" í hlfðinni.
Slík merking kæmi nákvæmlega
heim, Hlfðarendi væri þá hlfðar-
markið frá Dagmálafjalli að
Steinkrossi yfir tinda Þríhyrn-
ings. Nafn Merkjár kynni að vfsa
til þessarar markleiðar.
Allar lfkur benda til að mark-
leiðir Islendinga og Breta eigi sér
sömu forsendur og enn ófundnar
markleiðir Egypta og Súmera.
Markleiðirnar virðast hluti af
sköpunarathöfn — landhelgun —
þar sem land var helgað goðum.
Markleiðirnar skorðuðu byggð
við himinhvolf, skópu reglu
á jörðu. Goðin voru Bönd
sem festu bústaði manna
við bústaði goða. Lögum
manna var jafnað til laga
goða. Því runnu lög af himni — af
spenum geitar þeirrar er Heiðrún
hét. Sú geit stóð að Bergþórshvoli.
Sá sögufrægi bær varð þannig
ekki einasta STAÐUR heldur
tímamark — líkt og Dagmálafjall
í austri. Hlíðarendi varð tíma-
mark í svipuðum skilningi. Tími
Bergþórshvols á hring árstíðanna
nefndist JÓL. Að Bergþórshvoli
bjuggu Vestmenn, verðir sólar-
lagsins. Þeirra veldi var mest er
sól hneig stytztan dag á miðjum
vetri. Að Hlíðarenda bjó máttur
vors, konungur hækkandi sólar
með ’ geir sinn, boga og örvar,
geisla þá er hann skaut í gróand-
anum — á vori.
Allt er þetta nýtt, þótt fornt sé,
óvænt, gjörólíkt öllu sem Islend-
ingar töldu sig áður vita. En nú
blasir við þeim ný markleið í
rannsókn fornmenningar — goð-
sögnin. Meðan Vestmenn ríkja í
kyrrð jóla undirbýr vorið komu
sína.
Með hækkandi sól opnast ný
viðhorf.
Enski listamaðurinn W.G. Coll-
ingwood og dr. Jón Stefánsson
fóru pílagrímsför til sögustaða Is-
lands árið 1897. Þeirfélagar líta
Hlíðarenda ferskum augum. Þeir
veita því athygli, að bærinn er
staðsettur „undir myrkum tind-
um Þríhyrnings". Þá taka þeir
fram líkt og Jónas Hallgrfmsson
áður, að fjallstindar og úthafið
fyrir ströndu séu f rauninni óað-
skiljanlegir hlutar myndarinnar.
Goðsagnir benda til, að landnáms-
menn hafi litið Hlíðarenda líkum
augum allt frá upphafi. Hug-
myndafræði sem greina má af
goðsögnunum tekur mið af hafi.
Þá má ráða af táknmáli goðsagn-
anna, að land Hlíðarenda hafi ver-
ið markað Ifnu sem dregin var um
austanverðan Þríhyrning að
tindi Dagmálafjalls. Þetta
eru meginviðmiðanir Hlíðarenda
samkvæmt myndum Colling-
woods34)-
HLlÐARENDI — tilvitnanir. — Stðari hluti:
12. Baksvið Njálu s. 206, Trú og landnám s.
43, 110
13. Watkinstrsl—13
14. srs 128—133
15. Baksvið Njálu s. 82
16. Watkinstrs 17,20,58
17. sjá t.d. Arbók h. ísl. fornl. fél. 1928, 9—11
og Rangárvallasýsla Rvk 1968,157
18. srs 24, 2£^mynd 38
19. Baksvið Njálu s. 80
20. Watkins trs 28
21. srs42—49
22. srs 58
23. srs 59
24. srs 60
25. srs 100
26. srs 102
27. ss
28. Isl. fornrit I, 1 s. 9—11
29. Einar Arnórsson, Ari fróði, H. Isl.
Bókm.f., Rvk 1942, s. 95—97
30. Watkins trs 108
31. srs 121
32. srs 171
33. Baksvið Njálu s. 206
34. Myndirnar: WG. Collingwood and Jón
Stefánsson. A Pilgrimagc to the Saga-Steads
of Iceland, Ulverston 1899, s. 30—31 Bókin
um allegóríuna — launsagnir miðalda —
sem vikið er að I greininni er P. Piehler, The
Visionary Landscape, Edward Amold,
London 1971.
Hver sá, sem gengur um
sali Þjóðminjasafnsins eða
heimsækir byggðasöfnin,
hlýtur að undrast þann
glfurlega fjölda útskurðar-
muna, sem til sýnis er, og
er þó sjaldnast allt til sýnis
haft, sem söfnin eiga af
sllku. Eðlilega hlýtur
margt að hafna I geymsl-
um um lengri eða skemmri
tíma, hlutir sem til eru I
mörgum svipuðum eintök-
um, eða sem af öðrum
ástaeðum er ekki ástæða til
að hafa til sýnis. En hver
hlutur er þó mikils virði,
ekki slzt fyrir þá, sem rann-
saka vilja tréskurðinn og
Jistmennt þjóðarinnar, þvf
að einn hlutur segir það,
sem annar segir ekki, og
eftir fjöldanum er smám
saman hægt að rekja
stílþróun og breytingar I
skurði frá einum tfma til
annars eða landshluta á
milli.
Ellen Marie Mageröy,
norskur þjóðháttafræð-
ingur, sem skrifaði
doktorsritgerð um ° jurta-
skraut f fslenzka tré-
skurðinum, hefur reynt að
flokka útskurðinn niður
eftir tfmabilum og
héruðum, en I Ijós kemur,
að það er oft erfiðara en
ætla mætti, þvf að breyt-
ingar hafa yfirleitt litlar
orðið á megineinkennum
útskurðarins nær þvf öld-.
um saman. Oft á tfðum eru
ártöl á hlutunum en oftar
er ekkert slfkt til að styðj-
ast við og sannast að segja
er oft býsna erfitt að segja,
hvort hlutur er frá 18. öld
eða hinni 19., og verður
stundum að tfmasetja út-
skurðarhluti fremur eftir
hugboði en ákveðnum
einkennum.
Samt sverja vissir hlutir
sig til ákveðins tfma eða
landshluta. Þannig er um
skápinn, sem hér er mynd
af, og er þó að visu aðeins
framhliðin varðveitt. Hann
er óvenjulega stór af
fslenzkum húsgögnum frá
fyrri tfð að vera, og skápar
voru vfst heldur sjaldséðir f
hfbýlum fyrrum, að
minnsta kosti svo stórir
sem þessi, en framhliðin er
133 sm há. Samt eru til
nokkrír skápar f Þjóðminja-
safninu næsta keimlfkir
þessum og virðast allir
eiga uppruna sinn f sama
héraði, Eyjafirði. Sumir
þeirra eru meira að segja
svo Ifkir, að þeir gætu
verið eftir sama mann, en
hér fer eins og oftar, að
hann lætur ekki nafns sfns
getið.
Skáphurðin og um-
gerðin um hana, tvær
lóðréttar fjalir sfn hvorum
megin og láréttar fjalir
ofan og neðan, eru alsettar
útskurði og hefur skurð-
meistarinn gætt þess að
láta ekki hinn minnsta flöt
óskorin. Það var Ifka
algengt, hvort sem „horror
vacui", óttinn við tómið,
hefur ráðið eða aðeins
skurðgleði meistarans. —
En hér er það akantus-
fléttan, sem enn á ný
bregður sér um skápinn,
einkurn umgerðina, en þó
hefur myndskerinn komið
fyrir nafndrætti Krists,
IHS, á efstu fjölinni
og . hnútaskrauti efst
og neðst á hurðinni,
svo og nafninu thorlakur
ss (S. son) og kynja-
dýri næst fyrir neðan.
Þetta er eitt þeirra kynja-
dýra, sem hvergi finnast á
jarðrfki nema f hugarheimi
fslenzkra myndskera, sem
fá dýr höfðu séð nema hús-
dýr og hvali, yrðlinga og
útseli, þótt þeir hefðu
veður af óargadýrum f
heitu löndunum, mann-
skæðum og margkænum
og reyndu þeit stundum að
láta þeim bregða fyrir á
listaverkum sfnum.
Þór Magnússon.
ÞJÓÐ-
MINJAR
Effir
Þör
Magnússon
þjöðminjavörö